Morgunblaðið - 12.12.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 12.12.1980, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 Þóra Eiðsdóttir Minning: Stefnir Guðlaugs- son frá Siglufirði Bjarman Fædd 6. mars 1924. Dáin 3. desember 1980. Vinkona mín, Þóra Eiðsdóttir Bjarman, var fædd 6. mars 1924 í Pálsgerði í Grýtubakkahreppi. Foreldrar hennar, Eiður Árnason og Birna Guðnadóttir, bjuggu lengst af á Svalbarðseyri. Faðir hennar varð úti rétt fyrir jólin 1935. Stóð þá Birna móðir hennar ein uppi með 5 ung börn og það sjötta rétt ófætt. Birna sýndi fádæma elju við að koma börnum sínum til manns, og hygg ég, að einkunnarorð hennar hafi verið heiðarleiki, iðjusemi og nægju- semi. Framan af vann hún fyrir heimilinu með því að sauma fyrir verkstæði á Akureyri og fékk verkefnin send til sín yfir fjörð- inn. Birna fluttist síðan til Akur- eyrar og vann alla tíð fyrir sér við sauma og var komin á áttræðis- aldur, þegar hún hætti að vinna úti. Hún lifir dóttur sína og býr á Akureyri og annast heimili sitt háöldruð og fellur sjaldan verk úr hendi. - Minning Þóra fór ung að vinna fyrir sér á Akureyri og fljótlega kynntist hún þar föðurbróður mínum, Stefáni Bjarman, en þau borðuðu bæði í mötuneyti, sem frænka hennar rak. Það mun hafa verið haustið 1949 er þau stofnuðu heimili í húsinu Sunnuhvoli á Dalvík en fluttust til Akureyrar um 1960. Eftir það skildu þau ekki fyrr en Stefán andaðist seint í desember 1974. Hjónaband Stefáns og Þóru var ævintýri likast. Stefán var rúmlega fimmtugur, þegar þau stofnuðu heimili. Lífið hafði ekki alltaf verið honum auðvelt, og heimili hafði hann ekki átt árum saman. Hann miðlaði henni af þekkingu sinni og reynslu og eignaðist æskufjör hennar, kátinu og trúnaðartraust. Gagnkvæm ást og virðing einkenndi samband þeirra. Heimili þeirra varð höll, og allir, sem til þeirra komu, fengu að taka þátt í gleði þeirra yfir því, að þau höfðu fundið hvort annað. Eg var í fyrsta skipti gestur þeirra á Sunnuhvoli um hvíta- sunnu 1950. Þetta voru dýrlegir veisludagar og eftir það átti ég marga daga með þeim á Dalvík og dvaldist þar iðulega í fríum. Alltaf var sama veislan, og held ég, að allir, sem til þeirra komu, hafi fundið þetta sama og ég, og ætla ég það af því, hve kunningjar, frændur og vinir voru iðnir að koma til þeirra og þaulsætnir. Það skipti ekki máli, þótt ónæðið væri stundum meira en góðu hófi gegndi, alltaf tóku þau á móti fólki fagnandi eins og löngu þráðum gesti, og ekkert var of gott handa gestinum. Hjá þeim var alltaf setin veisla. Þóra bar krásir á borð, Stefán skemmti gestum með gáfum og andríki, en Þóra krydd- aði talið með hnyttnum athuga- semdum og dillandi hlátri. Okkur bróðurbörnum Stefáns og skyldu- liði öllu varð hún sem besta systir, raungóð, hlý og skilningsrík, og held ég, að fólkið hennar geti sagt það sama um Stefán. Ég held, að þau hafi enga gleði átt meiri en að geta glatt hvort annað, og sæmd hvors um sig var hinu heilagt mál. Þessum elsku- legu hjónum var tími samverunn- ar dýrmætur, og þau nutu hans svo ríkulega, að þau áttu alltaf nóg til að miðla þeim, sem að garði bar. Þess vegna var sífellt setin veisla, og ég held, að allir, sem kvöddu þau úti á hlaði, hvort heldur var á Dalvík eða Akureyri, hafi hugsað það sama — dæma- laust var þetta ánægjuleg stund og mikið tilhlökkunarefni að hitt- ast aftur. Ég kvaddi þau bæði saman í síðasta sinn á hlaðinu á Ásvegi haustið 1974. Það liðu þrjú ár, þangað til ég kom næst til Akur- eyrar. Stefán var þá allur, en ég lagði fljótlega leið mína á Ásveg- inn til Þóru. Hún var sama tryggðatröllið og áður, og mér fannst andi Stefáns svífa yfir vötnunum, en töluvert var Þóru brugðið, þó að viðmótið og viðtök- urnar væru enn í fullu gildi. Fyrir tveimur árum tók Þóra þann sjúkdóm, sem dró hana til dauða. Hún barðist hetjulegri baráttu, gerði gys að veikindum sínum og kom okkur til að hlæja, þegar við heimsóttum hana á sjúkrahús. Hún var afskaplega þakklát öllu því fólki, sem stund- aði hana í veikindunum — lækn- um og hjúkrunarkonum og einnig þeim, sem heimsóttu hana. Hún baðst ekki vægðar og kveinkaði sér ekki og var heldur ekki gefið um mærðarfulla meðaumkun. Meðan hún hafði nokkra meðvit- und, var alltaf stutt í spaugsyrðin, og hún gladdist síðustu dagana yfir því, að þýðing Stefáns á skáldsögunni „Hverjum klukkan glymur" eftir Hemingway var að koma út í nýrri útgáfu með því heiti, sem Stefán hafði valið henni. Ég veit, að andlát Þóru hefur verið mikið reiðarslag móður hennar, systkinum og öðrum ætt- mennum og vinum. Þeir hafa áreiðanlega haldið, aö hún myndi sigra í þessari síðustu raun, því að á henni voru engin uppgjafar- merki. En það er trú mín, að endurminningin um allar þær gleðistundir, sem þessi góða kona veitti okkur, deyfi söknuðinn og sorgina. Ég veit, að stór faðmur Stefáns hefur beðið hennar, og hjá þeim heldur veislan áfram. Stcinunn Bjarman Laugardaginn 6. desember sl. lést að heimili sínu Álfhólsvegi 29 í Kópavogi Stefnir Guðlaugsson frá Siglufirði. Stefnir var fæddur á Siglufirði 20. júlí árið 1933. Þar ólst hann upp yngstur þriggja systkina í húsi foreldra sinna Hverfisgötu 22. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Jakobs- dóttir ættuð úr Þingeyjarsýslu og Guðlaugur Sigurðsson ættaður frá Svarfaðardal í Eyjafirði. Föður sinn missti Stefnir er hann var barn að aldri og þótti mikill sjónarsviptir við fráfall svo glæsi- legs og velgerðs manns sem Guð- laugur var. Það mun hafa verið Sigurbjörgu mikið áfall að missa mann sinn í blóma lífsins frá þremur ungum börnum. Þar að auki var hún með sjúk gamal- menni í heimili, en Sigurbjörg var dugleg og mikilhæf kona sem tókst að koma börnum sínum vel til manns, hún bjó í stóru húsi á þeirra tíma mælikvarða og gat leigt út frá sér og haft af því smá tekjur utan þess að hún vann í síldarsöltun á sumrin. Sigurbjörg er látin fyrir allnokkrum árum eftir langa sjúkdómslegu. Það kom mér mjög á óvart er mágur Stefnis hringdi til mín laugardaginn 6. desember sl. og tjáði mér að hann hefði látist snögglega um morguninn, mér varð orðvant því ég hafði fáum dögum áður komið inn á heimili þeirra hjóna og gat ekki merkt það að hann væri öðruvísi en hann átti að sér. Ég spurði hann um heilsufarið því hann hafði hrasað við vinnu sína og brákast á öxl, og var búinn að vera frá vinnu um nokkurra vikna skeið, hann svar- aði því til að hann væri hálf slappur ennþá, annars flíkaði hann því ekki þótt hann væri veikur. Stefnir hafði veikst hast- arlega fyrir ári eða svo og var hann þá skorinn upp og gerð mikil aðgerð á honum, var honum vart hugað líf um tíma. Við sem þekktum hann héldum að hann hefði náð sér eftir það áfall, þess vegna kom hið sorglega fráfall hans okkur öllum á óvart. Snemma kom dugnaður Stefnis í ljós, því hann var ekki margra ára gamall þegar hann var farinn að vinna á söltunarplani í heima- bæ sínum við að færa síldarstúlk- um tómar tunnur og hringi. Síðar Gunnar Þorsteinsson var fædd- ur 10. september 1909 að Köldu- kinn, Holtahreppi, Rangárvalla- sýslu, sonur hjónanna sem þar bjuggu, Guðrúnar Þórðardóttur og Þorsteins Einarssonar. Gunnar ólst upp í Köldukinn og fór ungur að árum að vinna að bústörfum hjá foreldrum sínum. Systkini Gunnars urðu sex og var hann næst elstur af fyrri konu börnum, en þrjú urðu hálfsystkini Gunnars, en faðir hans var tvígift- ur og hét seinni kona Þorsteins Guðrún Guðjónsdóttir. Snemma beygðist hugur hans að fara til vinnu utan heimilis til að afla sér fjár og frama, og fór hann ungur að árum til sjóróðra í Vestmannaeyjum og þótti traust- ur sjómaður. Eftir nokkrar vertíð- ar í Vestmannaeyjum fór hann til Reykjavíkur og réðist á togarann Otur sem þá var gerður út frá Reykjavík og var hann þar með góðum félögum, en skipstjórinn og aflamaðurinn á þessu skipi var Nikulás Jónsson, all þekktur skip- stjóri í þá daga. Upp frá þessu eða 1941 fluttist Gunnar úr sveitinni og fór að vinna hjá breska hernum sem hér vann Stefnir í mörg ár hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins á Siglufirði, einnig var hann í mörg ár á togurum Siglufjarðar, vann aðal- lega í vél. Það þótti ætíð vel skipað rúm þar sem hann var, hann vann öll sín störf af mikilli samvisku- semi og óaðfinnanlega. Stefnir var sérlega handlaginn maður og hafði gaman að grúska í vélum og öllu því sem að þeim laut, og þekkti vel inn á það starfssvið. Þá var han vel inni í öllum olíukynditækjum og fær viðgerðarmaður 4 því sviði, það virðist allt leika í höndum hans. 27.júní 1956 gekk Stefnir að eiga konu sína Guðnýju Garðarsdóttur frá Dalvík, glæsilega og góða konu sem var manni sínum samhent í öllu. Þau bjuggu lengst búskapar- ára sinna á Siglufirði, áttu þar íbúð að Eyrargötu 22. Frá Siglu- firði fluttu þau til Kópavogs fyrir 8 árum síðan og festu síðar kaup á einbýlishúsi við Álfhólsveg 29 sem þau hafa fegrað mikið innan sem utan. Til dæmis var Stefnir nýlega búinn að klæða allt húsið að utan og naut til þess góðrar aðstoðar sonar þeirra hjóna Auðuns, sem ætíð var tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Stefnir var góður eiginmaður og faðir, sem fyrst og fremst hugsaði um heimili sitt, konu og börn, ég held að einkunn- arorð hans hafi verið, heimilið og fjölskyldan fyrir öllu. Síðustu ævi- ár sín vann Stefnir hjá álverinu í Straumsvík, fyrst og lengst sem vaktmaður en síðasta árið mun hann hafa verið dagmaður. Fyrir ekki löngu síðan sátum við Stefnir á tali sem oftar, þá verður hann hugsi augnablik og segir siðan, mikið getur nú Guð lagt á sumt fólk. Ég hváði og þá segir hann, ég var að hugsa um hana elskulegu einkasystur mína, hvað hún hefur mátt þola mikil veikindi í öll þessi ár og allar sjúkrahúslegur hennar um dag- ana, en bætir síðan við, það er þó mikil bót að hún á gðan eiginmann og syni sem allt vilja fyrir hana gera, það er mikill styrkur fyrir hana. Stefnir var systkinum sín- um góður bróðir, ekki siður en hann var góður eiginmaður og faðir. Það er sorglegt og mikið áfall þegar fólk á besta aldri hverfur svo fljótt af sjónarsviðinu, það mun verða tómlegra eftir. dvaldist þá. Eftir nokkur ár hjá hernum réðist Gunnar til Vatns- veitu Reykjavíkurborgar og vann þar til sjötugs. Hamingjudagur í lífi hans var 21. júní 1946, er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Ingibjörgu Guðlaugsdóttur. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn, fjögur búa í Reykjavík og eitt býr í Bandaríkjunum. Á árinu 1939 tengdist sá er þetta ritar fjölskyldu Gunnars og tókust þá kynni og vinátta milli okkar Gunnars sem héldust upp frá því; sá ég þá að mikið bjó í þessum manni. Hann var glaðleg- ur og hrókur alls fagnaðar á góðri stund og notaði þá óspart sína góðu söngrödd sem var honum meðfædd. Um árabil söng hann með Karlakór alþýðu og þjálfaði hann rödd sína þar sem hann síðan bjó að. Hann hélt mikið upp á gömul og góð íslensk lög og söng þau oft. Fyrir nokkrum árum fékk hann sjúkdóm þann sem dró hann til dauða og læknavísindin ráða lítið við. Oft var kann þjáður, en bar sínar þjáningar af karlmennsku. Ég veit að allir samferðamenn + Móöir mín, ÓLAFÍA EYJÓLFSDÓTTIR, Hausastööum, Garöabæ, sem andaöist á Borgarspítalanum, 5. des. verður jarösungin frá Garöakirkju, laugardaginn 13. desember kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Höröur Sigurvinsson. t Móðir okkar. GUDRUN JÓNSDÓTTIR frá Skaftafelli, Hverageróí, veröur jarösungin frá Kotstrandarkirkju í Olfusi, laugardaginn 13. þessa mánaöar kl. 1 e.h. Börnin. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ERLENDURJONSSON, Keflavík, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 13. desem- ber kl. 14. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móöur okkar og tengdamóöur, ÓLÍNU ÓLAFSDÓTTUR, sem lést aö Hrafnistu 9. desember, fer fram frá Laugarneskirkju, laugardaginn 13. desember kl. 10 árdegis. Ólafur Elíasson, Jóna Viktorsdóttir, Benedikt Elíasson, |nga pétursdóttir, Ólöf Booras, Pete Booras, Björn Ágústsson, Þórhalla Gunnlaugsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, STEFNIR GUÐLAUGSSON, lést aö heimili sínu, laugardaginn 6. desember sl. Útförin veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 12. desember kl. 3 e.h. Guöný Garöarsdóttir, Guóný Þórey Stefnisdóttir, Auöunn Stefnisson, Katrín Stefnisdóttir, Steingrímur Stefnísson, Sigríöur Samsonardóttir, og barnabörn. t Móöir okkar oa tengdamóöir, OLÖF GUDRUN GUÐMUNDSDÓTTIR, Bókhlöóustig 2, Stykkishólmi, veröur jarösungin frá Stykkishólmskirkju, laugardaginn 13. desember kl. 2. Níels B. Bæringsson, Kristín Bæringsdóttir, Guömundur Ó. Bæringsson, Kristbjörg Hermannsdóttir, Bjarni Bæringsson, Kristbjörg Guóbjörnsdóttir, Sæmundur Bæringsson, Kristín Hermannsdóttír, Valdimar Bæringsson, Bryndís Jóhannsdóttir. Gunnar G. Þorsteins- son — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.