Morgunblaðið - 28.12.1980, Page 11

Morgunblaðið - 28.12.1980, Page 11
um um stjórnvölinn í vandasöm- ustu trúnaðarstöðum þjóðfélags- ins, sem honum hvað eftir annað hafa verið falin. Karlmennska dr. Gunnars á ekkert skylt við þann grófa kraft, sem tíðum er talinn merki karl- mennsku, þótt oft sé vottur veik- leika fremur en styrkleika. Til þess er siðfágun hans of eindregin og manngöfgin of mikil. Trú hans og lífsskoðun kenna honum að treysta fremur á hinn mjúka mátt til að leysa vandamálin, en hina grófu orkum Dr. Gunnar Thoroddsen er bor- inn í þennan heim af gömlum og göfugum stofnum. í æðum hans rennur í einum farvegi saman blóð gáfaðra athafnamanna og göfugra lærdómslistarmanna. Þetta tvennt fer fagurlega saman í lífi forsætisráðherra Islands Gunnars Thoroddsen. Brennandi og óvenju lifandi áhugi fyrir hverskonar velferðarmálum lands og þjóðar, listræn tilhneiging, dulúð og sí- vakandi hneigð til andlegs lífs, úr þessum þáttum er ofinn lífsþráður hins göfuga manns. Andríki Gunnars Thoroddsen er mikið, sér í lagi, þegar honum er þungt niðri fyrir. Hann er mikill tilfinningamaður og öll hálfvelgja fjarri skapi og hvimleið. Hann er kjarnyrtur í ræðum, hefir stór- kostlegt vald yfir íslenzku máli, og karlmennskubragur norrænnar ættar er í mörgum ræðum hans. Gunnar sækir andlega næring í íslenzkar fornsögur og önnur norræn fræði og hefir orðið að því skapi ríkari. Vitnar hann oft í þessi rit. Ástin á íslenzkri tungu, sögu, landi og þjóð — einn af meginþáttunum í lífsskoðunum hans. Gunnar Thoroddsen hefir vald og tign íslenzkrar tungu í þjónustu sinni. Nafn dr. Gunnars Thoroddsen, forsætisráðherra íslands, kastar meiri frægðarljóma í baráttu okkar fyrir tilverunni en nafn nokkurs annars núlifandi manns. Helgi Vigfússon MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980 11 Fyrstu tónleikar nýrrar strengja- sveitar á morgun — ÞETTA er eiginlega visir að nýrri hljómsveit, sem við ráð- gerum að stofna formlega núna á einhverri æfingunni og von- umst við til að sú hijómsveit geti orðið uppörvun fyrir tón- listarlífið i landinu. sagði Guð- mundur Emiisson stjórnandi nýrrar strengjasveitar, sem heldur tónleika i Bústaðakirkju annað kvöld. Helztu forsvars- menn hljómsveitarinnar auk Guðmundar eru Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari. Helga Þór- arinsdóttir lágfiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari, sem nú er seztur að á íslandi. eftir 17 ára búsetu erlendis. Stengjasveitina skipa um 25 manns, tónlistarmenn á aldrin- um 25-26 ára, sem eru enn við nám erlendis eða um það bil að ljúka námi. — Þessi hópur hefur einu sinni áður leikið saman, en nú hefur verið ákveðin stofnun hljómsveitar. Við erum með vel skipaða strengjasveit, en vantar nokkra blásara og getum kallað okkur kammersveit, sagði Guð- mundur Emilsson. — Hér er um að ræða fólk, sem langar til að starfa og búa á íslandi og þar sem Sinfóníuhljómsveitin er nú fullskipuð viljum við kanna hvort ekki er starfsgrundvöllur fyrir aðra hljómsveit og teljum þetta löngu tímabært. Ef svo Guðmundur Emilsson reynist hins vegar ekki er líkleg- ast að margir muni áfram dvelja erlendis, enda orðnir kunnugir eftir margra ára námsdvöl við ýmsa þekkta tónlistarháskóla. Guðmundur Emilsson stjórn- ar nú í fyrsta sinn tónleikum hérlendis, en hann hefur undan- farin 7 ár dvalið í Bandaríkjun- um við nám í hljómsveitarstjórn og skyldum hliðargreinum og á eftir tveggja ára nám. Þá kemur einnig fram í fyrsta sinn á þessum tónleikum óbóleikarinn Sigríður Vilhjálmsdóttir, sem leikur í óbókonsert eftir Handel. Af öðrum verkum á efnisskrá má nefna serenöðu eftir Tscha- ikofsky, en Guðmundur segir að það sé raunar sinfónía í fjórum köflum. Tónleikarnir verða í Bústaðakirkju og hefjast kl. 20:30. Mikið rok í Stykkishólmi INNANLANDSFLUG Flugleiða lá niðri i gær þar sem hvasst var um nánast allt land. Um hádegi í gær var ijóst að ekki var útlit fyrir neitt flug nema hvað reyna átti að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða siðdegis. en ekki var Ijóst hvort úr því yrði þegar Mbl. fór í prentun. Flug gekk eðlilega fyrir sig annan dag jóla og i dag, sunnudag. er liklegt að fara verði aukaferðir þar sem ferðir féllu niður í gær. Verkfall bensín- afgreiðslumanna á miðnætti sl.? SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu bensínafgreiðslumanna og oliufélag- anna átti að hefjast klukkan 14 i gær. en skömmu áður fór Morgunbiaðið i prentun. Á miðnætti átti verkfall bensinafgreiðslu- mannanna að koma til framkvæmda, en vonir stóðu til að samkomulag tækist. Sáttafundurinn í gær var boðað- ur fyrir hátiðar og stóðu þá málin þannig, að deilan var um nám- skeið, sem afgreiðslumennirnir vildu að menn með 5 ára starfs- aldur eða meira fengju að gangast undir og átti það að veita þeim launahækkun, sem nefnd hafði verið sem 5%. Þetta er fyrsta sinni, sem gerð- ur er sérstakur kjarasamningur við bensínafgreiðslumenn, sem til þessa hafa verið á Dagsbrúnar- samningi með 27% vaktaálag vegna óvenjulegs vinnutíma. Nú með þessum samningum fara bensínafgreiðslumennirnir inn í kjarnasamning og mun þegar hafa náðst samkomulag um stöðu þeirra innan þess samnings. Pétur leik- ur með Val Körfuknattleiksmaðurinn Pét- ur Guðmundsson er kominn til landsins eftir 6 mánaða dvöl i Argentinu, þar sem hann lék með félaginu River Plate. Pétur mun dvelja hér á landi til næsta vors og hefur hann ákveðið að leika með Valsmönnum í ís- landmótinu í körfuknattleik. Bæði Valur og KR höfðu hug á að fá Pétur í sínar raðir og hann valdi Val, sem er hans gamla félag. Pétur verður löglegur með Val 23. janúar og mun leika fyrsta leikinn gegn UMFN, sem nú er í efsta sæti. Pétur leikur sem fyrr með íslenzka landsliðinu. í gær lék landsliðið fyrri leik sinn við franska landsliðið og höfðu úrslit ekki borizt þegar blaðið fór í prentun. Seinni landsleikurinn við Frakka verður í dag klukkan 15 í Keflavík. FLUGELDA Geysif jölbreytt úrval — gerið verðsamanburð E3 »»««*» ****** ******* :::::: Við höfum séð landsmönnum fyrir áramótaeldflaugum og neyðarmerkjum í 65 ár. Skipablys — skipaflugeldar — okkar sérgrein. Fjölskyldupokar kr. 7.500 og kr. 15.000. aaaattaa a,aamnaQ3Bia a ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI, SÍMI 28855.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.