Morgunblaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ny ti-Mrnr\-uhj'ij ir
Formskrift hentar
ótrúlega mörgum
m skrift og
skriftarkennslu
; W;t u .u.
’ / - - / / ~ /
A7b €XC ÍCf X J >
X'IJLSO PG 71S
rv. v a;/ X V 2
fi/lö
a irc d z 1 q A. '■ } *■ *
77i n a f> q t £ 'í v
W X. U 2. fi <t 0 ð
t Z 3't 567890
ýsA/A'smssns/O'/p
ARCDÍJQXIJKÍM
AOPQRSTUVWSJl
JJÓ !234567810
varð sá, að ég náði á tiltölulega
stuttum tíma mjög góðum árangri
í skrift — nokkuð, sem hefur orðið
mér til framdráttar síðar meir.
breskum unglingum á unglingsár-
um mínum fannst mér hins vegar
S.H. skrifar 18. nóv.:
„Kæri Velvakandi.
I Morgunblaðinu í dag er at-
hyglisverð grein um skrift og
skriftarkennslu. Ég er sammála
greinarhöfundi um, að nokkuð
þarf að gefa gaum að skriftar-
kennslu og vil af eigin reynslu
hvetja þá, sem sjá um skriftar-
kennslu og námsgögn varðandi
hana, til að veita nemendum
meira ráðrúm til að velja á milli
forskriftartegunda.
Ættu fyrr að geta
fundið sér „sína línu“
Ég hef þá trú, að svokölluð
formskrift henti ótrúlega mörgum
og finnst þess vegna ekki nema
sjálfsagt, að börn fái samhliða
íslenska stafrófinu (sbr. fyrr-
nefnda grein) forskriftir með
formskrift. Með því móti ættu þau
fyrr að geta fundið sér „sína línu“.
Mér finnst formskrift þess eðlis,
að hún verði ekki eins ólæsileg og
skrift skv. íslenska stafrófinu get-
ur verið, þótt viðkomandi nái ekki
góðum tökum á skriftinni.
Hefur orðið mér
til framdráttar
I barnaskóla lærði ég þessa
hefðbundnu skrift, sem kennd var
og er, en náði aldrei umtalsverð-
um árangri. þrátt fyrir vilja til að
skrifa vel. I 1. bekk gagnfræða-
skóla (þ.e. 7. bekk skv. núverandi
kerfi) sýndi skriftarkennarinn
okkur formskrift. Arangurinn
Breskir unglingar skrif-
uðu vel og læsilega
12 ára dóttur minni hefur
hvergi á skólagöngu sinni verið
sýnd önnur forskrift en þessi
gamla og góða. Við kynni mín af
áberandi hversu vel og læsilega
þeir skrifuðu, en hjá þeim var
formskriftin allsráðandi.
Þessar ástæður ollu því, að eftir
lestur umræddrar greinar um
skrift og skriftarkennslu, þá lang-
aði mig að koma þessum sjónar-
miðum á framfæri.
Með fyrirfram þakklæti fyrir
birtinguna."
Til þess skort-
ir manninn vit
Gamli Nói skrifar:
„Þar sem miklar umræður hafa
átt sér stað um þróunarkenninguna
að undanförnu og margir háþróað-
ir apaafkomendur hafa látið ljós
sitt skína með ýmsum niðrandi
hætti, þá langar mig til að koma
með nokkrar athugasemdir og
spurningar um það mál.
Nefnir 24 tímana
sólarhring
Einhver taldi það svo fáránlegt
að menn tryðu á guð að hann gerði
þeim upp þá heimsku að þeir álitu
jörðina flata. Veit maðurinn ekki
að flestir kristnir menn þekkja að
jörðin er hnöttótt á sama tíma og
margir heiðnir ættflokkar telja
hana flata? Heldur hann að kirkj-
an ein hafi fyrr á öldum boðað það
að jörðin væri flöt? Nei, það gerðu
menn almennt áður en kristni náði
að breiðast út (heiðin kenning).
Hann veit sjálfsagt ekki heldur að
Biblían er verk mannanna, frásög-
ur margra af sömu atburðum sem
lifað höfðu á vörum þjóðar mann
fram af manni með eðlilegum
breytingum. Er það nokkuð furðu-
Iegt að eitthvað stangist á í slíkum
lýsingum þegar nútíma sálarfræði
segir okkur að engir tveir menn
sjái t.a.m. bílslys sömu augum,
hvað þá greini eins frá? Hvernig
skýrir viðkomandi þá allt það sem
ekki stangast á í Biblíunni? Hvern-
ig skýrir hann ritaða spádóma sem
komu fram löngu eftir að þeir voru
skráðir? Hvernig skýrir hann þau
fyrirbæri sem enn gerast bæði í
vöku og draumum, skynjanir sem
rætast og hafa ræst? Ætli maður
sem ekki þekkir afstæði hreyfingar
geti svarað slíku? Það held ég
varla. Hins vegar nefnir hann 24
tímana sólarhring í stað jarðhrings
og notfærir sér þannig óvitað.
afstæði hreyfingar. (Þar fuku þó
nokkur rök hans gegn Biblíunni.)
Hafa þau ekkert
þurít að þróast
Og ekki tekur betra við þegar
ruðst er fram á ritvöllinn með
fótleggi og tær löngu útdauðra
dýrategunda að vopni og sagðir
vera þróunarferill hests. Af hverju
er ekki til hestur sem hefur fjórar
tær á hverjum fæti? Er það vegna
þess að þróunarkenningin segir að
tegundin hafi öll breyst þannig? Er
þá von til þess að hinn útdauði
geirfugl verði seinna talinn forfað-
ir álku og langvíu? Og hvernig
stendur á því að eftir jafnmörg
hundruð milljónir ára skuli enn
vera til jafnfrumstæð dýr og í
upphafi? Hafa þau ekkert þurft að
þróast á þessum tíma?
Bara í ævintýraleik?
Og þá er það enn eitt. Hvernig er
það, hafa vísindamenn ekki fundið
leifar fleys á fjallinu Ararat sem
þeir telja vel hugsanlegt að geti
verið úr örkinni hans Nóa? Og
þessu til viðbótar: Öll helstu trúar-
brögð heims, einnig ásatrúin,
greina frá syndaflóði og að Darwin
sannfærðist um hið sama þegar
hann fann sjávardýraleifar hátt
yfir sjávarmáli? Eru og voru þessir
vísindamenn bara í ævintýraleik?
Reynandi væri að koma vitinu fyrir
þá.
Og að síðustu þetta: Kenning er
byggð upp með það fyrir augum að
sanna það sem hún byggir á. Eftir
það er hún ekki lengur kenning
heldur staðreynd. Þróunarkenning-
in hefur aldrei verið sönnuð og er
því kenning áfram að því marki
sem ekki er afsannað. Hins vegar
hafa þróunarkenningarmenn
breytt kenningunni og byggt upp
nýtt vígi fyrir hvert það sem fallið
hefur og það munu þeir halda
áfram að gera. Jafnvel röng full-
yrðing er kenning þar til hún fellur
og margar rangar kenningar falla
aldrei. Til þess skortir manninn
vit.“
fyrir 50 árum
„25 ára rikisstjórnarafmæli
Hákonar Noregskonungs.
Osló, 18. nóv.,
United Press, FB.
Opinberlega tilkynt, að
konungshjónin dönsku.
Thyra prinsessa og Gustav
Sviaprins komi til Osló þ. 24.
þ.m. í tilefni af því, að þ. 25.
eru tuttugu og fimm ár liðin
síðan Hákon VII varð kon-
ungur i Noregi. George prins
kemur fram við hátiðahöldin
fyrir hönd George V Breta-
konungs. (Hákon konungur
og Maud drotning komu til
Osló (Kristjaniu) þ. 25. nóv.
og vann konungur eið að
stjórnarskránni tveim dögum
síðar, en krýningin fór fram í
dómkirkjunni i Þrándheimi
þ. 22. júni árið eftir (1906).“
„Siglufirði, nóv.
Maður fjell í dag út af
vjelbátnum „Ásgrímur“ þeg-
ar báturinn var langt kominn
að draga loðina. Náðist mað-
urinn ekki og var þó gott
veður, en nokkur kvika. Mað-
urinn var að innhyrða fisk,
en hált var á þilfarinu og
mun honum hafa orðið fóta-
skortur.
Afli í dag 1—2000 kg. á
bát. Gott sjóveður.“
ÞJÓÐLEGAR og
FRÓDLEGAR BÆKUR
Steingríms
saga
annað bindi
Búnaðarfélagsárin, pólitík og einkamál
Fyrsta bindi sjálfsævisögu Steingríms Steinþórssonar, fyrrum
forsætisráöherra, sem út kom í fyrra vakti mikla athygii og umtal
fyrir óvenjulega bersögli. í ööru bindi heldur Steingrímur áfram aö
rekja viðburöaríka ævi og segja frá samferöamönnum' vítt og
breitt um landiö í öllum stjórnmálaflokkum og mannfélagsstigum.
Enn sem fyrr mun þaö þykja sérstaöa þessarar stórsögu hins
kunna stjórnmálamanns hve skorinoröur hann er og hve
tæpitungulaust fjallaö er um menn og málefni. Andrés
Kristjánsson og Örlygur Háifdánarson bjuggu bókina til prentun-
ar.
Forn
frægðar-
setur
eftir síra Ágúst Sigurösson á Mælifelli
Síra Ágúst Sigurösson á Mælifelli hefur vakiö Þjóöarathygli fyrir
vönduö rit sín um forn frægöarsetur. í þessari nýju bók sinni
fjallar síra Ágúst um Kirkjubæ í Hróarstungu, Álftamýri viö
Arnarfjörö og Þingvöli viö öxará, en allir þessir staöir eiga sér
sérstæöa og merka sögu. Bókin FORN FRÆGÐARSETUR,
er hafsiór af fróöleik. ekki aöeins um þá staöi sem fjallaö er um
í hókinni, heldur einnig aldarhátt, menningu og mannlíf á
hverjum tíma. Fjöldi Ijósmynda og teikninga prýöa bókina.
Þrautgóðir
á raunastund
12. bindi björgunar- og sjóslysasögu
íslands eftir Steinar J. Lúðvíksson.
Bók þessi fjailar um atburöi áranna 1903—1906, en á þessum
árum geröust margir sögulegir viöburöir. Nægir þar aö nefna
strand þýska togarans Friederichs Alberts viö Skeiöarársand
1906, en skipbrotsmennirnir lentu í fáheyröum hrakningum í leit
sinni að mannabyggð. Liöu 11 sólarhringar frá því aö skipiö
strandaöi, uns þeir sem liföu hrakningana af komust til byggöa.
Þá er sagt frá hinum hörmulega atburöi er varö í apríl 1903 er þrjú
þilskip fórust meö samtals 68 mönnum. eitt þessara skipa, kútter
Ingvar strandaöi viö Viöey, og fylgdust fjölmargir Reykvíkingar
meö þeim hörmulega atburöi. Bókaflokkurinn
„ÞRAUTGÓOIR Á RAUNASTUND" hefur oft veriö kölluö
stríössaga íslands, og eru þaö orö aö sönnu.
s 4«.