Morgunblaðið - 28.12.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.12.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980 13 M Til hvers eru eiginlega þessir frídagar ef maöur veröur aö eyöa þeim í biöröö? áá (Sjá: Skraf) VERÍPLD FLÓTTAMENN: „Ekki er sopið kálið þótt í aus- una sé komið“ Á fyrstu mánuðum þessa árs var stöðugur straumur kúbanskra flóttamanna til Flórída. Þeir þótt- ust vera í sjöunda himni við komuna þangað, enda var þeim tekið tveim höndum. Þetta voru sannkallaðir hveitibrauðsdagar. Almenningur í Bandaríkjunum taldi flóttamannastrauminn til marks um það, að kommúnismi í anda Fídels Castrós væri sér til húðar genginn. Á sama hátt töldu Kúbumennirnir að þeir væru komnir þangað, sem smjör drypi af hverju strái, er þeir fundu bandaríska grund undir fótum sér. Nú hefur Castró látið stemma stigu fyrir flóttamannastraum sem kunnugt er og sæluvíman er löngu runnin af flóttamönnunum sem og Bandaríkjamönnum, sem fögnuðu þeim svo ákaft. Nú eru báðir aðilar beizkir og reiðir og velta því fyrir sér, hvað þeir hafi lagt í sölurnar. Innflytjendurnir hafa orðið þess áskynja, að kapitalisminn hefur ekki frekar en kommúnisminn lausn á vandamálum á borð við atvinnuleysi og sult, þegar efna- hagskreppa herjar. Og bandarísk- ur almenningur er ekki aðeins óánægður með dvöl Kúbumann- anna í landinu heldur er hann eindregið mótfallinn henni. Marg- ir þessara flóttamanna hafa flekk- að mannorð eða eru sjúkir, and- lega eða líkamlega. Hefðu þeir reynt að koma til Bandaríkjanna með venjulegum hætti en ekki sem flóttamenn, hefðu þeir ekki fengið landvist þar. Þegar fram líða stundir, eftir einn eða tvo áratugi, má búast við því að fólk þetta hafi aðlagazt bandarísku samfélagi eins og Bæklaður kúbanskur flóttamaður borinn á land á Flórída. mörg önnur þjóðarbrot, t.d. írar og Italir fyrir hundrað árum. En eins og sakir standa geta fæstir þeirra fengið vinnu, vegna ónógr- ar menntunar og verkþjálfunar. Þar af leiðir, að þeir eiga ekki annars úrkosti en að gera kröfur um samfélagslega aðstoð sem þeir geta ekki endurgoldið í náinni framtíð. Svo virðist því sem þeir, er fóru á bátum frá Kúbu til Flórída fyrr á þessu ári hafi farið úr öskunni í eldinn. Sumir hafa reynt að fara aftur heim til Kúbu til að mynda með því móti að ræna flugvélum, en Castró hefur sent þá umyrða- laust aftur til Bandaríkjanna. í bandarísku fangelsi eru um 60 Kúbumenn, sem farið hafa í hung- urverkfall og krafizt þess að verða látnir lausir. Við komuna til Bandaríkjanna voru þeir kunnir af ýmsum óhæfuverkum, og inn- flytjendaeftirlitið á eftir að gefa úrskurð í máli þeirra. Helzt af öllu vildu Bandaríkjamenn senda þá aftur til Kúbu, en vita ekki hvernig þeir eiga að snúa sér í því, ef Castró neitar allri samvinnu. Og í heild er mál kúbönsku flóttamannanna býsna snúið og erfitt úrlausnar. - PETER DEELEY HEILBRIGDISMÁL —|MM|— Eins gott að vélin sé ekki með lausa skrúfu Eins og alkunna er hefur tölvan smám saman verið að leysa mann- inn af hólmi í fleiri greinum og nú hefur verið ákveðið, að franskir læknar þurfi í framtíðinni ekki að hafa áhyggjur af sjúkdómsgrein- ingum, tölvan á að annast það fyrir þá. í þessu skyni hefur verið smiðuð tölva á Pontchaillou-sjúkrahusinu í Rennes á Bretaníuskaga ög á næsta ári verður 40 slíkum tölvum komið fyrir á skurðstofum þar sem þær verða reyndar næstu tvö árin. Pierre Lenoir, prófessor, sem hefur haft yfirumsjón með þessu starfi, segir að þetta sé í fyrsta sinn, sem tölvur eru notaðar við almennar heimilislækningar. „Fyrst urðum við að fara yfir allt sem lýtur að sjúkdómsgreiningu og komumst þá að raun um, að mjög auðvelt var að nota tölvur við það verk. Vissuð þið, að það eru 400 sjúkdómar, sem geta valdið miltis- bólgu? Tilraunatölvan getur greint alla þessa sjúkdóma á sjö sekúndum en næsta tölvugerð mun veita okkur svörin samstund- is“. Helsti kosturinn við tölvuna er hæfileiki hennar til að greina á milli líklegra sjúkdóma. Þegar hún var mötuð á 14 sjúkdómsein- kennum gat hún stungið upp á tveimur sjúkdómum, sem 13 sjúk- dómseinkenni áttu við, fjórum með 12 og 233 með tvö. Tölvu- minnið geymir upplýsingar um 2200 sjúkdóma og stöðugt er verið að bæta við. „I námi sínu lærir læknir að þekkja aðeins 200 sjúkdóma," seg- ir Lenoir prófessor. „Við stefnum að því að tölvan geti ráðið við 5000 sjúkdómsgreiningar." Ein af ástæðunum fyrir því að búa tölvuna svo miklum upplýs- ingum eru æ fleiri tilfelli af sjúkdómum, sem komið hafa með ferðamönnum frá öllum heims- hornum. Óþekkta stærðin í öllum þessum útreikningum vísindamannanna er sjúklingurinn sjálfur og ekki eru allir á einu máli um hlutverk tölvunnar við læknisaðgerð. Sumir læknar telja, að hún eigi að vera sýnileg sjúklingnum en aðrir vilja, að hún sé falin svo að sjúklingun- um finnist ekki sem þeir séu ofurseldir vélunum einum. „Ég held, að við séum allir sammála um að nærvera læknis sé nauðsynleg," segir Lenoir prófess- or og kveður það ekki koma til mála að sjúklingurinn noti tölv- una sjálfur. Um þessi mál eiga þó eftir að verða meiri umræður eftir því sem tækninni fleygir fram. Önnur tölvugerð er nú á undir- búningsstigi. Hún mun ekki að- eins geta greint sjúkdómana held- ur mun hún einnig segja ná- kvæmlega fyrir um bestu lækn- ismeðferð. - PAUL WEBSTER SKRAF Það var síðasti vinnudagur fyrir 63. afmælisdag hinnar miklu októberbyltingar og á öllum skrifstofum í MoskvU var hætt snemma vegna fríhelgarinnar framundan. í hríðarmuggunni fyrir framan matvöruverslunina á Smolensky-torgi stóðu menn þegjandalegir í langri biðröðinni. „Til hvers eru eiginlega þessir frídagar ef maður verður að eyða þeim í biðröð,“ spurði verkamaður á fimmtugsaldri ögrandi röddu þá sem stóðu fyrir framan hann og aftan í röðinni. Biðröðin hafði ekki hreyfst í heilan klukkutima og það hafði spurst út, að allt kjöt og pylsur væru löngu búið og væri nú verið að bíða eftir nýrri sendingu. Sagt var að vörubíll væri á leið- inni. Maðurinn, sem hafði látið óánægju sina i Ijós, leit í kringum sig eins og hann væri að leita eftir stuðningi, en fólkið horfði fram fyrir sig afskiptalaust á svip, konur með pokana sína og karlar með skjalatöskur. Langlundargeð fólksins virtist ergja mannin enn frekar, því að hann snéri sér nú að konunni fyrir aftan hann, dæmi- gerðri rússneskri babúsku eða langömmu, og hreytti út úr sér: „Til hvers stendurðu hér eiginlega? Stendur! Stendur! Þannig muntu standa allt þitt líf.“ „Það muntu líka gera sonur minn, líka þú,“ sagði konan rólega. „Hmm,“ sagði maðurinn eins og ögn rólegri. „Hvers vegna skyldi ég ekki standa," hélt konan áfram og leyndi sér ekki á málrómnum, að hún var ættuð utan af landsbyggð- inni. „Þriggja daga frí! Hver á að kaupa það, sem við þurfum á gestaborðið? og tengdadóttir mín, hún stendur líka einhvers staðar. Og sonur minn, ef hann hefur verið nógu skynsamur og hætt snemma í vinnunni. Við stöndum öll og höfum alltaf gert.“ Þetta dæmigerða og hefðbundna fyrirbrigði í mannlífinu í Moskvu, óánægjukurrið i biðröðinni, var byrjað. Að undanförnu hefur óánægjan vaxið eftir því sem biðraðirnar hafa lengst. Uppskeru- bresturinn í fyrra og aftur í ár er greinilega farinn að segja til sín og kjötskorturinn og mjólkurvöru- skorturinn, sem löngum hafa plag- að rússneska borgarbúa, hefur aukist um allan helming. Umræð- urnar byrja með því, að fólk lætur í ljós óánægju sína með að þurfa að bíða og bíða en brátt berst talið að öðrum hlutum. Það er hér sem rússneskur almenningur þorir að tala út um hlutina á stundum. Allt umhverfis torgið blöktu rauðar veifurnar fyrir vindinum. Biðröðin fyrir framan búðina var tekin að bólgna en grisjaðist eftir því sem fjær dró, næstum fyrir enda götunnar þar sem verkamað- Barlómur í biðröð urinn og langamman héldu áfram spjalli sínu og biðu eftir því að aðrir legðu eitthvað til málanna. „Lítum bara á Pólverja," sagði ungur skrifstofumaður. „Þeir eru búnir að fá sig fullsadda á biðröð- um og þeir eru að reyna að gera eitthvað í málinu." „Hann var andagtugur á svip þegar hann sagði þetta en það féll þó ekki í góðan jarðveg hjá öllum, sem til heyrðu. Hár maður i velsniðnum fötum leit til hans hvössu augnaráði. „Ég á ekki við, að það eigi að gerast hér líka,“ bætti ungi maður- inn við eins og afsakandi. Verkamaðurinn, sem átti upp- tökin að umræðunni, lét nú til sín heyra: „nei, hér mun ekkert ger- ast,“ sagði hann fullur fyrirlitn- ingar. „Hafið bara engar áhyggjur. Þeir eru Pólverjar, þess vegna gera þeir eitthvað. Við munum bara halda áfram að standa." „Já,“ sagði gamla konan. „Þeir eru Pólverjar og við erum Rússar, við gefum þeim af því, sem við höfum, þar til við eigum ekki lengur nóg fyrir okkur og þá stofna þeir til vandræða." „Akkúrat," sagði maðurinn í velsniðnu fötunum. „Þeir hafa það svo gott, að þeir vita ekki lengur hvað þeir vilja,“ sagði einhver í röðinni. I þessum umræðum verður oft að líta á það sem sjálfsagðan sannleika, að matarskorturinn í Moskvu og enn meiri skortur í öðrum borgum stafi af óeigin- gjarnri aðstoð Sovétmanna við þær þjóðir sem minna mega sín. Ungi skrifstofumaðurinn sá sér því leik á borði til að bæta fyrir framhleypni sína fyrr. „Já, með því að fæða þær,“ sagði hann, „þannig stuðlum við að friði og komum í veg fyrir stríð." Oánægði verkamaðurinn hló hæðnishlátri. „Og hverjir ætla að hefja stríð?“ spurði hann. „Bandaríkjamenn?“ Óþægileg þögn ærðist yfir fólkið. Þessi skarpleiti verkamaður með myndugleikann í röddinni hafði beint talinu inn á óvæntar brautir. Trúði hann því ekki sem allir áttu að vita af þúsundum frétta- mynda og þúsundum yfirlýsinga í sjónvarpinu — Bandaríkjamenn, sem leituðust við að grafa undan Sovétríkjunum, voru vissulega hættulegir stríðsæsingamenn. „Nei, Bandaríkjamenn munu ekki fara í stríð,“ sgaöi verkamað- urinn ról.vndislega og kenndi nú ekki sömu kergjunnar í röddinni og fyrr. „Bandaríkjamenn eru hræddir við okkur." Það eins og lifnaði yfir fólkinu, gamla konan gaut augunum' á verkamanninn og eyrnarskjólin á húfu skrifstofumannsins voru eins og fuglsvængir í flugtaki þegar hann kinkaði kolli ákaflega, að vísu dálítið á báðum áttum í andlitinu. „Við ráðum nú yfir mikilli tækniþekkingu,” sagði verkamað- urinn og gætti stolts í röddinni. „Á morgun er sá sjöundi. Fylgist bara með hersýningunni. Horfið á alla skriðdrekana, flugskeytin og þá er ekki allt upp talið. Ekki það nýjasta. Bandaríkjamenn óttast tæknina okkar. Það mun enginn hefja stríð ef við gerum það ekki.“ Maðurinn í velsniðnu fötunum snéri nú baki í manninn og þar með fjaraði umræðan út. Um það bil korteri seinna komst hreyfing á biðröðina. I ljós kom að einhver búðarlokan hafði ekki nennt að fylla hillurnar af birgð- um sjálfrar verslunarinnar og allir komust nú í gott skap. „Úr hverju skyldu pylsurnar vera búnar til núna — möluðum beinum og klósettpappír?" spurði einhver. „Nei,“ var svarað, „úr kertavaxi — klósettpappírinn er löngu bú- inn“ og hláturinn bergmálaði í húsunum við Smolensky-torg. — Anthony Austin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.