Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
15
Uppbygging orku- og iðjuvera
er nauðsynleg ef tryggja á
atvinnuöryggi og bætt lífskjör
Hér fer á eftir fyrri
hluti ræðu þeirrar sem
Geir Hallgrímsson flutti
við upphaf flokksráðs- og
formannaráðstefnu Sjálf-
stæðisflokksins í gær. Síð-
ari hluti ræðunnar verður
birtur í Morgunblaðinu á
þriðjudag.
Tveir eru þeir hornsteinar, sem
Sjálfstæðisstefnan byggist um-
fram allt á, sjálfstæði þjóðarinnar
og frelsi einstaklingsins.
Sjálfstæðisstefnan leggur
áherzlu á heilbrigða þjóðernis-
hyggju, en í því felst verndun og
ávöxtun þess menningararfs, sem
skapar okkur tilverurétt sem
sjálfstæðri þjóð.
Forverar sjálfstæðismanna
börðust fyrir fullveldi okkar 1918
og sjálfstæðismenn höfðu for-
göngu um lýðveldisstofnunina
1944.
Á þessu tímabili milli styrjald-
arlokanna tveggja prédikuðu sósí-
alistar alþjóðahyggju og lögðu
áherzlu á forystuhlutverk Sovét-
ríkjanna og undirgefni undir þau
og mæltu landvinningum þeirra
og undirróðursstarfsemi 5. her-
deilda í öðrum löndum bót.
Þegar svo var komið skömmu
eftir 2. heimsstyrjöldina, að svo
virtist, sem til einskis hefði verið
barizt fyrir lýðræði, frelsi og
mannréttindum, stóðu Islendingar
engu síður en aðrar vestrænar
þjóðir á örlagaríkum tímamótum.
Þjóðernishyggjan, sem liggur
sjálfstæðisstefnunni til grundvall-
ar og forysta Sjálfstæðisflokksins
í sjálfstæðisbaráttunni lagði
flokknum á herðar þá skyldu að
móta stefnu í utanríkis-, öryggis
og varnarmálum og aflaði flokkn-
um þeirrar tiltrúar þjóðarinnar,
að hann gat innt þá skyldu af
hendi.
Þátttaka okkar í Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamningur-
inn við Bandaríkin er trygging
sjálfstæðis okkar og sjálfsákvörð-
unarréttar. Það er gæfa Islend-
inga að fylgt hefur verið þeirri
utanríkisstefnu sem sjálfstæðis-
menn hafa mótað og aflað fylgis
alþjóðar.
En ekki skortir á að kommún-
istar hafi reynt að villa mönnum
sýn. Öllum er enn í fersku minni,
þegar svo var komlð 1974 að slíta
átti varnarsamstarfinu eins og
áður 1956. Vegna samtaka „Varins
lands“ um undirskriftasöfnun og
ákveðinnar stefnu Sjálfstæðis-
flokksins fyrir kosningarnar 1874,
var góður sigur unninn og varnar-
samningurinn staðfestur strax
eftir stjórnarmyndun Sjálfstæðis-
flokksins um haustið.
Síðan hafa andstæðingar okkar
látið málið kyrrt liggja, þar til á
þessu ári, að sósíalistum finnst
vegur sinn og völd slík, að nú sé
tími til kominn að láta á sér kræla
á ný.
Áuðvitað bregða kommúnistar
yfir sig þjóðernishyggjuhjúp, þótt
um andstæður sé að ræða, komm-
únismi og þjóðernishyggja eiga
ekki samleið, enda landvinningum
Sovétríkjanna löngum mælt bót á
síðum Þjóðviljans. Það er aðeins á
síðustu tímum, að ungu mennirn-
ir, að sögn gamals bolsévika, hafa
ekki kjark til að viðurkenna opin-
berlega sögulega nauðsyn Sovét-
ríkjanna sem forysturíkis sósíal-
ismans að taka í taumana, en sem
betur fer, bætti hann við, viður-
kenna þeir það með sjálfum sér.
Og vissulega er ræða Ólafs
Ragnars Grímssonar á nýafstöðn-
um landsfundi Alþýðubandalags-
ins og ályktun landsfundarins til
marks um það.
Annars vegar kemur fram í
ræðunni, sem ber heitið „Sjálf-
stæði þjóðarinnar" — gagnstætt
innihaldi hennar — og í ályktun
fundarins, að nú sé kjörið tæki-
færi í þessari ríkisstjórnarsam-
vinnu að gera Island varnarlaust.
Inntakið er, að sé reynsla þessa
árs af umræðum um herstöðina
borin saman við ládeyður her-
stöðvarmálsins ár eftir ár á hinum
langa stjórnarandstöðutíma við-
reisnaráranna, þá sést að kraftur
baráttunnar er ekki endilega eða í
sjálfu sér háður því, hvort flokk-
urinn er innan stjórnar eða utan.
Og Ólafur bætir við að saga
aðgerðar- og árangursleysis
henstöðvaandstæðinga á viðreisn-
arárunum hafi endurtekið sig svo
orðrétt sé eftir ólafi Ragnari haft:
„... og á Geirstímanum voru
farnar hefðbundnar leiðir, nokkr-
ar lotur en síðan löng umræðu-
hlé.“
En nú þykjast kommúnistar
með núverandi stjórnaraðild báð-
um fótum í jötu standa og ný sókn
er hafin til að gera ísland varnar-
laust. Og fyrsta áfanga hinnar
nýju sóknar er þegar náð. Sósíal-
istar hafa fengið stöðvunarvald
um framkvæmdir á Keflavíkur-
flugvelli og hyggjast fyrst og
fremst beita því við byggingu
flugstöðvar og nýrra olíugeyma.
er frekar að vænta, ef Sovétríkin
eiga staðfestu og styrk að mæta en
ella. Þær sveiflur, sem átt hafa sér
stað í samskiptum austurs og
vesturs bera þessari skoðun glöggt
vitni.
Við íslendingar hljótum áfram
að gera upp hug okkar. Viljum við
hafa hönd í bagga með eigin
örlögum eða láta skeika að sköp-
uðu? Viljum við leggja lið til
verndar friði í okkar heimshluta
eða stinga höfðinu v sandinn?
Viljum við táka ábyrgð á sjálfum
okkur sem þjóð eða vera ómagi
annarra?
Ristir þjóðernishyggja okkar
nægilega djúpt? Það er hlutverk
Sjálfstæðisflokksins að sjá til
þess.
Enginn lifir sjálfum sér, hvorki
einstaklingur né þjóð. Sjálfstæðis-
og Öryggismál eru sönnun þess
eins og önnur samskipti þjóða á
milli á alþjóðavettvangi.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
svo djúpum rótum í þjóðernis-
kennd Islendinga, að hann hefur
án minnimáttarkenndar brotið ís-
inn í ýmsum milliríkja- og alþjóð-
legum samskiptum.
Um það skulu nefnd þrjú dæmi.
Fyrsta dæmi:
í kosningabaráttunni 1974 hét-
um við að færa efnahagslögsöguna
Fyrri hluti ræðu Geirs Hallgrímssonar á flokks-
ráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins
Hvorutveggja brýn hagsmunamál
íslendinga í daglegu lífi og til þess
að varnar- og eftirlitsstörfin á
Keflavíkurflugvelli nái tilgangi
sínum.
Hins vegar er það athyglisverð-
ast í átta dálka grein eða ræðu
Ólafs Ragnars svo og í ályktun
landsfundar Alþýðubandalagsins,
að ógnin að þeirra mati stafar
einhliða af vopnaviðbúnaði
Bandaríkjanna og vesturveldanna.
Vígbúnaður Sovétríkjanna, aukin
hernaðarumsvif og útþenslu-
stefna, sem eru orsök viðbúnaðar
vestrænna ríkja og veru erlends
varnarliðs á Islandi, koma hvergi
við sögu íslenzkra kommúnista.
Látum vera í bili, að íslenzkir
sósíalistar séu búnir að gleyma
atrburðum eins og í Ungverja-
landi og Tékkóslóvakíu en sam-
tímaviðburðum er einnig sleppt
eins og innrásinni i Afganistan og
frelsisbaráttu verkalýðshreyf-
ingarinnar í Póllandi, þar sem
sovézkur her er í viðbragðsstöðu,
ef menn skyldu dirfast að krefjast
frelsis í sósíalisku ríki. Þögn getur
verið mælsk. Þögnin leiðir í ljós,
hvar hjarta íslenzkra sósíalista
slær.
Auðvitað er það sívarandi verk-
efni íslendinga að huga að stöðu
sinni í samfélagi þjóðanna til að
tryggja sjálfstæði sitt.
Og samkvæmt því er enginn
vafi, að utanríkisstefna sjálfstæð-
ismanna og mikils meirihluta ís-
lenzku þjóðarinnar er rétt. Hlut-
leysið dugar okkur ekki frekar en
öðrum þjóðum, sem sagan sýnir að
misst hafa sjálfstæði sitt, og
innrás Sovétríkjanna í Afganistan
er nýjasta dæmið um.
Nú er spurt, hvort viðhorfin
breytist í kjölfar þjóðhöfðingja-
skipta í Bandaríkjunum. Það er
óráðið dæmi. En ef skapstilling og
jafnvægi ræður fer sakar ekki
meiri ákveðni í stefnu og athöfn-
um.
Reynslan sýnir, að Sovétríkin
fara ávallt eins langt og þau geta
og fylla hvert tómarúm.
Árangurs í slökun og afvopnun
út í 200 mílur. Það var talið
óraunhæft kosningayfirboð. Ólaf-
ur Jóhannesson taldi okkur hafa
nóg með 50 mílurnar. Lúðvík
Jósefsson vildi bíða, þar til haf-
réttarráðstefnunni væri lokið, sem
enn er ekki á enda, auk þess sem
hann taldi okkur hvort sem er
ekkert veiða á milli 50 og 200
mílnanna.
Þegar við mynduðum ríkis-
stjórn 1974 var Sjálfstæðisflokk-
urinn sem endranær sjálfur sér
samkvæmur og framkvæmdi það
eftir kosningar, sem hann lofaði
fyrir þær. Við færðum út í 200
mílur. Það kostaði baráttu á sjó og
landi. Við vorum sakaðir um
landráð og linkind. Það mátti ekki
senda fulltrúa á fundi Atlants-
hafsbandalagsins en við vorum
ekkert hræddir að tala máli okkar
á erlendum vettvangi og færa
okkur í nyt málflutning innan
Atlantshafsbandalagsins. Við vor-
um ekkert smeykir við að lýsa því
yfir að við vildum semja til sigurs
og okkur tókst það.
Og myndin er mikið breytt. í
stað þess að við vorum rúmlega
hálfdrættingar miðað við útlend-
inga í þorskafla, þá höfum við nú
óskoruð yfirráð yfir öllum þorsk-
afla á íslandsmiðum. í stað þess
að við fengum um 260 þús. tonna
þorskafla í okkar hlut, höfum við
nú úr meira en 400 þús tonna
þorskafla að vinna. í stað þess að
verið var að gereyða þorskstofnin-
um er hann nú í vexti samkvæmt
síðustu niðurstöðum fiskifræð-
inga, enda fylgdi þáverandi sjáv-
arútvegsráðherra, Matthías
Bjarnason, 200 mílna útfærslunni
eftir með áhrifamiklum verndar-
aðgerðum.
Það þarf ekki getum að því að
leiða, hve grundvöllur sóknar ís-
lendinga til bættra lífskjara er nú
traustari en áður, þegar þessar
staðreyndir eru hafðar í huga.
Annað dæmi um gagnsemi al-
þjóðlegra samskipta:
Aðild íslands að EFTA var
samþykkt fyrir forgöngu viðreisn-
arstjórnarinnar með hjásetu
Framsóknar og andstöðu Alþýðu-
bandalags, en báðir samþykktu þó
viðskiptasamning við Efnahags-
bandalagið á grundvelli EFTA-
aðildar. En hvorutveggja hefur
leitt til lækkaðra tolla á íslenzkum
útflutningsvörum í viðskiptalönd-
um okkar og fært okkur hærra
verð fyrir vinnu og framleiðslu
okkar. Það var ekki að furða, þrátt
fyrir einangrunartilhneigingar og
hjásetu Framsóknar og afturhald
og andstöðu Alþýðubandalags, að
viðskiptaráðherra átti í sumar
tæpast nógu fögur orð á afmæli
EFTA, hvílíkt gagn við íslend-
ingar hefðum haft af aðildinni.
Þriðja dæmið vil ég nefna um
samninga við útlendinga til að
treysta efnahagslegt sjálfstæði ís-
lendinga. I byrjun viðreisnar
gerðu sjálfstæðismenn sér grein
fyrir að skjóta þurfti fleiri og
fjölbreyttari stoðum undir ís-
lenzkt efnahagslíf og nýta betur
og fljótar orkulindir iandsins til
að bæta kjör fóiksins.
Ráðizt var í Búrfellsvirkjun á
grundvelli samninga um orkusölu
til ísals. Bæði Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur eru á móti
þeirri samningsforsendu Búrfells-
virkjunar. Ef þeir hefðu mátt
ráða, hefði leið smávirkjana verið
farin, orkuverð verið miklu hærra
og útflutningsverðmæti okkar allt
að fimmtungi minna.
Þrátt fyrir framhald Sigöldu-
virkjunar og járnblendiverksmið-
ju, sem sjálfstæðismenn leiddu
einnig í höfn, þá hefur dauð hönd
Alþýðubandalags lagzt á frekari
þróun mála.
Bréf Hjörleifs Guttormssonar
með beiðni um að fresta gangsetn-
ingu fyrstu vélar Hrauneyjafoss-
virkjunar frá hausti 1981 til
hausts 1982 ber þessu vitni.
Landsvirkjun kom sem betur fer í
veg fyrir það. En nú þegar búum
við við orkuskömmtun.
Þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhann-
essonar var mynduð haustið 1978
lagði Hjörleifur Guttormsson
niður viðræðunefnd um orku-
frekan iðnað — svokallaða stórið-
junefnd. Ekkert hefur síðan verið
hugað að viðræðum við aðra um
framkvæmdir um orkufrekan iðn-
að, en til þess þarf góðan fyrir-
vara, eins og reynslan sýnir.
Alþýðubandalagið hrósar sér í
núverandi ríkisstjórn af að hafa
stöðvunarvald í þessum efnum
sem í varnarframkvæmdum.
Lúðvík Jósefsson segir, að við
verðum að fara sparlega með
vatnsaflið, því að það nægi ekki til
almennra raforkunota lengur en
til 40 ára. Lúðvík stjórnar Hjör-
leifi, sveitunga sínum og puntu-
dreng sem hann dubbaði til ráð-
herra, en jafnvel öðrum alþýðu-
bandalagsmönnum eins og
Tryggva Sigurbjarnarsyni biöskr-
ar afturhald Lúðvíks og Hjörleifs.
Tryggvi segir í Þjóðviljanum að
„með þeim hætti mun vatnsaflið
endast okkur langleiðina til ársins
2100 eftir því sem helzt er spáð um
aukningu orkuþarfar á næstu öld.
Vel má vera að afkomendur
okkar í þriðja lið verði okkur
þakklátir fyrir slíka íhaldssemi,"
en Tryggvi bætir síðan við: „Þessi
leið mundi ekki stuðla að bættum
lífskjörum í landinu með því að
nýta þá orku til verðmætasköpun-
ar sem nú rennur óbeizluð til
sjávar."
Sannleikurinn er sá að orku-
spárnefnd hefur gert spá, að
raforkunotkun árið 2000 verði 6
þúsund milljón Kwh að meðtal-
inni núverandi stóriðju sem notar
um 2 þúsund milljón Kwh.
Ef framkvæmdir í virkjunar-
málum verða með sama hraða á
næstu 20 árum og á síðustu 15
árum, 1966—1981, yrði raforku-
framleiðslan árið 2000 um 10
þúsund milljón Kwh., sem er um 4
þús. millj. fram yfir það, sem
áðurnefnd orkuspá gerir ráð fyrir.
Slík uppbygging yrði að haldast í
hendur við orkufrekan iðnað og
þrefaldaðist hann þá á næstu 20
árum miðað við orkunotkun. Slík
uppbygging raforkuvera með
vatnsafli er fullkomlega raunhæf,
og ætti sízt að vera okkur um
megn, en til þess þarf um 5 nýjar
stórvirkjanir á næstu 2 áratugum.
Og slík þróun er ekki eingöngu
raunhæf, hún er nauðsynleg ef
tryggja á atvinnuöryggi og bætt
lífskjör í landinu. En slík þróun
verður ekki ef hin dauða hönd
Alþýðubandalagsins hefur stöðv-
unarvald eins og er í þessari
ríkisstjórn.
Þetta skilja orðið menn í öllum
flokkum, eins og áskoranir Aust-
firðinga um framkvæmd Fljóts-
dalsvirkjunar og stóriðju í Reyð-
arfirði sýna. Alþýðubandalagið er
nátttröll íslenzkra stjórnmála og
Framsóknarflokkinn virðist ætla
að daga uppi með þvi.
Einu sinni töluðu kommúnistar
um þjóðlega atvinnuvegi, land-
búnað og sjávarútveg, eins og um
andstæðu væri að ræða við aðra
atvinnuvegi. En iðnaður hvort
heldur almennur eða orkufrekur
er ekki ógnun við aðra atvinnuvegi
eða keppinautur heldur hefur hver
stoð af öðrum og rækt má og á að
leggja við alla þessa atvinnuvegi
sem og verzlun og viðskipti, sem
eykur verðgildi framleiðslunnar.
Með öðrum hætti aukum við
ekki vöruframleiðsluna í landinu
og verðmæti hennar, þjóðarfram-
leiðslu og tekjur, sem koma til
skipta milli landsmanna. Menn
geta yppt öxlum yfir hagvexti og
talið sér trú um, að þeir væru
hamingjusamari að hverfa til
fábreyttari lífshátta, en þeir hinir
sömu eru einmitt gjarnan mestu
kröfugerðarmennirnir. Skilyrði
þess að ná félagslegum, mannúð-
ar- og menningarlegum markmið-
um er óneitanlega aukinn hag-
vöxtur.