Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR 268. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sýrlendingar: Undirbúa átök við Jórdani DamaakuH, 29. nóv. — AP. SÝRLENSKA ríkisstjórnin undir íorystu Hafez Assad forseta, sem nýtur stuðnings Sovétríkjanna, virðist vera að búa almenning í landinu undir átök við Jórdaníu- menn, að því er haft er eftir heimildum í Austurlöndum nær. Haft er eftir sýrlenskum embættismönnum, að vegna öryggis þjóðarinnar sé það réttlætanlegt að ráðast inn í Jórdaníu til að stemma stigu við og loka þjálfunarbúðum Bræðralags múhameðstrú- armanna, sem er félagsskap- ur, sem gerður hefur verið útlægur í Sýrlandi. Vestrænir sertdimenn í Damaskus halda því fram, að um 20.000 hermönnum og 600 skriðdrekum hafi verið fylkt á landamærum ríkjanna, Sýr- lands og Jórdaníu, og að Jórdanir hafi einnig eflt við- búnað sinn. Vopnaskakið hef- ur valdið áhyggjum víða um heim og ísraelsmenn segjast fylgjast grannt með öllum hræringum. Talsmaður Banda- ríkjastjórnar, John Trattner, sagði, að Bandaríkjamenn litu á „Jórdani sem vini og að öryggi þeirra væri einnig hagsmunir Bandaríkja- manna." Sýrlendingar eru taldir helstu bandamenn Rússa í Austurlöndum nær og í síð- asta mánuði gerðu þeir Assad og Brezhnev með sér 20 ára vináttu- og samvinnusamn- ing. Þeir sem fylgjast með gangi mála í Damaskus segja, að áróðursherferð stjórnvalda sé augljóslega til þess farin að auka á andúðina á Jórdönum og búa fólk undir bein hernað- arátök. Nú er úti veður vott ... og ekki hundi út sigandi gæti hann verið að hugsa þessi, þar sem hann situr undir stýri og hnusar að sunnanáttinni, sem nú ríkir um iand allt. (Ljósm. Kristján örn EiUsson.) Skoðanakannanir í Noregi: Hægri flokkurinn nú jafn- stór Verkamannaflokknum 08ló, 29. nóvember. — AP. LANDSSTJÓRN norska Verka- mannaflokksins kemur saman til fundar í Hamar eftir helgina til að ræða minnkandi fylgi flokks- ins i skoðanakönnunum. í þeim kemur fram, að fylgi flokksins hefur stórlega minnkað á siðustu misserum — svo mikið, að Jo Benkow, formaður hægri flokks- ins segir að ekki sé lengur marktækur munur á fyljji íhalds- flokksins og Verkamannaflokks- ins. Samkvæmt Gallup-skoðana- könnun sögðust aðeins 33,2% þeirra sem spurðir voru styðja Verkamannaflokkinn. Hins vegar sögðust 31,1% þeirra sem spurðir voru styðja Hægri flokkinn. Svip- aðar niðurstöður koma fram í skoðanakönnun Norsk Opinions Institutt (NOI). Þar hefur Verka- mannaflokkurinn þó aðeins meira fyigi- Niðurstöður kannana sýna, að fylgi Verkamannaflokksins hefur beinlínis hrunið síðustu misserin Júgóslavía: Yfirvöldum ofbýður bókaflóðið um Tito Belicrad. 29. nóv. — AP. SANNKALLAÐ bókaflóð um hinn Iátna júgóslavneska for- seta, Josep Broz Tito, hefur valdið opinberum umkvörtun- um um fégræðgi, brask og slæman smekk, að þvi er haft er eftir júgóslavneskum emb- ættismönnum, sem vinna nú kappsamlega að þvi að ákveða ýmsa hátiðisdaga til minn- ingar um Tito heitinn, Tito- stræti, Tito-torg og Tito- styttur. Tito lést 4. maí sl. 87 ára að aldri og þó að mikið hafi verið látið með hann í lifanda lífi er eins og nú fyrst hafi tekið steininn úr. Flestir telja þó að það sé ekki eingöngu af ást á Tito sáluga heldur vaki annað fyrir bókaútgefendum og minjagripasölum, sem sagt að komast yfir auðveldan gróða. Útgefendur eru sagðir mjög ósvífnir í sölumennskunni og í júgóslavneska tímaritinu Nin sagði, að fólk hefði verið hvatt til að kaupa Tito-bækur og gefið hefði verið í skyn, að þeir sem það gerðu ekki, yrðu nefnd- ir við yfirvöldin. „Sumar Tito-bókanna,“ sagði í Nin, „eru aðeins endurprent- anir á ræðum og svo mikið hefur legið á, að ekki hefur gefist tími til að stroka út eitt og annað, t.d. stendur reglulega „klappið" á kaflaskiptum í einni bókinni." og mánuðina. Fylgi hans hefur ekki verið jafnlítið í fimm ár. í kosningunum 1977 fékk Verka- mannaflokkurinn 42,3% atkvæða. Skoðanakannanir á siðastliðnu ári sýndu að fylgið hafði farið niður í 38% og í september síðastliðnum var það 35,9%. Hins vegar hefur fylgi Hægri flokksins aukist jafnt og þétt. Flokkurinn fékk 24,8% atkvæða í kosningunum 1977 og í skoðanakönnunum í september síðastliðnum sögðust 29% styðja flokkinn. I könnunum nú kemur fram, að borgaraflokkarnir þrír myndu fá yfir 50% atkvæða ef kosið væri nú. Hins vegar myndi Verkamannaflokkurinn og sósial- ísku flokkarnir aðeins fá 40,2% atkvæða. Þegar fylgi Verkamann- aflokksins var hvað mest, fékk flokkurinn yfir 50% atkvæða í kosningum. Aftenposten, stærsta blað Nor- egs, sagði í leiðara, að niðurstöður skoðanakannana nú væru „sögu- legar". Þær sýndu ótrú almenn- ings á Verkamannaflokknum. Odvar Nordli, forsætisráðherra, hefur viðurkennt, að niðurstöður skoðanakannana séu alvarlegt mál fyrir flokkinn. Óánægju- raddir hafa komið fram í Verka- mannaflokknum með formennsku Reiulfs Steen og eins hefur Odvar Nordli sætt vaxandi gagnrýni. Þá eru flestir fréttaskýrendur sam- mála um, að deilur innan flokks- ins og hikandi afstaða hans í samkomulagsumleitunum við Bandaríkjamenn um hernaðarvið- búnað í landinu, hafi stuðlað að minnkandi fylgi en yfir 65% Norðmanna eru fylgjandi aðild að Atlantshafsbandalaginu. Reagan ánægður með viðbrögð í Moskvu Santa Monica, 28. nóvember. — AP. RONALD Reagan, nýkosinn for- seti Bandarikjanna, sagði við fréttamenn i Santa Monica. að hann væri ánægður með teikn frá Sovétrikjunum, um að Sovétmenn væru nú reiðubúnir að setjast að samningaborði og endursemja SALT II-samkomulagið. Reagan lét þessi orð falla vegna dvalar Charles Percys, sem taka mundi við formennsku utanríkis- málanefndar öldungadeildarinnar, í Moskvu. Percy lét þau orð falla í gær, að Sovétmenn væru nú reiðu- búnir að setjast að samningaborði og endursemja SALT II. „Þeir vita nú, að gera verður nýtt samkomu- lag,“ sagði Percy. „Ég er ánægður að heyra, að Sovétmenn séu reiðubúnir að ræða málin,“ sagði Reagan og bætti við: „Ég hef alltaf verið fylgjandi við- ræðum um takmörkun vígbúnaðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.