Morgunblaðið - 12.12.1980, Qupperneq 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
278. tbl. 68. árg.
FÖSTUDAGUR 12. DESEMlíER 1980
Prentsmiðja IVlorgunblaðsins.
NATO-ríkin ráðgera
snörp viöbrögð
Átta verðandi ráðherrar í Handa-
ríkjastjórn. talið frá vinstri: Cas-
ey. yfirmaður CIA. Stockmann.
fjárlaxastjóri. Drew Lewis, sam-
KónKuráðherra, Schweiker, heil-
brÍKðis- og félaKsmálaráðherra.
Smith, dómsmálaráðherra, Wein-
herKer, varnarmálaráðherra,
IteKan fjármálaráðherra <>k
HaldridKe viðskiptaráðherra.
(AP-NÍmamynd)
BrUssel. 11. desember. AP.
IIAFT er eftir ítölskum stjórnarerindrekum hjá NATO að
Muskie, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi lagt fyrir
ráðherrafund bandalassins fjórþætta áætlun um viðbrögð
NATO-ríkjanna við huKsanletíri íhlutun Sovétmanna í
Póllandi.
Að sögn hinna ítölsku heim-
ildarmanna er gert ráð fyrir því
í áætluninni að endir verði
bundinn á allar pólitískar
samningaviðræður austurs og
vesturs, sendiherrar bandalags-
ríkjanna verði kallaðir heim frá
Sovétríkjunum og öðrum
A-Evrópuríkjum sem þátt
tækju í íhlutun, auk þess sem
sérstakir samningar um við-
skipti og lánakjör yrðu.úr gildi
numdir og efnahagssamningar
milli Austur- og Vestur-Þýzka-
lands yrðu endurmetnir. í áætl-
un Muskies er einnig gert ráð
fyrir því að skorið verði á
samningsbundin menningar-
tengsl.
Víst er talið að Sovétstjórn-
inni verði gerð grein fyrir
niðurstöðu ráðherrafundarins,
sem fram fór fyrir luktum
dyrum, en fulltrúar sendi-
nefnda flestra aðildarríkja hafa
lagt ríka áherzlu á að halda
henni leyndri. Muskie lýsti því
yfir á fréttamannafundi í dag,
að stjórnir NATO-ríkjanna
hefði komið sér saman um
viðbúnað til að bregðast skjótt
við hugsanlegri íhlutun í Pól-
landi. Yrði litið á íhlutun Sovét-
manna sem „hina alvarlegustu
þróun, sem óhjákvæmilega kall-
aði á hin alvarlegustu við-
brögð,“ eins og hann orðaði það.
Hverju viðbögðin yrðu fólgin
vildi hann ekki segja, en ljóst
væri að ráðherrafundur yrði
kallaður saman í skyndi ef til
tíðinda drægi og yrði verkefni
þess fundar að velja milli nokk-
urra áætlana sem undirbúnar
yrðu í Brússel.
Muskie margítrekaði að í
umræðum utanríkisráðherra
NATO-rikjanna um þetta efni í
dag hafði ekki komið fram
ágreiningur.
Uganda:
Muwanga vill ráða
kosningaúrslitum
Kampala. 11. desemher. AP.
PAULO MuwanKa, leiðtogi her-
stjórnarinnar í Uganda. hefur
fyrirskipað að kosningaúrslitum í
fyrstu þinKkosninKum í Iandinu í
18 ár skuli haldið leyndum. um
leið <>k hann hefur áskilið sér rétt
til að óKÍIda kosninKaúrslitin „ef
á þurfi að halda".
Leiðtogar stærstu flokkanna, sem
þátt tóku í kosningunum, Milton
Obote fyrrum forseti landsins, úr
sósíalistaflokknum UPC, og Paul
Ssemogerere frá Lýðræðisflokkn-
um, hafa hvor um sig lýst yfir sigri
í kosningunum.
Tvísýnt var um úrslit kosn-
inganna, og hafa mál tekið óvænta
og ískyggilega stefnu með þessum
umsvifum Muwanga, sem er yfir-
lýstur stuðningsmaður Obotes. Er
ósennilegt að lýðræðislegri stjórn
verði komið á á næstunni, og eru
stjórnmálaskýrendur sem fylgzt
hafa með kosningunum og undir-
búningi þeirra dolfallnir. Kosn-
ingarnar þóttu fara furðuvel fram,
þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á fram-
kvæmd þeirra, en nú er óttazt að í
kjölfar þeirra komi enn á ný til
átaka í landinu, ekki sízt ef Muw-
anga lýsir því senn yfir að flokkur
Obotes hafi farið með sigur af
hólmi.
Milton Obote ásamt Marie konu
sinni á kosningafundi i Kampala
(AP-simamynd)
Kania-stjórn rómar
Varsjá, 11. desember. AP.
PÓLSKA stjórnin Kcrir sér nú
sérstakt far um að friða stjórnir
annarra VarsjárbandalaKsríkja
<>K fullvissa þa*r um að allt sé
mcð kyrrum kjörum I Póllandi
<>K cnKÍn ásta*ða til að a'tla að
þar fari citthvað úr skorðum á
næstunni.
Af skrifum málgagna komm-
únistastjórna nágrannaríkjanna
er auðskilið að starfsemi gagn-
byltingarafla 4 Póllandi verði
ekki látin afskiptalaus, en pólsk
blöð benda á að nú sé nokkuð um
liðið síðan komið hafi til verk-
falla í landinu og sé nú friðvæn-
Weinberger fær varnarmál -
Casey verður yfirmaður CIA
WashinKton, 11. desomber. AP.
RONALD Reagan. sem senn tekur
við cmhætti Handaríkjaforseta. út-
nefndi í dag átta ráðherra í
ríkisstjórn sína af fimmtán. Fjár-
málaráðherra verður Donald Reg-
an, Caspar Weinberger verður
varnamálaráðherra. William
Franch Smith dómsmálaráðherra.
<>K yfirmaður leyniþjónustunnar
CIA verður William Casey, en allir
þessir menn hafa um árahil verið
nánir ráðgjafar forsetaefnisins.
Talið er fullvist að Alexander
IlaÍK verði utanríkisráðherra. þótt
útnefning hans hafi enn ekki farið
fram.
Ronald Reagan var fjarstaddur er
tilkynnt var um ráðherraefnin, en
þau eru auk þeirra sem áður voru
talin, Drew Lewis, sem fer með
samgöngumál, Malcolm Baldridge
viðskiptaráðherra, heilbrigðis- og
félagsmálaráðherra verður Richard
Schweiker og David Stockmann,
sem annast mun fjárlagagerð alrík-
isstjórnarinnar.
Allir eiga menn þessir það sam-
merkt að vera karlkyns repúblikan-
ar af hinum hvíta kynstofni, og er
það mál sumra fréttaskýrenda að
nýja ríkisstjórnin sé samsett á líkan
hátt og svo margar aðrar stjórnir,
þar sem hæst hafi borið gamla
samherja forsetaefnis og þekkta
menn úr atvinnulífinu. Yngsti ráð-
herrann, sem tilkynnt var um í dag,
er Stockmann, sem er 34 ára að
aldri, en hann er jafnframt talinn
þeirra íhaldssamastur í skoðunum.
William Casey, sem verður yfir-
friðsæld
legra þar en verið hafi um langa
hríð.
Pravda birti í dag umfangs-
mikla grein um innrásina í
Tékkóslóvakíu árið 1968 með yfir-
skriftinni „Dýrmæt söguleg
reynsla", og er litið á greinina
sem enn eina viðvörun til Pól-
verja.
maður CIA, var kosningastjóri
Reagans. Donald Regan, verðandi
fjármálaráðherra, hefur verið
stjórnarformaður stórfyrirtækisins
Merill Lynch, og hefur um árabil
verið umsvifamikill í Wall Street.
Caspar Weinberger hefur farið með
yfirstjórn fjármála í Kaliforníu í
ríkisstjóratið Reagans, en hann átti
á sínum tíma sæti í stjórn Richard
Nixons. Smith, sem verður dóms-
málaráðherra, hefur lengi verið
persónulegur ráðgjafi Reagans um
lögfræðileg málefni.
Astæðan fyrir því hve útnefning
Haigs í embætti utanríkisráðherra
hefur dregizt á langinn er talin vera
sú, að enn hafi ekki unnizt tími til
að ljúka athugun á fjárreiðum hans,
en slík athugun er nákvæm og
tímafrek og er fastur liður í könnun
á ferli hvers manns, sem kemur til
greina í ráðherraembætti í Banda-
ríkjunum.
Lennons minnzt með
þögn á sunnudaginn
New YTork, 11. desember. AP.
YOKO Ono. ekkja John Lennons, hefur mælzt til þcss að þeir. sem
hans vilja minnast geri það með tiu minútna þögn og íhugun. sem
hefjist klukkan 14 að íslenzkum tima ásunnudaginn kcmur. Hálför
Lcnnons fór fram í kyrrþey i Salt Lakc City síðdcKÍs á miðvikudag.
en haft er eftir Yoko Ono. að hún hafi með þeirri ráðstöfun viljað
koma í vck fyrir móðursýki <>k rinKulreið í sambandi við útförina.
Mark David Chapman, sem
sakaður er um morðið á Lennon,
kom í dag fyrir rétt í New York.
Verjandi hans, Herbert Adler-
berg, sem sagður er hafa fengið
morðhótanir, hefur óskað eftir því
að verða leystur frá því að verja
Chapman, og er mál hans nú í
athugun. Öryggisgæzla var með
öflugasta móti er Chapman kom í
réttarsalinn, og var fanginn hafð-
ur í skotheldu vesti. Hann var
sagður fölur og fár og svipbrigða-
laus þá skömmu stund sem réttar-
haldið fór fram.
Eiginkona Chaptnans, sem
hingað til hefur ekkert viljað um
málið segja, rauf þögn sína í dag.
Hún kvaðst miður sín yfir því sem
gerzt hefði. Hún harmaði að John
Lennon væri ekki lengur í tölu
lifenda og kvaðst taka þátt í þján-
ingu Yoko Ono og sonar hennar.
Hún var að því spurð hvað hún
mundi segja við Chapntan, ef hún
hitti hann, og svariö var: „Ég
mundi segja: „Ég elska þig,“ en
hún bætti við að hún hefði ekki í
hyggju að verða viðstödd réttar-
höldin.
Yoko Ono hefur birt yfirlýsingu
frá sér og syni sínum, þar sem
hún lýsir því hvernig hún gerði
Sean, sem er fimm ára að aldri
grein fyrir hinu sviplega fráfalli
föður hans. „Ég sagði Sean frá því
sem gerðizt. Ég sýndi honum
mynd af föður hans í dagblaði og
útskýrði hvernig högum okkar
væri nú komið. Svo fór ég með
Sean á staðinn þar sem John lá
eftir að hann var skotinn. Sean
spurði hví maðurinn hefði skotið
John fyrst hann hefði haft mætur
á John. Ég sagði að sennilega væri
hann ruglaður. Þá sagðist Sean
vilja fá að vita hvort hann væri
ruglaður eða hvort hann hefði
raunverulega ætlað sér að drepa
John. Síðan fór Sean að gráta og
sagði þá: „Nú er pabbi orðinn
hluti af guði. Ég held að þegar
maður deyr verði maður miklu
merkilegri af því að þá er maður
orðinn hluti af öllu.“ Yoko Ono
lýkur yfirlýsingunni með því að
við þessi ummæli sonar síns hafi
hún engu að bæta öðru en því að
þau Sean verði með þeim í anda
sem minnist John lænnons með
tíu mínútna þögn á sunnudaginn.