Morgunblaðið - 28.12.1980, Side 8

Morgunblaðið - 28.12.1980, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980 Sjötugur á morgun: Dr. Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra Á vordægrum 1937 eða eitthvað þar um bil fór ungur maður gangandi milli bæja austur í Holtum í Rangárvallasýslu. Sá var þá nýlega orðinn erindreki Sjálf- stæðisflokksins. Þetta var á þeim dögum sem upprennandi stjórn- málamenn komu ekki á skjáinn í hýbýli fólks, um loftvegu án telj- andi jarðsambands. Þvert á móti. í þann tíð gengu þeir um meðal lýðsins með bakpoka, ef ekki staf, líkari spámönnum úr Gamla Testamentinu en Holly- woodstjörnum. Maður þessi var vörpulegur og vel á sig kominn, hafði þó, ekki þann smáfríða svip _sem Sigmund hefur síðar gert landskunnan. Er því vafasamt að hann hefði þótt hlutgengur í glansmyndir bíóanna, en á hvaða alvörusviði sem var hefði hann sómt sér vel, jafnvígur á Shake- speare og Moliere. Höfundur þessarar greinar var strákhvolpur milli tektar og tví- tugs þegar fundum hans og þessa einfara bar saman. Maðurinn þurfti ekki að kynna sig. Jafnvel ég vissi að hér var kominn Gunnar Thoroddsen og enginn annar. Það varð Gunnari létt verk og raunar ekki umtalsvert að gera eitt unglingstetur að aðdáanda og fylgisveini. Til þess þurfti hann ekki að beita miklu af þeim persónutöfrum sem maðurinn býr yfir. Auk þess var ég á þeim árum þegar í barnalegri einfeldni er litið á stjórnmál sem auðskilinn yfirþyrmandi sannleika, en ekki meira og minna flókna gátu, þar sem ekki er allt sem sýnist og sumt í plati. Ég var sjálfstæðismaður í húð og hár og Gunnar Thoroddsen var einn glæsilegasti foringi ungra sjálfstæðismanna, óumdeildur þá. Hrifning mín af honum við þessi fyrstu kynni er auðskilin. Með árunum verður maður gagnrýninn. Á stjórnmálaflokka, vini sína, sjálfan sig, allt. Ég hef oft reynt að gera upp það allt annað en einfalda dæmi sem stjórn- málamaðurinn Gunnar Thor- oddsen er. Til þess hefur þurft töluverða samlagningu og nokk- urn frádrátt. Stundum hefur mér fundist að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu og nú væri ekki annað eftir en slá striki undir útkomuna. En þá hefur farið á annan veg. Allt í einu hefur maðurinn sýnt á sér nýja hlið, komið gersamlega á óvart, ruglað alla fyrri útreikninga og niður- stöður og fært hinar stærðfræði- legu formúlur yfir í flókinn Iík- indareikning sem ekki sér fyrir endann á. Ymsir myndu óska sér að þetta dæmi væri fullreiknað, en á því virðast engar horfur í bráð, nema síður sé. Næst bar fundum okkar Gunn- ars Thoroddsen saman í stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokksins þar sem ég var einn af nemendun- um, líklega á árinu 1938. Gunnar var þar skólastjóri og þótti þá þegar einn af slyngari ræðu- mönnum í landinu. Auk þess var hann frábær kennari. Menn gátu ekki komist hjá því að læra af honum nokkuð í mælskulist, nema þeir væru annað hvort fávitar eða skáld. Slíkir voru ekki í okkar hópi. Einn sá efnilegasti meðal okkar gerðist síðar flugmælskur forystumaður í verkalýðshreyf- ingunni en aðrir komust líka til nokkurs þroska og börðust á öðrum vígstöðvum. Þegar hér er komið sögu hafði Gunnar Thoroddsen verið lands- kjörinn þingmaður í nokkur ár þótt enn væri hann innan við þrítugsaldur. Þingmennska hans var árangur frækilegrar fram- göngu í framboði í Mýrasýslu. Síðar fór hann í framboð í Vest- ur-Isafjarðarsýslu gegn Ásgeiri Ásgeirssyni sem stóð föstum fót- um í því kjördæmi. Alkunnugt var að vegna persónulegra vinsælda naut hann meira og minna stuðn- ings kjósenda út fyrir flokksbönd og stjórnmálaskoðanir. í þessu kjördæmi náði Gunnar samt um- talsverðum árangri. Samkeppni hans við Ásgeir Ásgeirsson féll þó niður þegar hann kvæntist Völu, dóttur Ásgeirs, og hefur af því tilefni verið sagt bæði í gamni og alvöru að þar hafi allir málsaðilar gert góð kaup. Víkur nú sögunni til Snæfells- ness, en þar hreppti Gunnar þingsæti Thors Thors þegar hann lét af þingmennsku og gerðist sendiherra. Á Snæfellsnesi beið Gunnar Thoroddsen þó sinn fyrsta pólitíska ósigur þegar hann i fyrstu lotu féll fyrir frambjóðanda Framsóknarflokksins, Bjarna Bjarnasyni skólastjóra. Þetta var þó aðeins töpuð orusta í annars unnu stríði. Bjarni sat ekki nema eitt sumarþing og um veturnætur 1942 hafði Gunnar endurheimt þingsætið fyrir flokk sinn í haust- kosningum sem þá fóru fram. Á Snæfellsnesi tók fundum okkar Gunnars Thoroddsen aftur að bera saman. Ég var þá um nokkur ár skólastjóri og oddviti á Hellisandi. Höfðu sumir á orði að ég væri þar lénsmaður Gunnars Thoroddsen. Fremur var lén þetta rýrt á þeirri tíð a.m.k. miðað við nútima lífsgæðakröfur. Hvorki vatnsveita né rafveita, varla skóli að heitið gæti og engar vegasam- göngur. En menn höfðu fagra fjallasýn og mikið, opið haf og meira að segja nokkra litla báta. Sá var þó galli á gjöf Njarðar að erfitt var að koma bátunum í samband við sjóinn. Þeir voru oftast á þurru og hálf umkomu- lausir í hafnlausri fjörunni. Sum- um, þar á meðal liklega Gunnari Thoroddsen, þótti það verðugt verkefni fyrir mig að gerast oddviti þessa byggðarlags. Þetta var á árunum eftir heimsstyrjöld- ina og yfirleitt var allt efni til framkvæmda næstum ófáanlegt jafnvel þótt menn hefðu peninga. En auðvitað fengust peningar ekki heldur. Þjóðin hafði nýlega slátr- að sparigrísnum sínum og keypt sér nokkra tugi af togurum. Hún var auralítil eftir. Ég „oddvitinn" stóð þarna eins og hvert annað reynslulaust flón og gat ekki annað, nema þá helst borið mér í munn orð Guðmundar biskups hins góða: „Hvað má ég, vesaling- ur minn!“ Lítið nema eitt: Senda bænarskjöl til þingmanns kjör- dæmisins, Gunnars Thoroddsen. Eiginlega fannst mér Gunnar nú ekki gera mikið með bænarskjöl mín, nema hvað hann sagði mér að tala við ýmsa menn. Og ég talaði við þennan og ég talaði við hinn og það var svo skrítið að það var næstum eins og þeir hefðu átt von á mér. Smátt og smátt fóru rafmagnsstau'rar, vír og kaplar, vatnsleiðslurör og sitt hvað fleira dót að berast til Hellisands, mest af því upp á krít, því illa gekk að útvega peninga. Um síðir var ég eftir tilvísun Gunnars staddur í Landsbankanum á kontórnum hjá Jóni Árnasyni. Hann spurði mig spjörunum úr, loksins hafði bankastjórinn komist í tæri við sjávarþorp þar sem útgerðin var í bókstaflegum skilningi á þurru! Ég hef alltaf talið það til eins af fáum kraftaverkum sem fyrir mig hafa borið á lífsleiðinni, þegar ég gekk út frá Jóni Árnasyni með lánsloforð upp á nokkur hundruð þúsund krónur! Hins vegar hef ég aldrei fengið upplýst hvaða mátt- arvöld stóðu að baki krafta- verkinu. I fyrra var einhver í fréttapistli að rugla saman Gunn- ari Thor og þeim sem Hallgrímur Pétursson segir að sé „kóngur klár“ og urðu af því mikil blaðaskrif. Ég held að þarna hafi verið um misskilning að ræða og fyrir fréttamanni aðeins vakað að segja að Gunnar væri líka „klár“, aðeins í svolítið annarri merkingu. Aldrei skal það henda mig að fara að rugla saman máttarvöldum á himni og jörðu og því mun ég alls ekki ieiða getum að því hvaða máttarvöld stóðu að Landsbanka- kraftaverkinu, aðalatriðið er að það gerðist. Ekki held ég að þingmanni Snæfellinga hafi orðið mikið gagn að lénsmanni sínum á Hellisandi, jafnvel ekki þegar hann lagði kapp á úrslit máls. Forsetakosningar 1952 hafa orðið mörgum ótrúlega fastar í huga. Aldrei hefi ég samt orðið þess var að Gunnar legði afstöðu mína í þeim kosningum sérstaklega á minnið þótt honum væri fullkunnugt að leiðir lágu þá ekki saman. Þegar Gunnar Thoroddsen átti sextugsafmæli árið 1970 var að sjálfsögðu við hæfi að hans væri getið í málgagni Sjálfstæðis- flokksins, Morgunblaðinu. Við mikilvæg verkefni er oft vafasamt að dreifa kröftunum og tókst því svo til að undirritaður, höfundur þessarar greinar, sat svo til einn að því að minnast afmælisbarns- ins því sinni og í fáum orðum. Ég ætla að leyfa mér að taka hér upp tvær glefsur úr þeirri grein: „Gunnar Thoroddsen er sextug- ur í dag. Sumum þykir hann of gamall til að vasast í stjórnmál- um. Öðrum þykir maðurinn jafn- vel ennþá of ungæðislegur til að öruggt sé, að hann hafi tekið réttu, pólitísku uppeldi í guðsótta og góðum siðum. Þannig getur mönnum þótt Gunnar of ungur eða of gamall, fundist mikið til um hann eða lítið. En þeir eru ekki margir, sem gleyma honum með öllu, eða láta sig hann ekki nokkru skipta. Slíkt verður oft hlutskipti manna, sem þekktir eru og um- deildir." „Gunnari væri illa í ætt skotið, ef hann ætti sér ekki nein hugðar- efni önnur en stjórnmálin ein. Þess vegna hefur stundum þótt nokkuð á það skorta, að hann einbeitti sér nægilega að hinu pólitíska tafli, minnugur þess, að á þann verður leikið, sem af sér leikur. En hvað sem um það er hefur Gunnar reynst meiri bar- áttumaður en margur hugði, og svo virðist sem hann hafi'ekki ennþá leikið sinn síðasta leik á vettvangi stjórnmálanna." Og það hefur sannarlega reynst orð að sönnu. Sumum mun áreið- anlega finnast að staðan á tafl- borðinu sé nú í uppnámi og tafllok ærið tvísýn. Einu sinni varð karl einn úr Flóanum fyrir þeirri lífsreynslu að Friðrik áttundi rétti honum höndina þegar konungur ferðaðist um sveitir austanfjalls. Karli brá svo við að hann gat vart um annað talað það sem eftir var ævinnar. Höfundur þessarar greinar hefir við fljótan yfirlestur komist að þeirri niðurstöðu að hingað til hafi hann aðallega verið að skrifa um sjálfan sig en látið Gunnars Thoroddsen að litlu getið. Er góðfús lesandi mikillega beðinn velvirðingar á þessu og lofar höfundur hér eftir að vera eins mikið úr sögunni og hann fær við sjálfan sig ráðið. Heldur skal nú snúa sér að stjórnmálamanninum Gunnari Thoroddsen og alvöru lífsins. -O- Það kemur varla oft fyrir að sami maður upplifi það að hafa bæði verið yngstur og elstur þing- manna á Álþingi. Gunnar Thor- oddsen var yngstur þingmanna 1934 aðeins 23 ára gamall og nú er hann elstur þingmanna, sjötugur að aldri. Þingmennskutímabil hans spannar því yfir nær hálfa öld. En þar sem hann hefur ekki setið óslitið á þingi allan þennan tíma þarf hann að bæta við sig svo sem einu kjörtímabili eða svo til að losa 40 árin. Hvort hann hyggst bregða á það ráð eða ekki er enn ein af ókunnu stærðunum í reikn- ingsdæminu um Gunnar Thor- oddsen. Mikinn hluta þess tíma sem Gunnar gegndi þingmennsku, fyrst fyrir Snæfellinga (1942—49) og síðar Reykvíkinga (fyrra tíma- bilið 1949—65), var hann jafn- framt borgarstjóri í Reykjavík eða frá 1947 til 1959 er hann fékk leyfi frá því starfi (lausn 1960). Ýmsum hefur fundist að borgarmálast- efna Sjálfstæðisflokksins hafi oft á tíðum verið nokkru „demokrat- ískari" en þingflokksins, sumir kölluðu hana, og ekki alltaf I virðingarskyni, jafnvel „soci- aldemokratíska". Ekki skal hér um það dæmt en hitt er víst að stefna þessi hvort sem hún taldist góð eða slæm entist Sjálfstæðis- flokknum ótrúlega lengi til hreins meirihluta í borgarstjórn, eða allt til síðustu borgarstjórnarkosn- inga. Vafasamt er þó að sjálf- stæðismenn hefðu misst meiri- hlutann í þeim kosningum ef Alþingiskosningar hefðu farið fram á undan kosningum til borg- arstjórnar. Ekki treysti ég mér að segja hvernig borgarmálastefna Sjálf- stæðisflokksins hefur til orðið upphaflega, þar eiga sjálfsagt fleiri hlut að máli en Gunnar Thoroddsen einn, þótt hans hlutur sé verulegur. En svo sterk hefð hafði um þessa stefnu myndast að hún breyttist ekki til muna þótt skipti um borgarstjóra eða borgarfulltrúa og hún féll borgar- búum það vel í geð að hún tryggði Sjálfstæðisflokknum meirihluta í borgarstjórn um margra áratuga skeið. Ef til vill má rekja „demokratis- eringuna" í Sjálfstæðisflokknum allt aftur til ársins 1931 þegar ungir sjálfstæðismenn (þar á með- al Gunnar Thoroddsen) settu fram stefnuskrá sem hafði verulegar breytingar í för með sér, í þá átt að færa stefnu flokksins frá sum- um arfleifðum hins gamla Ihaldsflokks í átt til aukins frjáls- lyndis og meiri áhuga á mennta- málum og félagslegum umbótum. Það hefur skapað stjórnmála- mönnum sterka pólitíska stöðu að gegna embætti borgarstjórans í Reykjavík og venjulega verið stökkpallur til flokksforystu og þátttöku í ríkisstjórn. Gunnar tók stökkið 1959. Fyrir beiðni Ólafs Thors tók hann þá sæti í ríkis- stjórninni sem fjármálaráðherra. Hann yfirgaf tiltölulega öruggt skjól í Reykjavíkurapóteki og gekk yfir Austurvöll í annað hús þar sem oft er stormasamara. Þangað var hann kominn til að helga sig landsmálapólitíkinni að fullu. Þegar Gunnar hóf þátttöku í ríkisstjórninni hefði hann fremur kosið sér annað viðfangsefni en fjármálin, sérstaklega .á sviði mennta- eða dómsmála. Það var fyrir þrábeiðni að hann tók að sér embætti fjármálaráðherra. Þetta er svolítið skrítið í ljósi ýmissa sögusagna sem komist hafa á kreik um veikleika Gunnars og tekið hafa á sig nýjar myndir í tímans rás. Þannig hefur það gerst, að eftir að alþjóð varð kunnugt um kókdrykkju hans í kokkteilpartíum og þar af leiðandi afneitun á sterkari drykkjum, hefur komið upp þrálátur orðróm- ur um að hann væri óreiðumaður í fjármálum. Þetta gæti bent til þess að Coca Cola hafi einhverjar skaðlegar aukaverkanir þrátt fyrir allt. Ekki varð fjármála- óreiða Gunnars merkjanleg á ríkiskassanum sem í ráðherratíð hans (1959—1965) var yfirleitt hvorki þyngri eða léttari en sá kassi á að sér, a.m.k. er það staðreynd að flest árin skilaði ríkissjóður greiðsluafgangi og skuldir við Seðlabankann voru greiddar. - O - Það er sagt að einhverntíma á ævi merkra manna komi að því að þeir verði slegnir blindu á fram- tíðina og taki alranga ákvörðun. Um þetta eru mörg dæmi ilr bókmenntum og ævisögum. Sá tími var nú að renna upp í lífi Gunnars Thoroddsen. Við forsetakosningar 1952 voru þrír framúrskarandi heiðursmenn í kjöri sem hver um sig hefði orðið virtur og ástsæll þjóðhöfðingi, eins og gerðist með þann sem kjörinn var. Stjórnmálaflokkar höfðu fyrirfram komið sér saman um að ráða úrslitum þessara kosninga og vart hægt að sjá annað en niðurstaða væri sjálfgef- in. Þetta fór á annan veg og átti Gunnar Thoroddsen þar ekki lít- inn hlut að máli. Sárindi eftir þessar kosningar urðu djúpstæð hjá mörgum, ekki vegna þess að menn sættu sig illa við kjör Ásgeirs Ásgeirssonar sem fljót- lega varð óumdeildur, heldur vegna hins að þjóðin hafði hafnað forræði tveggja stærstu stjórn- málaflokka landsins í þessu máli. Og staða Gunnars Thoroddsen í Sjálfstæðisflokknum var ekki sú sama eftir forsetakosningarnar og áður var. Ef til vill var það þess vegna að Gunnar Thoroddsen tók þá ákvörðun að rjúfa tengslin við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórn og Alþingi og stefna á forsetaembættið á Bessastöðum. Árið 1965 axlaði hann sín skinn og fór sem sendiherra til Kaup- mannahafnar, þar sem hann ætl- aði að sitja á friðarstóli uns tíminn væri fullnaður. Orustan 1968 var fyrirfram töp- uð. Nýir straumar gegn „kerfinu" og þeim sem úr því vori komnir höfðu þá þegar borist um þjóðlífið. Þau vopn sem höfðu orðið Gunn- ari hvað sigursælust í baráttunni fyrir kosningu Ásgeirs Ásgeirs- sonar 1952 snerust mörg hver gegn honum sjálfum þegar hann barðist fyrir eigin kjöri og ósigur hans varð stór. Þótt Gunnar Thoroddsen hafi oft mátt taka ósigrum í stjórnmál- um hygg ég að þessi hafi verið hvað beiskastur. Sigraður maður en ekki brotinn hélt hann til Kaupmannahafnar. En heima á íslandi var einnig annar aðili sem líka var í nokkrum sárum að loknum tvennum forsetakosning- um: Sjálfstæðisflokkurinn. - O - Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til. Við lok ársins 1969 hafði Gunnar Thor- oddsen í 4 'k ár’gegnt sendiherra- stöðunni í Kaupmannahöfn. Hann vildi heim, en ekki mun hann þá hafa hugsað til að hefja aftur þátttöku í stjórnmálum. Frá l.jan. 1970 var laus staða dómara við Hæstarétt. Gunnar hafði verið lagaprófessor við Háskóla íslands frá 1940—1947 er hann fékk leyfi frá kennsluskyldu og síðan lausn frá starfi 1950. Hann varð doktor í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.