Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 27 Minning: Guðríður Karólína Eyþórsdóttir Fædd 7. febrúar 1942. Dáin 25. desember 1980. Alveg brunnið út er mitt kerti nú. Samt er sála min 8*11 von og trú. Þessar ljóðlínur Jóhannesar úr Kötlum úr kvæðinu Nóttin helga koma upp í huga mér er ég minnist Kaju frænku minnar sem kvaddi þennan heim á jóladaginn aðeins 38 ára gömul. Nóttin helga varð hennar síðasta nótt, kertið var útbrunnið. Kertið sem forðum lýsti svo skært og bjart hafði undanfarna mánuði blaktað og flökt af veikum mætti. En vonin og trúin brunnu aldrei út, styrkur og kraftur sálarinnar lýstu skært til hinstu stundar. Og ég veit hún mundi taka undir framhald kvæð- is Jóhannesar úr Kötlum, ná- granna síns og kunningja úr Hveragerði þegar hann segir: AnnaA kertl ég á — á þvi kveikja vil; bletwuA blrtan þess ber mig himins til. Og sú birta mun einnig lýsa þeim sem eftir standa í söknuði þeirra og sorg. Ljósið frá hennar sálarstyrk mun aldrei slokkna. Kaja frænka mín hét fullu nafni Guðríður Karólína Eyþórsdóttir. Hún var fædd í Hveragerði 7. febrúar 1942, dóttir hjónanna Þór- dísar Jónsdóttur, húsmóður, og Eyþórs Ingibergssonar, múrara- meistara. Öll bernsku- og unglingsárin bjó Kaja í Hveragerði og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hún var góðum gáfum gædd og með ein- Fædd 26. október 1884. Dáin 23. desember 1980. Við fráfall ömmu minnar, Jó- hönnu, langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Margar minningar leita á hugann og margt, sem ég vil þakka. Ar.ima var fædd í Tröllakoti á Tjörnesi árið 1884 og voru foreldr- ar hennar Númi Elíasson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. Þau voru bæði upprunnin af útskerjum Þingeyjarsýslu, hann af Flateyj- ardal og hún af Tjörnesi. Þarna var lifað bæði af því sem aflaðist á sjó og landi, líklega ekki síður af sjósókn. Þetta mun hafa verið hart líf og mundi amma mörg ísaár og harðindi svo mikil að við fáum líklega seint skilið. Þrátt fyrir kröpp kjör í æsku, sem reyndar mun hafa verið hlutskipti flestra þá, gekk amma út í lífið, hraust á sál og líkama og full bjartsýni og því lífsviðhorfi glat- aði hún aldrei. Amma fluttist með foreldrum sínum til Húsavíkur, þegar hún var unglingur. Þar giftist hún afa mínum Kristjáni Péturssyni, sjómanni og útgerð- armanni. Bjuggu þau á Húsavík allan sinn búskap eða um 40 ár. Þau eignuðust 5 börn, Rósu f. 1912, Aðalbjörgu f. 1913, Helga f. 1914, hann er nú sjómaður á Húsavík, Núma f. 1917 og Stefán íþrótta- fulltrúa í Reykjavík. Dæturnar Rósa og Aðalbjörg dóu báðar á ungum aldri og má geta nærri hve þung raun það hefur verið ömmu. En hjónaband hennar og afa var kærleiksríkt og þau stóðu fast saman bæði í blíðu og stríðu. Þess vegna yfirstigu þau alla erfiðleika, sem mættu þeim og hlutu bæði velvild og virðingu samferða- manna sinna. Amma varð að sjá á bak afa aðeins rúmlega sextugum og lifði hún ekkja í 29 ár. Og enn varð hún að sjá á bak kærum dæmum dagfarsprúð og þægileg í viðmóti. En ákveðin og skapmikil ef því var að skipta. Með Kaju var gott að vera og ótal margar minningar á ég úr Hveragerði þegar bernskusólin skein sem skærast á okkur frænk- urnar. Vinna og leikur skiptust á en allt varð í barnshuganum gleði og ánægja: skátaferð upp á dal, túmataflokkun og arfahreinsun eða ferð á puttanum á Selfoss á dimmu haustkvöld! til þess að horfa á leiksýningu á Fjalla-Ey- vindi. En árin liðu og samverustund- unum fækkaði. Við uxum úr grasi og veröldin víkkaði, Kaja fór í húsmæðraskóla og vann síðan við ýmiss störf. Ég fluttist í fjarlægt land. En æskutryggðin og ættarbönd- in slitna síðust banda og aldrei kom ég svo heim að við ættum ekki stund saman. Ég fylgdist með gleði hennar yfir fjölskyldunni, börnunum þrem og eiginmanninum, yfir góðu starfi og velgengni í alla staði. Ég vissi að með prúðmennsku sinni og heilsteyptri skapgerð ávann hún sér vináttu og virðingu hvert sem hún fór. En vart hafði þriðji sólargeisl- inn hennar færst í þennan heim þegar dökkir skýjabólstrar hrönn- uðust upp við sjóndeildarhringinn. í ljós kom að Kaja gekk með erfiðan sjúkdóm sem átti eftir að setja spor sín á líf fjölskyldunnar næstu árin. En þrátt fyrir óveð- ursblikur og dimm él brutust vonargeislarnir stöðugt fram. Dugnaður, þrek og þrautseigja Kaju komu ekki síst fram á ástvini, Núma syni sínum sem lést fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir þetta lét hún ekki bugast en hélt glaðværð sinni og góðvild til allra alla tíð. Hún hélt alltaf sinni barnatrú og trúði því að aðeins væri um að ræða stundarskilnað frá ástvinunum. Eftir lát afa 1951 flyst hún til Reykjavíkur og held- ur heimili með Núma syni sínum, voru þau alla tíð mjög samrýnd. Hefst þá sá hluti í lífi hennar, sem mér er kunnugastur, því þau bjuggu í sambýli við foreldra mína. Ég átti því láni að fagna að fá að alast upp með þeim ömmu og Núma frá fæðingu og þar til ég flyst að heiman og stofna eigið heimili. Amma var alveg sérstök kona, sem aldrei hallmælti nein- um en fékk alltaf fram það besta í því fólki sem hún umgekkst. Hún hafði sérstakt yndi af börnum og var okkur systkinunum ímynd alls hins besta sem nokkurt barn getur óskað sér. Mörg voru sporin upp á loftið til ömmu og alltaf var okkur jafn vel tekið og drjúgar vorum við systurnar með okkur þegar við sátum með ömmu við eldhúsborðið yfir kaffi og kringlum og þá var nú margt skrafað og skeggrætt eða þegar hún hafði kennt okkur að prjóna og við gátum prjónað eins og hún, en öðru vísi man ég varla eftir henni en prjónandi með hnykilinn í handarkrikanum og oftast nutum við barnabörnin og seinna langömmubörnin góðs af. Alltaf var þó hugur hennar bund- inn við Húsavík og aldrei leið sú vika að hún hringdi ekki til að fá fréttir að norðan Og þá var það, að þegar hún, tæplega níræð, treysti sér ekki lengur til að halda heimili, flyst hún norður á ný. Fyrst til Grenivíkur, þar sem hún dvaldist hjá systur sinni Krist- jönu, sem nú er látin, og dóttur hennar Huldu, og naut umhyggju hennar. Síðan flyst hún til Húsa- þessum árum veikinda og erfið- leika. Allar byrðar bar hún með styrk og þolinmæði, bjartsýni og öryggi. Og byrðir hinna breiðu axla frænku minnar áttu enn eftir að þyngjast. Fyrir rúmu ári fór hún að kenna annars og enn alvarlegri sjúkdóms. En það sem bugar meðalmann- inn magnar hetjuna. Með óskilj- anlegri sálarró tók hún því sem að höndum bar. Trúin og vonin voru hennar leiðarljós. Heilt ár vona og vonbrigða, gleði og sorgar náðu ekki að buga hennar andlega styrk. í lok apríl á síðastliðnu ári stóð ég á flugvellinum í Stokkhólmi og tók á móti henni frænku minni. Þá lækningu sem ekki var mögulegt að fá á Islandi var kannski að finna í Svíþjóð. Með óbugandi bjartsýni og yfir- náttúrulegum kröftum fór hún í hverja rannsóknina eftir aðra og erfiða og kvalafulla meðferð. Og þegar júnísólin sendi sína skærustu geisla og dagurinn breiddi út stærsta faðminn sinn hélt hún aftur til íslands með vonarglampa í þreyttu augunum víkur þar sem hún nú síðustu árin hefur notið frábærrar umönnunar starfsfólks sjúkrahússins. Ekki féll henni þó verk úr hendi eftir að þangað kom, prjónaði og las og mörgum sjúklingum stytti hún stundir með spjalli og spila- mennsku, og alls staðar var hún jafnvelkomin. Einu má ég ekki gleyma í fari ömmu, það var hennar létta lund og eiginleiki til að gleðjast af litlu. Ég kom til hennar á sjúkrahúsið sl. sumar og hafði hún þá misst sjónina. Þá sagði hún við mig þá setningu sem lýsir henni svo vel og ég mun seint gleyma: „Fyrst það á annað borð átti fyrir mér að liggja að verða blind þá get ég ekki verið á betri stað, hér eru allir mér svo góðir." Þannig var allt hennar líf, hún hafði þann sjaldgæfa eiginleika að sjá alltaf björtu hliðarnar. Amma missti sjónina á einni nóttu og lifði í myrkri síðasta hálfa árið. Nú vona ég og trúi að aftur sé bjart í kringum hana. Við sem þekktum hana munum ætíð minn- ast hennar með hlýju og þakklæti og minning hennar mun lifa með okkur um aldur og ævi. Jóhanna Stefánsdóttir sínum og soninn sinn litla sér við hlið. Og vonarljósið lýsti með hásum- arsólinni skært og hlýtt. En skuggar haustmyrkursins lágu í leyni og með þverrandi dagsbirtu þvarr einnig þrekið hennar frænku minnar. Og þegar nóttin breiddi út stærsta faðminn sinn brann kertið hennar út. En meðan kraftarnir entust styrkti hún og miðlaði öðrum af andlegri orku sinni og hugurinn var heima hjá börnunum þrem. Á hverju kvöldi hringdi hún í soninn sinn litla og las fyrir hann sögu meðan hún hafði þrek til. Nú les hún Kaja frænka mín engar sögur framar. Ástríkur og góður faðir les nú fyrir lítinn vin og axlar með hjálp góðrar móður sína þungu byrði. En sagan henn- ar Kaju, hetjusagan, björt og skær, mun hljóma í eyrum barn- anna hennar þriggja og gefa þeim styrk og kraft á ókomnum árum. Brotlegt barn ég er — blA um vernd og skjól. Brostu bróAir minn — blesna þú min jól! BliAt Jesúbarn! Beint i rikl þitt láttu lýsa mér lltla kertiA mitt. Guð blessi og styrki börnin hennar og eiginmann, móður, föð- ur, tengdamóður, systkini og aðra ættingja. Megi styrkur hennar verða styrkur ykkar. Guðfinna Ragnarsdóttir Haustið 1959 settist hópur glað- værra námsmeyja á skólabekk í Húsmæðraskóla Suðurlands við Laugarvatn. Við komum víða að, en flestar þó úr nágrenni skólans á Suðurlandi. En þótt uppruni okkar og átthagar ættu sér víða rætur og við ólíkar hver annarri, tókst samt skjótt hin bezta vin- átta með okkur öllum, er síðan hefur varað, og átti sinn stóra þátt í því hve góður og gagnlegur veturinn varð okkur öllum. Allan tímann síðan höfum við stöllur haldið hópinn, eins og aðstæður hafa frekast leyft. En nú hefur dauðinn kvatt dyra og numið á brott skólasystur okkar, Guðríði Karólínu Eyþórsdóttur, sem lézt í Landspítalanum, eftir langvar- andi og þjáningarfull veikindi, á jóladag, hinn 25. desember sl. Þegar við stöllur lítum nú til baka yfir farinn veg, sem hófst hina eftirminnilegu haustdaga á Laugarvatni haustið 1959, er margs góðs að minnast úr sam- skiptum okkar og félagsskap. Þótt Kaja vinkona okkar væri fremur hlédræg og dul, var hún bæði hlý og innileg og lagði ætíð sinn skerf fram til þátttöku í því, sem við tókum okkur fyrir hendur. Eftir að skólanum lauk vorið 1960 og við hurfum hver sína leið, var hún samt ein þeirra, sem kostuðu kapps um að halda hópnum sam- an. Eftir að við vorum allmargar setztar að í Reykjavík og ná- grenni, nokkrum árum síðar, stofnuðum við saumaklúbb og tengdumst enn nánari vináttu- böndum. Kaja stofnaði heimili hér nokkru síðar og kom þá strax í hópinn. Fyrir 'um það bil 7 árum tók Kaja að kenna þess sjúkdóms, sem nú hefur dregið hana til dauða. Sjúkleikinn lagðist þungt á hana og margoft átti hún fullt í fangi með að verjast honum. En hvenær sem af henni bráði og aðstæður leyfðu, kom hún til fundar við okkur og við áttum saman ánægjulegt saumakvöld. Við dáð- um hana og virtum fyrir það þrek og þá trú, sem einkenndi baráttu hennar fyrir lífi sínu og hamingju. Fyrir okkur var 7 ára barátta hennar næstum ofurmannleg. Samt hallaði stöðugt á ógæfuhlið. Síðast hittumst við flestar á liðnu vori er við minntumst þess, að 20 ár voru þá liðin frá því að skólanáminu lauk. Þá var fagnað- arfundur og þangað kom Kaja, þrátt fyrir mikil veikindi sín. Þetta kvöld var okkur öllum gleði- stund en jafnframt var okkur ljóst, að hún var kveðjustund okkar og Kaju. Við vissum, að morguninn eftir myndi hún halda utan til þess að freista þess að fá langþráða bót á sjúkdómi sínum. Við kvöddumst um miðnæturbil og snemma morguninn eftir flaug hún utan. Öll munum við minnast hennar þetta síðasta kvöld. Glæsi- leg en hlédræg fylgdist hún í sjúkleik sínum með gleðskapnum og tók þátt í honum eins og hún frekast gat. Hún kvaddi síðan með reisn — við munum aldrei gleyma því hve stór hún var á þeirri kveðjustund. Þegar Kaja er nú öll, biðjum við sál hennar blessunar á þeim ómælisvegum, sem hún fetar nú. Við vonum og biðjum, að fjöl- skylda hennar megi njóta í sem ríkustum mæli þeirrar ástar og alúðar, sem hún gaf meðan hennar naut við. Eiginmanni hennar, börnum þremur og öðrum ástvin- um vottum við okkar innilegustu samúð. Skólasystur SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg er áhyggjufullur að eðlisfari. Þetta gengur svo langt, að eg bý mér til áhyggjur, ef engar eru fyrir. Ilvernig get eg unnið bug á þessu? Þér hafið vanið yður á að vera með áhyggjur. Það eruð þér, sem verðið að leggja af þennan vana. Áhyggjur eru þó fyrst og fremst merki þess, að sambandið við Guð hafi slitnað. Maður, sem hefur ekki sætzt við Guð, hefur í raun og veru ástæðu til að vera áhyggjufullur. Áhyggjur hans hafa við rök að styðjast. Bezta lækningin við áhyggjum er að veita Kristi viðtöku af einlægu hjarta. Hann sagði einungis við lærisveina sína: „Hjarta yðar skelfist ekki.“ Við lærum ekki að hugsa rétt, fyrr en við höfum hugarfar Krists. Þá fyrst geta menn losnað við áhyggjur, en ekki fyrr. En eg hef jafnvel kynnzt kristnum mönnum, sem tóku aftur upp fyrri hætti og urðu áhyggjum að bráð. Kristur varaði lærisveina sína við að skelfast, því að hann vissi, að áhyggjur hindra mjög kristna trú og vitnisburð. Orðið „áhyggjur“ í okkar tungu er komið af engilsaxnesku orði, sem þýðir að stífla. Áhyggjur stífla farveg bænar, trúar og kærleika og hindra, að við göngum fram fyrir Guð. Einhver hefur sagt: „Ef þú treystir Guði, muntu ekki hafa áhyggjur. Ef þú ert áhyggjufullur, treystir þú ekki Guði.“ Jóhanna Númadótt- ir - Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.