Morgunblaðið - 28.12.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980
3
Minnis-
merkið
í Gdansk
ÞRIÐJUDAGINN 16. des-
ember söfnuðust hundruð
þúsunda Pólverja saman
utan við Lenínskipasmíða-
stöðina í Gdansk við afhjúp-
un minnismerkis um verka-
mennina. sem týndu lífi í
verkfallsaðgerðunum 1970. í
samkomulaRÍ pólsku ríkis-
stjórnarinnar ok fulltrúa
frjálsra verkamanna frá því
síðasta haust fólst heimild til
að reisa minnismerkið.
Að gerð þess unnu meira 'en
300 starfsmenn skipasmíða-
stöðvarinnar launalaust.
Merkið er þannig, að þrír
stálkrossar teygja sig 40
metra til himins, Þurfti meira
en 100 lestir af stáli í kross-
ana og á þvertrjám þeirra
hanga akkeri, eins og myndin
sýnir. Jablonski forsætisráð-
herra, erkibiskupinn í Kraká,
Macharski kardínáli, og Lech
Walesa, verkalýðsleiðtogi,
fluttu ræður við afhjúpunina
og sá síðastnefndi tendraði
hinn eilífa loga, sem blakta
mun við minnismerkið.
Snjó rutt af vegin-
um milli Húsavík-
ur og Akureyrar
Sveinn Björnsson, varaborgarfulltrúi:
Mikill afturkippur í upp-
byggingu íþróttamannvirkja
- síðan núverandi meirihluti tók við
f FYRSTA skipti i sögu Reykja-
vikurborgar siðustu áratugi hef-
ur sinnuleysi núverandi meiri-
hluta borgarstjórnar gagnvart
íþróttalegri uppbyggingu verið i
algleymingi,- sagði Sveinn
Björnsson varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins. á borgar-
stjórnarfundi sem haldinn var sl.
fimmtudag.
Á fundinum fór fram fyrri
umræða um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár.
Sveinn sagði ennfremur að lítið
sem ekkert hefði verið unnið við
ný íþróttamannvirki á árunum
1979 og 1980 og ekki væri hægt að
sjá fyrir breytingu á þeim málum
á árinu 1981.
„Síðan núverandi meirihluti
borgarstjórnar tók við hefur orðið
mikill afturkippur í uppbyggingu
íþróttamannvirkja hér í Reykja-
vík,“ sagði Sveinn. Sveinn sagði að
í tillögum íþróttaráðs fyrir árið
1979 hefði verið lagt til að varið
skyldi 296 milljónum til uppbygg-
ingar íþróttamannvirkja. „Núver-
andi meirihluti afgreiddi tillögur
íþróttaráðs," sagði Sveinn, „og í
staðinn fyrir 296 milljón króna
tillögu ráðsins, kom eitt stórt núll,
engu fjármagni veitt til uppbygg-
ingar íþróttamannvirkja," sagði
Sveinn.
Sveinn sagði að íþróttaráð hefði
samþykkt í haust að leggja til við
borgarstjórn að 910 milljónum
yrði veitt til ýmissa íþrótta-
framkvæmda, en miðað við með-
ferð meirihlutans á tillögum ráðs-
ins í þessum efnum hingað til,
væri ekki mikils að vænta.
Húsavík. 27. dosember.
Á AÐVENTUNNI var tíðarfar
heldur risjótt. en ekki stórviðra-
samt óg samgöngur gengu með
nokkuð eðlilegum hætti. flogin
flest áadlunarflug hjá Flugleið-
um og farþegar komust svo að
segja eftir áa'tlun. Tafir urðu þó
á vöruflutningum.
Bærinn er ljósum prýddur nú
um hátíðarnar. Rafveitan flóðlýsir
kirkjuna eins og áður, en bæjar-
jólatréð er ljósum prýtt sunnan
við samkomuhúsið og Lions-menn
hafa sett upp stórt jólatré við
sjúkrahúsið. Fiskiskip í höfninni
eru alsett ljósum.
Á aðfangadag var hér hið feg-
ursta veður og greiðfært um allar
nálægar sveitir, en aðfararnótt
jóladags gerði norðaustan hvell og
skóf í slóðir, svo að víða varð
ófært, en á jóladag mátti heita
gott veður, en dálítið kalt. í dag er
verið að ryðja snjó af veginum til
* Húsavík:
Síðustu iðn-
nemarnir eftir
gamla kerfinu
Húsavík á Porláksmessu 1980.
SÍÐASTLIÐINN föstudag luku
17 iðnnemar prófi í Iðnskóla
Ilúsavíkur og verða það síðustu
nemarnir er því námi ljúka
samkva>mt gamla iðnnámskerf-
inu.
Eftir áramótin munu nýir
iðnnemar hefja nám í samræmi
við nýsettar reglur um samræmt
iðnnám í framhaldsskólum á
Norðurlandi.
— Fréttaritari.
Akureyrar, sem á voru nokkur
höft.
— Fréttaritari.
Guðbrands-
biblía Jóns
Sólness
Guðbrandsbiblía sú er Jón Sólnes
keypti á uppboði í London fyrr í
vetur er nú komin í hendur eiganda
síns, en um tíma stóð á útflutnings-
leyfi frá Bretlandi. Jón borgaði á
tólftu milljón króna fyrir þennan
kjörgrip, sem hefur verið til sýnis
undanfarna daga í glugga Iðnaðar-
bankans og verður eitthvað áfram.
Sverrir Pálsson, fréttaritari Mbl. á
Akureyri, tók þessa mynd af Jóni
með gripinn á heimili sínu fyrir
skömmu.
Samband málm- og skipasmiðja:
Vilja framlengingu tíma-
bundins aðlögunargjalds
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
cftirfarandi fréttatilkynning frá
Samhandi málm- og skipasmiðja:
Fundur í sambandsstjórn Sam-
bands málm- og skipasmiðja hald-
inn 15. desember 1980, ítrekar þá
skoðun samtakanna að lög um
tímabundið aðlögunargjald verði
framlengd eftir næstu áramót.
Fundurinn bendir á, að þær
forsendur sem lögin eru byggð á
eru — því miður — enn fyrir
hendi. Stjórnvöld hafa á þessu og
síðasta ári ekki framkvæmt þær
leiðréttingar á samkeppnisaðstöðu
iðnaðarins sem lofað hafði verið.
Ef loforðin hefðu verið efnd, væri
engin ástæða til að framlengja
umrædd lög. íslenskur iðnaður
biður aðeins um jafnrétti í að-
stöðu gagnvart öðrum atvinnu-
greinum svo og erlendum sam-
keppnisaðilum. Fundurinn er
þeirrar skoðunar, að ef stjórnvöld
framlengja ekki aðlögunargjalds-
lögin né fella niður hin ýmsu álög
af iðnaðinum þá hafi þau sett
iðnaðinn skör lægra en aðrar
atvinnugreinar.
Með setningu aðlögunargjalds-
ins fékkst viðurkenning á því hjá
EFTA og EBE, að íslenskur iðnað-
ur hafi enn ekki náð þeirri iðn-
þróun sem til var ætlast á aðlög-
unartímabilinu. Gjaldið var hugs-
að sem vernd að nokkru og einnig
fjármögnun iðnþróunaraðgerða.
Með afnámi aðlögunargjaldsins er
verndinni aflétt, án þess að létt sé
af iðnaðinum álögum, svo sem
launaskatti o.fl. Einnig er kippt
fótum undan fjármögnun þess
iðnþróunarátaks, sem S.M.S. hef-
ur unnið að í anda laganna og
stefnir markvisst að því, að efla
framleiðni og samkeppnishæfni
starfsereina í málmiðnaði.
Gimilegur ostabakki gerir
ávallt lukku.
Vi3 óvænt innlit vina, sem
ábætir í jólaboðinu eða sér-
réttur síðkvöldsins.
OSTABAKKIGÓÐ TILBJREYTING
Láttu hugmyndaflugið ráða ferð-
inni, ásamt því sem þú átt af
ostum og ávöxtum. Sannaðu
til, árangurinn kemur á óvart.
OG SUKKUIAÐINU