Morgunblaðið - 28.12.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1980
21
fclk f
fréttum
Tíu þeirra fimmtán sem heiðraðir voru i tilefni af 60 ára afmæli Sjómannafélags Reykjavíkur ásamt
formanni félagsins. Aftari röð frá vinstri: Valdimar Jónsson. Björn Andrésson. Theodór Friðríksson,
Snorri Ólafsson og Haraldur ólafsson. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Hallvarðsson formaður SR,
Jón Sigurðsson, Jón Hilmar Jónsson, Sigfús Bjarnason, Asgeir Torfason og Eyjólfur Þorvarðarson.
Efstir í Konunglega fagskólanum í Svíþjóð
Fimmtán sjómenn heiðraðir ...
+ STJÓRN Sjómannafélags
Reykjavíkur hélt hóf í tilefni af
65 ára afmæli félagsins í Lindar-
bæ, 13. desember síðastliðinn.
Hinn 23. október 1915 var Há-
setafélag Reykjavíkur stofnað en
árið 1920 var nafni þess breytt í
Sjómannafélag Reykjavíkur. í
fyrstu stjórn félagsins voru:
Formaður, Jón Back; varafor-
maður, Jósef Húnfjörð; ritari,
Ólafur Friðriksson; féhirðir,
Guðmundur Kristjánsson; vara-
féhirðir, Guðmundur Hjör-
leifsson; aðstoðarmenn, Björn
Blöndal og Jón Einarsson, yngri.
í tilefni af afmælinu voru
fimmtán félagsmenn heiðraðir,
þeir: Ásgeir Torfason, Björn J.
Andrésson, Bergsteinn Hjör-
leifsson, Eyjólfur Þorvarðarson,
Erlendur Þórðarson, Haraldur
Ólafsson, Jón Ármannsson, Jón
Hilmar Jónsson, Jón Sigurðsson,
Sigfús Bjarnason, Snorri Ólafs-
son, Sæmundur Ólafsson, Theo-
dór Friðríksson, Valdimar
Jónsson og Þorgils Bjarnason.
Núverandi stjórn Sjómannafé-
lags Reykjavíkur skipa: Guð-
mundur Hallvarðsson, formað-
ur; Hilmar Jónsson, varaformað-
ur; Erling Richard Guðmunds-
son ritari; Sigurður Sigurðsson,
gjaldkeri; Guðmundur Haralds-
son, varagjaldkeri; Pétur S. Sig-
urðsson og Skjöldur Þorgríms-
son, meðstjórnendur og vara-
menn, Magnús Jónsson, Jón E.
Helgason og Bárður Sigurðsson.
Fjögurra vikna dvöl í
listaborginni Flórenz
+ TVEIR íslenzkir bakarasvein-
ar, Víglundur Jónsson og Birgir
Snorrason, voru íslenzkri
bakarastétt til mikils sóma er
þeir hrepptu efstu sætin í Linn-
én skólanum í Uppsölum fyrir
skömmu. Bakarasveinar frá öll-
um Norðurlöndunum sækja
þangað framhaldsmenntun í
iðngreininni og koma þeir marg-
ir hverjir frá þekktum kökugerð-
um í þessum löndum. Birgir
Snorrason er Akureyringur og
lærði bakaraiðn í bakaríi Kr.
Jónssonar þar í bæ en Víglundur
Jónsson er Reykvíkingur og
lærði í Árbæjarbakaríi.
Er Víglundur var spurður um
tilhögun Linnén-skólans, sagði
hann að námstíminn hefði verið
í áföngum og tekið próf að
hverju verkefni loknu. Kennarar
skólans hefðu verið frábærir
hvað snerti þekkingu og verk-
kunnáttu og Birgir bætti því við
að gæði og fjölbreytni þeirra
hráefna, sem skólinn hafði yfir
að ráða, ásamt færni kennar-
anna hefði gert námið mjög
áhugavert.
Þá var Víglundur spurður
hvort þeim hefði ekki komið á
óvart að hreppa efsta sætið og
þar með BRONSVERÐLAUNIN
sem eru æðsta viðurkenning
skólans.
— Nei, ekki svo mjög, Við
fylgdumst allan tímann með
hinum nemendunum og sáum
þegar leið að lokum að við
stefndum í efstu sætin. Okkur
fannst satt að segja að við
hefðum yfir meiri reynslu að
ráða en hinir nemendurnir —
hin fjölbreyttu störf sem ís-
lenzkir bakarar verða að kunna
skil á komu okkur til góða.
Verksmiðjubakstur var okkur
hins vegar framandi enda ekki
Stjórnandi hinnar nýju strengjasveitar er Guðmundur Emilsson.
en hann er þriðji frá hægri í öftustu röð.
+ MÁNUDAGINN 29. desember
kl. 20.30 heldur nýstofnuð
strengjasveit sína fyrstu tónleika
í Bústaðakirkju. Sveitin er skipuð
ungu fólki sem er ýmist starfandi
hér á landi eða við nám og störf
erlendis.
Stjórnandi á þessum tónleikum
ét Guðmundur Emilsson en hann
er við nám í hljómsveitarstjórn í
Bandaríkjunum. Sigríður Vil-
hjálmsdóttir leikur einleik á óbó í
konsert eftir Hándel. Hún hefur
verið búsett í Berlín undanfarin
ár. Á efnisskránni verða auk
óbókonsertsins sinfónía eftir
C.P.E. Bach, adagio eftir Samuel
Barber og serenada eftir Tsjæ-
kovski. Aðgöngumiðar verða seld-
ir við innganginn.
til þess fallinn að skapa fjöl-
breyttni og gæði, — hvað þá gott
handbragð. Okkur finnst þessi
verðlaun sem við fengum ekki
síður viðurkenning fyrir bakarí-
in sem við lærðum hjá en okkur
sjálfa.
En hver er staða íslenzkra
bakaría miðað við bakarí á
hinum Norðurlöndunum að ykk-
ar mati?
— Það fer ekki á milli mála að
bakarí hér á landi hafa meira
brauðúrval en það sem vekur
furðu er að verðið hér er veru-
lega lægra en verð á sambæri-
legum brauðum á hinum Norð-
urlöndunum, þrátt fyrir dýran
flutning á hráefnum hingað til
landsins. Kökuúrval er aftur
meira á hinum Norðurlöndun-
um. Sænskar húsmæður eru t.d.
mjög kröfuharðar, þær kaupa
helzt ekkí annað en vandaðan
bakstur úr úrvals hráefnum og
sjá ekki eftir að greiða hærra
verð fyrir slíka vöru. Þetta hefur
gert sænskum bökurum fært að
leggja sig mjög fram um vöru-
vöndun. Verksmiðjubakstur á
hins vegar ekki miklum vinsæld-
um að fagna á Norðurlöndum
enda eru slíkar vörur að mestu
framleiddar til útflutnings. Við
urðum mjög varir við það er við
heimsóttum sænsk bakarí að
neytendur vildu verzla þar sem
bakað er á staðnum og ábyrgur
fagmaður til staðar. Það er líka
full ástæða til því þessar vörur
eru viðkvæmar og þola illa
geymslu. Islenzkar húsmæður er
nú einnig farnar að gera sér
betur ljósan mismuninn á vörum
í bakaríum og vélpökkuðum
verksmiðjubakstri — innflutn-
ingur á erlendum bakstri hefur
einmitt flýtt fyrir þessu sjálf-
sagða gæðamati hér á landi.
+ PÉTUR Bjarnason, nemandi í
höggmyndadeild Myndlista- og
handíðaskólans, h-laut fyrstu
verðlaun í samkeppni um mynd-
ir á álveggskildi sem Isal efndi
til meðal nemenda skólans fyrir
skömmu. Voru verðlaunin fjög-
urra vikna dvöl í listaborginni
Flórenz á Ítalíu en sjö peninga:
verðlaun voru veitt að auki. I
samtali við Morgunblaðið sagði
Pétur að myndin, sem hann fékk
verðlaunin fyrir, 'væri lands-
lagsmynd frá Þingvöllum og
væri landslagið talsvert stíliser-
að. Hefði frummyndinni verið
skilað í gifsi en Isal sæi um að
taka álafsteypur af henni. Um
væntanlega kynnisferð til Flór-
anz sagði Pétur að þar myndi
hann örugglega hafa meira en
nóg að gera við að skoða lista-
söfn og kynnast þessari forn-
frægu listaborg en og varla hafa
mikinn tíma til að láta sér
leiðast.
Pétur Bjarnason með verðlauna-
myndina.
o w
Q
w
Hluti af því prófverkefni sem Viglundur og Birgir leystu af hendi
ekki viðvaningar í hlut.
%
það er greinilegt að þarna eig
Frá Linnénskólanum í Uppsölum. Birgir Snorra-
son er lengst til hægri á myndinni.
Viglundur Jónsson.