Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 17 Skattalækkunin: Niðurfelling sjúkratrygginga- gjalds á meðal- og láglaun „NIÐURFELLING sjúkra- tryggingagjaldsins kemur sterklega til greina í þessu sambandi, en ég vil ekkert íullyrða um aðferðina fyrr en tillögur verkalýðssamtakanna liggja fyrir,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, er Mbi. spurði hann i gær um skattalækkun þá, sem boðuð er i efnahagsáætlun rikisstjórnar- innar og á að svara til 1,5% aukningar kaupmáttar meðal- og lægri launa. Ragnar sagði reiknað með að sjúkratryggingagjaldið allt gæfi ríkissjóði um 11 milljarða gkróna, en ekki væri reiknað með því að niðurfellingin næði upp allan launastigann, heldur aðeins til meðal- og láglauna. Sagðist Ragn- ar ekki vilja segja, hvar mörkin yrðu, né nefna nákvæma tölu um tekjutap ríkissjóðs vegna fyrir- hugaðrar skattalækkunar, en kvaðst þó telja líklegt að um 6—7 milljarða gkróna yrði að ræða. Á fjárlögum væri heimild fyrir 11 milljörðum gkróna til efnahagsað- gerða og yrði hluti þeirra notaður til þessara aðgerða. „Þessi skattalækkun byggir á því takmarki, að kaupmáttur launa haldist nokkurn veginn óbreyttur að meðaltali, en vegna skerðinganna mun vanta 1,5% á að svo verði. Það bil á að brúa með skattalækkuninni," sagði Ragnar. Mbl. spurði fjármálaráðherra einnig um það atriði bráðabirgða- laganna, sem heimilar ríkisstjórn- inni að fresta framkvæmdum. Ragnar sagði þar aðeins um vara- heimild að ræða til viðbótar heim- ild í fjárlögum til að fresta framkvæmdum upp á 3 milljarða gkróna. Fjármálaráðherra sagðist ekki geta nefnt neinar einstakar framkvæmdir í þessu sambandi. Fundir um fiskverðsákvörðun: Stjórnvöld buðu 2% af óskiptum afla í lifeyrissjóð sjómanna TÍÐIR fundir eru nú í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þar sem rætt er um fiskverðs- ákvörðun. Lítt miðar í verð- ákvörðun, en menn hafa rætt ýmis smærri atriði, er varða ákvörðunina, en ekkert rætt um fiskverðshækkunina sjálfa. Full- trúi sjómanna hefur neitað að ræða hækkun fiskverðs, nema Ijóst sé, hvert stefna mun i hátakjarasamningum. en Lands- samband islenzkra útvegsmanna hefur neitað að ræða bátakjör við sjómenn, nema rikisstjórn gefi um það yfirlýsingu, að hún muni eigi skipta sér af samningsgerð- inni. Þar með stendur máiið fast, en vonir stóðu til þess i gær, að hreyfing gæti komizt á málin i næstu viku. Sjómenn hafa krafizt 30% fisk- verðshækkunar, en ríkisstjórn hefur boðið þeim skattaívilnanir, ef hugsanlega yrði unnt að sættast á verð, sem er eitthvað lægra. Þá hafa stjórnvöld og boðið sjómönn- um 2% af óskiptum afla, sem gangi í lífeyrissjóð sjómanna. Hefur fulltrúi sjómanna ekki ljáð máls á því, þar sem hann kveðst vilja semja um slíka hluti, en ekki láta ákveða þá með stjórnvaldsað- gerðum. Enn liggja ekki fyrir útreikn- ingar um afkomu sjávarútvegs og fiskvinnslu samkvæmt nýjum Verðstöðvunin: Ætlunin að standa enn fastar á brems- unni en gert var - segir Tómas Arnason „ÞAÐ ER ætiunin að standa enn fastar á hremsunni, en gert hefur verið,“ sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, cr Mbl. spurði hann um framkvæmd verðstöðv- unar, sem i efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar er ákveðin frá 1. janúar til 1. mai. Tómas sagði, að sjálfgefið væri, að ekki yrði unnt að standa í vegi allra verðhækkana, til dæmis af- leiðingum erlendra verðhækkana, en ætlunin væri að hleypa aðeins óhjákvæmilegum hækkunum í (?egn. Mbl. spurði Tómas um þá 10% hækkun á opinberri þjónustu, sem ríkisstjórnin samþykkti á gaml- ársdag. Hann sagði hana hafa verið lið í því að bæta stöðuna fyrir verðstöðvunina. grunni, sem verið er að vinna að samkvæmt reikningum ársins 1979. Hingað til hafa menn notazt við grunn frá árinu 1978, sem framreiknaður hefur verið. Telja menn nú að hann hafi breytzt svo, að nauðsyn sé á nýjum, sem væntanlega mun liggja fyrir í næstu viku. Viðskiptakjara- viðmiðun af- numin, þegar kjör batna? VÍSITALA viðskiptakjara, sem samkvæmt Ólafsiögum rýrði verðbætur, mun nú ekki hafa áhrif þar á, eftir útkomu bráða- birgðalaganna á gamlársdag. í ólafslögum var þess jafnframt getið, að bötnuðu viðskiptakjör þjóðarbúsins, skyldu verðbætur hækka á sama hátt og þau rýrðu verðbætur, er þau versnuðu. Ingólfur Ingólfsson, varaforseti Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að kæmu ekki upp á einhver ótíðindi nú alveg á næstu dögum, olíufár eða eitthvað í líkingu við það, eins og hann orðaði það, hefði rýrnun verðbóta vegna viðskiptakjara ekki orðið og gæti þar allt eins hafa orðið um hækkun að ræða. Kvað hann útlit nú vera þannig, að næstu 2 til 3 verðbótatímabil hefði mátt búast við hækkun verðbóta vegna batn- andi viðskiptakjara. Tómas Árnason viðskiptaráðherra: (af ivtfvr msím árs) tölAftVoTfoft ÁRWIS SWTfft)R6AW« ÁftSlNS og viv riew- 'oto yfásr W Verðjöfnunarsjóður brúi bilið þar til verðhækkanir koma fram „ÞAÐ HEFUR ekkert verið ákveðið í þeim efnum,“ sagöi Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra. er Morgunhlaðið spurði hann í gær, hvaða upphæðir væri hugsað um og hvar ætti að taka það fé, sem nefnt væri í efna- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar i sambandi við verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og iðnaðinn. f efnahagsáætluninni segir: „Verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins skal útvegað fjármagn til þess að tryggja eðlilega afkomu fiskvinnslunnar, ef þörf krefur vegna stöðvunar gengissigs." Á hliðstæðan hátt á að útvega „fjár- magn til að tryggja afkomu sam- keppnisiðnaðar og útflutningsiðn- aðar“. I þessu sambandi hefur verið talað um 80 til 100 milljónir nýkróna eða jafnvirði 8 til 10 milljarða gkróna. Eins og sést af þessari tilvitnun, er hún óljóst orðuð og ekki tilgreint, hvar unnt yrði að nálg- ast þetta fé. Ástæðurnar voru að aðilar ríkisstjórnarinnar voru ekki á eitt sáttir um það, hvart þessir fjármunir væru, vildu al- þýðubandalagsmenn taka þá af gengismunasjóði, sem framsókn- armenn sögðu að ekki væri til. Um tvennt mun vera að ræða fyrir ríkisstjórnina í þessum efnum, að taka erlent lán til þess að tryggja stöðugt gengi nýkrónunnar, en til þess þarf sérstaka lagasetningu frá Alþingi eða að taka fjármun- ina að láni hjá Seðlabankanum, en það þýðir aðeins meiri seðlaprent- un. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra sagði: „Hugsunin í þessu er að leysa tímabundinn vanda í gegn um verðjöfnunarsjóðinn. Menn vonast til þess að verðhækkanir verði á sjávarafurðum á erlendum mörk- uðum, þannig að hægt sé að fresta vissum vanda þess vegna. Það er til dæmis engar hreyfingar orðið á flökum þrátt fyrir verðbólgu í Bandaríkjunum og menn eiga von á því, að til verðhækkana þar komi. Það er þessi þróun, sem höfð er í huga, þegar sá fyrirvari er í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinn- ar, að verðjöfnunarsjóði skuli út- vegað fjármagn, ef þörf krefur. Varðandi iðnaðinn get ég sagt það, að ég lít svo á að menn verði að snúa sér að honum með öðrum hætti og að það sem um sé þar að ræða sé að afnema ýmis gjöld og skatta, þannig að iðnaðurinn kom- ist á svipaðan rekstrargrundvöll og til dæmis sjávarútvegurinn." Davíð Ólafsson formaður stjórnar verðjöfnunarsjóðs sjáv- arútvegsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann gæti að svo stöddu ekki lagt mat á það, hvaða fjárhæðir væri um að ræða í sambandi við þörf sjóðsins til að tryggja eðlilega afkomu fisk- vinnslunnar. Sú deild verðjöfnun- arsjóðs, sem nú stæði höllustum fæti væri freðfiskdeildin og hefði vantað nokkur hundruð milljóna upp á það, að hún hefði getað greitt það sem til þurfti á síðasta ársfjórðungi. Ríkisstjórnin: Samkomulag um tvö- leytið á gamlársdag SAMKOMULAG aðila ríkis stjórnarinnar efni bráðabirgða- laganna og efnahagsáætlunar- innar lá ekki fyrir fyrr en laust fyrir klukkan 14 á gamlársdag. Eins og Mbl. skýrði frá í gaml- ársdagsblaðinu voru skerðingar- ákvæði Ólafslaga aðalásteyt- ingarsteinninn og vildu alþýðu- bandalagsmenn nema þau úr gildi, en framsóknarmenn hafa inni. Á þingflokksfundum á þriðjudaginn ræddu framsóknarmenn mögu- leikann á frestun skerðingar- ákvæðanna, en alþýðubanda- lagsmenn vildu að með áfengi og tóbak yrði farið eins og áður en Ólafslög tóku gildi, en önnur skerðingarákvæði numin úr gildi. Á ríkisstjórnarfundinum, sem hófst klukkan 18 á þriðjudag; daginn fyrir gamlársdag, og stóð í röska tvo tíma tók forsætisráð- herra upp í tillögur sínar hug- mynd alþýðubandalagsins um áfengi og tóbak og hugmyndir framsóknarmanna um frestun á öðrum skerðingarákvæðum Ólafs- laga til 1. nóvember 1981, sem tækju þá gildi aftur, nema um annað hefði verið samið á vinnu- markaðnum. Þingflokkar framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna komu til funda klukkan 21 á þriðjudags- kvöld og samþykktu framsókn- armenn tillögurnar, eins og þær voru þá, eftir um klukkustundar- fund, en alþýðubandalagsmenn gátu ekki fellt sig við slíka frestun skerðingarákvæðanna. Fólu þeir ráðherrum sínum og fulltrúa í efnahagsmálanefndinni að freista þess að fá skerðingarákvæðin felld úr gildi, en ná fram lengri frest að öðrum kosti. Ræddust fulltrúar þeirra og framsóknarmanna við eftir þingflokksfundinn, sem stóð til klukkan rösklega 23. Að morgni gamlársdags komu fulltrúar stjórnaraðila í efna- hagsmálanefndinni aftur saman til fundar og gengu frá málum fyrir ríkisstjórnarfund, sem hófst klukkan 11. Á þeim fundi náðist svo samkomulag og voru bráða- birgðalögin undirrituð strax að honum loknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.