Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 1. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Noregur og Svíþjóð: Olíumengun drepur tugþúsundir fugla Osló, 2. jan. Frá fréttaritara Mbl. TUGbÚSUNDIR sjófutrla við strönd Suður-Noreus <ik Vestur-Svíþjoðar hafa atast uliu. sem borist hefur úr Skatferak. og er hér um að ræða eitt mesta náttúruslys, sem um getur á þessum sh'tðum. Olíufiekkurinn, sem borist hefur upp að ströndum landanna, er þunn- ur en mjög víðáttumikill. Ekki er vitað hvernig á honum stendur, en líklegast talið, að eitthvert skip hafi sleppt olíunni í blóra við lög og fyrirmæli þar um. Þær raddir hafa einnig heyrst, að oliumengunin kunni að stafa af óhappi, sem orðið hafi við olíuvinnsluna á botni Norðursjávar. I Oslóarfirði og með allri vestur- strönd Svíþjóðar hafa fundist fuglar útataðir olíu og telja fuglafræðingar, að á annað hundrað þúsunda fugla muni verða henni að bráð að lokum. 15.000 fuglar, sem ekki áttu sér lífs von, hafa verið skotnir en reynt hefur verið að þvo oliuna úr fiðri annarra. 200 skotnir til bana í Sýrlandi - að sögn Jórdaníumanna Amman. 2. janúar. AP. JÓRDANSKA rikisútvarpið skýrði frá því í dag, að sýrlenskir hermenn hefðu skotið 200 manns til bana á torgi í borginni Aleppu og hefði fólkinu verið gefið að sok að hafa unnið gegn stjórninni. Hin opinbera jórdanska frétta- stofa, Petra, og' jórdanska ríkisút- varpið höfðu það eftir ferðamönnum, sem komu frá Sýrlandi, að fjöldaaf- tökur hefðu farið fram á torgi í borginni Aleppo en þar hafa stuðn- ingsmenn Bræðralags múhameðstrú- armanna látið mjög að sér kveða. Sá félagsskapur er bannaður í Sýrlandi enda hefur hann beitt sér gegn stjórn Hafez Assads Sýrlenskur embættismaður, sem ekki vildi iáta nafns síns getið, sagði í dag í Damaskus, að fréttirnar um fjöldamorðin „væru svo hlægilegar, að ekki tæki að svara þeim“. Sýrlend- ingar og Jórdaníumenn hafa háð mikið áróðursstríð milli sín að und- anförnu og saka þeir fyrrnefndu Hussein Jórdaníukonung um að skjóta skjólshúsi yfir félaga úr Bræðralagi múhameðstrúarmanna. Gamla árið kvatt Ljósm. Rax Pólska þjóðin mun berjast gegn sovésku innrásarliði - sagði Lech Walesa í viðtali við japanska fréttastofu Tókýó, 2. janúar. AP. LECII Walesa, leiðtogi Samstoðu. hins óháða verkalýðssambands i Gervasoni er laus úr haldi Óvíst um landvist í Danmörku Kaupmannahofn. 2. janúar. AP. PATRICK Gervasuni, Frakkinn landflótta, var i dag látinn laus úr haldi. en hann hefur sætt varð- haldi frá þvi á þriðjudag, er hann kum til Danmerkur frá íslandi, þar sem honum var neitað um landvist. Gervasoni hefur sótt um land- vistarleyfi í Danmörku og verður umsókn hans tekin til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu eftir helgi. Henning Dahlfelt aðstoðarfor- stjóri útlendingaeftirlitsins sagðist álíta, að möguleikar Gervasonis á að hljóta landvistarleyfi í Dan- mörku væru litlir, ekki væri for- dæmi fyrir því að þegn einhvers Efnahagsbandalagslandanna væri veitt slíkt leyfi í Danmörku. Hann sagði, að engin beiðni hefði borist frá frönskum yfirvöldum um fram- sal Gervasonis. Ebbe Holm lögfræðingur Gerva- sonis sagðist hins vegar vera von- góður um að Gervasoni hlyti land- vistarleyfi í Danmörku, en sagði þó að mál Gervasonis væri „mjög flókið”. Holm sagði að eitt helzta vanda- málið væri, að Gervasoni hefði ekkert vegabréf og engin skiiríki er færðu sönnur á hver hann væri. Póllandi. lét að því liggja i viðtali við japonsku fréttastofuna Kyodo. að Pólverjar mundu berjast gegn Sovétmonnum ef þeir réðust inn í landið. í viðtalinu sagði Walesa, að ef Rússar eða Varsjárbandalagslöndin sendu her inn í Pólland myndu Pólverjar „grípa til þeirra aðgerða, sem sýndu umheiminum, að þeir væru engir hugleysingjar". Hann tók þó fram, að hann tryði því ekki að til innrásar kæmi. Walesa sagði að hann myndi gera það sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir verkföll eftir 15. janúar en þá rennur út sá frestur, sem stjórnvöld hafa til að hrinda í framkvæmd ákvæðum Gdansk-sam- komulagsins. Þar er meðai annars kveðið á um rétt verkalýðsfélaga til að gera verkföll og afnám ritskoð- unar, I Varsjárblaðinu Zycie Warszawy, sem er stjórnarmálgagn, var í dag hvatt til frekari umbóta í þjóðfélag- inu og flokknum til að fyrri kúgun- araðgerðir yrðu ekki teknar upp aftur eins og átti sér stað í kjölfar umbótanna 1956 og 1970. Ekkert var hins vegar minnst á þau ummæli Tass-fréttastofunnar rússnesku, að Samstaða, hið óháða verkalýðssam- band væri „óopinber stjórnarand- staða“, sem græfi undan valdi kommúnistaflokksins. I skýrslu, sem birt var í Wash- ingtan í gær, segir Les Aspin, formaður leyniþjónustunefndar bandarísku fulltrúadeildarinnar, að Kremlverjar séu enn ekki tilbúnir til að ráðast inn í Pólland en hins vegar bendi margt til að þeir muni láta til skarar skríða um miðjan þennan mánuð. Hann sagði ástæð- urnar m.a. vera getuleysi pólskra ráðamanna til að hafa stjórn á verkalýðsfélögunum, allur sá undir- búningur, sem Rússar hefðu þegar lagt í innrásaráætlanir, og löngun sumra póiskra kommúnista til að koma Stanislaw Kania frá. Kína: Hu Yao-bang tekur við formennskunni í raun IVkinií. 2. janúar. AP. HAFT er eftir heimildum í Peking. að Hu Yao-bang, aðalritari kin- verska kommunistaflokksins. hafi í raun leyst Hua Guo-feng af hólmi sem formaður flokksins. Hua hefur augljóslega verið sviptur Ollum völdum. bæði sem formaður flokks- ins og hermálanefndarinnar en Bani-Sadr gagnrýndur fyr- ir getuleysi íranska hersins Beirut. 2. ianúar. AP. BANI-SADR, forseti írans, hvatti í dag iranska herinn logeggjan og skoraði á hann að leggja harðar að sér við að reka traka af hondum sér. Bani-Sadr hefur siðustu daga verið gagnrýndur mjög fyrir slæ- lega herstjórn og bent á. að dregist hafi úr hömlu sú gagnsókn, sem hann hefur látið i veðri vaka, að væri að næstu grösum. Bani-Sadr var staddur í íranskri herstöð í fremstu víglínu þegar hann flutti hernum áskorun sína en þang- að kom hann frá fundi, sem hann hafði átt með æðstu yfirmönnum íranska hersins. Iranskir trúarleið- togar hafa að undanförnu gagnrýnt , og af hálfu Irana en Irakar ráða nú um þriðjungi Khuzistans-héraðs og hafa stöðugt verið að styrkja þar stöðu Tveir menn, sem sæti eiga á íranska þinginu, bættust í dag í hóp trúarleiðtoganna og sökuðu íranska herinn um getuleysi og að geta ekki komið í veg fyrir stöðuga stórskota- hríð íraka á borgir í Khuzistan. í Teheran-útvarpinu voru í dag flutt svör Bani-Sadr við þessari gagnrýni en þar hvetur hann trúarleiðtogana til að koma sjálfa „til víglínunnar í dag eða á morgun og kveða að því búnu upp dóma sína fyrir þjóðinni." talið er. að við því starfi hafi Deng Xiao-ping tekið. Hua Guo-feng er þó enn að nafninu til formaður flokksins og talsmaður utanríkisráðuneytisins í Peking sagði, að hann væri enn formaður miðstjórnarinnar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu hans innan stjórnarinnar. I kínverskum dagblöðum var nafni Hu Yao-bang mjög haldið á loft í dag en hann var í forsæti fyrir nýársfagnaði miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Hu, sem er 67 ára gamall, er traustur bandamaður Deng Xiao-ping og stýrir hinni valdamiklu framkvæmdastjórn flokksins. Hua Guo-feng, sem tók við flokks- formennskunni að Maó gegnum, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa aðhyllst og stutt „vinstrisinn- aðar“ hugmyndir Maós, sem lagði mesta áherslu á þungaiðnað og stórar framleiðslueiningar í land- búnaði. Einnig hefur verið litið á hann sem þröskuld í vegi þeirrar endurnýjunar atvinnulífsins, sem Deng Xiao-ping hefur beitt sér fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.