Tíminn - 08.07.1965, Side 2
FIMMTUDAGUR 8. júlí 1965
TÍMINN
MIÐVIIKUDAGUR 7. júlí
NTB—Lundúnum. — f dag hélt
Harold Wilson, forsætisráð-
herra Bretlamds, fund með
helztu ráðherrum sinum til að
ræða ástandið, sem skapazt hef
ur eftir að ríkisstjórnin hafði
síðastliðna nótt tapað þffisvar
atkvæðagreiðslu um ýmsa þætti
fjárlaganna.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum, að ekki komi til
mála að stjórnin fari frá vegna
þessa, en hins vegar er atburð
ur þessi mikið áfall fyrir Verka
mannaflokkinn sem hefur mjög
veika stöðu á þinginu, eða að-
eins fjögurra þingsæta meiri-
hluta.
NTB—Saigon. — Hersveitir
Víetcong tóku í dag á sitt vald
bæinn Dak Te í Kontum-héraði
og á sama tíma biðu hersveit
ir stjórnar S-Víetnam, Banda-
rfkjamanna og hermemn frá
Ástralíu mikinn ósigur á aðal
vígstöðvunum um 50 km fyrir
norðan Saigon.
í dag fóru bandarískar flug-
vélar í sextán árááatferðir inn
í Norður-Víetnam, eyðilögðu
m.a. þrjár radarstöðvar, marg-
ar brýr og þjóðvegi.
NTB—Bonn. — Fyrrverandi
SS-maður, Alies Haefele, ját-
aði í dag á sig meðábyrgð á
morðum 152.000 gyðinga í út-
rýmingarherbúðunum Kulmliof
í Bayem í síðasta stríði.
— Bg er sekur, en hvað átti
ég að gera? sagði hinn 72 ára
gamli maður, sem ásamt tíu öðr
um SS-mönnum er nú fyrir
rétti. Sagði Haefele, að ef hann
hefði ekki hlýtt fyrirskipunum
yfirboðara sinna, hefði hann
sjálfur lent í gasklefunum. .
NTB—Genf. — U Thant, fram
kvæmdastjóri SÞ sagði í dag,
að lítill árangur hefði náðzt í
friðarviðræðum þeim, sem
hann hefðl komið af stað um
deiluna í Víetnam. í því máli
er ekki að tala um fullkominn
sigur eða algeran ósigur. Við-
ræður verða að miða að því,
íð hægt verði að ná samkomu
lagi, þar sem tekið sé tillit til
sjónarmiða beggja jöfnum
höndum. <r,. ,
NTB—Kairó. — 30 manns fór
ust, en einn komst lífs af, er
stór, rússnesk flutningaflugvél
hrapaði til jarðar rétt við þjóð
Véginn milli Kairó og Suez.
NTB—Santo Domingo. — í dag
var skipzt á skotum víðs veg
at í Dominiku, og þar með var
rofið hið ótrygga vopnahlé, er
staðið hefur undanfarið meðan
á vlðræðum hefur staðið um
myndun bráðabirgðastjórnar í
landinu.
NTB-—Ottawa. — Lester Pear
son, forsætisráðherra Kanda,
hefur gért nokkrar breytingar
í Stjóm sinni, og er sú mest,
að dómsmálaráðherrann hefur
orðið að segja af sér.
''
Ingibjörg að störfum á flugvellinum í gær.
KVENFÓLKIÐ FÆR
IR ÚT KVÍARNAR
Kennaraskólanemar taka að sér störftollfreyja
BÞG—Reykjavfk, biðvikudag
Eins og vera bor í nútíma
þjóðfélagi jafnréttis og frjáls
ræðis sækir kvenþjóðin jafnt og
Þétt inn á ný starfssvið, sem
einhverntíma hefðu verið köll
Hérlendis hefur lengi verið
beðið eftir fagurskapaðri kven
lögrcglu, án árangurs. Én nú
hefur tollgæzlan gefið gott fors*
dæmi með því að ráða ungar
og fallegar stúlkur til starfa.
Við hittum tvær þeirra úti á
flugvelli í dag, þegar brezku
þingmennimir voru að koma.
Það er sannarlega ekki ama-
legt fyrir ferðalanga að hafa
fyrst broshýrar flugfreyjur til
að snúast í kringum sig og
mæta síðan fallegum tollfreyj
u.m við tollborðið. ,
Við biðum þangað til toll-
afgreiðslu var lokíð og fengum
tollfreyjurnar til að spjalla við
okkur stutta stund.
Þær reyndust heita Ingibjörg
Ragnarsdóttir og Sigurborg
Gísladóttir, báðar brautskráðar
frá kennaraskólanum, sem og
hinar þrjár, sem ráðnar hafa
verið til þesara starfa.
— Hvemig datt ykkur í hug
að fara' I tollgæzluna?
c.-rr- Það var-ósköp einfalt mál.
Auglýst var eftir stúlkum í
starfið uppi í Kennaraskóla og
við slógum til.
— Hvenær byrjuðu þið starf
ið?
— Fyrst í júní, en þetta er
í fyrsta sinn, sem við erum
hér úti á flugvelli. Við eigum
líka að vera við farþegaaf-
greiðsluna niðri á höfn, en við
förum ekki í tohskoðun um
borð.
— Tókuð Þið nokkurn óleyfi
legan vaming núna?
— Nei, nei, þetta voru allt
útlendingar með flugvélinni og
þeir hafa ekki neina bannvöru
með sér.
— Ætlið þið að vera lengi
í Þessu starfi
— Það er alveg óráðið enn,
við emm hér til afleysinga í
sumar.
— Farið þið þá í kennslu í
vetur?
— Það er ekki afráðið, en
ólíklegt er að við byrjum á
kennsluní strax.
— Og að lokum, hvað mynd
uð þið gera, ef einhver stór
og feitur maður settist á tösk
una sína og neitaði að opna
hana?
— Við myndum einfaldlega
kalla á karlmennina til aðstoð
ar. Við ætlum okkur ekki að
fara að standa í neínum slags
málum, segir Ingibjörg og hlær.
MINNZT ALDARAFMÆUS
SR. ÓFEIGS VIGFÚSSONAR
S. 1. sunnudag 4. júlí var
minnzt við guðsþjónustu í Skarðs
kirkju á Landi, aldarafmælis sr.
Ófeigs Vigfússonar, fyrrum sóknar
prests og prófasts í Fellsmúla.
Samningafundir
TK—Reykjavík, miðvíkudag.
Fulltrúar verkalýðsfélaga og at
vinnurekenda í Reykjavík og Hafn
arfirði sátu á fundum með sátta
semjara til miðnættis í gær. Fund
ur var settur að nýju kl. 2 í dag.
Matarhlé var gert um kl. 7, en
fundi haldið áfram í kvöld.
‘ f upphafi athafnarinnar afhentij
jGrétar Fells rithöfundur Skarðs-
kirkju að gjöf helgiljós, sem hang j
jir í kór kirkjunnar, til minningar
‘ um bróður sinn, sr. Ragnar Ófeigs '
json. Standa að gjöf þessari auk
! Grétars, kona hans frú Svava
j Fells og uppeldisbróðir, Guðbrand-
; ur Guðjónsson, múrari. Ennfrem-
' ur flutti Björgvin Filippusson frá
Hellum kvæði, sem hann hafði
ort í þessu tilefni. í ræðu sinni
minntist sóknarpresturinn á hið
mikla og_ göfuga menningarstarf,
sem sr. Ófeigur vann meðal safn-
aða sinna, bæði sem prestur og
fræðari, en um tíma rak hann
VERKFALL Á FÖSTU-
DAG OG LAUGARDAG
í dag barst blaðinu svohljóð- mannafélagið Dagsbrún og Verka-
andi tilkynning: j mannafélagið Hlíf hafa áður boð-
„Svo sem kunnugt er, kemur að, til framkvæmda kl. 12 á mið-
vinnustöðvun sú, sem Verka- nætti aðfaranótt föstudagsins 9.
kvennafélagið Framsókn, Verka-
kvennafélagið Framtíðin, Verka-
þ. m. og stendur yfir föstudaginn
9. og laugardaginn 10. júlí n. k.“
einkaskóla á heimili sínu og und-
irbjó ýmsa af menntamönnum
þjóðarinnar undir háskólanám.
Ennfremur skýrði sóknarprestur-
inn frá því, að í tilefni aldaraf-
mælis sr. Ófeigs hefðu söfnuðir
Skarðs- og Marteinstungusókna lát
ið gera minnisvarða á legstað
hans. Daginn áður hafði farið fram
helgistund í Hagakirkju, en sá
söfnuður kaus að minnast sr.
Ófeigs með því að láta gera skírn-
arfont fyrir kirkjuna, útskorinn
af Ríkarði Jónssyni. Kór Skarðs-
kirkju söng við guðsþjónustuna,
en ungfrú Anna Magnúsdóttir lék
á orgel. Að guðsþjónustunni lok-
inni bauð kvenfélagið Lóa kirkju-
gestum til kaffidrykkju á kirkju-
staðnum. Þar tóku til máls Ófeigur
Ófeigsson læknir, sr. Sigurður
Pálsson frá Hraungerði og Grétar
Fells. Einnig flutti Guðni Krist-
insson. formaður sóknarnefndar,
nokkur þakkarorð.
Kveðja barst frá biskupnum yf-
ir íslandi, herra Sigurbirni Einars-
syni.
Síldarfréttir miðvikudaginn 7. júlí
1965.
Bræla hefur verið á síldármið
unum frá miðjum degi í gær og
ekki veiðiveður. Hafa skipin ýmist
látið reka eða haldið tíl lands
með slatta.
Veiðisvæðið er 120 — 130 mílur
SAaS frá Gerpi. Síldin, sem veið
ist á þessum slóðum er mjög léleg
og ekki söltunarhæf.
Samtals 44 skip með 14.350
Dalatangi:
Reykjaborg RE 600 Víðir II GK
400 Björgvín EA 600 Oddgeir GJK
400 Fróðaklettur GK 350 Björg
II NK 300 Búðaklettur GK 450
Akurey SF 250 Guðrún Guðleifsd.
ÍS 350 Guðm. Þórðarson 150 Har
aldur AK 400 Heiðrún ÍS 150
Guðbjörg ÍS 150 Björgúlfur EA
300 Gullberg NS 400 Ögri RE 200
Héðinn ÞH 150 Arnfirðingur RE
300 Þórsnes SH 100 Snæfell EA
200 Jón Þórðarson BA 150 Ól.
Sigurðsson AK 100 Hafrún NK
600 mál Hafrún ÍS 700 Guðmund
ur Péturs ÍS 400 Guðrún Jónsdótt
Framhald á bls. 14
Yngvi Ólafsson sýslu-
maður í Dalasýslu
Forseta íslands hefur í dag þókn
azt, samkvæmt tillögu dómsmála-
ráðherra, að veita Yngva Ólafs-
syni, deildarstjóra í viðskiptamála
ráðuneytinu, sýslumannsembættið
í Dalasýslu frá 1. ágúst n. k. að
telja.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
7. júlí 1965.
Verðlaun úr Móður-
málssjóðnum
í dag voru veitt verðlaun úr
minningarsjóði Björns Jónssonar,
Móðurmálssjóðnum, og var þetta
í sjöunda sínn, sem verðlaunin
eru veitt. Að þessu sinni hlut
Skúli Skúlason ritstjóri verðlaun
in, sem eru veitt íslenzkum blaða
manni, í viðurkeningarskini fyrir
mál og stíl.
í stjóm sjóðsins eru Steingrím
ur J. Þorsteinsson prófessor, Hall
dór Halldórsson prófessor, Tómas
Guðmundsson skáld, Bjarni Guð
mundsson blaðafulltrúi og Pétur
Ólafsson forstjóri.
BLAU ENGLARN-
IR SÝNA ( DAG
Ekkert varð úr lístflugsýningu
Bláu englanna yfir Reykjavík í
gær, miðvikudag, vegna þess
hve lágskýjað var. Flugmála
félagið tjáði blaðinu að því
hafi tekizt að semja um það
að fá að hafa flugsveítina hér
;inn dag til viðbótar. Bláu
;nglarnir munu sýna listir sýn
ir yfir Skerjafirðinum í kvöld
klukkan 18.30 eða 20.30, endan
lega verður tilkynnt um tímann
í hádegisútvarpinu, en hann
byggist á veðurspánni. Fól'ki
er ráðlagt að koma sér fyrir
íunnan megin í Öskjuhlíðinni
eða í Nauthólsvík. Menn eru
varaðir við að reyna að aka
upp í Öskjuhlíð vegna þess hve
títið bílastæði er þar.