Tíminn - 08.07.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 08.07.1965, Qupperneq 5
FEHMTUDAGUR 8.jjáM 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FnHtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímfur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinn, sfmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — í lausasölu fcr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Níðzt á láglaunafólki Eétt áður en samningarnir við verkalýðsstéttirnar rui.ua út í vor, skrifaði annað aðalmálgagn ríkisstjóm- aruuiar, Alþýðublaðið, allfjálglega um það, að allir við- urkenndu nú, að veTkalýðsstéttunum og öðrum þeim, sem lægst laun hafa, bæri nú veruleg kauphækkun, enda væm allir aðilar nokkurn veginn sammála um það, og mun þar væntanlega hafa verið átt við ríkis- stjórnina og atvinnurekendur. Alþýðublaðið hefur líka oft bent á það, að í raun og vem væri vandalaust að hækka tímakaupið, þar sem yfirleitt væri greitt miklu hærra en skráð dagvinnukaup. Þar sem ríkisstjórnin er nú helzti aðili og milligöngu- maður í samningunum, hefði mátt ætla eftir þessar yfirlýsingar verkalýðsflokks ríkisstjórnarinnar, að greitt myndi ganga að koma á samningum. Samt er nú liðið nokkuð á annan mánuð síðan samningar runnu út. Þegar á allt er litið, virðist furðuleg sú tregða, sem ríkisstjómin sýnir á því að færa kaupgjald til réttrar raunhæfrar skráningar. Sú staðreynd liggur í augum uppi, að á viðreisnar-árunum síðan 1959 hefur kaup- gjald aHs ekki haldizt í hendur við verðlagið og vaxandi dýrtíð, hvað þá að inn í kaupið hafi fengizt nokkuð af þeirri verulegu aukningu þjóðartekna, sem orðið hefur fyrir einstakt góðæri á þessu árabili. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd, stendur ríkisstjórnin sem þvara gegn því mánuðum saman, að leiðréttingar séu gerðar. Það er óverjandi með öllu, að lægstlaunuðu stéttirnar, eins og verkamenn og bændur skuli þurfa að heyja harðvít- uga baráttu mánuðum saman til þess að ná svo sjálf- sögðum áföngum sem launum í samræmi við dýrtíðar- vöxt og aukningu þjóðartekna. í Noregi t d. hafa vinnustéttirnar ekki þurft að heyja harðvítuga launabaráttu hvað eftir annað síðan 1959. Þó hefur dagvinnukaup verkamanna þar hækkað um 45% á árabilinu 1959—1965. Rúmlega helmingur þeirrar hækkunar er vegna verðhækkana á neyzluvörum, en mestu máli skiptir, að á þessu árabili hefur raunvemleg launahækkun, kaupmáttur launanna og hlutdeild í vax- andi þjóðartekjum numið 21%. Á íslandi hefur kaup- mátturinn ekkert hækkað á þessum tíma. Hve lengi á að níðast á þeim, sem lægst laun hafa? Norrænt samvinnuþing Undanfarna daga hefur Norræna samvinnusambandið haldið ársfund sinn hér í Reykjavík. Á fundi þessum var m. a. skýrt frá því, að árið 1964 hefði velta samtak- anna aukizt um 24%. Starf samtakanna færist sífellt í aukana. og verður vettvangur æ umfangsmeiri sameigin legra innkaupa samvinnufélaganna á Norðurlöndum. Jafnframt verður samstarf í félagsmálum sífellt meira og kemur fram í gagnkvæmri tækniaðstoð, svo og rannsókna- og leiðbeiningastarfsemi. íslenzkir sam- vinnumenn hafa haft mikið og vaxandi gagn af þessu samstarfi, bæði til hagkvæmra vörukaupa, og ekki síður notið mikilvægrar tæknihjálpar. Hinir 70—80 forystu- menn samvmnumanna á Norðurlöndum, sem hér hafa dvalizt á ársfundi, eru því miklir aufúsugestir. Ekki var sízt ánægjuefni að sjá í þeim hópi hinn aldna forvígis- mann samvinnumanna Albin Johanson, sem átti megin- þátt í stofnun Norræna samvinnusambandsins 1918 og hefur oft gist ísland á liðnum árum. TÍMINN Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál: Stórveldin hafa ekki afhent S.Þ. neinn frið til að varðveita í DAG hryggir menn að miimast þeirra mikln vona, sem tengdar voru stofnun Sam einuðu þjóðanna árið 1945. Þó er ef til vill enn hryggilegra að hlusta á sjálfsréttlætingu stórvekiaima og heyra fulltrúa þeirra tala eins og hvert þeirra um sig væri alsaklaust, en keppinautarnir og andstæðing amir beri alla sök á því, sem tniður fer og mistekizt hefur. Þessi sjálfsréttlæting þjóðar- rembingsins sýnir ljósar en nokkuð annað, hvar rætur meinsins er að finna. Sameinuðu þjóðunum verður ekki kennt um óreiðuna, sem stórveldunum hefur ekki tek izt að koma í veg fyrir og raun ar stuðlað að og éflt með ein ræðiskenndum aðgerðum sín- um. Atburðurinn, sem gerðist fyrir 20 ámm, var eins og há tíðleg hjónavígsla, þar sem skipzt var á fögrum og hátíð legum heitum, og öllum fannst að brúðgucni og brúður hlytu að búa við fullkomna ham- ingju upp frá þeirri stundu. Nú eru liðin 20 ár, og brúð- hjónin hafa ekki ráðið hvort annað af dögum, og ekki einu sinni skilið, en þau njóta ekki þetta sök hjónabandsins sem stofnunar, eða er það mannin- um og konunni að kenna? ÞANNIG er •málum einnig farið um Sameinuðu þjóðirnar sem stofnun, að myndun þeirra var heit þjóðanna um að brjóta í blað, byrja nýtt líf og hegða sér betur en þær höfðu áður gert. En Adam gamli hefur haldið velli. Eki hefur verið brotið í blað í Búdapest og Súez, Kóreu og Kashmír^ Víet- nam og Santo Domingo. Á þess um .stöðum hefur reglan í heim inum riðað til falls, eins og U Thant komst að orði í hinu frábæra ávarpi sínu 26. júní, — „vegna valdastreitu, ýmist af þjóðernisstefnu eða vegna öfgafullra hugsjóna.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa einkum brugðizt í þeicn 4tök- um, þar sem stórveldin hafa staðið hvert andspænis öðru, einkum þó kjamorkuveldin. Vitneskjan um þetta hefði þó StöSvar S.þ. á bökkum Ausfurár ekki vakið furðu þeirrá, sem að samningu stofnskrárinnar stóðu, að minnsta kosti ekki þeirra, sem kunnu sögu Vjóða bandalagsins gamla. Þeir vildu ekki íþyngja hin- um nýju samtökum með ábyrgð inni á því að ganga frá friðin um og settu í stofnskrána það ákvæði (106. grein), að þau vandkvæði, sem stöfuðu frá utan valdsviðs Sameinuðu þjóðanna, og sigurvegararnir, samherjamir fjórir, bæru á- byrgð á þeim. ÁSTÆÐA þess, að Samein- uðu þjóðirnar hafa ekki getað varðveitt friðinn hvarvetna er engin önnur en sú, að hin- ir fjórir sameinuðu sigurvegar ar gengu ekki frá friði handa Sameinuðu þjóðunum að varð veita. í Evrópu hafa sigurvegar arnir deilt um, hvers eðlis þýzkir friðarskilmálar skyldu vera. í Asíu hefur þeim ekki einu sinni tekizt að koma auga á samkomulag, sem taki til Kína, en landamæri þess ná allt norðan frá Kóreu og suðui til Pakistan, og þau eru ^am- eiginleg landamærum sundr- aðra heimsvelda Japana, Breta Hollendinga og Frakka.. Til skamms tíma hefur þok- azt verulega í áttina með undir búning festu og reglu í Evrópu. í New York. Á síðasta æviári Kennedys for seta hófst „tvísýn hindrun" — eins og U Thant komst að orði — „milli Austurs og Vesturs-' Ófriðurinn í Víetnam ógnar þessari hindrun og enn frek- ari ógnun felst í víðtækari styrjöld þar sem ekki er leng ur á valdi andstæðinganna sjálfra að meta ofbeldi sitt eða takmarka. SAMEINUÐU þjóðunum er mjög brýnt hagsmunamál, að bundinn sé endi á stríðið í Víef nam. En þær eiga ekki beina aðild þar að og geta ekki tek ið af skarið. Deilan þar stend ur annars vegar milli Kín- verja, sem ekki eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum, og Bandarikjamanna hins vegar, en þeir hafa kappsamlega unn ið að því að meina Kínverjum aðild og tekizt það. Sameinuðu þjóðunum er ær inn vandi á höndum að lifa af þessi átök, sem þær gátu ekki komið í veg fyrir og geta ekki bundið endi á. Ófriðnum í Víet nam mun einhvern veginn linna áður en úr honum verður þriðja heimsstyrjöldin, en með hverjum hætti það má verða getur enginn okkar séð íyrir í dag. En þegar þar að kemur þarf sannarlega á Sameinuðu þjóðunum að halda til þess að búa um sár þjóðanna. hámirigjú í sambúðinní! Er " 'h’éiiriéttyfjoldinni síðari. stæðu Samkeppni um gerð nýs barna- og unglingaskóla í Breiðholti Borgarstjórn Reykjavikur hefur ákveðið að efna til samkeppni um bama- og unglingaskóla í Breið- holtshverfi samkvæmt útboðslýs ingu og samkeppnisreglum Arki tektafélags íslands. Á undanfömum árum hefur borg arstjórn látið reisa allmarga skóla í hinum ört vaxandi hverfum borg arinnar. Kostnaður víð skólabygg ingar hefur því stöðugt farið hækk andi á fjárhagsáætlun borgar- sjóðs nú í langan tima, og er sýnt, að hér verður að byggja um 25 almennar kennslustofur árlega á næstu árum. Borgarstjórn samþykkti því eftir farandi tillögu á fundi sínum þ. 5. nóv. 1964: „Borgarstjórn felur fræðsluráði i samráði við fræðslumálastjórn að undirbúa í samvinnu við Arki tektafélag íslands samkeppni um uppdrætti að skólabyggingu í Breiðholtshverfi. Borgarstjórn leggur áherzlu á, að auk sjálf- sagðra hagkvæmni- og fegurðar- sjónarmiða verði haft það megin sjónarmið við veitingu verðlauna að um verði að ræða ódýra bygg ingu og einfalda að gerð.“ Eins og fram kemur í tillögunni er ætlazt til ,að þátttakendur leit ist við að leysa þessa byggingu á einfaldan og ódýran hátt, án þess að slíkt rýri gildi skólans til kennslu eða uppeldis æskufólks. Skólinn er staðsettur í nýju hverfi, sem hafizt verður handa um byggingu á IY2 ári liðnu. En vegna þess að hverfið liggur langt frá núverandi byggð, er nauðsynlegt, að byggingafram- Framhald á l4. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.