Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 11 kvæmdanefndarhúsum, verka- mannabústöðum, leiguíbúðum, hverju nafni sem það nefnist. Allt er betra en að vera á götunni. Þegar svo er komið má segja að óskastundin sé runnin upp hjá kommúnistum í borgarstjórn Reykjavíkur og hugsjónabræðrum þeirra í Framsókn og Alþýðu- flokknum. Þá finna þeir fyrst til sín fyrir alvöru, þegar borgararnir verða þvert um geð sér en út úr hreinni neyð að fleygja sér í faðm þeirra og sárbæna þá um opinbera forsjá. Það er yfirlýst stefna þessara flokka, og algjört hugsjónaatriði sumra þeirra að gera borgarana gjörsamlega háða forræði sínu, að skammta þeim úr hnefa sam- kvæmt formúlunum sem prófaðar hafa verið t.d. í Póllandi síðasta aldarfjórðunginn. Opinber úthlut- un og rekstur ibúðarhúsnæðis er eitt af kjarnaatriðum vinstri- stefnunnar. Nú skal tekið fram, að bygging verkamannabústaða, innan hæfi- legra marka, og takmörkuð upp- bygging leiguhúsnæðis í eigu borgarinnar er að mínum dómi nauðsynleg sem tæki til að ná vissum félagslegum markmiðum. Þetta hafa Sjálfstæðismenn ekki einvörðungu viðurkennt heldur lagt áherzlu á í framkvæmd hús- næðismálastefnu sinnar á liðnum áratugum. En meginstefnan hefur jafnan verið sú, að tryggt skyldi nægilegt lóðaframboð svo að ein- staklingunum gæfist kostur á að eignast húsnæði. Nú hefur þessu verið gjörsamlega snúið við. Aðal- atriðið í húsnæðismálastefnu nú- verandi meirihluta er að fólk flytji í verkamannabústaði og leigu- húsnæði. Þetta með lóðirnar og hið almenna húsnæðisframboð á markaðnum er algjört aukaatriði i stefnu hans. Stefnan mótist af óskum fólksins Við sjálfstæðismenn leggjumst gegn óheftri uppbyggingu borgar- húsnæðis af því að við vitum að fólkið vill eignast sínar eigin íbúðir eða hús og verða algjörlega sjálfstætt að því leyti. Þess vegna á það að vera hlutverk stjórn- málamannanna að leitast við að verða við þessum óskum fólksins en ekki segja því fyrir um, hvað því sé fyrir beztu, og drepa niður vilja þess og kjark til að leysa sín mál af eigin rammleik. Þrátt fyrir ítrekuð kosningafyr- irheit sín hefur meirihlutinn ekki komið því í verk ennþá’að byggja neitt af ieiguíbúðunum sem á dagskrá voru 1978. Þó hann hafi farið sér hægt er nú deginum ljósara, að hin opinbera forsjá verður allsráðandi í húsnæðismál- um Reykvíkinga í framtíðinni, fái vinstrimenn aftur umboð kjós- enda til að fara með stjórn borgarinnar. Nú nýlega voru endurfluttar gamalkunnar tillög- ur þeirra í húsnæðismálum, þar sem einblínt er á byggingu borg- arhúsnæðis. Þó að þetta séu gamlar lummur og enn hafi ekkert verið fram- kvæmt af gömlu áformunum, er nú alveg ljóst, að þetta er hin eina og sanna stefna vinstri meirihlut- ans í íbúðamálum, svo hrikaleg sem hún er. Það er hreinlega ekki boðið upp á neitt annað. Gegn þessari óheillaþróun verða Reyk- víkingar að rísa um ieið og þeir fá tækifæri til þess, í borgarstjórn- arkosningum eftir sautján mán- uði. Það er ekki seinna vænna. FORSETI Islands. frú Vigdís Finn- bogadóttir, sæmdi á nýársdag átján íslendinga heiðursmerkjum hinnar islensku Fálkaorðu. Þeir eru eftir- taldir: Árna Kristjánsson, píanóleikara, stjörnu stórriddara, fyrir störf að tónlistarmálum. Bjarna Björnsson, forstjóra, ridd- arakrossi, fyrir störf að félags- og iðnaðarmálum. Braga Eiríksson, ræðismann, ridd- arakrossi, fyrir störf að útflutnings- verslun. Einar Arnalds fv. hæstaréttar- dómara, stjörnu stórriddara, fyrir embættisstörf. Geir Kristjánsson Gígju, náttúru- fræðing, riddarakrossi, fyrir rann- sókna- og fræðistörf. Guðmund Benediktsson, ráðuneyt- isstjóra, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf. Ingibjörgu Guðmundsdóttur, ridd- arakrossi, fyrir listaverkagjöf til Háskóla Islands. Jóhannes R. Snorrason, yfirflug- stjóra, stórriddarakrossi, fyrir störf í þágu flugmáia. Jón Ivarsson, framkvæmdastjóra, riddarakrossi, fyrir störf að félags- og atvinnumálum. Konráð Gíslason, kompássmið, riddarakrossi, fyrir störf að örygg- ismálum sjómanna. Magnús Ágústsson, fv. héraðs- lækni, Hveragerði, riddarakrossi, fyrir líknar- og heilsugæslustörf. Magnús Gamalíelsson, fram- kvæmdastjóra, Ólafsfirði, stór- riddarakrossi, fyrir störf að útgerð- ar- og atvinnumálum. Ólaf Björnsson, prófessor, stór- riddarakrossi, fyrir embættis- og fræðistörf. Ólaf Ólafsson, landlækni, riddara- krossi, fyrir embættisstörf. Sólveigu Guðrúnu Halldórsdóttur, hjúkrunarfræðing, riddarakrossi, fyrir líknar- og hjúkrunarstörf. Stefán Reykjalín, byggingameist- ara, Akureyri, riddarakrossi, fyrir störf að félagsmálum. Sverri Sigurðsson, fv. fram- kvæmdastjóra, riddarakrossi, fyrir listaverkagjöf til Háskóla íslands. Þór Vilhjálmsson, hæstaréttar- dómara, riddarakrossi, fyrir emb- ættisstörf. um skömmtum hvors lyfs. Til þess að útskýra þetta mikilvæga atriði örlítið nánar, skal tekið raunveru- legt dæmi. Sýnt hefur verið fram á, að blanda af 100 mg af alkohóli og 0,5 mg af barbitúrsýruafbrigði í hverjum 100 ml af blóði er banvæn mönnum. Þegar alkohól er notað eingöngu er banvænt magn þess í blóði á bilinu 500—800 mg í hverjum ml og banvænt magn af barbitúrsýruafbrigði er á bilinu 10—29 mg í sama magni af blóði. Hin mikla samverkun leynir sér ekki. Misnotkun barbitúrsýruafbrigða og skyldra lyf ja Af ýmsum ástæðum eru barbit- úrsýruafbrigði oft misnotuð með öðrum lyfjum. Þau eru stundum notuð til þess að draga úr örvandi áhrifum annarra lyfja á mið- taugakerfi, til dæmis eftir töku stórra skammta af amfetamíni eða skynvilluefnum. Sérkennilegt er, að barbitúr- sýrulyf, sem hafa skamma verkun, geta aukið á taugaveiklun sumra sjúklinga. Af þessum sökum líta margir þeirra, sem misnota am- fetamín og skynvilluefni, á heróín sem öruggara róandi efni og vitað er, að sumir heróínistar nota barbitúrsýrulyf um stundarsakir, þegar fjárráð eru lítil eða þegar þeir komast að raun um, að gæði heróíns á svörtum markaði eru ekki viðunandi eða með öllu ófáan- legt. Helztu einkenni Þau kennimerki, sem einkenna misnotkun barbitúrsýruafbrigða líkjast mjög þeim einkennum, sem koma í ljós eftir mikla alkohól- misnotkun svo sem víma, málæði, skert dómgreind, skert stjórn til- finninga og minnisleysi. Þeir, sem eru undir áhrifum barbitúrsýru- lyfja eru gjarnan viðskotaillir, hafa sjúklegar hugmyndir og sjálfsmorðstilhneigingar. Geð- sveiflur, þrasgirni og önuglyndi er mjög algengt og leiða oft til ofbeldis og glæpa. Önnur einkenni eru meðal annars truflanir á starfsemi liða, augna og vöðva, skjálfti og minnkuð viðbrögð. Þol myndast smám saman á 1—2 mánuðum, þegar stórir skammtar eru notaðir að stað- aldri. Sálræn og líkamleg ánauð eru einkenni langvarandi mis- notkunar. Ef sjúklingar, sem hafa myndað líkamlega ánauð, hætta skyndilega notkun barbitúrsýru- lyfja, geta hættuleg fráhvarfsein- kenni komið í ljós, en þau ein- kennast af rugli, krömpum, dái eða dauða. Rétt er að leggja áherzlu á, að þessi hættulegu einkenni koma fyrst í Ijós eftir langvarandi notkun mjög stórra skammta. Mildari einkenni eftir minni skammta eru einkum vöðvarykkir, skjálfti, slen, svefn- leysi, lágur blóðþrýstingur, velgja og uppsala. Mörg lyf, sem ekki eru barbitúr- sýruafbrigði, en eru stundum mis- notuð í þeirra stað, hafa fólgna í sér sömu hættu og svipuð frá- hvarfseinkenni. Dæmi um slík lyf eru glútetímíð (doriden), mety- prylón (noludar) og metakvalón (mesedin). Hér skal einnig minnst á svo- kölluð benzódíazepínsambönd, en þau eru tiltölulega ný af nálinni og hafa í vaxandi mæli komið í stað barbitúrsýrulyfja sem svefn- lyf og róandi lyf. I þessum flokki eru lyf eins og klópoxíð (librium), díazepam (valium), oxazepam (stesolid), nítrazepam (mogadon) og fleiri. Benzódíazepínsambönd eru hættuminni en barbitúrsýru- lyf vegna þess, að bráð eiturverk- un þeirra er miklu minni og þessvegna er hætta á eitrun og sjálfsmorði minni. Auk þess er talið, að hætta á ávana og fíkn sé minni, en þegar barbitúrsýrulyf eiga í hlut. Á hinn bóginn er verkunarlengd mest notuðu lyfj- anna í þessum flokki mjög mikil, þannig að hætta er á samsöfnun við langvarandi notkun. Einnig eru dæmi um líkamlega og sál- ræna ánauð með fráhvarfsein- kennum eins og krömpum og rugli, þegar lyf úr þessum flokki eru tekin í meira magni en ráðlögðum lyfjaskömmtum í langan tíma. Ásmundur Brekkan yfirlæknir: Áramótaávarp Ásmundur Brekkan yfir- læknir, formaður læknaráðs Borgarspitalans. flutti eftirfar- andi ávarp á fundi ráðsins með starfsfólki spitalans 2. janúar. Stjórn Læknaráðs Borgarspít- alans óskar öllu samstarfsfólki og stjórnaraðilum spítalans árs og friðar og þakkar samvinnuna á árinu, sem er að líða. Rétt er að geta strax merkasta áfangans í starfi Borgarspítal- ans á þessu ári, en það er fullgerð svonefndrar G-álmu spítalans, sem hýsir bráða slysa- og sjúkravakt, göngudeildir nokkrar og nú innan fárra daga einnig heilsugæzlustöð Foss- vogshverfis. Það er reyndar aðeins hluti G-álmu, sem nú er risinn. Álman öll á að rúma nýjar stoðdeildir, fyrst og fremst skurðstofur og röntgen, og fullkomna gæzlu- deild. Engu að síður er það mikill áfangi, að svo gott pláss skuli nú vera fengið til að sinna bráðri slysa- og sjúkrahjálp borgarsvæðisins og landsins í heild, jafnframt því, sem svið spítalans hefur breikkað. Það vekur nú einnig óskipta ánægju, að hefjast eigi handa af miklum krafti við að steypa upp marglof- aða B-álmu, með vistunarrými fyrir ellimóða og aðra langlegu- sjúklinga. í ávarpi mínu á þessum stað í fyrra lagði ég talsverða áherzlu á, að sjúkrahúsunum í Reykjavík hafi verið haldið í fjárhags- og framkvæmdakreppu undanfar- inn áratug. Aðrir hafa einnig bent á og rökstutt þetta, og svo virðist sem nú sé heldur að skýrast fyrir ýmsum ábyrgð hins opinbera gagnvart starfrækslu og þróun sérhæfðrar heilbrigðis- þjónustu landsmanna. Mörgum hefur einnig á undan- förnum árum runnið til rifja, að ekki skuli hafa tekizt að koma á pamstarfsstofnun til áætlana- gerða um þróun, byggingar, mannöflun og tækjavæðingu spítalanna hér á Reykjavíkur- svæðinu, og um skynsamlega forgangsröðun verkefna. Stjórn læknaráðs Borgarspít- alans lagði á nýliðnu ári fyrir stjórn sjúkrahússins ákveðnar hugmyndir um samstarfsstofn- un á vegum Landspítala og Borgarspítala um þessi mál. Var þar gert ráð fyrir sameiginlegri stefnu til betri nýtingar fjár, lóðarrýmis, tækja og mannafla, og að stofnunin ætti að geta komið í veg fyrir sum skipu- lagsmistök, en þau hafa verið alltof algeng í þróunar- og bygg- ingarsögu sjúkrahúsanna okkar. Auk þessara samstarfstil- lagna hefur stjórn Læknaráðs Borgarspítalans beitt sér fyrir því að koma á fót samstarfi og samvinnu milli læknaráða spít- alanna hér í Reykjavík, sem leiða myndi til starfrænnar heildar, svæðissjúkrahúss. í slíkri heild er stefnt að því, að byggingar, tækjakostur og mannafli nýtist á bezta hátt og þannig yrði landsmönnum veitt hin bezta sérfræðiþjónusta á öllum sviðum. Þýðingarmikill þáttur í starfi svæðissjúkrahúss- ins eins og það er hugsað hér, er samstarf við smærri sjúkrahús- in utan Reykjavíkur og stoð við þá þýðingarmiklu starfsemi, sem þar fer fram. Með ofangreindu samstarfi svæðissjúkrahúss og á þann hátt einan yrði fullnægjandi séð fyrir menntun, þjáifun og viðhalds- þekkingu starfsmanna sjúkra- húsanna, eins og oft hefur áður verið getið. Þetta samstarf spitalanna og það, sem af þvi leiðir. tel ég skipta sköpum i þróun heil- brigðismála hér næsta áratug. Á heilbrigðisþingi, sem haldið var sl. haust að tilhlutan heil- brigðismálaráðherra lögðu stjórnir læknaráðanna sérstaka áherzlu á þetta samstarf, og við höfum unnið að því að koma nokkrum þáttum þess í fasta farvegi á undanförnum mánuð- um. Ég get ekki skilið við umræð- una um samstarf án þess að minnast þess, að stærsti sam- starfsaðilinn, Landspítalinn, hefur nú fyrir fáum dögum haldið hátíðlegt fimmtíu ára starfsafmæli. Þetta er stór og merkur áfangi í sögu heilbrigð- ismála og hefur verið minnzt að verðleikum. Ég vil nota þetta tækifæri til að senda Landspít- ala afmæliskveðjur og árnaðar- óskir frá Borgarspítala. í sam- bandi við afmæli Landspítala tilkynnti heilbrigðismálaráð- herra, að ákveðið hefði verið að útvega nú þegar fé til kaupa á tölvusneiðmyndatæki á Land- spítalann. Sú ákvörðun byggir á nokkrum rökum og ber að fagna því ef tækjakaupamál þetta leys- ist úr nokkurra ára sjálfheldu. Á Borgarspítalanum er mið- stöð slysalækninga og hér er einnig heilaskurðlækningadeild landsins. Borgarspítalinn hefur þannig sérþarfir um sjúkdóms- greiningar, sem ekki leysast með þessari ákvörðun. Fjármagns- binding í byggingum, húsnæðis- aðstaða spítalanna í heild, mannaflaþjálfun og margar fleiri ytri og innri forsendur leyfa ekki breytta stefnu um staðsetningu og rekstur ofantal- inna sérgreina. Yfirlæknar Borgarspítalans hafa þvi gert sameiginlega ályktun þess efnis. að útvegun tölvusneiðmyndatækis til Borg- arspítalans, vegna ofannefndra sérþarfa. eigi að hafa algjöran forgang umfram öll önnur tækjakaup á næsta ári. Umræður um kostnað tölvu- sneiðmyndatækja hafa lent á hálfgerðum villigötum hér und- anfarin misseri. Upphæðin er að vísu há, en þó aðeins sem svarar um 4% af rekstrarkostnaði Borgarspitalans 1980, eða sé tekin önnur viðmiðun, meðal- stórum mótorbáti, heldur illa búnum tækjum og veiðarfærum. Það mun nú verða lögð öll áherzla á að útvega fjármagn til tölvusneiðmyndatækis fyrir Borgarspítalann á þessu ári. Ég hefi að framan minnzt á þau atriði, sem ég tel skipta höfuðmáli um þróun og fram- gang Borgarspítalans. Allt kost- ar þetta peninga, en eins og ég gat í upphafi, eru sjóðirnir magrir, en þarfirnar margar. Við erum ásamt öðrum þjóðum á leið inn í tímabil kreppu, aðhalds og sparnaðar, sem útheimtir breytt viðhorf til þess eyðslu- og neyzluþjóðfélags, sem við flest erum alin upp í. í fyrstu lotu verður viðleitni okkar að beinast að því að skýra og skilgreina breytingarnar. Sjálfsögð upp- hafsviðbrögð í því efni eru að reyna að samhæfa kröfur og raunverulegar þarfir, og svo að leitast við að nýta öll fyrirliggj- andi úrræði sem bezt. Ég vil þvi ljúka máli mínu með því að beina til allra samstarfs- manna áskorun um samstöðu og aukinn skilning á sparnaði í daglegum rekstri. Vaxandi „kostnaðarmeðvitund" allra starfsmanna er e.t.v. þýðingar- mesti þátturinn í því, að hægt verði að ráða við vaxandi kostn- að en jafnframt sinna auknum þörfum. Á þann hátt skapast líka hjá hverjum og einum okkar meiri metnaður fyrir stofnunina og okkur sjálf. f _ Atján sæmdir Fálkaorðunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.