Morgunblaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
Alfreð meiddur
HINN kunni handknatt-
leiksmaOur Ailreð Gislason i
KR varö fyrir slæmum
meiðslum á æfingu hjá KR
fyrir skömmu og meiddist
þá illa á ökkla. Allt útlit er
fyrir að Alfreð verði frá
handknattleiksiðkun fram i
janúar þar sem hann þarf aö
gangast undir uppskurð. Er
þetta mikill missir fyrir lið
KR og allt útlit er fyrir að
Aifreð komi ekki til með að
leika með landsliðinu vegna
þessa. Það er KR því styrk-
ur að Haukur Ottesen er
byrjaður æfingar aftur eftir
smá missætti við þjálfara
KR-inga. Hilmar Björnsson.
Wassberg
heiðraður
í Svíþjóð
SÆNSKI skíðagöngumaður-
inn Thomas Wassberg var
kjörinn íþróttamaður Sví-
þjóðar af „Sænska Dagblað-
inu“. Verðlaun þessi haía
verið veitt siðan árið 1925 og
þykir jafnan mikill heiður
að hljóta þau. Tveir mjög
þekktir íþróttamenn. þeir
Björn Borg og Ingmar Sten-
mark, hafa báðir hlotið þessi
verðlaun tvivegis og þrátt
fyrir mikil afrek á árinu var
ákveðið af dómnefndinni að
veita þeim ekki verðlaunin í
þriðja sinn.
Thomas Wassberg sýndi
mikið keppnisskap og keppn-
ishörku á vetrarólympíuleik-
unum er hann sigraði í 15 km
skíðagöngu. Hann varð að-
eins einum hundraðasta úr
sekúndu á undan finnska
skíðagöngumanninum Juha
Mieto. Wassberg fékk tímann
41.57.63 mín., en Mieto
41.57.64 mín. Ekki mikill
tímamunur á 15 km vega-
lengd.
Ársþing KSÍ
ÁRSÞING KSÍ verður haldið
29. og 30. nóvember 1980, kl.
13, í veitingahúsinu Ártúni,
Vagnhöfða 11, Reykjavík.
Knattspyrnuþinginu mun
Ijúka á sunnudagskvöld. Gert
er ráð fyrir að um 150
fulltrúar, auk gesta sæki
þingið. Fréttatilkynning
frá KSÍ
Fa erlendir þjalfarar
18 milljónir í laun?
— íslenskir knattspyrnu-
þjálfarar óánægðir meö sinn hlut
• Gifurleg átök á lokasprettinum i flugsundi karla.
Ljósm.: SijfurKeir
ÞAð KOM fram á blaðamanna-
fundi, sem Þjálfarafélag íslands
boðaði til fyrir skömmu, að félag-
ið telur, að islenskir knatt-
spyrnuþjálfarar eigi við margs
konar þrengingar að etja i starfi
• Þessir ungu KR-ingar eru
greinilega fyllilega ánægðir með
það að ná i annað sætið i mótinu.
Þeir hampa verðlaunum sinum
og lukkubangsa.
LjÓNm. SÍKurselr
• Tviburarnir Guðný og Sigfrið
liðstjórar ÍBV með bikarinn sem
sundfólk ÍBV vann þegar það
komst i 1. deild.
Ljósm. Sijfurjfeir
arena
sundfötin
sem slógu í gegn
á Olympíuleikunum
Frönsku sundfötin frá ARENA eru ekki bara þægileg
þau eru líka ódýr og falleg.
SUNDBOLIR
verð frá kr. 13.400,
134—149.
SUNDSKÝLUR
verð frá kr. 5400—6640, nýkr.'
54—66.40. I
Klapporstig 44 Reyk|avik S'itii 11783
Mafgt á döfinni hjá
KÞÍ sem á 10 ára afmæli
Knattspyrnuþjálfarafélag ís-
lands á 10 ára afmæli um þessar
mundir og hyggst minnast af-
mælisins með útgáfu afmælis-
blaðs og veglegu hófi i janúar-
mánuði næstkomandi. Núverandi
formaður KÞÍ er Eggert Jóhann-
esson sem er landskunnur fyrir
þjálfarastörf sín. Þá mun félagið
efna til knattspyrnunámskeiðs í
vetur. Félagsmenn eru um 180
þar af 80 sem eru virkir við
þjálfun hinna ýmsu flokka.
Stærsta mál félagsins síðastlið-
in tvö ár var undirbúningur að
stofnun Evrópusambands knatt-
spyrnuþjálfara. Félagið sendi þá
Lárus Loftsson og Reyni Karlsson
á stofnfundinn sem fram fór í
Vínarborg. Aðild að stofnuninni
áttu flestar þjóðir í Evrópu.
Stjórn KÞÍ telur það vera mikinn
áfanga að vera komin í samstarf
við leiðandi þjóðir í knattspyrnu-
þjálfun og eigi það eftir að færa
ríkulegan ávöxt. Spánverjar hafa
boðið íslenskum þjálfurum á nám-
skeið til sín næsta sumar. Þá
hefur boð borist um að senda
þjálfara á stórt og umfangsmikið
námskeið sem fram fer í Luxem-
borg á næsta ári. Marg oft hafa
íslenskir þjálfarar sótt námskeið
víða um Evrópu sér til fróðleiks og
þekkingar. Og mikið og gott starf
hafa þeir unnið íslenskri knatt-
spyrnu í gegnum tíðina. Sér í lagi
við uppbyggingu yngri aldurs-
flokka. Það starf ætti að meta að
verðleikum. — þr.
Goður sigur
í 2. deild í sundi
UM SÍÐUSTU helgi fór fram
keppni i 2. deild i sundi i
Vestmannaeyjum. Mikil gróska
er nú i sundíþróttinni þar og
tryggðu Eyjamenn sér sigur í 2.
deild með nokkrum yfirburðum
og keppa þvi i 1. deild á næsta
ári. Fimm félög tóku þátt i
keppninni í Vestmannaeyjum og
varð röð félaganna sem hér segir:
stig
Vestmannaeyjar 190,5
KR 125,0
Ármann 104,0
Hafnarfjörður 103,5
Keflavík 63,0
400 M BRINGUSUND KVENNA
mín
1. Guðbj. Lilja Þórarinsd. ÍBV 7:00,0
Vestm.met
2. Ásta K. Bárðard. ÍBV 7:31,1
3. Gróa Þórðardóttir KR 8:44,0
400 M BRINGUSUND KARLA
1. Árni Sigurðsson ÍBV 5.46,9
Vestm.met
2. Unnar Ragnarsson ÍBK 5:56,8
3. Sigmar Björnsson ÍBK 6:09,1
800 M SKRIÐSUND KVENNA
1. Erla Traustadóttir Á 11:24,5
2. Marta Leósdóttir Á 11:29,3
3. Sigríður Jónasdóttir KR 12:36,9
800 M SKRIDSUND KARLA
1 David Haraldsson Á 10:08,3
2. Guðni Guðnason SH 10.16,5
3. Smári Kr. Harðars. ÍBV 10:38,1
200 M FJÓRSUND KVENNA
1. Marta Leósdóttir Á 2:58,4
2. Hrefna Einarsdóttir ÍBV 2.59,0
3. Sigfríð Björgvinsd. ÍBV- 3:02,1
200 M FLUGSUND KARLA
1. Smári Kr. Harðarson ÍBV 2:35,2
Vestm.met
2. Brynjólfur Björnsson Á 2:51,4
3. Ari G. Haraldsson KR 3:16,7
100 M SKRIDSUND KVENNA
1. Erla Traustadóttir Á 1:10,1
2. Guðbj. Lilja Þórarinsd. ÍBV 1:14,3
Vestm.met
3. Sigríður Jónasdóttir KR 1:14,9
100 M BAKSUND KARLA
1. Guðjón Guðnason SH 1:14,6
2. Unnar Ragnarsson ÍBK 1:18,0
3. David Haraldsson Á 1:20,1
100 M FLUGSUND KVENNA
1. Hrefna Einarsdóttir ÍBV
2. Guðrún Helgadóttir SH
3. Stefanía Guðjónsdóttir SH
200 M SKRIÐSUND KARLA
1. Albert Jakobsson KR
2. Guðmundur Ólafss. SH
3. David Haraldsson Á
200 M BAKSUND KVENNA
1. Marta Leósdóttir Á
2. Sigfríð Björgvinsd. ÍBV
Vestm.met
3. Guðný Björgvinsd. ÍBV
4x100 M FJÓRSUND KARLA
1. Sveit SH
2. Sveit ÍBV Vestm.met
3. Sveit ÍBK
4x100 M SKRIÐSUND KVENNA
1. Sveit ÍBV Vestm.met
2. Sveit KR
200 M FJÓRSUND KARLA
1. Smári Kr. Harðarson ÍBV
Vestm.met
2. Unnar Ragnarsson ÍBK
3. Brynjólfur Björnsson Á
200 M FLUGSUND KVENNA
1. Marta Leósdóttir Á
2. Hrefna Einarsdóttir ÍBV
Vestm.met
100 M SKRIÐSUND KARLA
1. Albert Jakobsson KR
2. Árni Sigurðsson ÍBV
Vestm.met
3. David Haraldsson Á
KR mætir Þrótti
ÞRÓTTUR og KR eigast við í 1.
deild íslandsmótsins í hand-
knattleik í kvöld. Fer leikurinn
fram i Laugardalshöllinni og
hefst hann á venjulegum tima,
eða klukkan 20.00. Búast má við
tvísýnum ieik, en mikilvægt er
fyrir Þrótt að sigra til þess að
haida glóðum i möguleikum sin-
um á þvi að ná Vikingi að stigum.
KR-ingar eru hins vegar óþægi-
lega nálægt botnsætunum.
sínu miðað við þá eriendu þjáif-
ara sem hingað eru ráðnir. Sölvi
Óskarsson, fyrsti formaður Þjálf-
arafélagsins, taldi það enga laun-
ung. að erlendir þjálfarar hefðu
þrefalt meiri laun en íslenskir.
Sagði Sölvi, að hann hcfði það
fyrir satt, að kostnaður fyrir
erlcndan þjálfara á keppnistima-
bilinu, sem framundan væri,
myndi nema um 18 milljónum ísl.
króna. í þeirri töiu væri allur
kostnaður. laun. bílakostnaður
og húsnæði. Sölvi sagði þetta
vera þrefalt hærri laun en ís-
lenskir þjálfarar fengju. Þá væri
allt fært upp i hendur erlendu
þjálfaranna og að þeir einokuðu
störf við sterkustu lið á íslandi.
Stjórn KÞÍ vinnur nú að því, að
íslenzkir þjálfarar fái sömu
möguieika og starfsaðstöðu og
erlendir þjálfarar.
- þr
1:12,4
1:39,4
1:49,6
2:13,9
2:16,0
2:17,0
3:13,6
3:19,3
3:25.9
5:04,7
5:05,2
5:15,9
5.08,8
6:32,0
2:28,3
2:35,0
2:38,5
3:06,0
3:10,1
1:00,0
1:01,9
1:01,9
Trausti utan á ný
TRAUSTI Iiaraldsson knatt-
spyrnumaður úr Fram, er enn á
ný farinn til Vestur-Þýskalands
til viðræðna. Að þessu sinni mun
hann æfa og kynna sér aðstæður
hjá SV Stuttgart, sem leikur í 2.
deild. Trausti fékk símhringingu
seint í fyrrakvöld frá Reinke,
sem bað hann að koma út hið
snarasta. Trausti lagði því af
stað í gærmorgun.
Hólmbert til Fram
KNATTSPYRNUDEILD Fram
hefur endurráðið þjálfara sinn,
Hólmbert Friðjónsson. Hólmbert
hefur náð góðum árangri með
Framliðið og tvö siðastliðin ár
hefur liðið orðið bikarmeistari
undir hans stjórn. Hólmbert mun
því starfa hjá Fram sitt þriðja
kcppnistímahil i röð.
100 M BAKSUND KVENNA
1. Erla Traustadóttir Á 1:30,9
2. Sigfríð Björjfvinsd. ÍBV 1:31,2
3. -4. Guðrún Helgad. SH 1:34,1
Guðný Björgvinsd. ÍBV 1:34,1
200 M BRINGUSUND KARLA
1. Árni Sigurðsson ÍBV 2:42,4
Vestm.met
2. Unnar Ragnarsson ÍBK 2:45,0
3. Ari G. Haraldsson KR 2:57,2
100 M BRINGUSUND KVENNA
1. Sigfríð Björgvinsd. ÍBV 1.31,5
2. Sigríður Jónasdóttir KR 1:32,2
3. Guðbj. Lilja Þórarinsd. ÍBV 1:33,0
Vestm.met
100 M FLUGSUND KARLA
1. Smári Kr. Harðarson ÍBV 1:07,2
2. Guðjón Guðnason SH 1:13,5
3. Guðni Guðnason SH 1:13,9
200 M SKRIÐSUNI) KVENNA
1. Erla Traustadóttir Á 2:33,6
2. Marta Leósdóttir Á 2:34,4
3. Sigríður Jónasdóttir KR 2:43,5
200 M BAKSUND KARLA
1. Smári Kr. Harðarson ÍBV 2:45,7
Vestm.met
2. Albert Jakobsson KR 2:54,9
3. Jóhann Björnsson ÍBK 2:57,4
4x100 M FJÓRSUND KVENNA
1. Sveit ÍBV Vestm.met 5:46.3
2. Sveit KR 7.01,7
4x100 M SKRIÐSUND KARLA
1. Sveit SH 4:24,6
2. Sveit KR 4:28,8
3. Sveit ÍBV Vestm.met 4:34,9
Einstaklingar sem settu Vestmannaeyjamet
voru: Árni Sigurðsson 5 met
Smári Kr. Harðarson 3 met
Lilja Þórarinsdóttir 4 met
Sigfríð Björgvinsdóttir 2 met
Hrefna Einarsdóttir 1 met
Lovísa Jónsdóttir: 1 met
+ 4 sveitarmet
Alls sett 20 met
Hamborg SV
fékk skell
FRANSKA liðið St. Etienne kom
svo sannarlega á óvart í UEFA-
keppninni i gærkvöidi með þvi að
sigra stórveldið i Vestur-Þýsku
knattspyrnunni Ilamborg SV
5—0, í Hamborg. Strax á 8.
mínútu leiksins byrjaði martröð
þjóðverjanna er Jimmi Hartvig
skoraði sjálfsmark. Platini skor-
aði með þrumuskoti af 20 metra
færi á 39. mínútu þannig var
staðan i hálfleik, i siðari hálfleik
bætti Zimko marki við á 85.
mínútu og Platini gerði gulifal-
legt mark tveimur minútum síð-
ar og innsiglaði stórsigur. Mark-
vörður franska liðsins hefur
haldið marki sínu hreinu alla
UEFA-keppnina. Franz keisari
Beckenbauer lék ekki með liði
Hamborgar að þessu sinni.
FC Köln náði forystunni 1—0
með marki Konopka gegn Stutt-
gart. En Hazi Muller skoraði
tvívegis fyrir Stuttgart, og Karl
Heinz Forster tryggði svo sigur-
inn með þriðja markinu. 26 þús-
und áhorfendur sáu leik liðanna.
En 39 þúsund sáu Hamborg tapa
fyrir franska liðinu.