Morgunblaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
15
Þess vegna eru hlutafjárbreyt-
ingarnar i raun spurningin um
það hvort Arnarflug lifir eða
deyr.
Öryggismál
Hápunktur greinar Kjartans er
ráðlegging til farþega að fljúga
ekki með Arnarflugi vegna þess að
flugmenn félagsins fljúgi fleiri en
einni tegund flugvéla. Þetta er
siðlaus ráðlegging og ber vott um
þröngsýni höfundar.
Þegar Arnarflugi var úthlutað
flugleiðum Vængja sálugu, þá
komu flugmenn félagsins saman
til þess að ræða þá starfsskiptingu
sem æskileg væri milli innan- og
utanlandsdeildar félagsins. Flestir
af utanlandsmönnunum höfðu
reynslu í innanlandsflugi hér og
þekktu því málin vel. Niðurstaðan
varð sú að rétt væri að blanda
flugmönnum þessara deilda sam-
an. Þjálfun var aukin og ýmis
tækniatriði samræmd. Reynslan
sýndi að einmitt vegna þess
hversu ólíkar þessar flugvélateg-
undir eru og ytri skilyrði önnur
varða þessi starfsskipting auð-
veld. Þessi reynsla að fljúga 2
ólíkum tegundum flugvéla ætti
ekki að vera Flugfélagsflug-
mönnum með öllu ókunn. Eg veit
ekki betur en Flugfélagsmenn
fljúgi yfir 30 ára gamalli tveggja
hreyfla DC-3 flugvél fyrir sand-
græðsluna á sumrin. Einhver hlýt-
ur munurinn að vera á henni og
nýju 727 þotunni. Auk þess hef ég
séð Flugfélagsflugmenn fljúga
eins hreyfils einkaflugvélum en þó
dettur mér ekki í hug að letja
farþega að fljúga með Flugleiðum.
Raunir flug-
mannsins
Kjartan gerir svo lítið úr sér að
kasta grjóti að forstjóra Arnar-
flugs, Magnúsi Gunnarssyni.
Þetta er kannski ekki undarlegt
þegar haft er í huga að velgengni
Arnarflugs hefur fyrst og fremst
byggst á dugnaði hans og fram-
sýni. Guatemalasamningurinn var
gerður af Magnúsi og mér leikur
forvitni á að vita hvaðan Kjartan
hefur það að Guatemalabúar hafi
ekki viljað Boeing 720. Arnar-
flugsmenn voru þar ári áður með
þá flugvél og voru heimamenn svo
ánægðir að þeir leituðu til okkar
aftur. Magnús leigði þeim þá
727-100 en síðan hefur ekkert í
þeim heyrst. Kjartan tók ekki þátt
í samningagerðinni heldur starf-
aði þar tímabundið sem flugmað-
ur. Mér finnst það einnig ódrengi-
legt af Kjartani að væna Magnús
um verkefnisleysi B-727 flugvélar-
innar í sumar. Ég held að ef
Magnús hefði ráðið ferðinni þá
hefði sú véi farið á söluiista löngu
fyrr en raun varð á og á meðan
þessar vélar voru enn seljanlegar.
Nú er hins vegar markaðurinn
fullur af alls konar flugvélum og
líklega hægt að fá 727-100 flugvé!-
ar í kippum á útsölu. Mér er
heldur ekki kunnugt um að Flug-
félagsmenn hafi boðið einhverja
kjaraskerðingu eða vinnutíma
breytingu til að gera 727 leigu
boðlegri á erlendum mörkuðum.
Hins vegar veit ég ekki betur en
nú sé áhöfn skipuð Flugfélags-
mönnum í Guineu og er það einnig
samningur sem Magnús færði
þeim Flugfélagsmönnum á silfur-
fati en hefur litlar þakkir þegið
fyrir.
Lokaorð
Nú bregður svo við að í Morgun-
blaðinu 22. nóvember er þess getið
að 44 flugmenn í FÍA núverandi
starfsmenn Flugjeiða, og fyrrver-
andi starfsmenn Flugfélags ís-
lands vilji kaupa hlutabréf í Arn-
arflugi. Er þetta ekki dæmigert
fyrir þennan eiginhagsmunahóp?
Þegar lyktin eftir þá er orðin svo
vond í þeirra fjósi að ekki dugar
lengur að halda fyrir nefið, þá á að
hefja nýja sókn á Arnarflug, í von
um húsaskjól. Við getum reyndar
veið stoltir yfir þeirri yfirlýsingu
þeirra, að þeir telji Arnarflug
góða fjárfestingu.
Auðvitað finnst mér það
öfugmæli og ekki bera vott um
áðurnefnda „common sensinn"
hans Kjartans að fjárfesta í félagi
með „óöruggum flugmönnum,
röngum flugvélategundum og auk
þess hafandi forstjóra sem gerir
enga samninga." Það skildi þó
aldrei vera að Flugfélagsflugmenn
sjái glætu í þessu öllu.
Að lokum langar mig að gefa
Flugfélagsflugmönnum nokkur
heilræði þó ekki væri nema til að
launa þau gullkorn sem Kjartan
Norðdal gefur farþegum Arnar-
flugs.
1. Einbeitið ykkur að því að sam-
eina títtnefndan starfsaldurs-
lista og koma á innbyrðis ein-
ingu meðal flugmanna Flug-
leiða.
2. Gefið samstarfsmönnum ykkar
vinnufrið. Það vinna fleiri hjá
Flugleiðum en flugmenn, og
hafa margir orðið að líða fyrir
sérvisku ykkar og ósveigjan-
leika.
3. Hagsmunir vinnuveitenda og
vinnuþega fara oftast saman og
því er óhætt að slaka á ýmsum
þeim kröfum sem þið hafið
fengið framgengt (t.d. með því
að afsala vínarbrauðunum
góðu).
4. Ef þið eigið peninga aflögu og
hafið áhuga að gerast eigendur
í flugfélagi þá veit ég um
flugfélag sem stendur ykkur
nær en Arnarflug og þarf á
aðstoð ykkar að halda.
Með þökk fyrir birtinguna.
Gunnar Þorvaldsson,
flugmaður hjá Arnarflugi.
Eldur í
spilavíti
Reno ojf Las Veífius, Nevada,
24. nóv. - AP.
ELDUR kviknaði á fyrstu hæð í
stóru spilaviti, Harrash Club, i
Reno i gær, sunnudag. Á efri hæð
hússins er hótel og voru allir
gestir þess fluttir á brott. Að sögn
yfirvalda er ekki vitað til þess að
neinn hafi slasast.
Eldurinn kviknaði í eldhúsi og
náði slökkvilið fljótlega tökum á
honum. Enn er ekki búið að kanna
skemmdirnar.
Eins og kunnugt er var mikill
eldsvoði í Grand Hotel í Las Vegas
sl. föstudag. 83 létust og yfir 500
slösuðust.
Stjórnarformaður hótelsins,
Fred Benninger, sagði frétta-
mönnum í dag að það hefði verið
lán í óláni að eldvarnakerfi hússins
virkaði ekki. Hann sagði að ef
viðvörunarkerfið hefði farið í gang
hefðu gestirnir þotið út á ganga og
fengið reykeitrun. Kvað hann það
hafa orðið mörgum til bjargar að
þeir héldu sig inni á herbergjum
sínum.
NYBUÐ
OSTABUÐIN BITRUHAUSIZ
verður opnuð fimmtudaginn 27. nóvember, kl. 9.
A BOÐSTOLUM: Allir íslensku ostarnir, á einu bretti,
ostakex í úrvali og áhöld fyrir osta.
ÞJONUSTA: Hægt verður að kaupa ostapinna og ostabakka
ef pantað er með hálfs dags fyrirvara.
0STAKYNNING: Fyrstu tvo dagana mun standa yfir
ostakynning frá kl. 9-18.
Verið velkomin í nýju Ostabúðina okkar.
^ Osta og smjörsalan.
4—r. -r , , ,—\
r1—** ■—"i f *—• U .““t T******. T —— 3 ! *-*wrp—• !(■ *—, l-Ja4§.
^ ath.gengiö innað vestanveröu