Morgunblaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
39
• Hann er búinn að vera mörg
ár i baráttunni, þjálfari FH, Geir
Hallsteinsvsun. Og þau eru orðin
mörg mörkin sem hann hefur
skurað í Laugardalshöllinni. Geir
hefur verið einn besti maður
FH-liðsins i vetur.
Staðan í 1. deild karla
eftir leik FII og Fram er
þessi:
Víkingur 8 71 0 155:127 15
Þróttur 7 502 156:142 10
Valur 8 4 1 3 172:145 9
FII 9 4 1 4 190:203 9
KR 8 323 168:171 8
Fylkir 7 2 1 4 135:159 5
Haukar 8 215 156:166 5
Fram 9 1 17 190:209 3
Staðan í 1. deild
kvenna í handknatt-
leik
STAÐAN í 1. deild kvenna er nú
þannig eftir stórsigur FII á
Akranesi, 26—13, á föstudag.
FH 4 3 1 0 79:51 7
Fram 4 3 0 1 65:52 6
Vikingur 4 2 1 1 56:51 - 5
Valur 4 2 1 1 57:53 5
KR 4 2 0 2 54:59 4
Akranes 4 1 1 2 50:64 3
Þór 5 1 0 4 71:89 2
Haukar 3 0 0 3 34:46 0
Næsti ieikur er viðureign KR
og Vals í kvöld.
[///// ////// Meira e in mark
á mínút :u er
FH sigr aði Fram
LIÐ FH bjargaði sér af mesta
hættusvæðinu með því að sigra
Fram í gærkvöldi. Lið FII er því
ekki lengur meðal botnliðanna.
hefur hlotið 9 stig eða jafnmörg
og Valur. Lið Fram situr enn
hinsvegar eitt og yfirgefið á
botni 1. deildar með aðeins 3 stig
og eins og liðið hefur leikið i
siðustu tveimur leikjum fær það
varla fleiri stig í mótinu. Allur
ieikur liðsins er í molum svo og
liðstjórn. Eins og markatalan
gefur til kynna var varnarleikur
og markvarsla ekki til i leiknum
hjá hvorugu liðinu. 61 mark er
skorað í leiknum. FII hafði vinn-
inginn skoraði 32 en Fram 29.
Einhvern tima hefðu 29 mörk
skoruð i ieik gefið sigur. Staðan í
hálfleik var 18—13 fyrir FH. Og
einum áhorfenda sem mætti í
hálfleik varð á að spyrja hvort
leikurinn hefði byrjað i fyrra
lagi og væri búinn. Það er miður
fyrir isienskan handknattleik að
hver leikurinn af öðrum í ís-
landsmótinu er nú afspyrnuslak-
ur og oft á tiðum ekki heil brú í
leik liðanna. Hvað veldur er ekki
gott að segja en það væri mál sem
þyríti að kryfja til mergjar.
Framan af fyrri hálfleiknum
voru lið FH og Fram jöfn, en
þegar 20 mínútur voru liðnar af
leiknum náði FH góðum leikkafla
og skoraði fjögur mörk í röð án
þess að Fram tækist að svara.
Þegar fyrri hálfleik lauk hafði FH
náð fimm marka forskoti. Geir
Haílsteinsson lék mjög vel fyrir
lið sitt og skoraði 7 mörk í fyrri
hálfleik. I síðari hálfleiknum var
Geir tekinn úr umferð og þá náði
lið Fram að verjast betur og gat
bætt við sig í sóknarleiknum.
Mikill hraði var í leiknum og
sóknarloturnar stuttar. Enda var
það nóg að hitta markið til þess að
-fh 29:32
skora. Og notfærðu leikmenn
beggja liða sér það óspart. Varn-
arleikur sást ekki. Þegar fimm
mínútur voru til leiksloka tókst
Fram að jafna leikinn 28—28.
Axel skoraði úr vítakasti. FH
tókst svo að ná yfirhöndinni aftur
en Atli jafnar með góðu skoti.
Kristján skorar 30. mark FH og i
næstu sókn Fram á Atli gott skot
sem hefði hafnað í netinu ef hann
hefði hitt markið. Sverrir mark-
vörður FH var nefnilega kominn
af stað í gagnstætt horn. Skot
Atla fór hinsvegar framhjá og FH
fékk boltann. Kristján innsiglaði
svo sigur FH þar sem lítið var
eftir í næstu sókn en allt fór í
handaskolum hjá Fram í lok
leiksins. Um liðin er best að "hafa
sem fæst orð. Geir Hallsteinsson
var bestur hjá FH og Atli Hilm-
arsson hjá Fram.
í STUTTU MÁLI: ÍSLANDSMÓT-
IÐ 1. DEILD FRAM-FH 29-32
(13-18)
MÖRK FRAM: Atli 7, Axel 7 2v,
Hannes 4, Erlendur 3, Björgvin 3,
Jón Árni, Egill, Hermann 1 mark
hver og Theodór 2 mörk.
MÖRK FH: Geir Hallsteinsson 11,
Pálmi Jónsson 4, Kristján 4 2v,
Þorgils 3, Þórir 3, Guðmundur M.
3, Valgarð 2, Sæmundur og Guð-
mundur Árni 1 mark hvor.
BROTTVÍSANIR: FH: Kristján,
Pálmi og Guðmundur Magnússon í
2 mín hver. Guðmundur Árni
Stefánsson í 4 mínútur.
FRAM: Axel og BjÖrgvin í 2 mín
hvor.
— þr.
Stórsigur Ipswich
- Lokaren vann, Standard gerði jafntefli
IPSWICII burstaði iið Widzew
Lodz frá Póllandi 5—0 í UEFA-
keppninni i gærkvöldi. Lið Ips-
wich sýndi stórleik og lék mót-
herja sína oft grátt. Staðan í
hálfleik var 3—0. Mörkin voru
öll stórglæsileg. John Wark skor-
aði þrennu. Alan Brasil og Mar-
iner skoruðu sitt markið hvor. í
Júgóslaviu áttust við AZ 67
Hollandi og Radnicki. AZ hafði
yfir í hálfleik 1—0, en leiknum
lauk með jafntefli 2—2. Hol-
Ienska liðið átti mun meira í
leiknum.
í Zurich léku Grasshoppers
gegn ítalska liðinu Torino og
sigruðu Svisslendingarnir 2—1.
Eintracht Frankfurt sigraði
franska liðið Sochaux 4—2.
Frankfurt hafði yfirburði í leikn-
um.
Lið Arnórs Lokaren sigraði
spánska liðið Sociedad 1—0, í
Lokaren. Það var Pólverjinn Lato
sem skoraði sigurmarkið í leikn-
um á 46. mínútu. Standard lið
Ásgeirs lék gegn Austurþýzku
meisturunum Dynamo Dresden og
lauk leik liðanna með jafntefli
1—1. Dresden skoraði fyrsta
markið. Var Heidler þar að verki.
Plessers jafnaði svo fyrir Stand-
ard á síðustu stundu eða á 88.
mínútu. Áhorfendur á leiknum
voru 18 þúsund. Leikið var í
Belgíu. Síðari umferðin verður því
erfið hjá liðum íslendinganna.
KR mætir ÍR
í körfunni
Elnkunnagiðfin
EINN leikur fer fram í úrvals-
dcildinni i körfubolta i kvöld, KR
leikur gegn ÍR i iþróttahúsi
Hagaskólans. Leikurinn hefst kl.
20.00.
Eftir lcik KR og Njarðvtk er
staðan i úrvalsdeildinni þessi.
Njarðvík 7—7 0 683—572 14
KR 6-5 1 582-498 10
Valur 7-4 3 612-606 8
ÍR 8-4 4 679-688 8
ÍS 7-1 6 558-604 2
Ármann 7—1 6 545 —651 2
Lið Fram:
Egill Steinþórsson
Sigurður Þórarinsson
Axel Axelsson
Atli nilmarsson
Björgvin Björgvinsson
Jón Rúnarsson
Erlendur Daviðsson
Hermann Björnsson
Egill Jóhannesson
Jóhann Kristinsson
Hannes Leifsson
Tchodór Guðfinnsson
Lið FH:
3 Sverrir Kristinsson 3
2 Gunnlaugur Gunnlaugsson 3
5 Geir Ilallsteinsson 8
6 Pálmi Jónsson 6
5 Þórir Gislason 4
3 Guðmundur Árni Stefánsson 4
4 Guðmundur Magnússon 4
4 Valgarð Valgarðsson 4
4 Kristján Arason 4
3 Þorgils Óttar Matthisen 4
4
3
„Army-buxurnar“
frá eru úr aldeilis
frábæru efni — 65% Dacron og 35% bómull.
Hönnun: Margrét Siguröardóttir.
Verö gkr. 21.900.-nýkr 219,00
^KARNABÆR
LAUGAVEG 66, GLÆSIBÆ,
AUSTURSTRÆTI 22.
Sími frá skiptiborði 85055.