Morgunblaðið - 30.11.1980, Qupperneq 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
fttargu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Krafan sem gerð er til
Sjálfstæðisflokksins
Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins stendur
um þessa helgi. Flokksráð er æðsta stofnun flokksins milli
landsfunda og er þetta annar flokksráðsfundurinn, sem haldinn er
frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð og ágreiníngur kom
upp í þingflokki sjálfstæðismanna um afstöðu til hennar. Frá því að
flokksráðið fjallaði um stjórnarmyndum Gunnars Thoroddsens sl.
vetur hefur mikið vatn til sjávar runnið. Nægilega langur tími er
liðinn frá myndun ríkisstjórnarinnar til þess að linur hafi skýrzt og
menn geti gert sér nokkrar hugmyndir um það, að fenginni reynslu,
hvers konar ríkisstjórn hér er á ferðinni.
Segja má að þrennt hafi vakið mesta athygli í störfum núverandi
ríkisstjórnar. I fyrsta lagi aðgerðarleysi hennar í efnahagsmálum.
Ríkisstjórnin hefur fylgt.mjög svipaðri stefnu í efnahagsmálum og
vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1978—1979 og raunar einnig
fyrri vinstri stjórn hans 1971—1974. Kjarni þeirrar stefnu er að láta
reka á reiðanum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki beitt sér fyrir
neinum meiriháttar aðgerðum. í efnahagsmálum. Hún hefur lagt
áherzlu á bráðabirgðaráðstafanir á þriggja mánaða fresti til þess að
halda hlutunum gangandi en hún hefur ekki tekið á efnahagsvanda-
málum þjóðarinnar, sem verða hrikalegri með degi hverjum.
Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar veldur því, að á næsta 12 mánaða
tímabili blasir við verðbólga, sem að mati Þjóðhagsstofnunar verður
um 70% en aðrir telja að verði 80—90%. Hvort niðurstaðan verður
í hærri eða lægri kantinum skiptir ekki meginmáli. Aðalatriðið er,
að ríkisstjórnin hefur gersamlega misst stjórn á efnahagsmálum
þjóðarinnar.
í öðru lagi hefur það vakið mikla athygli hve áhrif Alþýðubanda-
lagsins eru sterk í ríkisstjórninni. Því m ður hefur það kumið fram,
sem spáð var við myndun ríkisstjórnarinnar, að ráðherrar
sjálfstæðismanna hafa ekki haft bolmagn til þess að hemja
kommúnista einfaldlega vegna þess, að þeir hafa engan þann styrk
á bak við sig, hvorki á þingi eða í þjóðfélaginu, sem gerir þeim kleift
að setja kommúnistum stólinn fyrir dyrnar. Það sem ef til vill hefur
komið mest á óvart er það, að Framsóknarflokkurinn, sigurvegari
desemberkosninganna, hefur heldur ekki haft bolmagn til þess.
Astæðan virðist vera sú, að forysta Framsóknarflokksins er svo laus
í rásinni og veit bersýnilega ekki hvað hún vill, að hún getur ekki
haldið aftur af stjórnarflokki, sem hefur alveg ákveðin markmið í
huga með stjórnarþátttöku sinni. Þessi miklu áhrif kommúnista
vekja meiri og meiri andúð meðal þjóðarinnar. Þetta kom glögglega
fram í spurningaþætti í útvarpinu fyrir nokkru, þegar hlustendur
áttu þess kost að hringja í forsætisráðherra og bera fram við hann
spurningar. Hver maðurinn á fætur öðrum hringdi og bar fram
mjög gagnrýnar spurningar til forsætisráðherra vegna þess að hann
hefði leitt kommúnista til svo mikilla valda í þjóðfélaginu. Til
viðbótar kemur, að það verður æ ljósara, að Alþýðubandalagið er
ekki tilbúið til að leggja sitt af mörkum til lausnar á
verðbólguvandanum. Það sýnist fremur vilja stuðia að vaxandi
upplausn og öngþveiti. Þess vegna er margt, sem bendir til þess, að
pólitísk einangrun þess sé skammt undan.
í þriðja lagi vekur athygli, að innan Framsóknarflokksins hefur
verið að myndast hörð stjórnarandstaða. Nokkrir þingmenn
Framsóknarflokksins, með Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, í
broddi fylkingar hafa haldið uppi háværri gagnrýni á aðgerðarleysi
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarnar vikur. Málgagn
Framsóknarflokksins, Tíminn, hefur tekið undir þessa gagnrýni og
raunar má segja, að Tíminn hafi haldið uppi herferð gegn
efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar um skeið. Líklega er þessi hópur
framsóknarmanna enn í minnihluta í þingflokki þeirra en þess kann
að vera skammt að bíða, að þeim bætist liðsstyrkur.
Þegar þessi þrjú meginatriði eru höfð í huga verður væntanlega
ljóst, að núverandi ríkisstjórn hefur mistekizt það hlutverk, sem
hún tók að sér að ná tökum á verðbólguvandanum. Hér skal engu
spáð um það, hvort hún hrökklast frá innan tíðar eða hangir
aðgerðarlítil eitthvað fram á næsta ár. Mestu máli skiptir hins
vegar, að þeir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins, sem þinga um
þessa helgi geri sér grein fyrir því, að sá erfiði kafli í sögu
Sjálfstæðisflokksins, sem hófst með myndun núverandi ríkisstjórn-
ar er senn að baki og þá verður gerð mjög sterk krafa til
Sjálfstæðisflokksins um úrræði til lausnar þeim ógnarvanda, sem
við stöndum frammi fvrir í verðbólgumálum. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur styrk til þess að takast á við þau vandamál en hann verður að
ganga sameinaður til þess leiks. Það er almenn krafa trúnaðar-
manna flokksins og annarra stuðningsmanna um land allt, að
samheldni flokksmanna verði efld. Samstaða innan Sjálfstæðis-
flokksins er ekki aðeins flokksnauðsyn. Hún er líka þjóðarnauðsyn
vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn er eina þjóðfélagsaflið, sem
hefur nokkra möguleika á að rífa þjóðina upp úr því kviksyndi
óðaverðbólgu, upplausnar og öngþveitis, sem við erum að sökkva í.
| Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 29. nóvember1
Misheppnað
„uppeldi“
í Alþýðubandalaginu takast á
tvenns konar meginsjónarmið.
Þar er því annars vegar haldið á
loft, að flokkurinn eigi að halda
fast í stefnumið sín, og hins vegar,
að fórna eigi stefnumiðunum í
þágu valdaaðstöðu. Þessi tog-
streita hefur til þessa verið greini-
legust í þeim þætti sjálfstæðis-
mála þjóðarinnar, sem lýtur að
tryggingu varna og öryggis. Á
ráðstefnu, sem Alþýðubandalagið
hélt um „utanríkis- og þjóðfrels-
ismál“ til undirbúnings nýafstöðn-
um landsfundi sínum, komst einn
ræðumanna, Böðvar Guðmunds-
son, kennari á Akureyri, svo að
orði, að „verðfall" hafi orðið í
málflutningi Alþýðubandalagsins
í herstöðvamálinu. Áhugalausir
menn um brottför hersins væru
bæði margir og valdamiklir í
flokknum. Sagðist Böðvar vona, að
ráðstefnan væri ekki haldin til að
friða samvisku þessara áhuga-
lausu manna, skapa þeim „alibi“,
eins og hann orðaði það, sem sé í
þeim eina tilgangi að slá ryki í
augu manna. Með þessum orðum
Böðvars Guðmundssonar og þeim
ummælum Guðmundar Georgs-
sonar, læknis og fyrrverandi for-
manns Samtaka herstöðvaand-
stæðinga, að hann væri einn
þeirra kjósenda, sem ætti æ örð-
ugara með að greiða Alþýðu-
bandalaginu atkvæði sitt vegna
lítilþægni þess í herstöðvamálinu,
hófst áróðursherferð valdastéttar-
innar í Alþýðubandalaginu fyrir
eigin ágæti í þessu máli. Áróðurs-
herferð, sem lyktaði með ályktun
á landsfundi flokksins um síðustu
helgi. Hér verður rakin gangur
þess máls eins og hann kemur
utanaðkomandi manni fyrir sjónir
af lestri framlagðra gagna á
landsfundinum.
Segja má, að Kjartan Ólafsson,
ritstjóri Þjóðviljans og varafor-
maður Alþýðubandalagsins, hafi
gefið tóninn í málsvörn valda-
stéttarinnar, þegar hann sagði
eftir ræðu Böðvars Guðmundsson-
ar, að ekki hefði tekist að „ala
upp“ Alþýðubandalagið sem „víg-
reifa sveit með þjóðfrelsismálin í
broddi fylkingar". Taldi Kjartan
Ólafsson vanda Alþýðubandalags-
ins felast í því að „forðast sjálf-
umglaða einangrunarstefnu" og
„byggja nýja víglínu" vegna þess,
að „mikilvæg víglína brast þegar
gengið var til stjórnarþátttöku án
lágmarkskröfu í hermálinu". Með
athugun á þeim gögnum, sem fyrir
landsfund Alþýðubandalagsins
voru lögð og niðurstöðum fundar-
ins, má sjá, hver hin „nýja víg-
lína“ er, sem dregin hefur verið
eftir „uppeldisherferð", er hafin
var í því skyni að friða samvisku
valdastéttarinnar í Alþýðubanda-
laginu.
Ekki landið
heldur tækin
í öllum umræðum um herfræði-
leg málefni skiptir hnattstaða
sköpum. Einmitt vegna legu ís-
lands hefur þjóðin orðið að axla
þunga ábyrgð í öryggismálum,
ekki aðeins vegna sjálfrar sín
heldur og vegna nágranna og
siglinga um Atlantshaf. Þessi
ábyrgð hefur margfaldast á und-
anförnum árum vegna sífellt
meiri umsvifa sovéska flotans og
þeirrar ákvörðunar Kremlverja að
gera Kola-skagann við landamæri
Noregs að mesta víghreiðri ver-
aldar og stærstu flotastöð sinni.
Þaðan komast skip ekki út á
heimshöfin nema sigla fram hjá
íslandi, og yfirráðum á Atlants-
hafi ná Sovétmenn ekki nema þeir
geti veitt skipum sínum vernd úr
lofti. Til þess skortir þá flugvelli,
með það í huga hlýtur ísland að
vera „draumaeyja" þeirra sovésku
herforingja, sem falið hefur verið
það hlutverk að tryggja yfirráð
Sovétmanna á Atlantshafi eða að
minnsta kosti að koma í veg fyrir
liðs- og birgðaflutninga milli
Norður-Ameríku og Evrópu, ef til
ófriðar kæmi. Inn í þessa einföldu
mynd fléttast ótal þættir, sem
ekki verða raktir hér, en upphaf
þeirra allra er lega íslands, sem
líkt hefur verið við „skammbyssu"
sem miða má gegn allri umferð
um Atlantshaf og að „bakdyrum"
okkar næstu nágranna- og vina-
þjóða.
Þessa grundvallarstaðreynd
viðurkenna „sérfræðingar" Al-
þýðubandalagsins í „þjóðfrelsis-
málum“ auðvitað ekki. Málsvari
valdastéttarinnar innan Alþýðu-
bandalagsins í þessu máli, Ólafur
R. Gríinsson, sagði í ræðu á
landsfundinum að „tæknibúnað-
ur“ á Keflavíkurflugvelli hefði
„gert Keflavík að mikilvægasta
skotmarki í hernaðarátökum á
Atlantshafi", það væri „ekki lega
landsins sem leiðir til árásar-
freistingar" heldur „tæknilegt eðli
herstöðva ... sem skapar okkar
þjóð eyðingarógn". Þetta eru
ábúðarmikil orð, en öll byggð á
fölskum forsendum, þó að þau eigi
að verða kjarninn í þeim
„hræðsluáróðri", sem einkenna
skal „samfellda umræðu" Alþýðu-
bandalagsins um varnir íslands á
næstunni.
„Niðurstaða" hóps á vegum Al-
þýðubandalagsins um „breytt eðli
herstöðvarinnar" var sú, að
„breytingin" feli í sér „að í stað
þess að herstöðin hafi verið vöru-
flutningamiðstöð (svo!) milli USA
og Evrópu til 1960, er hún nú orðin
lykilstöð í kjarnorkuvígbúnaði
NATO og Bandaríkjamanna á
Norðurlöndum". Þessa firru sína
rökstyðja „sérfræðingar" Alþýðu-
bandalagsins helst með því, að
ratsjárvélar á Keflavíkurflugvelli
svonefndar AWACS-vélar, geti
„fylgst með hlutum á 750.000 km2
svæði, sem nær yfir Norðurlönd,
Bretland, Eystrasaltslönd, Þýska-
land og noðurhluta Rússlands.
Jafnframt geta þessar vélar tekið
við hlutverki Keflavíkurstöðvar-
innar ef hún verður þurrkuð út í
styrjöld". Þessi röksemdafærsla er
í samræmi við annað. „Sérfræð-
ingunum" virðist hafa láðst að
athuga það, að 750 þúsund ferkíló-
metra svæði spannar næsta ná-
grenni íslands, því að 200 mílna
lögsaga okkar er 758 þúsund
ferkílómetrar. Ef þessar vélar hér
á landi dygðu fyrir alla Evrópu,
væru Bretar varla að smíða nýjar
Nimrod-þotur til sömu nota og
evrópsk NATO-ríki að verja stórfé
til kaupa á AWACS. Og spyrja
má: Hvers vegna eykst eyðingar-
hætta Keflavíkur, ef þangað eru
komnar flugvélar, sem geta tekið
við hlutverki varnarstöðvarinnar?
Því miður eru AWACS-þoturnar
ekki þeim kostum búnar, að þær
geti tekið við vörnum íslands. Þær
eru óvopnaðar og ratsjár þeirra ná
ekki niður í undirdjúpin í leit að
kafbátum, vélarnar eru hér til að
fylgjast með auknum herflugferð-
um Sovétmanna í nágrenni okkar
og beina orrustuvélum í veg fyrir
sovésku flugvélarnar.
í umræðum ráðstefnugesta Al-
þýðubandalagsins um þennan þátt
í málatilbúnaði valdastéttarinnar
kom fram: „Var bent á að það eitt
að draga fram breytt eðli her-
stöðvarinnar væri tvíeggjað vopn.
Herstöðvasinnar gætu tekið undir
með okkur hvað varðar mikilvægi
herstöðvarinnar og því talið nauð-
synlegt að hafa herinn hér áfram.
Þetta gæti því orðið til þess að
festa herinn hér í sessi." Og þá
kom fram þessi röksemd: „Einnig
var bent á, að íslenska þjóðin væri
ekki vel að sér í herfræðum og
hræddist ekki tortímingu, sem af
Keflavíkurstöðinni stafar." Þessi
setning er dæmigerð fyrir rugl-
andann hjá þessum „sjálfum-
glaða“ og einangraða hópi. Er það
forsenda að Vera vel að sér í
„herfræðum" til að óttast „tortím-
ingu“? Hvers vegna eru herstöðva-
andstæðingar á móti því, að her-
fróður maður komi til starfa í
utanríkisráðuneytinu? Er það af
umhyggju fyrir sálarheill utanrík-
isráðherra?
Þjódar-
atkvæða-
greiðslan
Á ráðstefnu Alþýðubandalags-
ins um „utanríkis- og þjóðfrels-
isrnál" komst starfshópur að
þeirri niðurstöðu, að „þjóðarat-
kvæðagreiðsla ætti að vera lág-
marksskilyrði sem flokkurinn
setti í herstöðvamálinu fyrir
þátttöku í ríkisstjórn". í álitsgerð
hópsins sagði: „Eitt meginein-
kenni stjórnmálaþróunar sl.
tveggja áratuga er að herstöðva-
málið hefur sífellt fjarlægst
brennipunkt stjórnmálaumræð-
unnar ... Sjálfstæðismálin eru
nánast orðin jaðarmál í íslenskri
pólitík og ef svo fer fram sem
horfir verður þar lítil breyting
á... Sennilega sitja nú færri
herstöðvaandstæðingar á þingi en
nokkurn tíma fyrr ... Þeir þing-
menn Framsóknarflokks sem eru
samherjar okkar í þessu máli eru
bæði sárafáir, og duglitlir.“ (Let-
urbr. Mbl.)
í þessari dapurlegu þulu er
einnig að finna gagnrýni á stjórn-
arþátttöku Alþýðubandalagsins:
„Það er ljóst að þegar Alþýðu-
bandalagið tekur þátt í hersetu-
stjórn eru því veruleg takmörk
sett að beita sér í andófinu gegn
her og NATO. Það segir sig sjálft.
Flokkurinn ber ábyrgð á stefnu
ríkisstjórnarinnar í utanríkismál-
um eins og öðrum málum. Með
þátttöku í hersetustjórn er Al-
þýðubandalagið að glata sinni
grundvallarsérstöðu í íslenskum
stjórnmálum." Ekki er furða þótt
„sérfræðingum" blöskri staðfestu-
leysi Alþýðubandalagsins, þegar
þeir sjá við „rannsóknir" sínar, að
síðan Alþýðubandalagið settist í
ríkisstjórn í september 1978 hafa
AWACS-þoturnar komið til lands-
ins og einnig nýjar gerðir bæði af
Phantom-orrustuvélum og Orion-
kafbátaleitarvélum. Enda segir
svo í skjalinu, sem lagt var fyrir
landsfund Alþýðubandalagsins:
„Hvað flokkinn snertir þá er
augljóst að erfiðara gengur að fá
ungt fólk til liðs við hann en áður,
ungt hugsjónafólk brigslar Al-
þýðubandalaginu um svik í her-
stöðvamálinu."
Rökin fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu eru sögð þau, að hún sé
„vopn gegn vonbrigðum, víta-
mínsprauta fyrir andófið gegn
hernum" og herstöðvamálið
mundi „aftur koma inn í þunga-
miðju stjórnmálaumræðunnar“
auk þess sem menn yrðu að gera
upp hug sinn. I lokaorðum sínum
segir starfshópurinn:
„Á það þarf að minna að það
þarf að fá þjóðaratkvæðagreiðslu
um hermálið samþykkta á Al-
þingi, áður en hún getur farið
fram.
Þjóðaratkvæðagreiðsla sé vissu-
lega afar tvíeggjuð. Hún myndi
engan veginn leysa allan okkar
vanda ... En hvað tæki svo við að
henni lokinni? Baráttusveit marg-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
17
efld og tilbúin í næstu lotu? Eða
tækju við sár og lamandi von-
brigði? Andstæðingar í þessu máli
eru mjög sterkir, ráða yfir miklum
fjármunum og fjölmiðlakosti. Það
væri barnaskapur að vanmeta þá.
VL (undirskriftasöfnunin Varið
land 1974 innsk.) bæri vitni um
það.“
Fridlýsingin
Eftir að fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins hafði setið á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og
hlýtt á umræður um tillögu er laut
að friðlýsingu Indlandshafs, fór
þess að gæta í málflutningi her-
stöðvaandstæðinga hér á landi, að
líklega væri bara best að friðlýsa
Norður-Atlantshafið og þar með
væri helsta baráttumál þeirra úr
sögunni. Ekkert hefur miðað í
friðlýsingarátt á Indlandshafi og
er í því efni deilt um stórt og
smátt auk þess sem Sovétmenn
hafa nú ráðist inn í Afganistan,
sem talið var til „svæðisins", sem
friðlýsa átti, og stríð geisar fyrir
botni Persaflóa.
Þrátt fyrir þetta lá eftirfarandi
fyrir landsfundi Alþýðubanda-
lagsins frá umræðuhópi „um frið-
lýsingu N-Atlantshafsins og um
kjarnorkulaust svæði á Norður-
löndum": „Starfshópurinn leggur
til við landsfund að Alþýðubanda-
lagið lýsi yfir þeirri stefnu sinni
að unnið verði að friðlýsingu
Norðaustur-Atlantshafsins og
stofnun kjarorkuvopnalauss svæð-
is á Norðurlöndum. Jafnframt
lýsir hópurinn yfir stuðningi sín-
um við tillögu sem þingmenn
flokksins hafa lagt fram um bann
við geymslu kjarnorkuvopna á
íslensku yfirráðasvæði og skorar á
þingmenn að halda þeirri umræðu
áfram."
I þessari álitsgerð segir einnig:
„Spurningin sem landsfundar-
fulltrúar standa nú frammi fyrir
er sú hvort talið sé rétt að gera
þessar tillögur að formlegu bar-
áttumáli flokksins, sem áfanga-
leiðar að meginmarkmiðinu þ.e.
brottför hersins og úrsögn íslands
úr NATO, sem þjónaði jafnframt
þeim tilgangi að vera áróðurs-
vettvangur í stefnu okkar í utan-
ríkis- og þjóðfrelsismálum.
I almennu umræðunum kom
fram sú gagnrýni á friðlýsingar-
hugmyndina, að hún væri barna-
leg og algerlega óraunhæf. Bent
var á að friðlýsing Indlandshafs
hefði ekki reynst annað en nafnið
tómt. Bæði bandarískur og sovésk-
ur floti væru nú á Indlandshafi.
Fullvíst mætti telja, að risaveldin
myndu enn síður taka mark á
einhverjum friðlýsingarsam-
þykktum varðandi Norður-
Atlantshaf, enda væri það hinn
vísasti styrjaldarvettangur, ef til
stórveldastríðs kæmi.“
Raunar þarf ekki að hafa fleiri
orð um friðlýsingarmálið, því að
hér hafa komið fram hin gullvægu
rök gegn því tali, þótt starfshóp-
urinn hafi síðan mælt með hug-
myndinni og samþykkt þess á
landsfundi Alþýðubandalagsins.
Um hugmyndir um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlönd-
um, sem sést haldið á loft af
mörgum, má ræða í löngu máli.
Það verður þó ekki gert hér að
sinni. Þessar hugmyndir njóta alls
ekki almenns stuðnings stjórn-
málamanna á Norðurlöndunum,
ýmsir þeirra hafa þó látið þá
skoðun í ljós, að hugmyndirnar
gætu orðið til góðs, ef í þeim fælist
bann við kjarnorkuvopnum í víg-
hreiðri Sovétmanna á Kola-skaga.
Krafa um slíkt bann virðist ekki
vaka fyrir „sérfræðingum" Al-
þýðubandalagsins, þeir segja hana
fram setta til að „þæfa“ málið.
Sambúdar-
málin
„Sérfræðingar" Alþýðubanda-
lagsins fjölluðu einnig um „tak-
mörkun áhrifa hersins á íslenskt
þjóðlíf", ef til vill hefði yfirskrift-
in fremur átt að vera „aðlögun að
hernámi", því að í huga þessa
fólks geta niðurstöður starfshóps-
ins ekki verið annað, þær gefa að
minnsta kosti ekki til kynna, að
það telji líkindi á skjótri brottför
hersins.
Sjálfur Svavar Gestsson, nú
orðinn formaður Alþýðubanda-
lagsins, hafði framsögu í
„umræðufundaröðinni um utan-
ríkis- og þjóðfrelsismál" um „ein-
angrun herstöðvarinnar“. Helstu
þættirnir í máli hans voru: „Að-
skilnaður herflugs og borgaralegs
flugs á Keflavíkurflugvelli. For-
sendur þess að þetta sé hægt er að
það rísi ný flugstöð á Keflavíkur-
flugvelli, en það er algjört skilyrði
að við byggjum hana sjálfir en
ekki Bandaríkjastjórn.
Þá er einnig nauðsynlegt — og
þá hugsanlega sem annar valkost-
ur — að sú starfsemi sem er á
Keflavíkurflugvelli, þ.e.a.s. borg-
aralega flugið, verði flutt í burtu
annaðhvort til Reykjavíkur eða
byggður verði nýr flugvöllur." í
álitsgerð starfshóps um þetta mál
segir svo: „Aðskilnaður flugsins
(herflugs og farþegaflugs) sé lítil-
vægur út af fyrir sig og komi ekki
til greina ef bygging nýrrar her-
stöðvar sé forsenda þess.“ Þess
skyldi þó ekki vera að vænta að
formaður Alþýðubandalagsins
væri með á döfinni áform um nýja
herstöð?
Svavar Gestsson fjallaði einnig
um bann við öllum nýframkvæmd-
um á Keflavíkurflugvelli, lokun
Keflavíkurútvarpsins og að við-
skipti við herinn verði bönnuð.
Um síðasta liðinn segir: „Svavar
Gestsson tók það fram að hann
gerði sér grein fyrir að hér væri
um mjög flókið mál að ræða.“ Þá
ræddi Svavar einnig um bann við
ferðum hermanna út af vallar-
svæðinu.
í álitsgerð starfshópsins um
„einangrun herstöðvarinnar" segir
meðal annars: „Algjört bann verði
á þátttöku Bandaríkjahers í
sjúkraflutningum og almanna-
vörnum íslendinga. Draga sem
sagt úr atriðum sem gera veru
hersins jákvæða í augum ýmissa
og mótar m.a. skoðun margra á
því hvort hér eigi að vera her eða
ekki ... Þá var rætt hvort við
ættum að hafa ákveðna stefnu
varðandi ferðafrelsi hermanna út
fyrir vallarsvæðið og á það bent að
slíkt gæti stuðlað að eflingu vit-
undar meðal landsmanna um að
landið væri hernumið, ef það væri
skilyrði að hermenn færu aðeins
út fyrir vallarsvæðið í einkennis-
búningi. Hópurinn taldi að ferða-
frelsi hermanna kæmi vart til
greina þar eð landsmenn gætu
vanist samneytinu við herliðið
þótt það væri skömminni skárra
að hafa þá einkennisklædda, ef
ekki yrði komið í veg fyrir ferða-
frelsi þeim til handa.
Flokkurinn ætti að beita sér
fyrir algjörri einangrun ef annað
stærra og veigameira kæmi ekki
til greina ...“
Nidurstada
landsfundar
Hér hafa verið rakin höfuðsjón-
armið „sérfræðinga" Alþýðu-
■
bandalagsins í „utanríkis- og þjóð-
frelsismálum". En hver var svo
niðurstaðan á landsfundi flokks-
ins, þar sem þessi gögn lágu fyrir.
Samþykktar voru tvær ályktanir
um utanríkismál, önnur var hluti
af stjórnmálaályktun flokksins og
hin bar yfirskriftina: Samfylking
gegn herstöðvum — ný rök —
nýjar leiðir, þegar hún var kynnt í
Þjóðviljanum. Yfirskriftin gefur
til kynna, að fyrir dyrum kunni að
standa stofnun nýrra samtaka
herstöðvaandstæðinga undir heit-
inu: Samfylking gegn herstöðvum.
Þeirri aðferð hefur áður verið
beitt á niðurlægingartímum bar-
áttunnar fyrir varnarleysi ís-
lands, að framkvæmd hefur verið
andlitslyfting með nýju nafni. í
hinni sérstöku ályktun er einnig
sagt, að skapa verði „víðtæka
samfylkingu herstöðvaandstæð-
inga , úr öllum stjórnmála-
samtökum“ til að standa fyrir
„samfelldri umræðu", en þessi orð
eru lykillinn að baráttuaðferðinni,
sem nú á að móta, þar sem
„hræðsluáróður" verður kjarninn.
Þessa umræðu á að tengja „bar-
LJóem. KÖE
áttu friðarafla í öðrum löndum
sem á síðstu misserum hafa lagst
gegn nýjum hernaðaráætlunum
Bandaríkjanna í Evrópu og vilja
afla viðurkenningar á hugmynd-
um um friðlýsingu hafsvæða og
lögbindingu Norðurlanda sem
kjarnorkuvopnalauss svæðis."
Með þessum orðum eru slegnar
nokkrar flugur í einu höggi og
nefnd baráttumál starfshópanna á
ráðstefnu „sérfræðinganna" án
þess að önnur afstaða sé til þeirra
tekin, en þau skuli ræða við
skoðanabræður erlendis. Nýja
Samfylkingin á sem sé að verða
alþjóðleg hreyfing, en þeir, sem
starfa í þessum boðaða anda
erlendis eru sérviskuhópar á veg-
um kommúnista eða flokka þeirra.
Var línan um þessa baráttu lögð á
fundi í París í apríl síðastliðnum,
þar sem fulltrúar Kremlverja
fluttu boðskapinn.
Um þjóðaratkvæðagreiðsluna
segir, að á umræðufundum „í
samvinnu við kjördæmasambönd
flokksins og flokksfélög ... verði
sérstaklega rædd sú baráttuleið
sem Samtök herstöðvaandstæð-
inga hafa markað, að efnt verði til
þjóðaratkvæðagreiðslu um her-
stöðvamálið". Hér eru „sérfræð-
ingarnir“ sem sé afgreiddir með
þeim hætti, að þjóðaratkvæða-
greiðslan er kölluð „hugmynd"
herstöðvaandstæðinga, sem rétt
sé að ræða. Greinilegt er, að
Alþýðubandalagið þorir ekki að
gera þessa hugmynd að baráttu-
máli sínu.
Þá er lagt til að stofnaðar verði
héraðsnefndir Samfylkingarinnar,
útgefin verði rit „á grundvelli
þeirra ítarlegu gagna“ sem lögð
voru fram á landsfundinum og hér
hafa verið rakin, auk þess sem
erindrekar verði gerðir út í áróð-
ursherferð. Þá er þingflokki Al-
þýðubandalagsins falið að hefja
viðræður við aðra flokka, til dæm-
is um bann við „varanlegri stað-
setningu" AWACS-flugvélanna
hér á landi, bann við flutningi og
geymslu kjarnorkuvopna á ís-
lensku yfirráðasvæði og takmörk-
un Keflavíkurútvarpsins.
Orðalagið um þessi sömu atriði í
stjórnmálaályktun landsfundar-
ins er enn almennara og þar er
ekki minnst á þjóðaratkvæða-
greiðsluna. Hins vegar er í löngu
máli fjallað um fyrirhugaða elds-
neytisgeyma í Helguvík og í orð-
skrúði falin sú niðurstaða, að þá
megi samþykkja, ef birgðarýmið
aukist ekki frá því sem nú er á.
Keflavíkurflugvelli, auk þess sem
á það er bent, að hin nýja
Hitaveita Suðurnesja hafi „stór-
lega dregið úr olíuþörf hersins".
Sjálfsánægjan
Þessi niðurstaða ber merki
þeirrar sjálfsánægju, sem Kjartan
Ólafsson nefndi á fundi með „sér-
fræðingunum" og taldi Alþýðu-
bandalaginu hættulega. Hvergi er
dregin „ný víglína". Sjálfsánægjan
er beinlínis eina röksemdin, sem
nefnd er í hinni sérstöku ályktun
landsfundarins um Samfylking-
una. Þar segir í fagnaðartón að
umræðan „sem fram hefur farið á
síðustu mánuðum um fjölmarga
þætti herstöðvamálsins" hafi leitt
til þess að Jafnvel helstu tals-
menn NATO-hagsmunanna hafa
nú viðurkennt að herstöðvar
Bandaríkjanna á íslandi eru lykil-
þáttur í því gagnkvæma gereyð-
ingarkerfi sem byggt hefur verið
upp á undanförnum áratugum".
Eins og annað í málflutningi
valdastéttarinnar í Alþýðubanda-
laginu stafar þessi sjálfsánægja
hennar af miklum misskilningi og
þörf fyrir að slá sjálfa sig til
riddara á fölskum forsendum í því
skyni að friða eigin samvisku og
slá ryki í augu hinna almennu
flokksmanna. Umræðurnar um
kjarnorkumál í tengslum við ís-
land, sem vísað er til í ályktun
Alþýðubandalagsins, hafa haft
það eitt í för með sér, að hvergi er
að finna fullyrðingar um það í
gögnum „sérfræðinga" þess, að á
Islandi séu kjarnorkuvopn. Þó
efndu herstöðvaandstæðingar til
sérstakra mótmælaaðgerða gegn
slíkum vopnum 10. maí síðastlið-
inn og afhentu bandaríska sendi-
ráðinu mótmæli gegn tilvist
vopnanna hér á landi að lokinni
göngu í dularklæðum. Dramb er
falli næst, segir máltækið. Þau orð
hljóta að koma upp í huga þeirra,
sem kynna sér þá „baráttu" gegn
vörnum íslands, sem boðuð er af
talsmönnum Alþýðubandalagsins
í þessum málaflokki um þessar
mundir. „Lítilþægni" Alþýðu-
bandalagsins í varnarmálum blas-
ir við öllum. „Verðfallið" hjá
flokknum í þessu gamla hugsjóna-
máli hans er orðið svo mikið, að
jafnvel andstæðingar hans geta
varla fagnað, heldur fyllast frem-
ur meðaumkun.
Þetta „verðfall" er staðfest í
sífellt meiri skilningi íslensku
þjóðarinnar á því, að í vályndri
veröld er nauðsynlegt að búa sig
undir hið versta og það verður
ekki gert með skynsamlegri hætti
en að þjóðin leggi sitt af mörkum
til tryggingar friði og öryggi í
sínum heimshluta. í þeirri við-
leitni er nauðsynlegt að vera vel á
verði gegn lýðskrumurum eins og
forystusveit Alþýðubandalagsins.
Til þess eins að bjarga eigin skinni
munu þeir enn um sinn halda á
loft „hræðsluáróðri" sínum.