Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980 39 ÍS af mesta hættusvæóinu ÍS FYLGDI eftir KÓOum sigri sinum gcgn ÍR á dogunum. með öðrum KÓðum sigri, nú gegn Ármanni og hefur liðið farið langt með að tryggja stöðu sína í úrvalsdcildinni í körfuknattleik. Leikur liðanna í Hagaskólanum í gærkvöldi var í heild mjög slakur en engum blöðum er um að fletta. að betra liðið vann. lokatölurnar urðu 91—80, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 49—43 fyrir ÍS. Um gang leiksins er það eitt að segja, að ÍS hafði ávallt forystuna, hún var bara mismunandi mikil. Mest var hún í fyrri hálfleik 17 stig, 37—20, en undir lok hálf- leiksins tókst Ármanni að minnka muninn dálítið. En í síðari hálf- leik mkunaði lengst af 10—12 stigum og sigri ÍS var í raun aldrei ógnað að neinu ráði. Liðsheild ÍS er sterkari en liðsheild Ármanns og auk þess voru leikmenn ÍS uppfullir sjálfstrausts og sigurvilja eftir sigurinn gegn ÍR á dögunum. Það gerði gæfumuninn og þó að nokkr- ir í liði Ármanns hafi leikið bærilega, var það alls ekki nóg. Mest kvað að Mark Coleman, en hittni hans var sveiflukennd. Ann- ars voru þeir Gísli Gíslason og Jón Oddsson bestu menn liðsins. Þá voru Ingi, Bjarni Gunnar og Árni drjúgir og Gunnar Thors var seigur í vörninni. James Breeler lék með Ármanni í gærkvöldi og þó að hann hafi verið stigahæstur meðal leikmanna liðsins, þýðir það ekki að hann hafi verið bestur. I raun var hittni hans léleg og yfirferðin þaðan af verri. Kristján írnn 3Q;91 Rafnsson stóð vel fyrir sínu og Valdemar lék mjög bærilega og virðist vera að ná sér nokkuð upp /eftir að hafa verið í öldudal (eða hreinlega á bekknum) það sem af er vetri. Stig Ármanns: James Breeler 26, Kristján Rafnsson 17, Valde- mar Guðlaugsson 14, Atli Arason 9, Guðmundur Sigurðsson 7, Hörð- ur Arnarson 4 og Davíð Ó. Árnar 3 stig. Stig ÍS: Mark Coleman 28, Jón Oddsson og Gísli Gíslason 15 hvor, Bjarni Gunnar Sveinsson 12, Árni Guðmundsson 11, Ingi Stefánsson 9 og Gunnar Thors eitt stig. — gg. Ljótur ósiður LEIKUR Ármanns og IS í Ilaga- skóla i gærkvöldi var auglýstur klukkan 20.00. En hann byrjaði ekki fyrr en 25 mínútur yfir átta. Aldrei í vetur hefur stundvisin verið jafn ömurleg, en þó hafa flestir úrvalsdeildarleikjanna ekki byrjað stundvislega. Þetta er ba*ði ósiður og dóna- skapur gagnvart áhorfendum að bjóða þeim upp á að hanga allt að hálfa klukkustund fram yfir þann leiktíma sem auglýstur er i mótabók. Vonandi verður þessu kippt i lag. Fram sigraði Þrótt í spennandi leik LIÐ FRAM sigraði Þrótt með 24 mörkum gegn 21 í Laugardals- höllinni í gærkvöldi og lyfti sér þar með upp í möguleika til þess að halda sæti sinu i 1. dcild gangi liðinu vcl í næstu leikjum. Þrótt- ur missti hinsvegar af möguleika sínum á að verða meistarar i ár. Þvi að fullvist má nú telja að ekkert geti komið i veg fyrir að Víkingur verði íslandsmeistari. Leikur Þróttar og Fram var gífurlega spennandi i síðari hálf- leiknum sem var lengst af mjög jafn. Þróttur náði forystunni í leikn- um og komst í þriggja marka forskot en Fram hafði jafnað og náð að komast marki yfir í lok hálfleiksins. Það kom því í hlut Þróttar að jafna metin rétt áður en flautað var til leikhlés. Staðan var jöfn 11—11. Síðari hálfleikur- inn var jafn á öllum tölum upp að 15—15. Þá tókst Fram að ná tveggja marka forystu og átti góða möguleika á að bæta þriðja mark- inu við en það mistókst. Þróttur jafnaði leikinn og þegar sjö mín- útur voru til leiksloka var staðan jöfn 20—20. Björgvin Björgvins- son átti stórleik með Fram og skoraði sex mörk í röð fyrir Fram á þessum tíma og lék mjög vel. Síðustu mínútur leiksins léku Þróttarar mjög óyfirvegað og lítil hugsun var í leik liðsins. Þeir misstu tvo leikmenn útaf og Fram tókst að komast yfir 22—20. En þá var komið að Fram þeir misstu tvo leikmenn útaf og léku fjórir í lokin. En allt kom fyrir ekki leikmenn Þróttar skutu mjög svo ótímabærum skotum og létu skap- ið hlaupa með sig í gönur. Fram sigraði örugglega. Lék mun betur lokakaflann í leiknum. Besti maður Fram var Björgvin Björgvinsson sem sýndi sannkall- Fram OA.41 Þróttur I aða snilldartakta á línunni og misnotaði varla tækifæri. Þá varði Sigurður Þórarinsson vel í marki Fram á þýðingarmiklum augna- blikum. Lið Þróttar lék nokkuð vel framan af leiknum en missti síðan leikinn út úr höndum sér. Sigurð- ur Sveinsson var fullbráður í skotum og gekk illa að skora. Sigurður Ragnarsson markvörður Þróttar snéri sig illa á ökkla í leiknum og varð að fara útaf en lék síðari hálfleikinn á öðrum fætinum. En varði þó sæmilega vel. Páll Ólafsson er leikmaður sem nær ekki langt í íþróttum ef hann lærir ekki að temja skap sitt. Hann gerði liði sínu um tíma meira ógagn en gagn með ótíma- bærum skotum og óyfirveguðum leik bæði í vörn og sókn. í STUTTU MÁLI: ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD: Þróttur—Fram 21—24. (11—11) Mörk Þróttar: Páll Ólafsson 6 lv, Sigurður Sveinsson 5, Ólafur H. Jónsson 3, Gísli Óskarsson 3 lv, Lárus Lárusson 2, Jón Viðar Jónsson 2. Mörk Fram: Björgvin Björgvins- son 8, Axel Axelsson 6 3v, Atli Hilmarsson 5, Hannes Leifsson 3, Hermann Björnsson 2. Brottvísun af leikvelli: Jón Viðar og Páll Ólafson Þrótti í 2 mín. hvor. Magnús Margeirsson Þrótti í 4 mín. Axel Axelsson Fram í 4 mín. og Hannes Leifsson í 2 mín. Varin víti: Sigurður Þórarinsson varði tvö vítaköst frá Sigurði Sveinssyni. Kristinn Atlason varði vítakast frá Axel Axelssyni. Páll Ólafsson skaut í þverslá. — þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.