Morgunblaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
HÖGNI HREKKVfSI
morgunkaffinu
.., aö setja kodda
undir höfuö hennar
eftir erfiðan dag.
TM Reg. U.S. Pat. Off—ail rights reserved
®1977 Los Angeles Times
V/íUCr- 1058
Seiíja aaaaaaamcn ...
Hún verður að vera sem eðli-
leífust myndin. — Og opnaðu
munninn!
Kallaðu á pabba. fyrir alla muni!
K. skrifar:
„Ágæti Velvakandi, á dögun-
um sá ég í Morgunblaðinu, mig
minnir í Staksteinum, tilvitnun í
skrif, sem sagt var að birst hefðu
í Þjóðviljanum um svonefnt gú-
anórokk. Var þar meðal annars
komist svo að orði, að einn
„slorugur" texti sunginn af
Bubba Morthens og Utangarðs-
mönnum hefði jafn mikil áhrif í
verstöð og ársútgáfa af Þjóðvilj-
anum. Mun þar hafa verið átt við
útbreiðslu sósíalismans og
áhrifamátt Þjóðviljans fyrir
þann hnignandi málstað.
Framlag til umræðna
um íslenskt mál
Skömmu síðar sá ég í Dag-
blaðinu frásögn af „bókmennta-
Gúanótextar, Dagblað-
ið og íslensk tunga
fræðilegri umræðu um gúanó-
texta Utangarðsmanna" eftir
Sigurð Sverrisson blaðamann á
því blaði. Kemur í þeirri frásögn
fram, að bókmenntafræðinemar
Háskóla íslands hafi boðað til
umræðufundar um þetta nýjasta
tískufyrirbrigði í íslenskri fjöl-
miðlun og áróðursstarfi. Þar
sem ég hef ekki séð neina
frásögn af þessum fundi í Morg-
unblaðinu vona ég, að höfundi
fundargerðarinnar í Dagblaðinu
mislíki ekki, þótt ég komi skoðun
hans á framfæri við lesendur
dálks þíns, ágæti Velvakandi.
Fundargerðin gefur bæði innsýn
í það, sem á þessum fundi
gerðist, auk þess sem hún hlýtur
að teljast framlag í umræður um
íslenskt mál. Hér fara á eftir
beinar tilvitnanir í frásögnina
og er stiklað á því helsta:
.. í nafni hinnar
einu sönnu tungu“
„Þrátt fyrir mikinn fjölda
áheyrenda voru þeir furðu óvirk-
ir og aðeins lítilfjörlegt brot
þeirra lagði eitthvað til málanna
í umræðunni ... Auk þeirra (þ.e.
frummælenda, sem allir höfðu
áður látið til sín heyra í Þjóðvilj-
anum innsk.) tóku nokkrir aðrir
til máls og má þar nefna ekki
ómerkari menn en Jón Hnefil
Aðalsteinsson og Véstein Ólason
... Á einkar skörulegan og
ákveðinn hátt gerði hann (Tolli
bróðir Bubba Morthens innsk.)
grein fyrir tilurð og tilgangi
textanna svo og umhverfinu og
„fílingunni", sem þeir voru ortir
í. „Það er verið að krossfesta
Bubba bróður í nafni hinnar
einu sönnu tungu," sagði Tolli í
lokin.
Vekja til
umhugsunar
„„Framsaga Þorláks er með
því allra skemmtilegasta sem ég
hef heyrt í langan tíma, bæði
nær og fjær,“ sagði Jón Hnefill
og fór lofsamlegum orðum um
erindi hans.“ (Síðan er haft eftir
Jóni, að kveðskapur Utangarðs-
manna sé ekki verri en margt
annað og þá segir i Dagblaðinu:)
„... því til stuðnings vitnaði
hann í Landnámu og flutti
áheyrendum groddalega vísu,
sem undirritaður náði því miður
ekki að festa á blað ... Tveir
bókmenntafræðinemar, sem í
heild voru annars anzi þögulir á
fundinum, gerðu að umtalsefni
hættuna á því að hafa slíkar
ambögur, sem í textunum fæl-
ust, fyrir börnum ... Árni Berg-
mann ritstjóri Þjóðviljans gerði
að umtalsefni tónstyrk þeirra
Utangarðsmanna og taldi hann
slíkan að ekki væri glæta að
heyra orðaskil. Eitt og annað í
sambandi við Utangarðsmenn
var reifað á fundinum en fæstir
reyndu að pæla eitthvað í hlut-
unum ... Hún (Silja Aðalsteins-
dóttir innsk.) klykkti út með
kjarnyrtu inntaki, sem féll í
góðan jarðveg áheyrenda. „Það
hræðilegasta, sem komið getur
fyrir íslenzka tungu, er að fólk
hætti að nota hana til að tjá sig
um hugsanir sínar við náung-
ann.“
Leyfist mér að segja í lokin, að
ofangreind orð úr Dagblaðinu
eftir Sigurð Sverrisson hljóta
svo sannarlega að vekja menn til
umhugsunar um framtíð ís-
lenskrar tungu og nauðsyn þess,
að aðrir en „lítilfjörlegt brot“
manna á „Bókmenntafundinum"
láti til skarar skríða henni til
varnar".
Hverjir hrópa
út í tómið?
Erla Björk Sverrisdóttir
skrifar 23. nóv.:
„Velvakandi góður.
Ég varð heldur betur
hvumsa við er ég las grein
Guðna Björgúlfssonar, Akra->
nesi, er birtist í Velvakanda
23. nóv., skrifuð 17. nóv.
Hinn 14. nóv. kom út ný
hljómplata með ljóðum Steins
Steinars, útgefandi Torfi
Ólafsson og jafnframt höfund-
ur laga. Þrem dögum eftir
útgáfu skrifar Guðni grein er
ber þess greinilega vitni að
hann hefur ekki hlustað á alla
plötuna, hvað þá heldur að
hann viti hverjir eru flytjend-
ur. Þar að auki er þetta ekki
plata sem maður hlustar á
einu sinni og getur gagnrýnt
svo. Svo vel er hún unnin og
sungin af þessum „tónelsku
fyrirbrigðum", sem eru fimm
ólíkir söngvarar er ná því
besta sem í þeim býr. Hér er
ekki um misþyrmingu á ljóð-
um skáldsins að ræða, heldur
fallega túlkun í formi sung-
inna laga.
Og hvernig má það vera að
gera samlíkingu á upplestri
höfundar á eigin ljóðum fyrir
20—30 árum og söng ljóðanna
í dag. Guðni mætti vita það að
þróunin í upptöku og flutningi
tónlistar hefur verið það ör á
þessum árum og breyting á
túlkun laga og ljóðlistar, að
þetta er ekki sambærilegt.
Enda má vitna í orð Steins
Steinars er skáldið viðhafði í
blaðaviðtali endur fyrir löngu:
„Það er eftirtektarvert hvað
sönglistin á erfitt uppdráttar í
þessum heimi." Óg hverjir
hrópa svo út í tómið?"