Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
Verkamannabústaöir í Reykjavik:
268 umsóknir
um 60 raðhús
314 umsóknir um 20 endursöluíbúðir
Ford-umboðið Sveinn Egilsson hefur tekið að sér umboð fyrir japanska Suzuki-bila, en
verksmiðjurnar framleiða fólksbíla, sendibíla og jeppa. Sýnir fyrirtækið bílana í dag milli kl. 10 og 16.
Á myndinni er Þórir Jónsson að kynna jeppann. Ljtem. Rax.
ASÍ styður baráttu pólskr
ar verkalýðshreyfingar
UMSÓKNARFRESTUR um 60
raðhús i Hólahverfi á vegum
Verkamannabústaöa i Reykjavik
er runnin út og bárust 268
umsóknir. Þá bárust 314 umsókn-
ir um endursoluihúðir, en Eyjólf-
ur K. Sigurjónsson, stjórnarfor-
Hafnar yfir-
heyrslur yf-
ir bökurum
HAFNAR eru hjá Rannsókn-
arlögreglu rikisins yfir-
heyrslur yfir fuiltrúum
Landssambands bakarameist-
ara vegna kæru Verðlags-
stofnunar á meintri ólöglegri
hækkun brauða. Ákvað
Landssambandið nýverið að
hækka brauö umfram það
sem Verðlagsstofnun hafði
heimilað og hrinti þeirri
hækkun i framkvæmd eftir
siðustu helgi. Að sögn Arnars
Guðmundssonar hjá RLR cru
fyrst teknar skýrslur af
stjórnarmönnum Landssam-
bands bakarameistara, en síð-
an verða teknar fyrir kærur á
einstaka bakara, sem einnig
hafa borizt.
TIIOMAS Nielsen, forseti Al-
þýðusambands Danmerkur,
kvaddi sér hljóðs i upphafi sið-
degisfundar á ASÍ-þingi í gær í
tilefni þess, að Snorri Jónsson,
starfandi forseti Alþýðusam-
bands íslands, væri nú að hætta i
þvi starfi. Færði Thomas Nielsen
Snorra að gjöf postulinsstyttu af
„Ægtvedpigen**, eins og menn
imynda sér hana hafa verið i
lifanda lifi.
Stúlka þessi, sem var uppi um
1800 fyrir Krist, fannst í mýrar-
feni í Danmörku og er talið að
henni hafi verið fórnað fyrir góða
kornuppskeru. Nielsen sagði í
maður, sagði i samtali við Mbl„
að nú væru 20 ibúðir til endur-
sölu, en stefnt væri að þvi að
endurselja um 100 ibúðir á ári.
Eyjólfur sagði, að unnt ætti að
vera að afhenda þær endursölu-
ibúðir, sem lausar eru, fyrir
áramót.
Tilboð í jarðvegsvinnu á vegum
verkamannabústaðanna við Eiðs-
granda hafa verið opnuð, en þar er
um 1. áfanga að ræða með 176
íbúðum. Þrettán tilboð bárust og
voru þrjú þau lægstu fi*S Háfelli;
40.647.980 krónur, Ástvaldi og
Halldóri; 43.421.696 krónur og
Vörðufelli; 47 milljónir króna.
Eyjólfur sagði framkvæmdir hefj-
ast í desember.
ÞING Alþýðusambands tslands,
sem lauk í gær, samþykkti i
þinglok stuðningsyfirlýsingu við
stuttu ávarpi, sem hann flutti, að
hann vildi þakka SnoTa gott og
langt samstarf í samvinnu alþýðu-
sambandanna tveggja og kvað
hann hana hafa myndað góða
vináttu milli þeirra. Hann kvað
styttuna táknræna fyrir norræna
formóður okkar og kvaðst vilja
óska Snorra Jónssyni og konu
hans allra heilla í framtíðinni.
Snorri Jónsson þakkaði þessa
persónulegu gjöf í stuttu ávarpi.
Hann kvaðst þakka Thomasi Niel-
sen fyrir langt og gott samstarf og
bar fram þær óskir, að samstarf
alþýðusambandanna myndi halda
áfram báðum aðiium til hagsbóta.
verkalýðshreyfinguna í Póllandi,
sem berðist fyrir aukningu frelsis
og mannréttinda þar i landi. t
yfirlýsingunni er taiað um bar-
áttu pólskrar verkalýðshreyf-
ingar fyrir frjálsum verkfallsrétti
og samningsrétti og að Alþýðu-
samband íslands styðji þá örlaga-
riku baráttu, sem i Póllandi væri
háð.
Jón Karlsson frá Sauðárkróki
mælti fyrir tillögunni, en með-
flutningsmaður hans var Guð-
mundur J. Guðmundsson formaður
Verkamannasambands íslands.
Jón kvað það óviðunandi, ef ASÍ-
þingi væri slitið án þess að slík
yfirlýsing kæmi frá þinginu. Er
Jón hafði lokið ræðu sinni, var
tillagan samþykkt með mögnuðu
lófataki þingfulltrúa.
t fyrrinótt hafði Guðmundur J.
Hallvarðsson, fulltrúi Dagsbrúnar,
mælt fyrir tillögu um stuðningsyf-
irlýsingu við pólska verkalýðs-
hreyfingu, sem fjallaði um baráttu
hreyfingarinnar þar í landi við
stjórnarfar landsins. Pétur Sig-
urðsson frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur lagði fyrir þingið
ásamt Guðmundi H. Garðarssyni
tillögu um að þingið sendi félögum
sínum í „Samstöðu", frjálsri verka-
lýðshreyfingu í Póllandi, kveðjur
sínar og árnaðaróskir, þar sem
þingið lýsti yfir aðdáun sinni á
baráttu þeirra fyrir lífsnauðsynj-
um og þeim grundvallarréttindum
lýðræðisins að verkalýðshreyfingin
fengi að starfa frjáls og óháð, búa
við réttinn til að boða verkföll,
hafa skoðana- og tjáningarfrelsi og
vera laus úr tengslum við hið
ríkisrekna alþýðusamband, sem
stjórnað væri af sömu valdhöfum
og reyna að berja niður kröfur
verkamanna.
„Við heitum pólskri verkalýðs-
hreyfingu virkum stuðningi við
málstað þeirra og frelsiskröfur. —
Við heitum þeim siðferðilegum
MORGUNBLAÐINU barst I gær
svohljóðandi yfirlýsing frá Sverri
Ilermannssyni, alþingismanni:
„Fyrir vikutíma eða svo hafði
Dagblaðið Vísir samband við mig og
innti mig eftir áliti mínu á bókinni
„Valdatafl í Valhöll“. Nokkrum dög-
um síðar hafði blaðið samband við
mig og las blaðamaður upp það, sem
ég hafði sagt og reyndist það rétt
með farið. Síðan leið og beið og hélt
ég satt að segja, að málið væri úr
sögunni og að Vísir hefði hætt við að
birta viðtaiið. Svo reyndist þó ekki,
heldur hafði tíminn verið notaður til
þess að lofa höfundum Valdataflsins
að svara orðum mínum málsgrein
eftir málsgrein og mér ekkert gert
viðvart um það. Þetta gerir auðvitað
ekkert til, enda ræður Ellert B.
Schram, vinur minn, vinnubrögðum
sínum sjálfur.
Höfundurinn, Hreinn, endurtekur
ósannindi sín í minn garð. í því
sambandi, aðeins þetta: „Hvaða
ástæðu skyldi ég hafa haft til að
ljúga því upp á sjálfan mig, að
Guðlaugur Bergmann hafi boðið mér
ráðherradóm? í annan stað —
Hreinn höfundur segist aldrei hafa
beðið mig um flokksfundarræðu
mína og þykir mér enn undarlega við
bregða. Þeir segjast hafa verið á
flokksráðstefnunni „og nóterað
niður ýmislegt úr ræðum manna".
Fundurinn var lokaður, enda segir
Hreinn ekki sannleikann í þessu
efni. Ákveðið var að læsa ræðurnar,
sem fluttar voru, inni í peningaskáp
í Valhöll. Vélrituð voru tvö eintök
eftir upptökunni, en spólan og annað
eintakið síðan læst inni í peninga-
skápnum með yfirlýsingu um að
aldrei yrði birt, nema með leyfi
viðkomanda, en hitt eintakið er í
minni vörzlu, þ.e.a.s. eintakið, sem
ungu mennirnir báðu mig um að fá
styrk með fordæmingu á að erlent
kúgunarafl sendi skriðdreka sína
enn einu sinni til að drepa niður
kröfur þeirra," sagði í tillögunni,
en jafnframt sagði að ASI skoraði
á öll alþjóðasamtök verkamanna,
sem ASI ætti aðild að, að fordæma
notkun hvers konar vopna og
ofbeldis, sem reynt verði að beita
til þess að brjóta frelsiskröfur
Pólverja á bak aftur.
Hvorki þessi tillaga né tillaga
Guðmundar J. Hallvarðssonar fékk
þinglega meðferð, þar sem þingfor-
seti, Eðvarð Sigurðsson, úrskurðaði
að of naumur tími væri eftir til
þess að unnt yrði að láta tillögurn-
ar fá þinglega meðferð.
lánaö, en segja mig nú skrökva, að
þeir hafi beðið um eintakið.
C :r Hallgrímsson lofaði hinsveg-
ar Hreini Loftssyni að fara í pen-
ingaskápinn og lesa ræðurnar gegn
því drengskaparloforði, að ekkert af
þeim færi úr húsinu. Við sjáum nú,
hvernig hann hélt það loforð og er
það eftir öðru.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
þurfa að orðtaka þessa bók og birta
á einum stað leiðréttingar, því að
ella verður þetta hræðilega kjaftæði
og ósannindavaðall að staðreyndum
í pólitískri sögu þessa tímabils eftir
nokkra áratugi."
Engin álykt-
un um NATO
ASÍ-ÞINGI lauk í gær og hafði þá
staðið í 5 daga. Það vakti athygli
manna á þinginu, að engin álykt-
un var gerð eða borin fram um
Atlantshafsbandalagið og dvöl
varnarliðsins í landinu. Mun þetta
vera fyrsta þing Alþýðusambands
íslands í marga áratugi, sem ekki
ályktar um þessi mál.
Leiðrétting
FALLIÐ hefur niður í setningu
dagskrárliðar í kynningu Morgun-
blaðsins á ráðstefnunni: Land-
spítalinn til aldamóta (bls. 18 í
gær): Kl. 14.20 Landspítalinn —
húsnæðisbreytingar til aldamóta:
Jónas H. Haralz, formaður yfir-
stjórnar mannvirkjagerðar á
Landspítalalóð. Velvirðingar er
beðizt á þessum mistökum.
Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka Islands:
Sanngirnismál, að vörubirgð-
ir séu færðar til raunvirðis
Annað er hrein eignaupptaka
„ÞAÐ má eiginlega segja, að nú
sjáum við hiila undir lausn á
áralöngu baráttumáli okkar, þ.e.
a.s, að mega færa vörubirgðir
upp til raunvirðis á hverjum tima
eða miðað við endurkaupsverð,“
sagði Gunnar Snorrason. formað-
ur Kaupmannasamtaka Islands, f
samtaii við Mbl., er hann var
inntur álits á þeirri tillögu. sem
nú liggur fyrir verðlagsráði. og
gerir ráð fyrir þvi að heimilað
verði að færa vörubirgðir upp til
raunvirðis.
„Meginástæðan fyrir því, að
þetta er nauðsynlegt, er blessuð
verðbólgan. Innkaupsverð vöru
hækkar stöðugt og viðbótarfjár-
magn er því nauðsynlegt í hvert
sinn, sem keypt er ný vara. Með
Ólafslögunum svokölluðu er gert
ráð fyrir verðtryggingu fjármagns
og þess vegna vil ég meina það, að
það sé ekki raunhæft að selja eldri
birgðir á gömlu verði, frekar
heldur en allt annað, eins og t.d.
íbúðir. Þær eru ekki seldar á sama
verði og þær voru kannski keyptar
fyrir tveimur árum. Reyndar má
fullyrða, að allir lausafjármunir
séu háðir markaðsverði á hverjum
tíma,“ sagði Gunnar ennfremur.
„Við höfum átt ótal fundi með
viðskiptaráðherrum í gegnum tíð-
ina og bent þeim á, að allt sé orðið
verðtryggt hvert sem litið sé.
Launþegar eru með verðtryggingu
á laun og sparifjáreigendur eru
með verðtryggingu á sitt innlánsfé
og bankar og aðrar útlánastofnan-
ir lána varla orðið nokkuð fjár-
magn, sem heitið getur, öðru vísi
heldur en gegn verðtryggingu. Mér
finnst það því ósanngjarnt, þó
ekki sé tekið dýpra í árinni, að þeir
sem eiga bundna peninga í lager,
að þeir sitji einir eftir. Það er
hrein eignaupptaka og ekkert ann-
að.
Ef ekkert verður gert til að
leiðrétta þetta ósamræmi, þá leið-
ir þetta ástand óhjákvæmilega á
endanum til vöruskorts. Þá má og
skjóta því að, að í flestum ná-
grannaiöndum okkar er það algild
regla, að vörubirgðir séu færðar
upp til raunvirðis, en þar er
verðbólga þó aðeins lítill hluti af
því, sem hér þekkist.
Verðlagsstjóri hefur sagt mér,
að þetta mál verði tekið fyrir í
verðlagsráði á næstunni og ég ber
þá von í brjósti, að þeir menn sem
skipa ráðið, verði sanngjarnir og
taki á þessu máli eins og þeirra
samviska bíður, en láti ekki póli-
tísk sjónarmið ráða,“ sagði Gunn-
ar Snorrason, formaður Kaup-
mannasamtaka Islands, að síð-
ustu.
Danska alþýðu-
sambandið færði
Snorra gjöf
Yfirlýsing
frá Sverri Hermannssyni