Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981 9 er til Veistu, að vonin íslendingar. Gleðilegt ár 1981. Megi það færa okkur þá gæfu og farsæld, sem við leitum ðll. Vel ég því að hér má skýr orð skilja, skili þjóðin minn Ijósan vilja, tal óbreytiiegt veitt af vilja. Vil ég að kvæðið heiti Lilja. kvað Eysteinn munkur Ás- grímsson á 14. öld. Hann kvað það ljóð, sem allir viidu kveðið hafa, og skildi að vandi er að orða svo hugsun að hún komist til skila. Orð geta verið innan- tóm, en oft eru þau hlaðin merkingu, og þá eru þau verð- mæti, vandmeðfarin að vísu. Þau geta verið sannleiksperlur, en einnig sindrandi hjóm, misnotað í þeim tilgangi að sljóvga dóm- greindina. Orð eru til alls fyrst, stendur einhvers staðar. Það er ekki án þess þó að lúta þeim. Mæltu þinn sannleika skýrt en af hóg- værð; ljáðu öðrum eyra, jafnvel heimskum mönnum og fáfróð- um, einnig þeir hafa sína sögu að segja. Forðastu háværa menn og ágenga. Þeir eru sálarangur. Farir þú í mannjöfnuð geturðu orðið bitur og hégómlegur, því ávallt verða á vegi þínum þeir, sem bæði eru meiri menn og minni en þú sjálfur. Njóttu bæði afreka þinna og ráðagerða. Varðveittu áhuga á starfi þínu, hversu fábrotið sem þér virðist það vera; það er sönn eign í tímans rás. Hafðu varan á í viðskiptum því að veröldin er full af prettum. Láttu það samt ekki verða til þess að þú kannist ekki við dyggðina er hún verður á vegi þínum; margir eiga sér háleita hugsjón og hvarvetna Áramótaávarp frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta Islands nema hálfur sannleikur, því séu orðin einhvers virði kemur hugs- unin á undan. En í þjóðfélagi nútímans, þar sem glamur, skarkali og orðaflaumur sýnast oft verða hljóðri yfirvegun sterkari, er okkur hollt að hug- Ieiða pistil, sem fyrir allmörgum árum fannst í kirkju í Baltimore í Bandaríkjunum, og ber yfir- skriftina Desiderata, sem út- leggst Leiðarljós: „Gakktu með stilling í skark- ala heimsins og mundu þann frið sem í þögninni býr. Láttu þér eftir megni lynda við alla menn eru hetjur á ferð. Vertu þér sjálfum trúr. Umfram allt, gerðu þér ekki upp elskusemi. Gerðu ekki lítið úr kærleikanum, hann stenzt og er lífseigur eins og gróður jarðar, þrátt fyrir þurrka og hallæri. Taktu reynslu ár- anna með glöðu geði og sjáðu ekki eftir æskunni. Efldu innri styrk svo áföll verði þér ekki um megn, en láttu hugarfóstur ekki draga úr þér þrótt. Oft er óttinn sprottinn af lúa og einmana- kennd. Þegar hollri sjálfsögun sleppir, þá skaltu hlífa sjálfum þér. Þú ert barn þessa heims, ekki síður en himintunglin og allt sem lífsanda dregur, og réttborinn ertu til þessarar arf- leifðar. Og hvort sem þú skilur það eða ekki þá stendur alheim- urinn þér svo opinn sem skildi. Því skaltu lifa sáttur við guð, hver sem þér finnst hann vera, og sáttur við sjálfan þig í erli og amstri daganna. Því þrátt fyrir brostnar vonir, strit og undir- ferli er heimurinn undursamleg- ur. Hafðu gát. Leitaðu gæfunn- ar.“ Og auðvitað er það vonin, sem er leiðarljósið. Það leiðarljós, sem getið er í upphafi. Veiztu að vonin er til hún vex inni i dimmu gili, ok eigirðu leið þar um þá leitaðu i urðinni leitaðu á sillunum og sjáðu hvar þau sitja litil og veikbyggð vetrarblómin litil ok veikbyKKð eins ok vonin. Meðan ung skáld yrkja slík ljóð með þessari þjóð þarf hún ekki að örvænta um sinn hag, og það eru þessi orð, sem ég vil gera að einkunnarorðum okkar um þessi áramót: Veiztu að vonin er til... Þegar litið er um öxl virðist svo sem verstu ár íslenzkrar þjóðar hafi verið þegar hún lét vonleysi ná tökum á sér. Við búum í landi, sem einatt hefur verið okkur erfitt. Það er oft ekki á færi okkar að afstýra margskonar vanda, sem að okkur steðjar. En við getum brugðizt við vandanum. Okkur er gefið vit. Okkur er gefinn styrkur. Hagsýni er okkur í blóð borin. Allt þetta og miklu fleira býr í okkur, aðeins ef við viljum nýta það, en látum vonleysishjal og úrtölur ekki villa um fyrir okkur. Glamur og skarkala bar hér áður á góma og misnotkun orða í áróðursskyni. Við skulum ekki láta telja okkur trú um það að íslenzkt þjóðfélag sé á vonarvöl. Dægurþras og karp um keisar- ans skegg breyta ekki þeirri staðreynd, að þrátt fyrir úr- lausnarefni daglegs lífs, erum Frá sæluhúsi orðanna Ingimar Erlendur Sigurðsson: NUVIST. Ljóð 170 bls. Letur, 1980. Þrjátíu ár eru síðan Steingrím- ur Sigurðsson »uppgötvaði« Ingi- mar Erlend Sigurðsson og sló honum upp í Lífi og list. Þá var skáldið sextán ára. Það er ágætur aldur fyrir skáld. En þrjátíu ár til viðbótar gera líka gagn. Þann tíma hefur skáldið meðal annars notað til að senda frá sér fjórtán bækur, þar af sjö ljóðasöfn. Skáld- ið hefur vaxið að aldri og reynslu. En höfundareinkennin eru alltaf skýr, alveg frá fyrstu sögunni sem Steingrímur tók sér ótilkvaddur fyrir hendur að birta í tímariti sínu. Ingimar Erlendur er sérstæður sem ljóðskáld. Og Núvist hans er líka að ýmsu leyti sér á parti meðal bóka hans. Á ég þá bæði við tjáningaraðferðina, formið, og eins hitt hvernig skáldið nálgast yrkisefni sín; eða með öðrum orðum við anda eða hugblæ ljóð- anna. Þetta eru stuttorð og gagn- orð ljóð, mjög svo. Þetta er einnig líkingaauðugur skáldskapur. En líkingar Ingimars Erlends vega ekki salt á einu allsherjar eins og líkt og lengi vel þótti ómissandi í svo til öllum skáldskap á íslandi. Skáldskapur Ingimars Erlends hefur í aðra röndina markast af dulhyggju og svo er enn. Þess vegna rímar hann — rími fylgir oftast einhver seiður. En Ingimar Erlendur er líka uppreisnarmað- ur, byltir við orðum og orðasam- böndum, sýnir þau í nýju ljósi. Stundum aðskilur hann atkvæði samsettra orða þannig að hvor hlutinn um sig fær sina sjálfstæðu merking án þess þó að bægja frá þeirri merking sem í heildinni felst. Með þessu móti verða ljóðin — svo fáorð sem þau eru — eins og margræð vígorð. Við getum eins kallað það aforisma, það er gagnorðar ályktanir, spakmæli, lífsspeki í plakatstíl eða hvað sem verkast vill. En líking felur þetta í sér hvað sem við köllum það. En merking orða er takmörkuð, hversu margræð sem þau eru og hversu hugvitlega sem þau eru valin. Hvorki segja þau fyrir um hinstu rök né endurspegla þau ávallt það sem þeim er þó ætlað: hugsun manns og tilfinning, sam- anber ljóðið Orðvist: Við orðum inni búum. Og orðum okkar ljúgum. Við orðum engum trúum. Innsta tilfinningin fær aldrei útrás í orðum. Óttinn, til dæmis að taka, á engin orð eins og segir í ljóðinu Heimsvilla: Niðadimm nótt og nöturleg; á fótalausum flótta feta ég, með orðlausum ótta engan veg. Mestallur skáldskapur hverfur undir græna torfu án þess að vera nokkru sinni felldur í orð. Margir hafa ort um Kirkjugarð en enginn eins og Ingimar Erlendur. Hér er ljóð hans með því nafni: Hér hvila þau, öll hin óortu ljóð. Heil skáldaþjóð. Ingimar Erlendur Sigurðsson Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON Ingimar Erlendur er mikill stíl- isti og leikur með orðin en setur oftast fyrirvara um inntak þeirra. Að teygja orðin sem næst því sem manni liggur á hjarta en ná þó aldrei alla leið kölluðu menn í gamla daga að leita sannleikans. En í orðinu »sannleiki« fólst þó jafnframt trúarleg merking. Menn gáfu sér þá forsendu að skáldinu væri, þrátt fyrir allt, ætlað að leita sannleikans, leita að ein- hverjum tilgangi handan við stund og stað, lyfta huganum frá duftinu. Þetta ævaforna hlutverk skáldskaparins orðar Ingimar Er- lendur svo í ljóðinu Skáldtrú: af geisla frá guðdóms glugga heimsins hjörtu að hugga. Trúarljóð eru snar þáttur í þessari bók. Að því leyti eru ljóðin aldarspegill: viðbrögð skálds and- spænis efnishyggju og ofstækis- fullri skipulagshyggju sem hefur hvor tveggja brugðist. Vegna þess að mannlegi þátturinn gleymdist. Bókin Núvist skiptist í þrjá kafla: Þávist, Ljóðvist og Núvist. í síðasta og lengsta kaflanum eru einkum trúarljóð. Kristin trú fel- ur ávallt í sér þær andstæður að hún játar ófullkomleik mannsins en setur honum jafnframt tak- mark fullkomnunar. Þessar gagn- gerðu andstæður höfða öðru frem- ur til Ingimars Erlends sem skálds: annars vegar óburðug og yfirborðsleg merking orðanna — hins vegar tilfinningin sem innst inni er ósvikin er verður aldrei fullkomlega með orðum tjáð. Að sjálfsögðu koma stjórnmála- átökin í samtímanum inn í þetta dæmi: fölsun hugtaka og samvisk- uspursmál sem knýja skáld til að vera með eða móti. Núvist felur í sér andstöðu gegn þeirri pólitísku nauðhyggju, virðist mér, sem kennir að skáld skuli fylgja ákveð- inni línu sem ein leiði til fram- þróunar og ein sé rétt, ella verði þau viðskila við bæði skáldskap- inn og samtíð sína. Hér er eins og forðum leitað inn á huglægu sviðin — með hefðbundin trúar- tákn sem leiðarmerki en ósvikin lífsgildi — ideal — að markmiði. Erlendur Jónsson við ekki að syngja okkar síðustu vers. Sannanir þessa blasa hvarvetna við. Landið okkar og það afl, sem í okkur sjálfum býr, veitir okkur svo ríkulegt viður- væri, að áþreifanleg velmegun er hér miklu meiri en víðast gerist, og svo mikil að barlómur hlýtur að vera fyrir neðan okkar virð- ingu. En velmegun, talin í krón- um og aurum, er annað en velmegun andans. Það sæmir okkur að vera bjartsýn og trúa á okkur sjálf. Það er velmegun andans, og til að öðlast þá velmegun þurfum við þessa von, sem svo fallega hefur verið ort um. Megi það verða kjörorð okkar íslendinga um þessi áramót, að vonin sem stundum er veikbyggð eins og vetrarblóm, dafni og verði að sóleyjum sumarsins 1981 — von- in um batnandi tíð og góðæri til sjós og lands og í hugum okkar mannanna. Með samstöðu og sjálfstæðishugsjón, tillitsemi og skilningi, hófsemi, sannleiksást og ræktun lýðræðisins mun okk- ur vel vegna. Þá munum við kunna fótum okkar forráð, og þá eigum við verðmæti að gefa, ekki aðeins okkur sjálfum heldur einnig öðrum þjóðum. Gleðilegt ár og megi allt gott sem hugsað er í heiminum og nefnt sínum réttu nöfnum, frið- ur, vísindi og manngæska fylgja okkur á árinu sem fer í hönd og alla tíma. 28611 Vatnsendablettur Nýlegt einbýlishús um 200 ferm. á tveimur hæðum m/innbyggð- um bílskúr, 5 svefnherb. Óvenjustór lóð. Skipti á 3ja—4ra herb. íbúð m/bílskúr æskileg. Hraunbær 5—6 herb. 140 ferm. íbúö á 2. hæö. Grenimelur Efri hæö 110 ferm. ásamt 2—3 herb. og snyrtingu í risi. Sér inngangur. Mikið endurnýjaö. Framnesvegur Endaraöhús á þremur hæöum, grunnflötur ca. 50 ferm. Stórageröi 3ja—4ra herb. 96 ferm. falleg íbúö á 4. hæð ásamt herb. í kjallara, bílskúr. Miöstræti 3ja herb. góö íbúö á 2. hæö í steinhúsi ásamt tveimur herb. á 1. hæö. Bftskúr. Drápuhlíö 4ra herb. 127 ferm. íbúö á 1. hæð. Allt sér, mikiö endurnýjaö. Hraunbær 4ra—5 herb. rúmlega 120 ferm. íbúö á 3. hæð. Sklpti á 2ja—3ja herb. íbúö æskileg. Hólmgaöur Ný stórglæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæö. Engihjalli 3ja herb. 90 ferm. íbúö á 7. hæö. Glæsileg íbúö. Goöatún 3ja herb. 70 ferm. jaröhæö ásamt stórum bílskúr. Frakkastígur 2ja herb. 55 ferm. íbúö á 2. hæð í timburhúsi. Hrísateigur 2ja herb. 55 ferm. kj.íbúö. Mánagata 2ja herb. 50 ferm. kjallaraíbúö. Bergþórugata 2ja herb. 65 ferm. samþykkt jaröhæö. Vallargeröi 2ja herb. óvenjuvönduö og fal- leg íbúö á 2. hæö í þríbýlishúsi, bftskúrsréttur. Hef kaupanda aö 2ja herb. íbúö í Neðra- Breiðholti. Hús og eignir Bankastræti 6 túðvik Gizurarson hrl Kvöldsimí 17677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.