Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 31

Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 31 eftir Drew Middleton hermálafræöing New York Times Enn aukast áhyggjur Bandaríkjamanna og flotasérfræðinga í öðrum Atlantshafsbandalagsríkjum vegna flotaumsvifa Sov- étríkjanna. Nýlega var frá því skýrt, að Sovétmenn hefðu hleypt nýjum 30 þúsund lesta kjarnorkuknúnum eldflaugakaf- báti af stokkunum. Á Vesturlöndum er þessi nýi risakafbátur nefndur Typhoon. Aldrei fyrr hefur verið smíðaöur svo stór kafbátur. Með honum hafa þrjár nýjar skipageröir bæst í sovéska flotann á þessu ári. Síðastliðið vor var nýjum kafbáti, sem búinn er stýriflaugum og sá fyrsti af svonefndri Oscar-gerð, hleypt af stokkunum í Severodvinsk, fyrir vestan Arkangelsk við Hvíta hafið. Fréttir um þennan nýja kafbát komu skömmu eftir að skýrt hafði verið frá tilkomu sovéskra kafbáta af svonefndri Alfa-gerð. Alfa-kafbátarnir eru með títaníum í skrokknum og samkvæmt sumum bandarískum heimildum geta þeir siglt með 40 hnúta hraöa í kafi, það er ef til vill hraöar en nýjustu kafbátar Bandaríkjamanna af Los Angeles-gerð. Fyrir rúmum tveimur mánuðum nákvæmar upplýsingar um stærð sást sovéska orrustu-beitiskipið Kirov viö tilraunasiglingar sigling- ar á Eystrasalti. (Síöan var því siglt um Noregshaf til flotastöðva Sovétmanna á Kola-skaga og er talið, að það eigi til frambúöar aö vera í Noröurflota Sovétmanna, en leiö hans út á heimshöfin er fram hjá íslandi innsk. þýö.) Kirov er um 27.500 lestir aö stærö og stærsta herskip, sem smíöaö hef- ur veriö frá lokum síöari heims- styrjaldarinnar, ef flugvélamóð- urskip eru undan skilin. Tilkoma þessara nýju skipa hefur haft þaö í för meö sér, aö ýmsir bandarískir flotaforingjar hafa lagt til, aö aöildarlönd Atl- antshafsbandalagsins hefji smíöi nýrra herskipa til aö skapa mót- vægi gegn vaxandi hættu frá Sovétríkjunum á siglingaleiöum, einkum milli Persaflóa og Vestur- Evrópu. Sumir hafa lagt til, að smíöuó veröi eitt eða tvö flugvéla- móöurskip, ekki knúin kjarnorku. Joseph Luns, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagöi blaöamönnum 20. nóvem- ber síöastliðinn, aö fyrir lægju staöfestar upplýsingar um tilvist Typhoon-kafbátsins. Hann kæmi eins og Oscar-bátarnir frá skipa- smíöastöövum í Severodvinsk. Luns sagði, aö skrokkur risakaf- bátsins væri úr títaníum. Hann gat ekki staöfest, aö Typhoon-bátur- inn gæti siglt meö 45 hnúta hraöa í kafi og farið niöur á 4000 feta dýpi (1300 metrar). Heimildamenn innan banda- ríska flotans hafa ekki látiö í té Typhoon-kafbátsins. Sé 30 þús- und lesta talan rétt, er kafbátur- inn næstum tvisvar sinnum stærri en bandaríski Ohio-kafbáturinn, sem fyrstur hefur veriö búinn langdrægu Trident-eldflauginni. Þeir eru skráóir vera 18.700 lestir. Taliö er, aö Typhoon-báturinn sé 200 metra langur en Ohio er 180 metrar. Hjá bandaríska flotanum feng- ust þær upplýsingar, aö viö gerö Typhoon-kafbátsins heföi verið fariö inn á nýjar brautir viö hönnun kafbáta. Títaníum í skrokknum gerir bátinn þolmeiri en þá, sem smíöaöir eru úr krómíum-stálblendi eins og hingaö til hefur veriö notaö, þyngd skrokksins er sambærileg viö eldri gerðir en unnt er aö fara dýpra en áóur. Báturinn á aó hafa rými fyrir stærri kjarnorkuvél og skrúfukerfi, og getur hann þess vegna náö meiri hraöa en eldri geröir kafbáta. Þeir aðilar, sem safna upplýs- ingum um hernaöarumsvif Sovét- manna, á vegum Atlantshafs- bandalagsins hafa sérstakan áhuga á eldflaugunum, sem kom- iö verður fyrir um borð íTyphoon. Bandaríski flotinn hefur skýrt frá því, aö Sovétmenn væru aö gera tilraunir meö eldflaugar, sem draga lengra en Trident- eldflauginn, en í opinberum heim- ildum segir, að sú gerö hennar, sem fyrst veröur tekin í notkun dragi 4500 sjómílur. Sumir heim- ildarmenn telja, aö ákvörðun Sov- étmanna um smíöi Typhoon- Þrír nýir vígdrekar Nýr risa- kafbátur Sovétmanna Nýja sovéaka orrustu-beitiskipið Kirov, sam é liönu sumri var í reynslusiglingum á Eystrasalti en sígldi síðan um Noregshaf til Kola-skaga, þar sem verður aö líkindum heimahöfn þess í Murm- ansk eða nágrenni. A Kola-skaga er mesta víghreiður veraldar og þar hafa Sovétmenn komið fyrir tveimur þriðju af kjarnorkuknún- um kafbátum sínum, sem búnir eru langdrægum eldflauyum. Vegna þessara auknu flotaum- svifa Sovétmanna hefur hernaöar- legt mikilvægi islands margfald- ast á undanförnum árum. kafbátanna megi rekja til þess, aö ætlunin sé aö kafbátar búnir langdrægum eldflaugum geti dvalist allt aö sex mánuöum meö leynd í hafdjúpunum. Fram hefur komið, að í hverjum Typhoon-kafbáti veröi 20 lang- drægar eldflaugar meö kjarna- oddum. Þær veröi búnar full- komnari miöunartækjum en flota- geröin af SS-18 eldflauginni, sem er nú besta neöansjávar-eldflaug Sovétmanna. Delta II kjarnorku- kafbátarnir eru nú aflmestu eld- flaugakafbátarnir í sovéska flot- anum, þeir flytja hver um sig 16 langdraagar eldflaugar, eru þrír kjarnaoddar í hverri eldflaug og má skjóta hverjum þeirra á sér- greint skotmark. Eldflaugar Delta II bátanna draga 4000 sjómílur. Háttsettir bandarískir flotafor- ingjar leggja á þaö áherslu, aö líta veröi á hinar þrjár nýju geröir sovéskra kafbáta meö þaö í huga, aö hver geröin um sig hafi í för meö sér sérstaka hættu fyrir Atlantshafsbandalagiö. Oscar-kafbátarnir, sem bera stýriflaugar er draga 60 sjómílur, eru hættulegir fyrir skip á siglingu, þar meö talin flugvélamóöursklp. Hraöi Alfa-kafbátanna og hæfni þeirra til aö fara langt niöur í undirdjúpin gæti gert þeim kleift aó verjast árásarkafbátum Bandaríkjanna og annarra NATO-ríkja. Meö tilkomu Typh- oon-kafbátanna eflist til muna langdrægur kjarnorkuherstyrkur Sovétríkjanna. Áætlanir Sovétmanna, sem miöast greinilega viö smíöi risa- skipa eins og Typhoon og Kirov, hafa oröið mörgum bandarískum flotaforingjum hvatning til þess aö mæla meö því, aö aöildarlönd Atlantshafsbandalagsins ráöist í gerö nýrra herskipa. Sumum er þaö mikiö kappsmál, aö fleiri flugvélamóöurskip bætist í flota NATO-ríkjanna. Sé litiö til Atlantshafsbanda- lagsins kemur í Ijós, aö fyrir utan þau 13 flugvélamóöurskip, sem Bandaríkjamenn eiga, eru þar aðeins tvö stór slík skip aö auki, Clemenceau og Foch, í eigu Frakka. Bretar ætla aö smíöa þrjú minni flugvélamóöurskip. Um borö í hverju þeirra veröur ein sveit Sea-Harrier orrustuvéla, sem hefja sig til flugs af sérstök- um „stökkpalli". Fyrsta skipiö, Invincible, hefur veriö tekiö í notkun. Ööru skipinu, lllustrious, hefur veriö hleypt af stokkunum og á aö afhendast flotanum 1982. Áherslan á fleiri flugvélamóö- urskip NATO-ríkjanna stafar af því, aö bandaríski flotinn hefur komist aö þeirri niöurstööu, aö í allsherjarstyrjöld mundi skorta skip til aö sinna nauðsynlegum verkefnum. Flotaforingjar telja, aö meö núverandi fjölda fluvélamóö- urskipa veröi ekki unnt fyrir Vest- urlönd aö berjast samtímis á Atlantshafi, Kyrrahafi og Ind- landshafi eða Persaflóa. Bandarískir flotaforingjar og embættismenn telja fremur ólik- legt, aö Atlantshafsbandalagiö ákveöi alhliða uppbyggingu á herflotum aöíldarlandanna. Á þaö er bent, aö Vestur-Þjóöverjar telji nauösynlegt aö draga saman út- gjöld til varnarmála og samdrátt- ur viröist líklegur hjá Bretum í hernaöarútgjöldum þeirra. Sýnist þaö samdóma álit, aö Bandaríkja- menn veröi aö leggja mest af mörkum til aö unnt veröi aö bregöast viö óstöövandi aukningu á umsvifum sovéska flotans. í sovéska flotann á þessu ári Litbrigði jarðarinnar lesin í norska útvarpið Sagan Litbrigði jarðarinnar eftir ólaf Jóhann Sigurðsson kom út á norsku í þýðingu Kjell Risvik vorið 1979 og hlaut mjög góðar viðtökur norskra gagnrýnenda. Hún verður nú kvöldsaga í norska útvarpinu og hefst lestur hennar 1. desember nk. Leikkonan Liv Dommersnes (áður Strömsted) mun flytja söguna, en hún er talin vera frábær upplesari. Þetta er önnur bókin eftir Ólaf Jóhann sem flutt er í útvarp á Norðurlöndum á þessu ári. Leikarinn Preben Ler- dorff Rye las í júnímánuði sl. söguna Bréf séra Böðvars í danska útvarpinu með miklum ágætum. (Fréttatilk.) EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU At GLY8INGA SIMIW ER: 22480 PRISMA Ferur í jólaseriar Þessar vinsælu jóla- seríuperur eigum við nú fyrirliggjandi í ýmsum litum. RAF]ÆKJAimD ThIhekla J Laugavegi 170 -172 Sír HF Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.