Morgunblaðið - 28.12.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980
17
Skipulagi Iðnaðardeildar Sambandsins gjörbreytt:
Fjórar rekstrarein-
ingar í stað 13 áður
UNDANFARNA mánuði heí-
ur verið unnið að breytinKum
á innra skipulagi Iðnaðar-
deildar. Þessu verkeíni er nú
lokið ok verður í ollum me>?in-
atriðum byrjað að staría sam-
kvæmt nýja skipulaginu frá
ok með næstu áramótum. Iðn-
aðardeild Sambandsins hefur
vaxið mjög ört á undanförn-
um árum o>? miklar breyt-
injiar hafa orðið í markaðs- ok
framleiðslumálum. Hið nýja
skipulag tekur mið af undan-
genRnum breytingum auk
þess, sem þvi er ætlað að
tryggja markvissari rekstur
deildarinnar.
Nauðsynlegt hefur þótt að
fækka sjálfstæðum rekstrar-
einingum, en byggja í þess stað
upp færri, en stærri einingar.
Iðnaðardeild Sambandsins
verður framvegis skipt í 4
einingar, sem koma í stað 13
sjálfstæðra deilda áður og
verður hver eining um sig
undir stjórn sérstaks aðstoðar-
framkvæmdastjóra.
Þessar einingar eru Fjár-
mála- og stjórnunarsvið, ullar-
iðnaður, skinnaiðnaður og
fataiðnaður. Hvert iðnaðarsvið
verður ábyrgt fyrir fram-
leiðslu, sölu, dreifingu, inn-
kaupum og vöruþróun. Fjár-
mála- og stjórnunarsvið mun
bera ábyrgð á fjármálum,
áætlanagerð til lengri og
skemmri tíma, tölvudeild,
starfsmannamálum og sam-
skiptum við sameignarfyrir-
tæki Iðnaðardeildarinnar.
Af einstökum breytingum
má m.a. nefna að markaðsdeild
og skrifstofa Iðnaðardeildar í
Reykjavík verða lagðar niður.
Verkefni markaðsdeildar
skiptast framvegis milli fyrr-
greindra iðnaðarsviða, en verk-
efni skrifstofu Iðnaðardeildár
verða leyst af aðalskrifstofu
Sambandsins í Reykjavík og
skrifstofu Iðnaðardeildar á Ak-
ureyri. Þá má nefna að þessar
breytingar hafa í för með sér
að Gefjun og Hekla verða
sameinaðar í eitt fyrirtæki.
Aðstoðarframkvæmdastjóri
Fjármála- og stjórnunarsviðs
verður Bergþór Konráðsson,
sem jafnframt er staðgengill
framkvæmdastjóra Iðnaðar-
deildar. Aðrir aðstoðarfram-
kvæmdastjórar verða Sigurður
Arnórsson, sem fer með ullar-
iðnað, Jón Sigurðsson, sem fer
með skinnaiðnað, og Gunnar
Kjartansson, sem stýrir
fataiðnaði. Allir þessir starfs-
menn hafa unnið hjá Sam-
bandinu um árabil, nema
Gunnar Kjartansson, sem er
nýr starfsmaður Sambandsins
og hefur hann störf 1. febrúar
næstkomandi. Hann hefur
undanfarið starfað hjá Ut-
flutningsmiðstöð iðnaðarins.
Sigurður hefur verið verksmið-
justjóri í fataverksmiðju og
Jón hefur verið aðstoðarverk-
smiðjustjóri skinnaverksmiðj-
unnar. Framkvæmdastjóri Iðn-
aðardeildar er Hjörtur Ei-
ríksson.
Arleg flug-
eldasala
Hojfs á Suður-
nesjum
Garói 23. des.
EINS og undanfarin ár gengst
Kiwanisklúhburinn Hof í Garði
fyrir flugeldasölu i harnaskólan-
um milli jóla og nýárs og er þetta
áttunda árið í röð sem klúbbur-
inn gengst fyrir flugeldasölunni.
Flugeldasalan hefir verið ein
aðal-fjáröflunarleið Kiwan-
ismanna í Garðinum og hafa
Suðurnesjamenn stutt dyggilega
við bakið á þeim með því að verzla
við þá. Flugeldasalan verður opin
alla daga milli jóla og nýárs frá
hádegi til kl. 22.
Arnór.
Námskeið fyrir
kirkjukóra-
fólk i Rvíkur-
prófastsdæmi
NÚ eftir áramótin gangast
Kirkjukórasamhand Reykjavík-
urprófastsdæmis og Söngmála-
stjóri Þjoðkirkjunnar fyrir 6
vikna námskeiði í raddþjálfun
fyrir kirkjukóra. Á námskeiðinu
verður einnig undirhúin efn-
isskrá. sem áformað er að flytja
við væntanleg hátíðahöld kirkj-
unnar 1981. en þá eru liðin 1000
ár frá því að kristniboð hófst hér
á íslandi.
Kennslan fer fram í Dómkirkj-
unni í Reykjavík og hefst mánu-
daginn 5. janúar. Verður tilhögun-
in þannig að kl. 18.30 skulu koma
tenór og bassi, en kl. 20.30 sópran
og alt.
Kennari í raddbeitingu verður
Guðrún Tómasdóttir, en organist-
ar munu kenna raddir.
Kennslan fer fram á mánudags-
kvöldum tvær klukkustundir í
senn fyrir hverja rödd.
Til þátttöku er boðið öllu
kirkjukórsfólki svo og öðrum þeim
sem áhuga hafa á þátttöku.
Kennslan er ókeypis og öllum
opin.
(Úr fréttatilk.)
36777
AUCLYSINCASTOFA
MYNDAMÖTA HF
HVAÐ ER EFST Á ÓSKALISTANUM?
Er ætlunin aö eignast nýjan bíl eöa bara hjól?
Fagran grip eöa halda út 1 heim? Hægindastól?
Vantar eitthvað til heimilisins? Óskirnar eru ólíkar
eins og viö sjálf. En miði í happdrætti SÍBS gefur
öllum jafna möguleika , meira en einn á móti f jór-
um. Allt upp í 10 milljónir (100.000 nýkr.) er hægt
aö vinna. Sex sinnum veröur dregiö um 5 milljónir
(50.000 nýkr.) — og 40 sinnum um eina (10.000
nýkr ). Nú kostar miðinn tvöþúsund (20 nýkr.) en
lægsti vinningur er 50 þúsund (500 nýkr.). Ef til
vill þaö sem á vantar — tíT þess að ein ósk geti ræst.
Og hver seldur miöi 1 happdrætti SÍBS á þátt í að
glæöa vonir sjúkra á leið til sjálfsbjargar.
____ siiaí
veskmu en big
grunar?
HAPPDRÆTTI SÍBS