Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
7
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson_____________ 76. þáttur
Reykvíkingur, sem vill
ekki láta birta nafnið sitt,
sendi mér bréf fyrir nokkru
og segir að sig langi til að
nefna fáein „hversdagsleg“
atriði, mest í formi spurn-
inga. Spurningar Reykvík-
ings eru margar erfiðar
svara, og er sýnt að hann
hefur næman smekk og góða
þekkingu á íslensku máli.
Fyrsta spurning er sú,
hvort orðasambandið að
varpa fyrir róða, sem hann
heyrði „íslenskumann" segja
í útvarpinu nýlega, sé ekki
samruni úr að láta fyrir
róða og varpa fyrir borð.
Vel má vera að svo sé, og
verður nú fjölyrt nokkuð um
þetta.
Mér skilst að algengast sé
að nota sagnirnar láta og
leggja með karlkynsnafnorð-
inu róði og þá í þeirri
merkingu að láta eitthvað
sigla sinn sjó, leggja eitthvað
niður, kasta einhverju á glæ.
Þetta er fornt mál. Mjög
greinir menn á um hvað róði
merki í þessu sambandi. Það
mun geta verið sækonungs-
heiti eða tákn fyrir annað-
hvort vind eða sjó. Enn hefur
komið fram sú skýring, að
róði sé sama og róðukross
(Sigurður Skúlason). Sú
skýring er sennilega komin
til vegna vísu eftir Hallfreð
Óttarsson vandræðaskáld:
Sás með Sygna ræsi
siðr, at biót eru kviðjuð;
verðum flest að forðask
fornhaldin sköp norna;
láta allir ýtar
óðins blót fyrir róða;
verðk ok neyddr frá Njarðar
niðjum Krist at biðja.
(isl. fornr. VIII, 159)
í þessari vísu segir Hall-
freður frá því, að með Ólafi
Tryggvasyni megi ekki rækja
heiðnar venjur, og kemst
hann meðal annars svo að
orði, að allir menn láti Óðins
blót fyrir róða, þ.e.a.s. leggi
það niður eða gefi það upp á
bátinn.
Aðrir skýrendur hafa
fremur hallast að því, að róði
merkti vindur eða sær. Eig-
inleg merking orðasam-
bandsins væri þá að láta
eitthvað fjúka út í veður og
vind eða fleygja því í sjóinn.
Hér er svo eitt dæmi enn um
forna notkun orðasambands;
ins að láta fyrir róða. í
Vöðu-Brandsþætti segir:
„Mun ek þó við þér taka, því
at ek man eigi, at ek hafa
heimamann minn fyrir róða
látit.“ Er þetta hér í
merkingunni að sleppa hend-
inni af einhverjum, gæta
hans ekki.
Það sem hér hefur verið
sagt um orðtakið að láta
(leggja) fyrir róða (óðal), er
að mestu fengið úr doktors-
ritgerð Halldórs Halldórs-
sonar prófessors. Sýnist
spurning hins ónefnda
Reykvíkings hafa átt fullan
rétt á sér.
Ég er sammála Reykvík-
ingi í því, að betra mál sé að
víkja að eða minnast á
heldur en koma inn á eitt-
hvað, einnig að smekklegra
sé að segjast ekki sjá handa
skil heldur en að sjá ekki út
úr augunum, og þykir mér
þetta síðara þó ekki miklu
skipta. Sögnina að burt-
skýra hef ég aldrei heyrt eða
séð og veit því ekki hvað
merkir, en orðasambandið
burtséð frá þykir mér ekki
eftirsóknarvert.
Reykvíkingur nefnir með
réttu dæmi ýmissa atviks-
orða, sem enda á -lega og eru
nú ofnotuð eða öllu heldur
höfð að óþörfu, svo sem
rekstrarlega, íþróttalega,
aldurslega. Fyrirtæki er illa
statt rekstrarlega, leikurinn
var íþróttalega bágborinn,
drengirnir voru á líku reki
aldurslega. I þessum dæmum
er atviksorðið óþörf eða þarf-
lítil viðbót, hortittur, eða
eins og Reykvíkingur orðar
það: „ólystug upptugga".
Þá minnist Reykvíkingur á
þá gerð sagnfælni, sem fólg-
in er í því að láta alla
skapaða hluti fara fram.
Dæmi: Kennsla fer fram
uppi á lofti. Menn nota
nafnorð og merkingarlitla
sögn í stað einnar merk-
ingarríkrar sagnar: Kennt er
uppi á lofti. Enn nefnir hann
hina leiðu enskuslettu að
nota sí og æ lýsingarhátt
nútíðar af sögnum, svo sem:
Talandi um verðbólguna, má
geta þess o.s.frv. Vandalítið
ætti að vera að komast hjá
málspjöllum af þessu tagi.
Reykvíkingur tekur enn
dæmi af slöppum stíl, þar
sem hver tilvísunarsetningin
rekur aðra: „Það er skáksam-
bandið, sem stendur fyrir
þessu móti, sem ætlað er að
efla skákáhuga ...“ Auðvelt
er að reisa stílinn við og
segja: Skáksambandið stend-
ur fyrir þessu móti, sem
ætlað er o.s.frv.
Mér þykir það ekki mál-
leysa, þó sagt sé að grípa
andann á lofti í merkingunni
að taka andköf, en ég hef
sama smekk og Reykvíkingur
að því leyti, að mér þykir
mun fallegra mál að efna
loforð heldur en uppfylla
það. Ég segi að missa sjónar
á einhverju, ekki af ein-
hverju, og mér þykir eins og
Reykvíkingi fallegra mál að
úlfar séu ekki til á íslandi
heldur en að úlfar finnist
ekki.
Endalaust má deila um u-
eða o-framburð í þágufalli
fleirtölu. Þeir sigldu skipun-
um eða þeir sigldu skiponum.
Framburðurinn með 0 er
seigur þrátt fyrir lestrar-
kennslu og skólagöngu.
Sveinn Víkingur bjó til
vísnagátur. Um fang kvað
hann þessa braghendu:
Ýmsa langar upp i það á
ungum konum
Svo er það bæði barn í vonum
og búið til i heyflekkjonum.
Hafnarfjörður
Til sölu m.a.
Kaldakinn
3ja—4ra herb. íbúö í þríbýlis-
húsi. Sér inngangur. Geymsla
og þvottahús í kjallara. Bíl-
skúrsréttur. Laus fljótlega.
Fagrakinn
Ca. 150 ferm. einbýlishús á
tveimur haeðum með bílskúr.
Móabarö
5 herb. 90 ferm. íbúð meö
bílskúr. ibúö í mjög góöu
standi. Stór lóö.
Hraunbær
3ja—4ra herb. 96 ferm. íbúö í
fjölbýlishúsi.
Höfum kaupendur aö
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúöum í
Hafnarfiröi eða nágrenni.
Guðjón St*ingrfm««on hrl.
Linnatstfg 3, Hafnarfirði,
afmi 53033.
1 1 Al’UI.VSINUASIMINN KR: 22480
Vesturbær — Melar
120 ferm. efri hæð ásamt risi saman, sér eining. Sérlega vönduð
eign ásamt bílskúr og ræktaðri lóð.
Stórageröi
4ra herb. á 3. hæö. 2 svefnherb. 2 samliggjandi stofur. Herb. í
kjallara, geymsla og bílskúrsréttur.
Laugarnesvegur
4ra—5 herb. á 4. hæö, 3 svefnherb., góö sameign.
Vantar 3ja herb. íbúö í Fossvogi, góöir kaupendur.
Höfum góöan kaupanda aö raöhúsi viö Álfaskeiö í
Hafnarfiröi.
Vantar allar eignir á söluskrá — góöir kaupendur.
Húsamiðlun
fasteignasala, Templarasundi 3,
símar 11614 og 11616.
Þorvaldur Lúðvíksson hrl., heimasími 16844.
Falleg 3ja herb. íbúö í Noröurbænum
í Hafnarfiröi til sölu. Endaíbúö um 100 fm. á 2. hæö í fjölbýlishúsi á
rólegum staö. Sér þvottahús. Suöur svalir. íbúöin er í 1. flokks
ástandi. Verö kr. 37—38 millj.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, Hafnarfiröi,
sími 50764.
FASTEIGNA
HÖLLIN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT 58-60
SÍMAR-35300& 35301
í smíöum
Viö Bauganes
Vorum aö fá í sölu glæsilegt 2ja hæöa tvíbýlishús að grunnfleti ca.
150 ferm. Hæöirnar seljast frágengnar aö utan meö gleri, en í
fokheldu ástandl að innan. Falleg teiknlng.
Viö Fjaröarás
Elnbýlishús á einni hæö, aö grunnfleti 170 ferm. meö innbyggöum
bílskúr. Selst fokhelt. Til afhendingar strax.
Fokheld raöhús
Við Melbæ, Brekkubæ, Flúðasel og víðar.
Teikningar á skrifstofunni.
■ tmm mm mm mm mm mm mmm mmm m
/£*JJvHÍJSVANGUK
ÁA fasteignasala LAUGAVEG24
SÍMI21919 — 22940.
Opiö í dag frá kl. 1—3
Seljahverfi — Raöhús
Ca. 220 ferm. fallegt endaraöhús er skiptlst í kjallara og 2 hæöir. Bílskýli.
Svalir í suöaustur. Verö 80 millj., útb. 57 mlllj.
Einbýlishús — Mosfellssveit
Ca. 115 ferm. fokhelt einbýlishús meö bílskúr. Hornlóö ca. 900 ferm. Verö 46
mlllj.
Heiöargeröi — einbýli
2x56 ferm. einbýlishús á tveimur hæöum. Möguleiki á tveimur íbúðum. Góður
bílskúr. Verö 75 millj., útb. 55 millj.
Raöhús — fokhelt — Seltjarnarnesi
Ca. 260 ferm. fokhelt raöhús á tveimur hæöum meö innb. bílskúr. Ris yfir efri
haaö. Verö 55 mlllj.
Drápuhlíö — Sérhæö
Ca. 127 ferm. íbúö á 1. haBð íb. skiptist í 2 rúmgóö herb. og samliggjandi
stofur, stórt eldhús og baö. Sklpti á timbur-einbýllshúsi í gamla bænum
æskileg. Verö 55—60 millj., útb. 40—45 millj.
Kleppsvegur — 4ra herb.
Ca. 105 ferm. falleg íbúö á 4. hæö í fjölbýlishúsi. Svalir í suöur Verö 40 milij.,
útb. 30 mlllj.
Dvergabakki — 4ra herb.
Ca. 110 ferm. falleg íbúö á 1. hæö í fjölbýlishúsi. Vestursvalir. Þvottaherb.
innaf eldhúsi. Verö 40 millj., útb. 30.
Njálsgata — 4ra herb.
Ca. 117 fm. góö íbúö á 2. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi. Verö 43 millj., útb. 34
mllij.
Krummahólar — 4ra herb. laus
Ca. 100 ferm. íbúö á 3. hæö í fjölbýllshúsi. Miklö útsýni. Suöursvallr. Verð 40
millj., útb. 30 mlllj.
Kóngsbakki — 4ra herb.
Ca. 105 ferm. íbúö á 3ju hæö í fjölbýlishúsi. Þvottaherb. inn at eldhúsi. Svalir
(suöur. Verö 40 mlllj., útb. 29—30 mlllj.
Bjargarstígur — 4ra herb.
Ca. 65—70 ferm. fbúö á mlöhæö. Sér hlti. Verö 25 millj.
Laugavegur — 3ja herb.
Ca. 70 ferm. íbúð á 3ju haað í steinhúsi. Verö 27 millj.
Fannborg — 3ja herb.
Ca. 96 ferm. íbúö á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Búr innaf eldhúsi. Stórar suöursvaiir.
Verö 40 millj.
Kársnesbraut — 3ja herb. — Kópavogi
Ca. 100 term. íbúö á jaröhaaö í fjórbýllshúsi. Sór Inngangur. Sér hiti.
Þvottaherb. í (búðinni. Verð 34 millj., útb. 25 millj.
Hraunbær — 2ja herb. laus
Ca. 65 ferm. glæsileg íbúö é 1. hæð í fjölbýlishúsl. Svallr. Verö 30 millj., útb.
25—26 mlllj.
Langholtsvegur — 2ja herb.
Ca. 50 term ósamþykkt kjallaraíbúö. Verö 17 mlllj., útb. 12 millj.
Laugarnesvegur — 2ja herb. laus strax
Ca. 60 ferm. kjallaraíbúö. Sér hlti. Sér inng. Verö 23 millj.
Hrísateigur — 2ja herb.
Ca. 55 ferm. kjallarafbúö í þríbýlishúsi.
Jörö í Skagafiröi með miklum hlunnindum til sölu. Verð
tilboð. Skipti á 3ja—4ra herb. íbúö á Reykjavíkursvæöi
æskileg.
Kvöld- og helgarsímar:
Guömundur Tómasson sölustjóri, heimasími 20941 —
Viðar Böðvarsson viösk.fræöingur, heimasími 29818.