Morgunblaðið - 28.12.1980, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980
9
lögum við HÍ 1969 en doktosrit
hans Fjölmæli var gefið út 1967.
Vegna iögfræðimenntunar sinn:
ar og kennslu við lagadeild HÍ
hafði hann ávallt áhuga á lög-
fræðilegum efnum. Til gamans má
geta þess að fyrsta þingmálið sem
hann lagði fram á Alþingi 1934
var frumvarp til laga um skipun
opinbers ákæranda, en ákæru-
valdið var þá í höndum dómsmála-
ráðherra og gat sú skipan tæplega
talist til góðrar aðgreiningar milli
framkvæmdavalds og dómsvalds.
Ekki náði mál þetta fram að
ganga fyrr en 28 árum síðar er
Bjarni Benediktsson og Gunnar
Thoroddsen sameinuðust um að
hrinda því í framkvæmd (lög um
ríkissaksóknara) en þeir sátu þá
báðir í ríkisstjórn. Það verður
varla annað sagt en Gunnar hafi
verið all vel undir það búinn að
gerast Hæstaréttardómari sem
hann varð 1. jan. 1970. Til þess
stóð hugur hans sjálfs og gegn því
var engin andstaða.
— O —
Fáir hafa betur lýst samfélagi
úlfa en breska skáldið Rudyard
Kipling og alveg sérstaklega kosn-
ingafyrirkomulagi við foringjaval.
Þegar úlfahöfðinginn tekur að
gerast gamall fara ylfingarnir að
brýna klærnar og stæla kraftana.
Síðan takast þeir á sín á milli uns
viðurkenning hefur fengist á hver
af öðrum ber. Þetta er hið dæmi-
gerða prófkjör. Viðurkenndur for-
ingi úlfanna gengur síðan á hólm
við aldurhniginn úlfahöfðingja og
hefur venjulega sigur. Til þess er
þá ætlast að fyrrverandi úlfahöfð-
ingi yfirgefi hópinn og snúi ekki
aftur til baka.
í flestum samskiptum hefur
mannskepnan horfið frá lögmál-
um frumskógarins. Nema i pólitík.
Þar gilda þau enn, að vísu með
ofurlítið breyttum formerkjum: I
stað vöðvaafls og klóa kemur
venjulega fjármagn og valdaað-
staða. A þetta ekki við um einn
flokk eða eitt land öðru fremur,
þetta gerist alls staðar í heimin-
um bæði í einræðis- og lýðræðis-
ríkjum.
- O -
Stórnmálamaður er því vanast-
ur að vera í hlutverki sakborn-
ingsins, undir gagnrýni andstæð-
inga, dómi kjósenda. Umskiptin
yfir í dómarasæti í Hæstarétti eru
ekki lítil. Bragðlausar munu ræð-
ur sækjenda og verjenda að jafn-
aði, bornar saman við litskrúðug
málþing stjórnmálanna. Utan við
kyrrð réttarsalanna iðar þjóðlífið
með átök, sigra og ósigra. Eftir
tæplega árs setu í Hæstarétti
kastar Gunnar Thoroddsen enn
teningunum, segir af sér dómara-
starf’ 16. sept. 1970 og gengur
beint út í prófkjörsbaráttu í Sjálf-
stæðisflokknum fyrir þingkosn-
ingarnar 1971. Þá hlaut hann
þriðja sætið næst á eftir forsætis-
ráðherra og borgarstjóra. En lög-
mál frumskógarins voru brotin.
Foringi hafði snúið aftur.
- O -
Ekki þurfti við því að búast að
endurkomu Gunnars inn í þing-
flokk Sjálfstæðisflokksins væri
tekið með neinum sérstökum fögn-
uði. Mér finnst það ekki allskostar
af sanngirni mælt, þegar þeim
forystumönnum flokksins sem
fyrir voru, er lagt það til lasts að
svo var ekki. Gunnar hafði sjálf-
viljugur gefið upp trúnaðarstöður
sínar í flokkskerfinu, þótt ef til
vill megi segja að honum hafi án
réttmætrar ástæðu að síðustu
verið gerð vistin þar nokkuð erfið.
En hvað um það. Hvert rúm var
skipað á flokksskútunni og þar
voru vissulega margir vaskir
drengir fyrir og ekki við því að
búast, að þeir væru óðfúsir að gefa
upp stöður sínar þegar Gunnar
sneri aftur. Miðað við uppbygg-
ingu valdakerfisins í flokknum
voru átök sennilega óhjákvæmileg
án tillits til þess hvort mennirnir
sem í hlut áttu hétu Gunnar eða
Geir eða eitthvað annað.
Það er nefnilega bæði yfir-
borðsleg og heimskuleg skilgrein-
ing á vandamálum Sjálfstæðis-
flokksins að skýra þau sem valda-
baráttu þessara manna eingöngu.
Valdabaráttan í Sjálfstæðis-
flokknum eins og í öllum stórum
flokkum hvar sem er í heiminum
stendur úti í hinum breiðu
röðum hinna almennu flokks-
manna og þau átök munu ávallt
finna sér einhverja oddvita. Hitt
er fremur tilviljun, bundin líðandi
stund, að í Sjálfstæðisflokknum
heita þeir nú Gunnar og Geir.
Svipist um góður lesendur í lönd-
um með tveggjaflokka kerfi (aðal-
lega) eins og Bretlandi eða meðal
stórra flokka á Norðurlöndum v
eins og Verkamannaflokksins í
Noregi (sem nú er á hraðri
niðurleið vegna óeiningar). Haldið
þið að það sé sérlega erfitt að
finna tvifara Gunnars og Geirs í
þessum flokkum eða fylkingar
fylgismanna þeirra reiðubúnar að
takast á til að halda sínum hlut?
Eitt meginverkefni í stjórnmál-
um er annars vegar að skapa arð
og hins vegar að skipta honum
milli verkefna og hagsmunahópa.
Halda mætti að hægt væri að
mynda samstöðu um skynsamleg
úrræði til verðmætasköpunar, en
jafnvel því fer fjarri. Að hægt sé
að mynda stóran flokk en þó svo
samstæðan að allir innan hans
verði algerlega á eitt sáttir um
skiptingu arðs og valda er því
miður óskhyggja. Ef svo væri
mætti að mestu leggja alla pólitík
niður, þar sem ganga yrði út frá
að mismunandi hagsmunir væru
ekki lengur til.
Innan venjulegs lýðræðisskipu-
lags eiga hagsmunahópar í þjóðfé-
laginu um tvo kosti að velja: Að
mynda samhenta en marga smá-
flokka eða flokksbrot fyrir hvern
hóp um sig, eða hitt að sameinast
í stærri flokkseiningum þar sem
mismunandi hagsmunir verða að
vegast á og ná sáttum eða a.m.k.
viðunandi málamiðlun innan
flokksins sjálfs. Seinni kosturinn
er tvímælalaust vænlegri fyrir
varðveislu lýðræðisskipulags. En
stór flokkur þarf á öflugu vald-
dreifingarkerfi að halda. Hann
þarf að nýta sér hæfileika margra
og mismunandi manna, sem hafa
gáfur, þekkingu og reynslu. Mörg-
um fannst að Sjálfstæðisflokknum
hefði einmitt áskotnast slíkur
liðsmaður við endurkomu Gunn-
ars Thoroddsen í flokkinn. Not af
slíkum mönnum þurfa ekki aðeins
að vera í þágu flokksins í þrengri
merkingu, þau geta verið í þágu
mismunandi hagsmuna og sjón-
armið innan flokksins og viðsætt-
anlegrar málamiðlunar milli
þeirra. I slíkum flokki þýðir nefni-
Íega ekki að knýja fram úrslit með
afli takmarkaðs meirihluta, menn
verða að sætta sig við hlutfalls-
lega skiptingu valdsins ef halda á
saman flokknum og ná samstöðu.
Ef stór stjórnmálaflokkur
kemst að þeirri niðurstöðu að
hann geti ekki notað ýmsar gerðir
hæfileikafólks í ábyrgðarstöður
nema það gangist undir sértrúar-
játningar einhverra harðsnúinna
hagsmunahópa (sem gæti verið
minni hluti) innan flokksins og
sverji sig frá því að hafa nokkra
aðra skoðun, þá er sá flokkur á
öruggri leið til að gera sig að
litlum flokki og áhrifalausum. Þar
þurfa menn að vísu sennilega ekki
að leita málamiðiunar innan
flokksins sjálfs en, þeim mun
meira verður að slá af kröfum ef
til samstarfs kemur við aðra
flokka. Ekki verður það léttara
verkefni eða líklegra til góðs
árangurs en að leysa ágreinings-
málin innan stórs flokks.
Mörgum sjálfstæðismanni sem
átt hefur gott samstarf bæði við
Geir Hallgrímsson og Gunnar
Thoroddsen hefir verið raun að
hjaðningavígum þeirra innan
flokksins. Sumir hafa vafalaust
dregið sig í hlé og fylgst með úr
fjarlægð. Sú staðreynd gerir þessa
valdabaráttu ennþá dapurlegri að
hér eru tveir ágætir menn á valdi
tiltekinna aðstæðna og eiga þess
ekki nema takmarkaðan kost að
hafa hemil á framvindu átakanna
í flokknum.
Landsfundar Sjálfstæðisflokks-
ins næsta vor bíður erfitt verk-
efni. Úrlausnarefnið verður ekki,
nema þá á yfirborðinu, hvort þar
fari með sigur af hólmi Geir eða
Gunnar eða hvorugur þeirra. Hins
vegar mun það sennilega ráðast á
þessum fundi, hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn verður í framtíðinni
flokkur 40% kjósenda eða 14%,
hvort hann verður rúmgóður
flokkur sem getur þolað innan
sinna vébanda áhrifamenn nokkuð
mismunandi en þó sættanlegra
skoðana, eða þröngur flokkur fá-
menns hagsmunahóps pólitískra
sértrúarmanna.
-O-
Niðurstöður vetrarkosninganna
1979 virtust síður en svo ætla að
höggva á þann hnút sem batt
stjórnmálin í einskonar sjálf-
heldu, er kosningunum var ætlað
að leysa. Landið var of lengi
stjórnlaust að því er tók til þeirra
verka sem ekki verða unnin nema
ákvörðun einhvers pólitísks meiri-
hluta komi til. Mörg vandamál,
ekki síst efnahagsleg, hlóðust upp
og söfnuðust fyrir. Arfleifðin frá
þessum tíma var seinna kölluð
„uppsafnaður vandi“ og kom fram
sem verðhækkanakeðja til ýmissa
aðila og fyrirtækja er voru að
komast í greiðsluþrot vegna þess
að tekjur þeirra áttu að ákvarðast
af stjórnvöldum. En stjórnvöld
voru í einskonar fríi vegna um-
boðsleysis og samþykktu því ekki
hækkanir til samræmis við verð-
bólguþróun. — Almenningur var
uggandi um hversu lengi allt gæti
verið stjórnlaust og þó slampast
af. Með hverjum deginum sem leið
gætti vaxandi gremju í garð Al-
þingis vegna getuleysis alþing-
ismanna til að koma sér saman
um stjórnarmyndun. Það var við
þessar aðstæður sem sögulegasta
stjórnarmyndun á íslandi átti sér
stað.
-O-
Sviku þeir þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins sem gengu til núver-
andi stjórnarsamstarfs flokk
sinn? Þessu er oft slegið fram
ýmist sem spurningu eða fullyrð-
ingu. Við þessu er ekki hægt að
gefa svar án þess borið hefði verið
undir atkvæði þeirra sem kusu
Sjálfstæðisflokkinn í síðustu al-
þingiskosningum, en úrslit slíkrar
skoðanakönnunar, a.m.k. fyrst eft-
ir stjórnarmyndunina, hefðu eng-
an veginn verið sjálfgefin. Hitt er
ljóst að uppreisnarmennirnir
brutu í bága við meirihluta-
ákvarðanir þingflokksins og því
e.t.v. hægt að segja að þeir hafi
svikið hann. Slíkt hefir nokkrum
sinnum áður gerst á Alþingi, og er
það ekki aðeins stjórnarfarslega
réttlætanlegt heldur skylt, fari
ekki saman ákvörðun þingflokks
og það sem þingmaður telur sér
bera að gera með samvisku sina að
leiðarljósi, en í samræmi við hana
ber honum samkvæmt stjórnar-
skránni að haga störfum. Svika-
brigsl á þessum grundvelli bera
aðeins vott um að menn setja
flokksræði ofar stjórnarskrá ís-
ienska lýðveldisins.
En það er hins vegar annað sem
er miklu einkennilegra og sér-
stæðara við þetta mál og sem ekki
hefir komið fyrir áður. Hliðstæður
ágreiningur milli einstakra þing-
manna og meginþorra þingfíokks
hefur venjulega fram að þessu
leitt til þess að leiðir hafa skilist.
Til þess að svo verði eru tvær
tiltækar aðferðir og gott ef ekki
eru til dæmi um báðar: Uppreisn-
armennirnir geta sagt sig úr
þingflokknum eða þingflokkurinn
getur rekið uppreisnarmennina.
Hvorugt hefur gerst og verð ég að
segja, að það út af fyrir sig er
einstakt dæmi um samheldni
sjálfstæðismanna þrátt fyrir allt
og gæti gefið vonir um að flokkur-
inn væri ekki með öllu heillum
horfinn. Sú stilling og hyggindi
sem allir aðilar þarna sýndu gæti
átt eftir að borga sig fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Svo undarlega
bregður nefnilega við, að þrátt
fyrir uppnámið í flokknum hafa
skoðanakannanir, sem taka má
nokkurt mark á, sýnt að Sjálf-
stæðisflokkurinn er að bæta við
sig fylgi. Þegar allt kemur til alls
er þetta ekki svo undarlegt. Geir
og Gunnar hafa hvor um sig í hita
baráttunnar dregið fylgi að
flokknum, enda er breidd Sjálf-
stæðisflokksins í dag óneitanlega
óvenjulega mikil. En þetta flygi
hefur safnast saman í andstæðum
pólum. Spurningin er hvort neisti
myndast milli þeirra sem veldur
sprengingu, eða hvort sambandi
verði komið á fyrir eðlilega
straumrás til að sameina orku
þessara andstæðu skauta. Til þess
að það megi takast þarf mikil
hyggindi, stillingu, góðvilja og
víðsýni, ekki aðeins forystumanna
heldur einnig flokksmanna al-
mennt. En pólitísk staða Sjálf-
stæðisflokksins er samt í dag
næstum fáránleg og því miður
engu hægt að spá um úrslitin.
Margir framámenn í Sjálfstæðis-
flokknum eru að gæla við þá von
að nú séu endalok ríkisstjórnar-
innar á næsta leiti, stjórnarsam-
starfið rofni, boðað verði til nýrra
kosninga.
- O -
Forsætisráðherrann, afmælis-
barnið sjötuga, Gunnar Thor-
oddsen tekur slíkum spádómum
brosandi og með stóiskri ró.
Stjórnin er við góða heilsu, segir
hann og ætlar að gefa þjóðinni
svolitla verðbólgumixtúru á næstu
dögum, kannske verður það á
afmælisdegi ráðherrans. Lyfseð-
illinn virðist nú þegar hafa verið
að fullu samþykktur af öllum
stjórnarliðum. Verður þetta meðal
sama blávatnið og verðbólgumeð-
ulin á undanförnum áratugum,
eða krassandi mixtúra sem hrífur,
spyr maður sjálfan sig. I fjölmiðl-
um hefur forsætisráðherra gefið í
skyn, að mixtúran verði af þeim
styrkleika sem líkur eru til að
þjóðin fáist til að kyngja, öðru vísi
komi hún ekki að gagni. Það er
vandfarið með verðbólgumál.
Vandaminnst er að fá einhver
möppudýr til að setja leiftursókn
— jafnvel skynsamlega leiftur-
sókn — á blað, en ef fólkið ekki
vill verða öll pappírstígrisdýr til
lítils.
En hvernig er annars ástandið í
þjóðmálunum? Hafa einhverjar
sögulegar sættir, eða a.m.k. sögu-
leg málamiðlun tekist milli hinna
hingað til stríðandi afla í þjóðfé-
laginu? Sumt gæti bent til að
eitthvað í þá veru sé að ské, þótt
tíminn einn geti leitt í ljós hversu
endist. Eitt er víst að fáum
mönnum sem nú sitja á Alþingi er
betur trúandi til sáttasemjara-
starfs á þessum vettvangi en
Gunnari Thoroddsen.
Við þessa umdeildu stjórnar-
myndun hefur Gunnar Thoro-
ddsen ennþá einu sinni varpað
teningunum og tekið ótrúlega
áhættu. Við sjálfa myndun
stjórnarinnar og hveitibrauðsdaga
hennar hafði hann að vísu góðan
meðbyr með þjóðinni. Mörgum
finnst að fram til þessa hafi þessi
stjórn lítið skorið sig frá öðrum
stjórnum, með sömu vandamál og
sömu bráðabirgðaúrræði, hvorki
verri né betri. En almenningur í
landinu gerir nú kröfu til að
spornað verði við því, að verðbólg-
an fari upp í 70—80% og vill þá
væntanlega eitthvað á sig leggja
um stund til að hjá því verði
komist. Fáir búast við krafta-
verkalækningu, en allir vilja að
atvinnulífið verði a.m.k. rólfært
en stöðvist ekki. Hvort stjórnin
lifir það af að ná því marki veit
enginn nú, en takist það ekki
verður sómi hennar lítill.
Gunnar Thoroddsen er vissu-
lega metnaðargjarn maður og að
nokkru hefur hann fengið metnaði
sínum svalað með því að ná saman
starfhæfri þingræðisstjórn á síð-
ustu stundu áður en til skipunar
utanþingsstjórnar kom. En þá
þekki ég metnað Gunnars Thor-
oddsen illa ef honum verður full-
svalað nema svo takist til að
ríkisstjórn hans geti á þeim tíma
sem lög gera ráð fyrir að hún sitji
skilað af sér verkefninu með
nokkrum sóma, eftir því sem efni
standa til.
-O-
Á Alþingi nú fyrir jólin við
afgreiðslu fjárlaga gerði einn af
málvinum Gunnars Thoroddsen
úr hópi flokksbræðra samanburð
á honum og breska stjórnmála-
skörungnum Gladstone. Þetta var
snjöll samliking. Báðir eru menn-
irnir fæddir í stjörnumerki
Steingeitarinnar og eiga meira að
segja sama fæðingardaginn, 29.
des. Samkvæmt stjörnuspám er
það einkenni þeirra Steingeitar-
manna að vera fimir og léttir á sér
við að klifra upp valdastigann og
gerast lítt ellimóðir þótt langlífir
verði. Hins vegar þykja þeir nokk-
uð ungæðislegir fram eftir aldri.
(í bréfi kallaði Viktoría drottning
Gladstone: „An old, wild, and
incomprehensible man of 82V4“,
þ.e. í lauslegri þýðingu: Gamlan
óútreiknanlegan villing áttatíu og
tveggja og hálfs árs að aldri.)
Þingmaðurinn sagði að sá væri
munur á Gunnari og Gladstone í
skattamálum, að Gunnar hefði
stillt skattheimtu sinni í hóf þegar
hann var á yngri árum en nú væri
skattheimta hans orðin hóflaus.
Þessu hefði verið öfugt farið með
Gladstone, hann hefði á unga aldri
stundað harða skattlagningu en á
efri árum ötullega unnið að
skattalækknunum.
Þetta á við rök að styðjast með
Gunnar. Maðurinn er ennþá á
nokkuð erfiðum aldri og ungæðis-
legur í skattamálum. En hann
hefur árin fyrir sér. Ennþá getur
honum vaxið vit og þroski þar til
hann nær 84 ára aldri, en þá hætti
Gladstone í stjórnmálum og sagði
af sér embætti forsætisráðherra.
•Við skulum vona, að þegar Gunnar
kemst á þann aldur, lækki hann
skattbyrðina á landslýðnum. En
hvort hann sér þá ástæðu til að
segja af sér embætti forsætisráð-
herra er annað mál.
— O —
Ég læt svo þessu spjalli lokið
sem vissulega er mjög úr stíl við
allar skikkanlegar afmælisgrein-
ar. En það er erfitt að- skrifa á
venjulegan hátt um óvenjulega
menn.
Afmælisbarninu Gunnari Thor-
oddsen, Völu konu hans, börnum
og barnabörnum óska ég allra
heilla á þessum heiðursdegi.
Kristján J. Gunnarsson
Á morgun fyllir sjöunda ártuginn
einn mesti og merkasti lagamaður
þessarar þjóðar.
Ég mun hér með þessum orðum
aðeins drepa á þann þátt ævi hans
og starfa. Þau verk eru þó ekki
nema einn þáttur á merkum
æviferli. Engan mann þekki ég
þann sem nú er uppi á landinu,
sem meir líkist endurreisnar-
mönnum miðalda, er fátt mann-
legt létu sér óviðkomandi og hin
gleggstu skil kunnu á þeim listum
og vísindum, sem réðu gangi
veraldar.
Þar hefur hann verið jafnvígur
sem fræðari í lögspeki, oddviti
höfuðborgar, löggjafi lengur en
nokkur annar maður, sem á þess-
ari tíð lifir í landinu og nú
forsjármaður hins islenzka lýð-
veldis.
Öllum þessum störfum hefur
hann gegnt af því andlega atgervi,
sem sjaldgæft er, og skarpari og
skjótari dómgreind en ég hef
kynnst hjá öðrum mönnum. Það er
mikill kostur hjá þeim, sem til
landstjórnar eru kallaðir, og þá
ekki síður hitt, að hann kann
öðrum mönnum betur að slá á
hina léttari strengi í lífinu svo
leiftrar af þeim atburðum, sem
aðrir kalla hversdagslega.
Gunnar varð prófessor hér við
lagadeild árið 1940, tæplega þrí-
tugur að aldri.
Sýnir þetta glöggt það álit, sem
ráðamenn Háskólans höfðu á hin-
um unga lögfræðingi.
Átti hann þá að baki óvenju
glæsilegan námsferil og fram-
haldsnám í lögfræði í Danmörku,
Þýzkalandi og Englandi. Að þessu
sinni gegndi hann prófessorsstörf-
um til ársins 1947, er hann var
kjörinn borgarstjóri í Reykjavík.
Ég settist ekki í lagadeild fyrr en
nokkrum árum eftir þann tíma, en
mér er í fersku minni hverju
lofsorði nemendur hans luku á
hann fyrir kennslu hans í ríkis-
réttinum, sem þeim þótti í senn
skarpleg og skemmtileg. Voru það
þó engir aukvisar, sem aðrar
greinar lögfræðinnar kenndu á
þeim tíma.
Umfangsmikil ritstörf á fræða-
sviðum sínum stundaði Gunnar á
þessum árum. Allt of langt mál
væri að rekja þau hér, en ég vil þó
nefna ritgerðir hans um málfrelsi
og meiðyrði, um norrænan ríkis-
borgararétt, stjórnskipulegan
neyðarrétt og greinargerð um
starfsháttu og skipulag bandalags
SJÁ NÆSTU SÍÐU