Morgunblaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
Albert endurflytur
tillöguna um fr jálsan
innflutning símtækja
EINS (>K Ketið var í MorKunblaðinu |
í K»‘r skýrði samKonKuráðherra frá
því í umræðum á ÁlþinKÍ í fyrradaK.
að hann hyKðist K?fa frjálsan inn-
ílutninK ok sölu símtækja, sem
Landsíminn hefur haft einkaleyfi á.
Hér er um að ræða mál. sem Albert
Guðmundsson. alþinKÍsmaður flutti
á 100. AlþinKÍ. 1978 til 1979 scm
þinKsályktunartillöKU. Albert ætlar
nú að endurflytja tillöKuna ok
verður henni dreift í þinKÍnu í daK.
TillaKa Alberts fjallaði um að
samKönKuráðherra breytti reKluKerð
um einkarétt Landssímans á inn-
flutninKÍ símtækja ok búnaðs þeim
tilheyrandi ok Ksefi hann frjálsan.
Jafnframt að sú deild, sem hefði með
þessi störf að Kera °í? útveKun
varahluta, uppsetninKU á síma o.fl.
verði felld niður. EinnÍK að síma-
mannaskólinn, sem væri í höndum
Landsímans verði laKður niður ok
símvirkjun Kerð að námi við iðn-
skóla. Albert saKði í samtali við Mbl.
að huKSun sín væri að sími yrði sem
hvert annað heimilistæki, en Land-
síminn sæi um aðveituframkvæmdir
sem' aðrar þjónustustofnanir með
vatn ok rafmaKn.
Með þessu kvað Albert mikið
fjármagn sparast hjá Landsímanum
og kvað hann þessa fjármuni eiga að
nota til þess að fullkomna símakerfið
um land allt og koma sjálfvirku kerfi
í allar sveitir. Albert Guðmundsson
kvaðst nú endurflytja tillöguna í
tilefni ummæla ráðherra. Albert
lýsti því jafnframt að frelsi í þessum
málum gæti leitt til þess að innlendir
aðilar sæju sér hag í því að framleiða
símtæki hér innanlands og væri það
iðnaður, sem verið gæti hvar sem er
á landinu.
Erlendur Björnsson
sýslumaður látinn
Líkan af kvikmynda- og veitingahúsinu, sem rís i Breiðholti. Inngangurinn í kvikmyndahúsið er til
hægri og til vinstri er inngangurinn i veitingahúsið. Ljósm. A.S.
Bíó og veitingahús í Breiðholti
FRAMKVÆMDIR við grunn
kvikmynda- og veitingahúss í
Mjóddinni í Breiðholti eru að
hefjast. Árni Ó. Samúelsson, for-
stjóri Nýja Bíós í Keflavík, sagði
í samtali við Mbl. í gær, að stefnt
væri að því, að kvikmyndasýn-
ingar hefjist í húsinu eftir um tvö
ár. Á neðri hæð hússins verður
veitingahús og standa nú yfir
samningar við eigendur veitinga-
hússins Hollywood um það. Hvor
hæð er röskir 1000 fermetrar.
í kvikmyndahúsinu verða fjórir
salir með sætum fyrir 1001
áhorfanda. Stærsti salurinn verð-
ur fyrir 526 manns, annar fyrir
237, sá þriðji fyrir 139 og í fjórða
salnum verða 99 sæti. Árni sagði
ljóst, að hann gæti ekki notað
sama nafn á kvikmyndahúsið i
Breiðholti og hús sitt í Keflavík,
þar sem Nýja Bíó væri fyrir í
Reykjavík, en hvað kvikmynda-
húsið að Álftabakka 8 kæmi til
með að heita sagði hann óráðið
enn. Hann vildi engar tölur nefna
varðandi kostnaðinn við bygging-
ERLENDUR Björnsson sýslumaður
NorðmýlinKa og bæjarfógeti á Seyð-
isfirði andaðist á Landakotsspitala
í gær. 69 ára að aidri.
Erlendur Björnsson fæddist að
Orrastöðum í Torfulækjarhreppi,
Austur-Húnavatnssýslu 24. sept-
ember 1911, sonur Björns Eysteins-
sonar bónda þar og Kristbjargar
Pétursdóttur. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1934 og lögfræðiprófi
frá HÍ 1939. Hann var bæjarstjóri á
Seyðisfirði 1939 til 1953 en það ár
var hann skipaður sýslumaður
Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á
Seyðisfirði. Því embætti gegndi
hann til dauðadags. Á árunum 1944
til 1953 var hann oft settur bæjar-
fógeti um tíma. Erlendur Björnsson
gegndi mörgum trúnaðarstörfum á
Seyðisfirði, var bæjarfulltrúi í 6 ár
og forseti bæjarstjórnar um skeið,
sat í yfirkjörstjórn Austurlands-
kjördæmis o.fl.
Eftirlifandi eiginkona Erlends er
Katrín Jónsdóttir.
Allgóð rækjuveiði í
Djúpi og Húnaflóa
Rækjumið í Öxarfirði lokuð og litil atvinna á Kópaskeri
RÆKJUVEIÐAR hafa gengið
ágætlega í haust í ísafjarðardjúpi,
Húnaflóa og Arnarfirði, en á
síðastnefnda staðnum fóru veið-
arnar seint af stað. Úr Öxarfirði
er ekki sömu sögu að segja, en
rækjumiðin þar hafa nú verið
lokuð í réttan mánuð vegna seiða-
gengdar og er atvinnuástand því
bágborið á Kópaskeri.
Samninganefnd bankanna:
Aðgerðir vegna orðróms
um launagreiðslur?
„ÞAD HEFUR engin ákvörðun1
verið tekin um að breyta neinu í
þessum útborgunarmálum,“
sagði Guðmundur Hjartarson,
Seðlabankastjóri, í samtali við
Mbl. í gærkvöldi, en Benedikt E.
Guðbrandsson, formaður starfs-
mannafélags Landsbankans og
fulltrúi i samninganefnd banka-
manna, sagði í gær, að samninga-
nefndin hefði vegna orðróms um
breytingar á launagreiðslum 1.
Hreinsað til i prentsmiðjunni að loknu slökkvistarfi l.josm. Mbl. Kristján
Bruni í Hólum
_ÞAÐ er ekki hægt að nefna
neinar tölur. en Ijóst er, að tjónið
er gifurlegt ok mjöK tilfinnan-
leKt.“ sagði Þórólfur Daníelsson
f ram k væm dast jóri pren tsm iðj-
unnar Hóla í viðtali við Mbl. í
K8T. en er starfsmenn Hóla mættu
til vinnu í gærmorKun voru sal-
arkynni verksmiðjunnar full af
reyk og eldur logandi í vél í
hókbandssal. Reykskemmdir
urðu talsverðar á framleiðslu og
vélum prentsmiðjunnar.
Slökkvilið var kvatt á vettvang
laust fyrir kl. átta í gærmorgun, og
samkvæmt upplýsingum slökkvi-
liðsins gekk slökkvistarf greiðlega.
Eldur logaði í einni vél en mikill
reykur hafði breiðst út um alla
prentsmiðju.
„Starfsfólkið leggur á það alla
áherzlu að koma framleiðslunni
sem fyrst af stað aftur, og ég geri
mér vonir um að stöðvunin verði
sem stytzt," sagði Þórólfur. Hann
sagði að mikið hefði verið af
bókum í vinnslu í prentsmiðjunni,
bækur á öllum stigum framleiðsl-
unnar, mest jólabækur. Væru þær
svo til allar ónýtar og einnig varð
tjón á vélum og borðum.
desember óskað eftir yfirlýsingu
frá bönkunum um að laun yrðu
greidd, eins og samningar segja
til um. Slik yfirlýsing hefði sér
vitanlega ekki komið frá neinum
banka, nema Alþýðubankanum.
Benedikt sagði, áð óvissu gætti
hjá félagsmönnum vegna orð-
rómsins. „Við íhugum að grípa til
aðgerða, ef þessi mál verða ekki á
hreinu, þegar kjörfundur hefst
klukkan 10 í fyrramálið og einnig
hugleiðum við að krefjast opin-
berrar rannsóknar á því, hvort
þarna er um að ræða þvingun í
skjóli fjárvalds til að hafa áhrif á
niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar,"
sagði Benedikt.
Sveinn Sveinsson, formaður
samninganefndar bankamanna,
sagði hins vegar í samtali við Mbl.
í gær, að sér vitanlega væri þetta
ekkert mál, þar sem ekkert hefði
verið rætt um það að greiða ekki
mönnum, eins og samningar segja
til um, og launaútreikningar 1.
desember væru komnir í tölvu-
vinnslu með óbreyttu formi.
Mbl. spurði Guðmund Hjartar-
son, hvers vegna samstarfsnefnd
bankanna hefði ekki orðið við
óskinni um yfirlýsingu varðandi
launagreiðslur og kvaðst hann
ekkert vilja um það segja, en
ítrekaði að engin ákvörðun hefði
verið tekin um að breyta ein-
hverju í þeim efnum.
Bankamenn fá greidd laun
fyrirfram og 1. desember á að
koma til útborgunar „þrettándi
mánuðurinn".
Atkvæðagreiðslu bankastarfs-
manna um sáttatillögu lýkur á
morgun, en verkfalli þeirra var
frestað til 8. desember.
í ísafjarðardjúpi eru veiðar leyfð-
ar í öllu Djúpinu sem stendur, en
þrjú innstu svæðin voru lokuð til 14.
nóvember. Aflabrögð hafa verið
ágæt, en talsvert um smá rækju í
aflanum. í ísafjarðardjúpi er leyfi-
legt að veiða 2400 tonn á vertíðinni.
Miðin í Arnarfirði voru opnuð í
byrjun nóvember, en veiðar byrjuðu
þó ekki fyrr en 21. nóvember. Þar er
leyfilegt að veiða 550 tonn á vertíð-
inni.
Rækjuveiðar hafa gengið ágætlega
í Húnaflóa i vetur, en bátar frá
Hólmavík, Hvammstanga, Blönduósi
og Skagaströnd stunda þessar veið:
ar. Aflahámark er 1700 tonn. í
Öxarfirði var ákveðið að leyfa Kópa-
skersbátum að veiða 300 tonn í
vetur, en Húsvíkingar hafa ekki
rækjuleyfi í vetur. Veiðarnar byrj-
uðu í byrjun október, en afli var
tregur og vegna seiðagengdar var
miðunum lokað í lok október og hafa
þau nú verið lokuð í mánuð. Reglu-
lega er fylgst með ástandinu á
miðunum og athugun, sem gerð var í
vikunni gefur ekki ástæðu til bjart-
sýni. Fimmta rækjuveiðisvæðið er
Berufjörður, en 3 bátar frá Djúpa-
vogi hafa leyfi til að veiða 60 tonn
þar í vetur.
í Akureyrarblaðinu Degi er greint
frá atvinnuástandi á Kópaskeri og
þar segir m.a. í fréttabréfi frá
Kópaskeri: „Það ætlar að hafa æði
mikil áhrif að rækjan hefur brugðizt
í vetur. Einn bátanna fer út stöku
sinnum til að prófa. Til þessa hefur
árangur verið mjög slæmur og því
hafa bátarnir legið í höfn. Einn
báturinn byrjaði með línu, en þá
spilltist tíð og því hefur lengi ekki
verið um neinn afla að ræða. Héðan
eru gerðir út fjórir bátar og gerir
Sæblik út tvo þeirra. Ef ekki rætist
úr þessu má alveg eins gera ráð
fyrir, að einn ágætur bátur verði
seldur héðan.
Af þessum sökum er kort um
atvinnu. Að vísu hefur það bjargað
nokkru, að fólk hefur verið að pakka
saltfiskinum frá sumrinu. Atvinnu-
horfur hjá starfsfólki Sæbliks eru
því ekki bjartar, svo ekki sé talað um
framtíð fyrirtækisins. Hins vegar er
ekki sömu sögu að segja t.d. af þeim
mönnum, sem stunda bygginga-
vinnu. Á því sviði er nóg að gera og
má segja að fólk á Kópaskeri hafi
það ágætt. Að sjálfsögðu erum við
bjartsýn á að við munum fleyta
okkur yfir þessa erfiðleika.“
Margfalda út-
f lutning sinn
á bobbingum
FYRIRTÆKIÐ Oddi á Akur
eyri hefur í ár selt um 200
h<>bbinga til útlanda og einnig
150 millibobbinga, en í ár
framleiöir fyrirtækið tæpiega 3
þúsund bobbinga.
Á næsta ári gera forráða-
menn fyrirtækisins ráð fyrir að
selja 1500—2000 bobbinga til
útlanda. Jóhannes Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Odda áætlar
söluverð 200 bobbinga um 20
milljónir króna og samkvæmt
því má gera ráð fyrir 200
milljónum króna fyrir 2 þúsund
bobbinga.
Hjá Odda starfa nú 90 manns.
Gunnar Schram, fyrrum
ritsímastjóri, látinn
GUNNAR Schram fyrrum rit-
simastjóri í Reykjavík lést í
Borgarspitalanum i gærmorgun.
83 ára að aldri. Hann var fæddur
í Reykjavík 22. júní 1897.
Hann hóf störf sem símritari í
Reykjavík árið 1915 og var varð-
stjóri við símann 1918—1924. Þá
hóf hann störf sem símstöðvar-
stjóri á Akureyri og síðustu
starfsár sín var hann ritsíma-
stjóri í Reykjavík.
Gunnar Schram var formaður
Knattspyrnufélags Reykjavíkur
árin 1921—24, sat í íþróttaráði
Akureyrar 1930—40 og var í mörg
ár formaður Golfklúbbs Akureyr-
ar.