Morgunblaðið - 30.11.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.11.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 5 Hans Kristján Árnason Einar Pálsson I>jóöfélasið fyrr og nú kl. 21.25: Landnemarnir og ís- lendingar nútímans í kvöld kl. 21.25 flytur Hans Kristján Árnason hagfræðingur erindi, sem hann nefnir Þjóðfé- lagið fyrr og nú. Fjallar hann þar um kenningar Einars Páls- sonar um þjóðfélagið forna og nýútkomna bók eftir Richard F. Tomasson prófessor. — Tomasson er háskólakennari í New Mexico, sagði Hans Krist- ján, — og bók hans heitir Iceland — The First New Society, gefin út af Iceland Review í samvinnu við bókaútgáfu Minnesota-háskóla. Tomasson upplýsir í formála bók- ar sinnar að könnun hans hafi verið fyrsta kerfisbundna tilraun- in til að safna upplýsingum um skoðanir, atferli og þekkingu nú- lifandi íslendinga á ýmsum svið- um. Hann bendir á að enn hafi félagsfræðingar ekki rannsakað þær geysimiklu heimildir um mið- aldaþjóðfélagið sem felist í ís- lenskum fornritum. Þessari skoð- un Tomassons og margra annarra fræðimanna mótmæli ég í mínu erindi og bendi á að fyrir liggja stórmerkar mannfélagsfræðilegar rannsóknir og ritsafn eftir Einar Pálsson á íslenskri menningu til forna. Ég bendi enn fremur á, að gildi rannsókna Einars Pálssonar einskorðast ekki við skýringar á íslandi til forna, heldur tekur einnig til helstu menningarsamfé- laga heims löngu fyrir daga Krists. Um daginn og veginn kl. 17.40: Þurfum við einvald til að stjórna landinu? Á dagskrá hljóðvarps kl. 19.40 á mánudagskvöld er þátturinn Um daginn og veginn. Sigurlaug Bjarnadóttir menntaskólakenn- ari talar. — Ég á nú eftir að færa mest af þessu í búning. Ég er með smá- hugleiðingar út af fullveldisdegin- um, og í framhaldi af því drep ég á okkar lýðræði. Ég minnist á efna- hagsvanda þjóðarinnar og segi að fólk sé orðið þreytt og vonlaust; að við þurfum jafnvel að fá bara einvald á við De Gaulle til að stjórna landinu, því að það er ekki lengur hægt að stjórna Islandi. Ég ætla mér aðeins að minnast á áfengismál og tala um þann tví- skinnung sem ræður hjá mönnum sem flagga því prinsipi að vera á móti boðum og bönnum, og bendi á að það sé svo víða í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum sem við séum umkringd boðum og bönnum. Ég hef einnig hugsað mér að minnast á afmæli Ríkis- útvarpsins sem verður 50 ára á þessu ári, og í framhaldi af því á íslenskt mál og menningu. En ég á eftir að útfæra þetta allt og tíminn setur sínar skorður. KL. 21.20 sýnir sjónvarpið þriðja þátt bandaríska myndaflokksins Landnem- arnir. Þýðandi er Bogi Arn- ar Finnbogason. Levi Zendt, ungur maður í Pennsylvaníu, er að ósekju rekinn úr söfnuði sínum. Hann fer burt ásamt ungri stúlku, Ellý, sem hann kvænist. Þau halda vestur á bóginn ásamt öðrum og koma loks til John-Virkis þar sem McKeag býr með eiginkonu sinni, Leir-Körfu, og dótt- ur. Ut og suður kl. 10.3.5 Yfir Snæfellsnesfjallgarð í Breiðafjarðareyjar 1917 Á dagskrá hljóðvarps í dag kl. 10.25 er þátturinn ÚT OG SUÐUR i umsjá Friðriks Páls Jónssonar. Jóhann J.E. Kúld rithöfundur seg- ir frá ferð sinni yfir Snæfellsnes- fjallgarð út i Breiðafjarðareyjar árið 1917. — Jóhann fór þessa ferð við annan mann og var þá 15 ára gamall, sagði Friðrik Páll. — Þeir voru að fara með 8 stóðhross yfir fjallgarðinn og var ferðin í rauninni ekki söguleg, því að allt gekk að óskum, en Jóhann lýsir þarna ferðalögum á þessum tíma og kem- ur með alls konar innskot og hugleiðingar um það hvernig menn ferðuðust þá að vetri til. Jóhann er frá Ökrum á Mýrum, og þaðan lögðu þeir félagar upp í nóvember. Heim snéri Jóhann í desember eftir nokkra dvöl í Breiðafjarðareyjum, aðallega hjá skyldfólki sínu í Öxn- ey. I sambandi við lýsingu hans á ferðamáta þessa tíma vitnar hann í Vilhjálm Stefánsson og segir skemmtilegt dæmi um ferðamáta eskimóa. Þegar þeir ferðast ganga þeir í fyrsta lagi aldrei svo hratt að vetri til að þeir svitni og þegar þeir þurftu að fara langan veg, gengu þeir alveg stöðugt þangað til þeir voru orðnir þreyttir, sofnuðu þá smástund standandi, og þegar þeir voru að falli komnir, þá bara héldu þeir áfram. Jóhann J.E. Kúld. DORMEUII Saumum eftir máli úr heimsins bestu efnum frá Ath. ef pantað er strax getnm við afgreitt fyrir jól. Klæðsker- inn verður til viðtals í verzlun okkar á morgun mánudag k. 1-6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.