Morgunblaðið - 30.11.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
29
Ég er sannfærð um það og
byggi það á því, að allur sá mikli
fjöldi fólks, sem hefur sömu
lífsskoðun og lífshugsjón og
Sjálfstæðisflokkurinn berst
fyrir, leyfir ekki og mun ekki
leyfa, að þessi ágreiningsmál
yfirgnæfi allt annað í stefnu og
starfi Sjálfstæðisflokksins.
Þetta finn ég glöggt í samtölum
við flokksfólk. Ég held líka, að
margir séu farnir að staldra við
og íhuga á hvaða leið við erum
vegna aukinna áhrifa kommún-
ista og annarra vinstri manna
og muni ekki sízt vegna þess
spyrna við fótum áður en ein-
stökum mönnum hefur tekizt að
gera flokkinn áhrifalausan í
íslenzkri pólitík. Þess vegna
held ég að þetta sé tímabundið
ástand.
Þegar um er að ræða raun-
veruleg vandamál þjóðarinnar
og hlut Sjálfstæðisflokksins í að
leysa þann vanda, mun styrkur
flokksins koma í ljós, styrkur,
sem fólginn er í öllum þeim
mikla fjölda einstaklinga, sem
hefur sömu lífshugsjón og við
Sjálfstæðismenn.
— Hvernig ætlar þú að
stuðla að því i þinu starfi að
Sjálfstæðisflokkurinn verði
þess megnugur að gegna þvi
hlutverki, sem honum er ætlað?
Málefnanefndir flokksins
hafa ekki verið nýttar sem
skyldi og raunar hefur mörgum
yfirsést um mikilvægi þeirra.
Starf þeirra hefur aðallega verið
fólgið í að semja álitsgerðir
fýrir landsfundi og kosningar.
Ég legg á það áherzlu, að það sé
sameiginlegt verkefni þing-
flokks og málefnanefnda að
koma samþykktum landsfundar
fram. Málefnanefndirnar, sem
voru settar á stofn í formanns-
tíð Jóhanns heitins Hafstein,
hafa nú þegar fengið þau verk-
efni að undirbúa frumvörp og
tillögur í meira mæli en verið
hefur í samvinnu við þingflokk-
inn.
í málefnanefndunum er hópur
manna, sem býr yfir sérþekk-
ingu á ákveðnum málum og sem
eru í góðum tengslum við sitt
umhverfi. Einn þýðingarmesti
þátturinn í starfi þeirra er að
koma nýjum hugmyndum á
framfæri. Þess vegna geta
nefndirnar virkað sem upp-
spretta og hugmyndabanki.
Það er ekki nóg fyrir flokkinn
að leggja fram og samþykkja
stefnu, hann verður líka að
vinna að því að koma henni í
framkvæmd og hann þarf að
eiga talsmenn, sem vinna henni
fylgi. Það er þáttur í starfi
flokksins, sem ekki hefur verið
lögð nægileg rækt við og flokk-
urinn orðið að gjalda fyrir í
kosningum. Sambandið við hinn
almenna flokksmann hefur ver-
ið vanrækt og gildi hans sem
áróðursmanns fyrir stefnu
flokksins vanmetið. Við verðum
að byrja að byggja upp fólk og
það gerum við með fræðslu- og
útbreiðslustarfi. Við eigum
ónotað mikilvægasta áróðurs-
tækið, sem flokkurinn á, en það
er hinn almenni flokksmaður.
Sjálfstæðisflokkurinn í dag er
óaðgengilegur og það er erfitt að
komast í samband við hann. Við
þurfum að skapa fólki betri
skilyrði til þess að starfa innan
flokksins og nota Sjálfstæðis-
húsið meira sem vettvang, þar
sem flokksfólk kemur saman,
ræðir málin, miðlar upplýsing-
um og kynnist og Iærir hvert af
öðru. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur verið of mikil stofnun og
starfsemin ekki í takt við tím-
ann. Flokkurinn hefur ekki ver-
ið það lifandi baráttutæki, sem
hann á að vera. Við þurfum líka
að sýna á okkur glaðlegra andlit
— og það er enginn vandi, því
það er nefnilega gaman að vera
Sjálfstæðismaður. Stg.
Þetta gerðist
30. nóv.
1652 — Hollendingar sigra flota
Englendinga við Dungeness.
1710 — Tyrkir segja Rússum stríð
á hendur.
1782 — Frelsisstríðinu í Norður-
Ameríku lýkur með undirritun
bráðabirgðafriðar.
1838 — Mexíkó segir Frakklandi
stríð á hendur eftir að Frakkar
tóku Vera Cruz.
1853 — Rússar eyða tyrkneska
flotanum við Sinope.
1918 — Transylvanía lýsir yfir
sameiningu við Rúmeníu.
1934 — Egypzka stjórnarskráin
felld úr gildi — Hreyfing þjóðern-
issinna stofnuð í Marokkó.
1938 — Félagar úr Járnverðinum
í Rúmeníu skotnir í baráttu
stjórnarinnar gegn fasisma.
1939 — Rússar gera innrás í
Finnland. Vetrarstríðið hefst.
1949 — Kínverskir kommúnistar
taka borgina Chungking.
1962 — U Thant frá Burma
kosinn framkvæmdastjóri SÞ.
1964 — Rússar skjóta geimfari til
Mars að keppa við Mariner 4.
1966 — Barbados fær sjálfstæði.
1967 — Alþýðulýðveldið Jemen
fær sjálfstæði.
1975 — Gerald Ford forseti fer til
Kína.
1978 — Leynifundur Jóhannesar
Páls páfa II og blökkumannaleið-
toga í sunnanverðri Afríku kunn-
gerður.
Eigendur, stjórnendur og viögeröarmenn
CATERPILLAR
báta- og þungavinnuvéla.
Verið ekki uppteknir, því við höldum
NÁMSKEIÐ
Námskeið fyrir eigendur og vélstjóra Caterpillar bátavéla af öllum
stæröum 14.—16. janúar 1981.
Námskeið fyrir stjórnendur og viðgeröarmenn Caterpillar þunga-
vinnuvéla 22.-24. apríl 1981.
Látið skrá ykkur strax í dag.
HF
— Sími 21440.
Afmæli. Sir Philip Sidney, enskur
stjórnmálaleiðtogi (1554—1586) —
Jonathan Swift, enskur ádeiluhöf-
undur (1667—1745) — Adalbert
von Chamaisson, þýzkt skáld
(1781—1838) — Theodor Momm-
sen, þýzkur sagnfræðingur
(1817—1903) — Mark Twain,
bandarískur rithöfundur (1835—
1910) — Sir Winston Churchill,
brezkur stjórnmálaleiðtogi
(1874-1965).
Andlát. 1750 Maurice de Saxe,
hermaður — 1900 Oscar Wilde,
leikritahöfundur — 1954 Wilhelm
Furtwángler, hljómsveitarstjóri
— 1957Benjamino Gigli, söngvari.
Innlent. 1870 Stöðufrumvarpið
afgreitt fá ríkisþingi — 1911
Bókmenntafélagið flyzt heim —
1918 Sig. Eggerz leggur fram
stjórnarskrárfrumvarpið i ríkis-
ráði 1916 „Goðafoss" strandar á
Straumnesi — 1918 Síðasti fundur
í hinu danska ríkisráði um ísl.
málefni. Konungur undirritar
sambandslögin — 1925 Síma-
samningur síðari undirritaður —
1943 Yfirlýsing þriggja þing-
flokka um lýðveldisstofnun —
1959 d. Gísli Sveinsson — 1965
Skarðsbók keypt á uppboði í Lond-
on.
Orð dagsins. Þann litla hluta
þekkingarinnar sem við flokkum
og skilgreinum köllum við þekk-
ingu — Ambrose Bierce, banda-
rískur rithöfundur (1842—1914?).
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
Það er stutt
til jóla ...
ef þú ætlar að mála áður!
Með Spred Satín færóu mjúka silkiáferð á veggina.
Málningu sem auðvelt er aó mála með og auðvelt
er að þrífa. Málningu sem þekur vel og er sterk.
töfratóna
lífgar upp í
skanimdeginu