Tíminn - 08.07.1965, Page 11

Tíminn - 08.07.1965, Page 11
FIMMTICrDAGUR 8. júlí 1965 TIMINN SEND TIL ÍSLANDS —'V.'? ' ■ r . ! ' JANE GOODELL 14 Fyrsta máltíðin okkar var súpa, kjötbúðingur, þurrkaðar kantöflur, gulrætur og „pæ“. Allar aðrar máltíðir þaðan frái virtust vera sniðnar eftir þessari einu máltíð, með þeirri undantekningu þó, að í staðinn fyrir „pæið“ gat komið kaka. En alltaf fengum við kjötbúðing og þurrkað græn- meíL Svona hélt þetta áfram, þangað til skipalest kom frá Bamdaríkjunum. Breytingin varð samt aldrei langvinn, og \ áðtar en vika var liðin vorum við byrjaðar aftur á sama , matseðlínum, síendurteknum og óbreytanlegum. Eíngirm vafi er á því, að mataræði okkar, ógeðfellt eins og það var, var vel skipulagt, hvað snerti vítamíninnihald, og við þrifumst á því. Þegar menn eru svangir, borða þeir , Iwað sem er. Það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar, þegar settur var á fót matreiðsluskóli fyrir hermennina, að við komumst að því, að hægt var að fara þannig með þurrk- v að grænmeti, að það verði lystugt. Yfir fyrstu máltíðinni skiptumst við á spumingum og svör- um. Hjúkrunarkonumar hungraði eftir fréttum að heiman, og við voram jafnforvitnar um hin nýju heimkynni okkar. Hvaða lög vom efst á vinsældalistanum í Bandaríkjunum? Var gott vöraúrval í búðunum í Reykjavík? Hveraig var kvenfatatízka heima? Hvemig voru hinir innfæddu? Síðar um kvöldið þáðum við Mary boð þeirra um að fara í Liðs- foringjaklúbbinn. Þrátt fyrir það, að við værum ekki með þeim nema eina klukkustund fengum við skýra mynd af því gegnum hvað þessar hjúkrunarkonur höfðu orðið að ganga. Þær kvörtuðu ekki eða kveinuðu. Þær sögðu aðeins, (að þær hefðu boðið sig fram til utanríkisþjónustu, og hefðu vel vitað, að erfiðleikar væru óumflýjanlegir. Þær voru fús- ar að taka á sig þá efnislegu erfiðleika, sem urðu á vegi þeirra fyrstu ,tvo mánuðina. Það var ekki við öðru að búast, en þeir yrðu einhverjir. Þeim stóð á sama, þótt þær hefðu orðið að taka rösklega til höndunum, til þess að geta undir- búið komu fyrstu sjúklinganna, sem fóru að streyma skömmu eftir að þær stigu á land. Það var aðeins hluti af starfi þeirra. Auðvitað voru allir með heimþrá og þjáðust af þung- lyndi fyrstu rigningarvikurnar, en þær höfðu haft svo mikið að gera við að koma öllu í lag, að þær höfðu haft lítinn tíma til þess að setjast niður og gráta. Þar að auki sögðust þær vera svo þreyttar, að þær gátu sofið hvenær, sem þær voru ekki í vinnu og gerðu það líka. — Við erum bara búnar að vera héma í fjóra mánuði . . . það gætu verið mörg ár. Fleira var ekki sagt. Áður en kvöldið var liðið, höfðum við allar fundið kjarn- ann sem lá að baki persónulegra vandamála, sem gætu allt eins orðið okkar eigin vandamál, þegar tímar liðu fram. Á meðan við vorum að koma okkur í háttinn, ræddum við þetta smávegis. — Haldið þið, sagði ég um leið og ég lokaði dyrunum, — að við verðum farnar að berjast við leið- indin eftir þrjá eða fjóra mánuði Á þessu augnabliki hefði ég kunnað vel að meta fullyrðingar, sem hefðu mælt gegn þessu. Það var ekki skemmtilegt að enda þennan fyrsta dag okkar á eyjunni með slíkum hugsunum. — Það fer nú eftir ýmsu, svaratR Mary. — En þar fyrir utan býst ég við, að við eigum allar eftir að hafa svo mikið að gera, að við höfum ekki tíma til þess að vera að hugsa um þvílíkt. Drottinn minn, var ekki dásamlegt að velta sér upp í rúmið sitt svona rétt til tilbreytingar. Nú þurfti maður ekki lengur að klifra upp eina kojuna af annarri. Nú gat ég setið upprétt án þess að reka höfuðið upp undir. Framundan voru ekki fleiri kæfandi nætur við hálfopna káetuglugga, eða nætursvefn, sem rofinn var af þungu fótataki. Ég and- varpaði af ánægju. Við vorum hingað komnar heilu og höldnu og það þurfti ekki að hafa meiri áhyggjur út af þess konar. . . . ðg hlýt að hafa sofnað út frá að ég var að dást að því, hve tryggilega rúmið mitt var fest niður, því heil eilífð virtist hafa liðið, þegar ég tók eftir að barsmíðin við dyrnar var ekki hluti af draumum mínum. Bang, bang, bang. Nú var ég vöknuð og sömuleiðis þær hinar. — Hvað — hver er þetta? hvísluðum við hásum rómi hver til annarrar. Ethel tók forystuna: — Já, hver er þetta? Niðurbæld rödd svaraði: — Striker (verkfallsmaður), frú, þetta er verkfallsmaðurinn. Verkfallsmaður, sem ég er lif- andi. Hvað er slíkt fólk að gera í herbúðum ög það á þess- um tíma sólarhrings — og hvað þurftum við á honum að halda? — Nú er mér nóg boðið, hvað sagðist hann vera? spurði Mary. Hann segist vera verkfallsmaður, endurtók ég svo hinar mættu heyra. — Að hugsa sér, að vera vakin um miðja nótt og það af einhverjum hálfbjána, sem vill að- eins segja manni, að hann sé í verkfalli. Ég reyndi að vera hneyksluð, meira að segja reiðileg í málrómnum, til þess að fá þann, sem ónáðað hafði okkur til þess að skilja, að við höfðum engan áhuga á vinnu hans, iðju eða tómstundastarfi. — En frú, tuldraði röddin með HÆTTULEGIR HVEITIBRAUDSDAGAR Axel Kielland 56 XXIII. Við lögðum fátt til málanna meðan bíllinn þaut eftir snævi þöktum götunum frá Bromma- flugvellinum við Stokkhólm, en ég leit öðru hverju á Gösta og fann til kynlegra vonbrigða. Hann hafði breytzt síðan daginn þegar Evans kapteinn stökk út úr jepp- anum við ráðhúsið í Mykarissia og ég get ekkí fengið af mér að segja, að mikið hafi verið eftir af hetjuskapnum núna. Þá tvo daga, sem við stoppuðum í London hafði hann eigrað um eins og magaveik ur köttur og þegar við lentum á Bromma, læddist hann út úr flug- vélinni eins og strokufangi og fékkst ekki til að yrirgefa flug- stöðina, fyrr en starfsfólk vallar- ins hafði gengið úr skugga um að blaðamenn fyrirfyndust engir. Og nú sat hann þarna með kvíðasvip á andlitinu og lét fara sem minnst fyrir sér. —Cheer up, sagði ég við hann. — Hvers konar heimkoma er •þetta? Þú átt að vera glaður og hamingjusamur. Hann umlaði eitthvað og ég varð satt að segja reið, svo að ég •sagði: — Allt í lagi! Á morgun ertu laus við mig og engin af þínum fínu vinum hefur hugmynd um, í hverju þú hefur lent. Þetta hreif náttúrlega og hann nétti sig upp og tók um hönd mér: — Taktu þessu ekki svona, Ann. Þú veizt víst að ég . . . að, nú já í stuttu máli . . . — í stuttu máli hvað? sagði ég. — Nei, það var ekkert! Ég er eittthvað utan við mig í dag. — Það er vægt til orða tekið, sagði ég. — Engum mundi detta í hug að þú lékir þér að því að leggja undir þig grísk þorp í frí- stnndunum. — Ann, sagði hann. — Ég . . . ég .er hræddur. Hér í Svíþjóð — eram við dálítið vanaföst. það væri voðalegt fyrir framtíð mína sem kaupsýslumanns ef einhver frétti um það sem við höfum upp- lifað saman . . . Maður . . . maður gerir ekki svoleiðis hluti hér. — Ókey, sagði ég. — Ég skal þegja. Þú vilt víst helzt ekki kannast við mig. — Hamingjan góða, Ann . . . ef þú vissir . . . ef þú gætir aðeins skilið . . . ! Ég skildi hann reyndar vel og jafnvel þótt ég vorkenndi honum gat ég ekki varizt að finna til gremju. Ég er ekki heimskari en fólk er flest og þegar karlmaður nefbrýtur einhvern óhreinan Grikkja mín vegna þá hugsa ég mitt. Ég elskaði þennan stóra, þverhaus minn og ég hefði getað veðjað aleigu minni að hann hafði áhuga á mér. Svoleiðis nokkuð finnur maður á sér. —Skilja? sagði ég. — Auðvitað skil ég þig. Þú ert að hugsa um unnustuna. Hann hrökk við og greip svo fast í mig að ég fann til. — Heyrðu mig Ann, sagði hann með áherzlu. —Ef þú segir illt orð um Margarethu, þá . . . — Stilltu þig, gæðingur, sagði ég rólega. — Eg hef ekki hallað orði á Margarethu. Ég sagði að þú værir að hugsa um hana og ég býst líka við að það sé rétt? — Já, ég held ég viti hvað þú hugsar, sagði hann og fnæsti. — Þú hugsar að Margaretha sé merkileg með sig og heimsk og snobbuð og að fína fjölskyldan hennar mundi hrukka nefið ef hún vissi hvað ég hef gert. Og svo framvegis. Þetta varstu að hugsa! —Jæja, sagði ég. — Gaman að vita það. — En þér skjátlast. — Alveg afskaplega mikið. — Dásamlegt. — Margaretha er ekki þannig. — Nei. — Margaretha er ein bezta manneskja sem ég þekki. Ég mundi ekki geta hugsað mér að særa Margarethu . . . —Bravó. bravó, sagði ég. Við sátum síðan lengi þegjandi Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærSum- — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3 — Sími 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) og ég vogaði mér ekki að opna munninn drjúga stund. Loks spurði ég: — Hefði það ekki verið heppi- legra ef þú hefði skrifað eða sent skeyti og sagt frá öllu saman áð- ur en þú komst. Þá hefðirðu losn- að við allt vesen. — Nei, nei, sagði hann. — Hvers vegna þá? Kannski hjaðnar þetta niður af sjálfu sér. Fólk mundi ekki skilja .. . — Hvaða fólk? — O, hinir og þessir... —(^targaretha? — Ann, ég . . . ! — Allt í lagi, sagði ég. — En þessi bölvaða Margaretha er von- andi manneskja með tilfinningar? — Heyrðu mig. Ég vil ekki . . . — Eða er hún bara engill? Hann fylltist miklum virðuleika samstundis og sagði: — Ég he.ld ekki að það þjóni neinum tilgangi að ræða þetta frekar! — Ég er alveg á sömu skoðun, herra minn, sagði ég kuldalega. Bíllinn nam staðar fyrir fram- an Hög Grand Hotel Royal og Gösta næstum læddist inn í for- salinn og horfði flóttalega í kring um sig. Ég greip pennann og hann hvíslaði: — Viltu skrifa þitt eígið nafn? —Hopplala, sagði ég. — Hvað er nú um að vera? — Ég sagði þú værir kunningja kona mín úr flugvélinni. Ég varð ekki eins reið og ég hefði kannski átt að vera, því að ég þekki karlmennina og sérhver skynsöm stúlka veit að þeim verð ur að sýna umburðarlyndi. Svo að ég rölti þegjandi upp á herbergið mitt og kom ekki niður til Gösta fyrr en nokkrum klukkutím- um síðar. Hann leit upp úr stór- um dagblaðabúnka, og alls staðar úði og grúði af blöðum, á rúminu, borðum og stólum. Og hann var svo óskaplega óhamingjusamur á svip- inn að ég hljóp til, tók um hönd hans og sagði: — Hvað er það. drengurinn minn? — Það er verra en ég bjóst við, sagði hann. — Ég er gersam- lega búin að vera. Sjáðu hérna Það var varla skrifað um annað en Gösta í blöðunum frá vikunní áður. Glæsilegar myndir og risa stórar fyrirsagnir. Ég tók upp eit' blaðið sem mér leizt einna bezt í og sagði: — Hvað stendur þarna? Hann roðnaði: — Sænskur Casanova veldui hneyksli í Berlín. — Ekki sem verst. Og þama:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.