Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 Hækkun F-vísitölu þegar orðin 8 til 11% frá 1. nóvember ÁÆTLUN um hækkun fram- færsluvísitólu frá 1. nóvember til áramóta er á bilinu 8 til 11%, sem þýðir um 7 til 9% verðbótaha'kk- un samkvæmt afnumdum ákvæð- um ólafslaga. Það þýðir, að verðbætur munu þegar hafa hækkað um allt að 2% ofan á þann grunn 100, sem settur var á F-visitöluna samkvæmt bráða- birgðalögunum. sem gefin voru út á gamlársdag. Mun sú vísitölu- hækkun þá koma til greiðslu hinn 1. marz, ásamt hugsan- legum hækkunum í janúarmán- uði. Samkvæmt lögunum er há- mark vísitöluskerðingarinnar 7%. Með útgáfu bráðabirgðalaganna eru felld úr • gildi skerðingar- ákvæði Ólafslaga á verðbætur, sem hafa verið á hverju verðbóta- tímabili frá því er lögin voru sett í apríl 1979, rétt innan við 2 pró- sentustig. Þessi skerðing Ólafs- laga er þó ekki afnumin með öllu, þar sem hún er enn látin ná til launa, sem í dagvinnu eru 725 þúsund gkrónur eða 7.250 nýkrón- ur á mánuði. Þetta er þó ekki gert hinn 1. marz, heldur 1. júní, 1. september og 1. desember. Er þar átt við öll vísitöluskerðingar- ákvæðin, nema viðskiptakjaravísi- töluna, þar sem hún er í annarri grein en vitnað er í í bráðabirgða- lögunum. Þau skerðingarákvæði, sem lækka þessi laun eru frádrátt- ur vegna launaliðs bóndans, svo- kallaður olíufrádráttur og frá- dráttur vegna hækkunar áfengis og tóbaks. Þessi síðasti liður skal þó dreginn út úr F-vísitölu við útreikning verðbóta á laun undir 7.250 nýkrónum. Þar er hækkun á áfengi og tóbaki gerð áhrifalaus með öllu. Þau skerðingarákvæði, sem gilda munu á laun umfram 7.250 nýkrónur hafa á undanförnum verðbótatímabilum skert verðbæt- ur um innan við 1 prósentustig. í bráðabirgðalögunum er í engu geti? að skerðingarákvæði Ólafs- laga séu afnumin, en kveðið er á um nýja reikningsaðgerð fram til 1. nóvember 1981 á verðbótum og skal þá miðast við hlutfallslega hækkun framfærsluvísitölu. Nýr vísitölugrunnur í mótun: Verður 50% ódýr- ara að lækka niður greiðslur en áður RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins lagt á það mikla áherzlu allt frá því snemma í haust, að vinna við undirhúning nýs grundvallar framfærsluvísitölu, verði flýtt svo sem auðið er. Er nú unnið að því af kappi að ljúka þessum nýja grunni. svo fljótt sem auðið er, en gamli grunnur- inn er orðinn æði gamall. Við þá breytingu, sem verður á vísitölugrunninum mun verða um það bil 50% dýrara að greiða niður vert vísitölustig, en það þýðir aftur að það verður 50% ódýrara að draga úr niðurgreiðsl- um landbúnaðarvöru. Þá geta og komið upp vörutegundir, sem vega þyngra í grunninum, en þær hafa gert og getur þá orðið hagkvæm- ara að greiða þær niður, en þær sem fyrir eru niðurgreiddar. Ástæður fyrir því, að landbún- aðarvörur hafa verið niðurgreidd- ar öðrum vörum fremur eru, að þær auka neyzlu á landbúnaðar- vörum og hafa því m.a. komið í veg fyrir birgðasöfnun landbúnað- arvara. Bensínverkfallið: Setja afgreiðslubann á opnu stöðvamar frá 12,jan. ALLT situr við það sama i verkfalli afgreiðslumanna á bensínstöðvum, að því er Halldór Björnsson hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún tjáði Morgunblaðinu i gær. Meiri harka er nú að færast í deiluna. og hafa deiluaðilar ekki ræðst við síðan fyrir áramót. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari sagði i gærkvöldi, að nýr fundur hefði ekki verið boðaður með deilu- aðilum, og yrði það sennilega ekki gert fyrr en eftir helgi. Halldór Björnsson sagði að nú hefði verið samþykkt afgreiðslubann á þær bensínstöðvar, sem selt hefðu bensín að undanförnu, svo sem stöðvar leigubíla í Reykjavík og bensínafgreiðslustöðvar aðrar á höf- uðborgarsvæðinu. Kvað hann verka- menn vera undrandi og hneykslaða á því að slík afgreiðsla hefði farið fram, og yrði stefnt að því að hún legðist alveg niður hinn 12. janúar ef ekki hefði þá samist í deilunni. Nokkuð er tekið að bera á bensín- skorti á höfuðborgarsvæðinu, og umferð minni en verið hefur. Langar biðraðir hafa verið við þær fáu stöðvar sem hafa afgreitt bensín, og bið hefur þar verið talsvert á aðra klukkustund. Ljósm.: Kristinn Olafsson. Biðröðin við bensintanka Bifreiðastöðvar Reykjavikur náði langt út eftir Lækjargötu í gær, og biðin eftir hinum eftirsótta dropa á aðra klukkustund. Frá blaðamannafundinum. F.v. Ingvar Sigfússon, ritari gjaldmiðilsnefndar, Hjörtur Pjetursson, endurskoðandi, Stefán G. Þórarinsson, aðalféhirðir Seðlabankans og Björn Tryggvason, aðstoðar- seðlabankastjóri, sem skipa gjaldmiðilsnefnd, Dr. Jóhannes Norðdal, seðlabankastjóri og Guðmundur Hjartarson seðlabankastjóri. Ljósm. Krístinn. „Æskilegt að gjaldmiðilsbreyting in gangi sem hraðast fyrir sig" segir dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri MIKIÐ var um að vera í bönk- um og sparisjóðum um allt land í gær vegna gjaldmiðilsbreyt- ingarinnar sem gekk i gildi um áramótin. Heildarmagn gömlu myntarinnar í umferð um ára- mót, var um 23 milljarðar og 800 milljónir Gkr. að því er kom fram á blaðamannafundi sem Bankaráð Seðlabankans efndi til, en það samsvarar um 238 milljónum Nýkr. Að sögn Dr. Jóhannesar Norð- dal, seðlabankastjóra, hafði gjaldmiðilsbreytingin farið mjög greitt af stað, enda lítill við- skiptadagur, verzlanir flestar lokaðar og bankar og sparisjóðir gátu einbeitt sér að peninga- skiptingunni eingöngu. Taldi hann að ef vel gengi gæti jafnvel helmingur gömlu myntarinnar verið farinn úr umferð að kvöldi þessa fyrsta dags, sem hlyti að teljast mjög góður árangur. Sagði hann að mjög æskilegt væri að gjaidmiðilsbreytingin gengi sem hraðast fyrir sig. Reynsla þeirra þjóða, sem skipt hefðu um gjaldmiðil, sýndi að því hraðar sem umskiptin gengju fyrir sig, þeim mun minni hætta væri á skakkaföll- um. Það hefði t.d. sýnt sig í Frakklandi, þegar skipt var um gjaldmiðil þar, að hætta á mis- ferli væri nokkur þegar tvenns- konar gjaldmiðlar væru í gangi saman í langan tíma. Taldi hann allar horfur á að hér myndi breytingin ganga fljótt og vel, — nýju peningarnir væru mjög ólíkir hinum gömlu og gjaldmið- ilsbreytingin ákaflega einföld í eðli sínu. Morgunblaðið hafði samband við nokkra banka og sparisjóði og spurðist fyrir um hvernig gengið hefði að afgreiða nýju peningana. Hjá Aðalbanka Landsbankans fengust þær upp- lýsingar að þar hefði gengið vonum framar. Þar hefði ekki verið veruleg örtröð en þó stöð- ugur straumur fólks í bankann allan daginn. Bætt hefði verið við aukagjaldkerum til að flýta fyrir afgreiðslunni og allt hefði gengið áfallalaust. „Veltan hefur orðið töluvert meiri en við áttum von á,“ sagði Hannes Þorsteins- son, yfirgjaldkeri, „í öllum úti- búum Landsbankans hér í Reykjavík hafa farið út um 200 milljónir Nýkr, sem þýðir að inn hafa komið tveir milljarðar Gkr.“ „Það hefur komið hér geysi margt fólk og verið hér langar biðraðir síðan í morgun," sagði Þór Gunnarsson hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. „Það vekur líka furðu hve háar upphæðir fólk kemur með til skipta, þetta frá 200—600 Gkr er algengt. Eg held að fræðslan hefði mátt vera meiri um nýju peningana, — fólk áttar sig að vísu vel á seðlunum en þegar kemur að smámyntinni ruglast margur. Einnig höfum við lent í nokkrum vandræðum með ávísanir — sumum hættir til að vera með einu núlli of mikið en þetta hefur þó lagast eftir því sem liðið hefur á daginn. Hér hefur verið mikið um börn í allan dag og eru þau ótrúlega vel að sér um gjaldmiðilsbreytinguna — þau virðast mun betur uppfrædd en hinir fullorðnu. — Annars hefur allt gengið mjög vel í dag þrátt fyrir annríkið. Starfsfólkið hefur staðið sig með prýði og fólk sýnt mikla þolinmæði þó margir hafi þurft að bíða lengi eftir afgreiðslu. Heildarveltan er rúmlega 300 milljónir Gkr eða um þrjár milljónir Nýkr,“ sagði Þór að lokum. „Það hefur verið mjög mikið að gera hér í allan dag,“ sagði Einar Jensson hjá Sparisjóði Reykjavíkur. „Strax í morgun mynduðust hér langar biðraðir en fólkið hefur verið ákaflega þolinmótt og skilningsríkt, sem hefur gert sitt til að allt hefur gengið vel. Menn eru ekki alveg búnir að átta sig á gjaldmiðils- breytingunni og fór því hluti starfsfólks okkar framfyrir til að leiðbeina fólki við að útfylla eyðublöð sem það síðan fór með til gjaldkera. Fólk var ákaflega þakklátt fyrir þessa aðstoð og þetta flýtti mikið fyrir. Veltan er orðin miklu meiri en ég átti von á en ég treysti mér ekki til að nefna neina ákveðna upphæð. — Það er ákaflega gott að svona margir koma til að skipta núna, — það dregur úr álaginu á mánudaginn þegar allar deildir verða opnar. Þá verður nóg annað ,að starfa ef að líkum lætur.“ „Það hefur verið yfirþyrmandi álag í dag, hreinlega allt farið á annan endann," sagði Kristján Jóhannesson hjá Ötvegsbanka Islands á Akureyri. „Það hafa miklu fleiri komið í bankann til að skipta en við bjuggumst við. Allt starfsfólk bankans hefur unnið baki brotnu í dag en þó höfum við hvergi nærri haft undan. Þó hefur allt gengið hér vandræðalaust. Fólkið hefur sýnt okkur ákaflega mikinn skilning, farið í biðraðir og beðið rólegt eftir afgreiðslu. Veltan hefur verið geysi mikil. Það sem kemur þó mest á óvart er hversu mikið af seðlum virðist vera hér í umferð. Einstaklingar hafa komið hér með á aðra milljón Gkr til að skipta og fyrirtæki með mun hærri upphæðir. Eg treysti mér ekki til að segja til um hversu veltan er mikil en hún er verulega miklu meiri en við bjuggumst við,“ sagði Krist- ján að lokum. 1 Nýkr. nú samsvarar að verðgildi 1 Gkr. árið 1940 ef miðað er við gengi dollara. 1 Nýkr. nú samsvarar 1 Gkr. 1950 ef miðað er við vísitölu vöru og þjónustu. (ByjfKt á upplýsinKum sem komu fram á blaAamannafundi Bankaráðs Seðlabankans í K«r.) Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Linari lánskjör fyrir þá sem búnir eru að byggja þýða minna til nýrra hluta „ÞAÐ ER ekki búið að vinna þetta svo langt, að ég geti I raun svarað nákvæmar en það sem stendur í efnahagsáætluninni,“ svaraði Tómas Arnason, við- skiptaráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hvernig háttað verð- ur þeirri skuldabreytingu vegna íbúðabygginga. sem boðuð er i efnahagsáætlun ríkisstjórnarinn- ar. „En það segir sig sjálft, að menn samþykkja ekki svona hluti bara út í loftið. Mönnum er auðvitað ljóst, að svona nokkuð kostar sitt,“ sagði Tómas. „Ég tel til dæmis, að með því að lina á lánskjörum þeirra, sem búnir eru að byggja, þá verði minna til útlána í nýjar framkvæmdir." Mbl. spurði þá, hvort meiningin væri ekki sú, að umframfjár- magns yrði aflað til þessara að- gerða, en Tómas sagðist þá ekki getað svarað þeirri spurningu öðru vísi en hann hefði svarað þeirri fyrri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.