Morgunblaðið - 28.12.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.12.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980 fHtfgn Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakiö. Jólahelgin hvílir yfir landinu. í kyrrð hátíðar- innar og með áramótin á næsta leiti minnumst við þess, sem Bólu-Hjálmar kvað í ljóðabréfi 1819: Árin, stundir, eyktirnar og allar mundir hérvistar stjórn guðs undir standa þar, strikum bundið reglunnar. Miklar umræður hafa um það spunnist hér í blaðinu á undanförnum vikum, hverj- ar þessar reglur guðs eru. Greinilega eru ekki allir á einu máli og með þunga hafa menn sett fram rök sín. Eftir stendur, að vísind- in útrýma ekki trúnni og án trúar hafa vísindin harla lítið gildi. Kenningasmiðir ná ekki langt skorti þá innblásturinn. Mesta upp- ljómun hljóta menn í trú sinni. Raunar er það verðugt umhugsunarefni, að í efnis- hyggju samtímans, skuli jafn mörgum liggja jafn mikið á hjarta um sköpun heimsins og þróun tegund- anna. Þeir hafa oftast hæst, er telja sig fara höndum um lífshamingjuna í flókinni, félagslegri þjóðfélagsgerð. Margir yppta einnig öxlum og segja deilur um uppruna mannsins innantómt raus um einskis verða hluti. Þetta liggi allt ljóst fyrir, ef ekki þá bjargist þetta allt einhvern veginn að lokum. Það má til sanns vegar færa, en slík afstaða til áhugamála annarra setur því miður alltof mikinn svip sinn á viðhorf fjöldans. Mönnum hættir til þess í hringiðu upplýsingastreym- isins að láta sér nægja að lesa fyrirsagnir og taka ekki afstöðu, bíða frekar og sjá, hvort eitthvað meira spenn- andi reki ekki á fjörur þeirra. Einföld dægurmál eru blásin svo út, að þau verða gagnsæ. Rökræður um grundvallaratriði þykja of flóknar, athyglin beinist fremur að stóryrðum en íhygli. Áhyggjum vegna að- steðjandi vanda er varpað yfir á aðra. Menn forðast að standa frammi fyrir sjálfum sér og spyrja: Hvað get ég gert? Opersónulegt vald opinberra aðila verður æ íhlutunarsamara fyrir vikið. Átökin í þjóðfélaginu snúast um það, hvort þessir aðilar fái nægilegt fjármagn til að gegna sífellt víðtækari skyldum. Þeim vex svo ás- megin, sem gerast talsmenn þessa valds án þess að vilja bera nokkra ábyrgð sjálfir. Öllum mót- bárum er svarað með spurn- ingunni: En vill fólkið skera niður þjónustuna? í trúnni felst, að þeir, sem hana iðka, öðlast innri styrk. Þeir varpa ekki ábyrgð af sér heldur axla hana með guði sínum í bæninni. Menn leita trú- arstyrksins hver með sínum hætti. Þeir viðurkenna stjórn guðs, ekki sem vilja- laus verkfæri heldur þátt- takendur í sköpunarverki hans. Þeir verða að horfast í augu við eigin samvisku og taka ákvörðun gagnvart kallinu: Fylg þú mér! Það er engin tilviljun, að þau and- lausu kenningakerfi, sem sett hafa verið fram til að gera manninn að tannhjóli í ópersónulegri þjóðfélagsvél, hatast mest við trúna og svífast einskis í andstöðu sinni við hana. Trúariðkunin verður ekki til af sjálfri sér, að henni verður að hlú, hún verður að njóta viðunandi skilyrða. Guðstrúnni þurfa menn að kynnast á réttum forsend- um og þeim grundvelli, sem Biblían veitir. Margir Is- lendingar hafa unnið þrek- virki við kristniboð í fjar- lægum löndum. Störf þeirra hafa borið hróður þjóðar- innar víða. En hvað um heimavígstöðvarnar? Er það í samræmi við tíðaranda velmegunarþjóðfélagsins að halda boðskap kristinnar trúar fram í íslenskum skól- um? Er það ekki stefnan að kenna sitt lítið af hverju og blanda saman ólíkum trúar- hugmyndum og það án við- unandi kennslugagna? Þessi þróun er til marks um ofvöxtinn í hinu ópersónu- lega valdi ríkisins. Sú skoð- un er einkennileg, ef þetta vald, sem sprottið er úr kristnum jarðvegi og fyrir átök, sem sóttu styrk sinn ekki síst til trúarinnar, telur sér nú best henta að vega að sjálfum rótum kristindóms- fræðslunnar. Sá vítahringur er orðinn hættulegur, sem vill ábyrgð einstaklinganna sem minnsta, svo að unnt sé að vega að rétti þeirra með tilstyrk ábyrgðarlauss valds í bréfaskiptum skriffinn- anna. Hlutleysið gagnvart kristinni trú í skólum lands- ins er hættuleg meinsemd. Hún sýnir, að rótleysið og ruglandin mega sín meira en viljinn til að fást við grundvallarsannindi. Umræðurnar um sköpun heimsins og þróun tegund- anna sýna, að jafnt ungir sem aldnir vilja ekki sætta sig við slíkt hlutleysi. Þær eru gleðilegur vottur um vilja til að takast á um annað en dægurmál. Þær minna á skyldur þeirra, sem eldri eru, til að auðvelda æskulýðnum að taka rétta ákvörðun við kalli frelsar- ans: Fylg þú mér! Fylg þú mér! Dr. Gunnar Thoroddsen Þegar Morgunblaðið kynnti dr. Gunnar Thoroddsen fyrir kosn- ingarnar 1934, þá yngsta fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins, taldi blaðið hann engan nýgræð- ing í landsmálum „og væri óhætt að senda hann í rökræður móti öllum foringjum hinna flokkanna upp á það, að þeir mundu hvergi koma að tómum kofanum" og mun það mála sannast, eins og annað sem Morgunblaðið hefur borið á borð fyrir lesendur sína. Gunnar Thoroddsen var þá einungis 23ra ára og naut vinsælda bæði af kjósendum og foringjum flokksins og við hann voru bundnar miklar vonir. Hann þótti þá þegar svo vel máli farinn, að orð fór af. Munu ýmis kjördæmi hafa staðið honum til boða, en þegar afráðið var, að Torfi Hjartarson, sá stórbrotni og farsæli öðlingur, yrði í kjöri á Isafirði, skoruðu Mýramenn á Gunnar Thoroddsen til framboðs og þótti það vel ráðið. Segir Morgunblaðið, að hann hljóti „að vera vænlegt foringjaefni". Gunn- ar Thoroddsen fór á þing sem landskjörinn. Frá þessum kosn- ingum hefur dr. Gunnar tekið þátt í landsmálum bæði sem borgar- stjóri í Reykjavík og ráðherra, en ekki síður sem fræðimaður við Háskóla íslands og Hæstarétt. Að Jóni Þorlákssyni látnum átti Sjálfstæðisflokkurinn því láni að fagna að geta boðið Reykvíkingum upp á aðra eins menn og Pétur Halldórsson og Bjarna Bene- diktsson og síðar Gunnar Thor- oddsen og Geir Hallgrímsson og loks Birgi ísleif Gunnarsson, sem enn er ungur að árum, og stóð sig með prýði í starfi sínu, þótt honum auðnaðist ekki að halda borginni, enda fátt, sem mælti með því, að það yrði fært til frambúðar. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði, sögðu sjálfstæð- ismenn, þegar þeir töpuðu meiri hluta sínum í höfuðborginni. Að vísu er liðið tvístrað og geta andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins fagnað því, eftir þann dramat- íska klofning, sem varð, þegar dr. Gunnar gekk, gegn vilja þing- flokks, miðstjórnar og flokksráðs Sjálfstæðisflokksins, til liðs við höfuðandstæðinga sjálfstæðis- stefnunnar, sósíalista og fram- sóknarmenn, en það þótti mörgum of stór biti í einu og fer þeim sífjölgandi, svo mjög sem ríkis- stjórnin á undir högg að sækja. En menn verða að horfa raunsæj- um augum á gang mála í þeirri einlægu von, að úr rætist og stærsti flokkur þjóðarinnar, hornsteinn lýðræðis og einstak- lingsfrelsis, beri gæfu til að sam- einast undir merki þeirra, sem til þess hafa verið kjörnir með lýð- ræðislegum hætti. Sjálfstæðis- menn hafa þá bjargföstu trú, að flokkurinn eigi enn til að bera það innra þrek, sem ætla má af langri og gagnmerkri sögu hans, og hann standi af sér þau válegu pólitísku veður, sem um hann leika. Það verður enginn verri af því, þó að um hann gusti. Og sagan er til vitnis um átök frjálsborinna manna víðar en í Sjálfstæðis- flokknum. Við morgunblaðsmenn eigum þá afmælisósk helzta dr. Gunnari Thoroddsen til handa, að hann beri gæfu til að ganga til samstarfs við Geir Hallgrímsson formann flokksins, þingflokk, miðstjórn og flokksráð, enda er það skylda þeirra, sem tóku við Sjálfstæðisflokknum af Ólafi Thors og dr. Bjarna Benedikts- syni, að þeir skili honum heilu og höldnu í hendur ungu kynslóðar- innar. Málið er okkur öllum skylt. Og ábyrgð allra sjálfstæðismanna er mikil því það leiðir ógæfu yfir þjóðina, þegar sterkasta afl is- lenzkrar borgarastéttar gengur ekki samhent til leiks gegn sósíal- istum, en er sjálfu sér sundur- þykkt. Þegar höfundur þessara orða vann ungur að ritgerð um dr. Grím Thomsen skáld, virtist dr. Gunnar Thoroddsen fylgjast með því starfi, a.m.k. spurði hann ævinlega um Grím, þegar hitzt var á mannamótum. Og þá var ekki sízt minnzt á Goðmund á Glæsivöllum. „Kalinn á hjarta þaðan slapp ég“ segir Grímur í lok þessa sjálfsævisögulega sagna- kvæðis. Grímur Thomsen var einn af hirðmönnum Goðmundar á Glæsivöllum, þ.e. danakonungs, en hrökklaðist þaðan fullsaddur af pólitísku þjarki, enda hlutskipti margra stjórnmálamanna bæði fyrr og síðar. Ekki vitum við um pólitíska líðan dr. Gunnars Thor- oddsens um þessar mundir, en gætum þó ímyndað okkur, að hann hafi gluggað í ljóð Gríms á afþreyingarstundum og eigi þá ósk innra með sér að sleppa ókalinn á hjarta úr þeirri orra- hríð, sem hefur orðið hlutskipti hans og hann hefur raunar valið sér sjálfur. Sjálfstæðismenn ættu að minnsta kosti að óska þess, svo oft sem þeir hafa glaðzt yfir stjórnmálabaráttu dr. Gunnars Thoroddsens. En hann hefur þá einnig velgt mörgum undir uggum og óþarfa kurteisi að ganga fram hjá því. Afmæli sín eiga menn að hafa í friði fyrir dægurþrasi og rig og hér verða ekki fluttar neinar Bersöglisvísur, enda stendur það öðrum nær, þótt fáir hafi háttvísi og hugrekki Sighvats skálds til að bera. En forsetakosningarnar 1952 og stjórnarmyndunin í fyrra verða þó ekki þurrkuð út eins og krít af töflu, svo djúpt sem sá sársauki risti, sem fylgdi í kjölfarið. En þá er á hitt að líta, sem bregður birtu yfir að mörgu leyti óvenjulegan stjórnmálaferil og ógleymanlega sigra á góðum stundum. Ólafur Thors tók dr. Gunnar inn í Viðreisnarstjórnina 1959 og skil- aði Sjálfstæðisflokknum samein- uðum, þegar dr. Bjarni Bene- diktsson tók við honum. En fráfall dr. Bjarna og veikindi Jóhanns Hafsteins nokkru síðar urðu með svo óvæntum hætti, að nánast var ofraun að axla þá byrði, sem á Geir Hallgrímsson var lögð. Geir þurfti því öðrum stjórnmála- mönnum fremur á sterkum bak- hjarli að halda. En hörð átök urðu í fiokknum og er það raunar ekki einsdæmi. En í stjórnmálum geyma menn ekki sverð sín í annarra slíðrum. Margir telja nú, að mál sé að linni. Þjóðin þarf á samhentri forystu í Sjálfstæðis- flokknum að halda, ef hún á að komast út úr að því er virðist óyfirstíganlegum ógöngum. Megi forysta Sjálfstæðisflokksins bera gæfu til að slást við þá, sem hún er kjörin til, en setja niður þær illvígu deilur, sem veikt hafa annars öflugan og rúmgóðan flokk. Ritstjórar Morgunblaðsins teldu sér sóma að því að taka þátt í slíkri friðarsókn, en leiftursókn á hendur þeim pólitísku andstæð- ingum, sem blaðið telur sér skylt að sækja að, svo að ísland megi blómgast, og lýðræðið megi sækja kraft sinn í sjálfa undirstöðu þess: einstaklinginn, frjálsan og óháð- an. Ef það gæti orðið, færi aftur vorkliður um íslenzkt þjóðlíf. Með þessum orðum sendum við dr. Gunnari Thoroddsen ham- ingjuóskir á sjötugsafmælinu og óskum honum og fjölskyldu hans farsældar á ókomnum árum, um leið og við þökkum honum marg- víslegt og oftast ágætt samstarf á liðnum árum. Á merkisdegi í lífi hans hugsum við ekki sízt til sæmdarhjónanna, foreldra hans, konu hans, frú Völu Thoroddsen, tengdaforeldra hans, forsetahjón- anna, sem tengdust blaðinu því meir, sem á leið ævi þeirra. Samstarf Ásgeirs Ásgeirssonar og Ólafs Thors við myndun Viðreisn- arstjórnarinnar leiddi til svo heillaríks blómaskeiðs í heilan áratug.'að við er brugðið, enda er oftast vísað til viðreisnaráranna, þegar reynt er að sannfæra menn um það, að íslendingar hafi til að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.