Morgunblaðið - 03.01.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
7
Fáksfélagar
Fögnum nýju ári meö dansleik í félagsheimilinu í
kvöld, laugardag 3. janúar. Stuölatríó leikur. Húsiö
opnaö kl. 21.00.
Skemmtinefnd.
Auglýsing
frá Fella- og
Hólasókn
Safnaöarnefnd Fella- og Hólasóknar býöur íbúum hverfis-
ins aö skoöa teikningar og líkön frá samkeppni um
kirkjubyggingu fyrir söfnuöinn. Úrslit samkeppninnar veröa
kynnt.
Sýningin verður í Fellaskóla laugardaginn 3/1 kl. 15—18
og sunnudaginn 4/1 kl. 14—17.
íbúar hverfisins eru hvattir til aö fjölmenna.
Safnaðarnefnd.
Innritun hefst þriöjudaginn 6. janúar.
Innritun þriöjudag, miövikudag og
fimmtudag frá 10—12 og 13—19 alla
dagana.
Ath. Innritun aðeins þessa þrjá daga.
Dansskoli
Heiðars
Ástvaldssonar
Dansskóli
Sigurðar Hákonarsonar
Dansskóli Sigvalda
Dansstúdíóiö
Sóley Jóhannesdóttir
&
&
\
&
*
&
*
*
_______________
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000
TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi
Að breyta
þvert á
orð og eiða
Kjartan Jóhannsson.
formaður Alþýðuflokks-
ins. sagði í áramóta-
huurvokju í Alþýðublað-
inu:
„Forsætisráðherra oíí
fyltíisveinar hans tfátu
vitaskuld ^erzt liðhlaup-
ar. ef þá lysti. Hitt er
lanirtum merkileiíra að
stefnan. sem þeir höfðu
boðað, skuli vera þeim
einskis vlrði. Og án þess
að afneita henni. heidur
þvcrt á móti sísverja
fylKÍIaK sitt við grund-
vallarþætti hennar.
skuli þeir standa fyrir
stjórnarstefnu, sem á
ekkert skylt við orð
þeirra og stefnuboðun
fyrr.“
Síðar segir Kjartan:
„Alþýðu bandalags-
menn hafa barizt fyrir
því að herinn færi. Iler-
inn er auðvitað kyrr og
við eru áfram í Nató þótt
þeir Alþýðubandalags-
menn vermi ráðherra-
stóla. Hitt er þó öllu
merkilegra að á sama
tima og Hfskjör rýrna
um ca. 5% af völdum
verðlagshækkana hjá
rikisstjórn þeirra, þá
hafa þeir Alþýðubanda-
lagsmenn forgöngu um
að rýra kjörin enn frek-
ar með sérstökum
skattahækkunum á
launafólk ... Gengis-
hækkanir fordæmdu
þeir Alþýðubandaiags-
menn. Samt hefur geng-
ið aldrei hrapað jafn
hrikaiega og hjá þessari
ríkisstjórn. sem þeir
segjast ráða sérstaklega
yfir. Allt ber að sama
brunni. bað sem þeir
sögðust ekki vilja. það
gera þeir. Það sem þeir
sögðust vilja, það gera
þeir ekki.“
Kaupmáttur
launa ekki
varinn í
verðbólgu
sem hér er
Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubanda-
lagsins. segir í áramóta-
grein i Þjóðviljanum:
„En verðbólgan geisar
og ástæður þess eru sum-
part áður fram komnar.
A valdatima núverandi
Hvaö sögöu flokksformennirnir?
Um eitt viröast flokksformenn sammála, þó skoöanir
séu skiptar, aö kaupmáttur launa verður ekki varinn í
víxláhrifum sjálfvirkrar dýrtíðarskrúfu. Innlend verð-
bólga, langt umfram veröþróun á sölumörkuðum okkar
erlendis, stefnir og í stöðvun útflutningsatvinnuvega og
tilheyrandi afleiðingar. — Þess vegna var á öðru fremur
þörf en fresta lausn á „efnahagsvandanum“ meö
sýndarráðstöfunum.
ríkisstjórnar hafa inn-
flutningsvorur haldið
áfram að hækka í vcrði,
en hins vegar hefur átt
sér stað stöðnun í út-
flutningstekjum lands-
manna. Þessari stöðnun
og verulega auknu
birgðahaldi útflutnings-
afurða hefur verið mætt
með sífellt lækkandi
gengi Lslensku krónunn-
ar. Hefur verið hratt
gengissig á árinu. en
afleiðingar þess á verð-
bólguhraðann eru veru-
legar. Með óbreyttu sam-
hengi gengishreyfinga
og verðlagsþróunar má
gera ráð fyrir því — að
öllu óbreyttu, þar á með-
al óbreyttum viðskipta-
kjörum — að verðbólga
geti hér á næsta ári farið
í 65 til 70% verði ekkert
að gert. Þar með skerð-
ist kaupmáttur launa
svo að segja sjálfkrafa
um a.m.k. 6% að jafnaði
á árinu. mest um ca.
15%, en í lok ársins um
ca. 10%. Það er þvi ljóst,
að kaupmáttur laun-
anna verður ekki varinn
nema gripið verði til
sérstakra efnahagsað-
gerða — ekki heldur
kaupmáttur lægstu
launanna.
Ríkisstjórnin hefur
undanfarnar vikur unn-
ið að efnahagsráðstöfun-
um. sem verða kynntar
nú um áramótin. For-
senda þessara aðgerða
eru eftirfarandi megin-
atriði:
1. Kaupmáttur al-
mennra launa verði ekki
lakari en orðið hefði að
óbreyttu.
2. Verðbólgan verði á
niðurleið í lok ársins
1981 frá því sem er í lok
ársins 1980.
3. Ekki verði sett lög
um verðbætur á laun
nema með samþykki
allra flokka sem aðild
eiga að ríkisstjórninni
og í samráði við verka-
lýðshreyfinguna.“
Verðbólgan
hefur marga
fylgikvilla
Steingrímur Her-
mannsson. formaður
Framsóknarflokksins,
segir í áramótagrein í
Tímanum m.a.:
„Síðustu athuganir
Þjóðhagsstofnunar,
benda hins vegar til þess
að verðbólguskriðan
hafi nú aukist á ný.
Stofnunin telur að fram-
færsluvisitalan muni
hækka um 70 af hundr-
aði til loka næsta árs, ef
ekkert verður að gert.
Athugun hefur einnig
verið gerð á þróun kaup-
máttar í þeirri verð-
bólgu. sem fram undan
virðist vera. Niðurstað-
an er sýnd í töflunni hér
að neðan:
Kaupméttur kauptaxta
allir launþagar ASl
1979
Ársm«Aattal 100 100
1960
3. árafjóröungur 94,3 94,4
4. ársfjóröungur 96.4 97.6
Ársmaóaltal 95,1 95,7
1961
2. ársfjóróungur 92,7 94,7
4. ársfjóróungur 90,1 92^
Arsmeóaltal 92£ 94,5'
„Þótt horfur fyrir
launþega á næsta ári
séu, af ofangreindum
ástæðum. mjög alvar-
legar, óttast ég að aðrar
afleiðingar verðbólgunn-
ar kunni þo að reynast
enn örlagaríkari.
Það hefur verið mörg-
um undrunarefni, hvern-
ig við íslendingar höfum
haldið atvinnuvegum
okkar gangandi í þeirri
óðaverðbólgu, sem hér
hefur geysað á undan-
förnum árum. Sam-
kvæmt kenningum
flestra hagfræðinga,
stöðvast atvinnurekstur-
inn fyrr eða siðar við
slíka verðbólgu og at-
vinnuleysi skapast, ef
ekki hrun. Þetta hefur
okkur íslendingum tek-
ist að forðast. fyrst og
fremst með stöðugri a<V
lögun gengis að kostnað-
arhækkunum. Þannig
höfum við haldið útflutn-
ingsatvinnuvegum okk-
ar gangandi. Iðulega
hefur þó verið teflt á
tæpasta vaðið. Þannig lá
víða við stöðvun frysti-
húsanna í sumar. Ég tel
rika ástæðu til að óttast,
að ekki verði lengi þann-
ig áfram haldið i vax-
andi óðaverðbólgu. Hætt
er við að fjármálabrask
ug skuldasöfnun aukist,
rekstrarfé þrjóti og f jár-
málalegt siðferði fari al-
mennt þverrandi.“
Hodding Carter um Brzezinski:
„Gáfnasljór og ó-
frumlegur í hugsun“
Chicago. 30. desember. AP.
HODDING Carter. blaðafulltrúi
Cyrus Vance, fyrrum utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna i stjórn
Jimmy Carters, var ómyrkur í
máli f garð Zbigniew Brzezinski,
öryggismálaráðgjafa Jimmy
Carters í grein sem hann skrifaði
í tímaritið Playboy. Carter kall-
aði Brzezinski „gáfnasljóan og
ófrumlegan í hugsun“ og sagði að
þessir gallar öryggismálaráð-
gjafans hefðu orðið til þess að
skapa mörg vandamálin fvrir
Jimmy Carter og ‘rikisstjórn
hans.
Þá sagði Carter að einn helsti
löstur Jimmy Carters væri óstöð-
uglyndi hans. „Einn mánuðinn tók
hann afstöðu með Cyrus Vance en
þann næsta hallaði hann sér að
Brzezinski og hugmyndum hans,“
skrifaði Hodding Carter, og hélt
áfram. „Jimmy Carter sendi full-
trúa utanrikisráðuneytisins til
bandamanna okkar í Evrópu til að
selja nevtrónusprengjuna. Þeir
síðan lásu um það í blöðum í
Evrópu þegar þeir voru önnum
kafnir við verkefni sitt, að Carter
hefði hætt við framleiðslu nev-
trónusprengjunnar. Nokkurn veg-
inn hið sama átti sér stað með
hundsun Ólympíuleikanna. Óstöð-
uglyndi forsetans olli eilífum erf-
iðleikum."
„Sérstökum vandræðum olli þó
sá metnaður Brzezinski að líkjast
Henry Kissinger sem mest. En
hann hafði ekki gáfur Kissingers
né pólitískt innsæi. Þó átti hann
eitt sammerkt með Kissinger —
greiðan aðgang að forsetanum."
Hodding Carter sagðist hafa stað-
ið við hlið Cyrus Vance í deilum
innan ríkisstjórnar Carters. Hann
sagði, að Brzezinski hefði aldrei
viðurkennt ósigur — þó hann
hefði beðið ósigur í orrustu þá hélt
hann stríðinu stöðugt áfram. Hins
vegar sagði Carter, að Vance hefði
verið of heiðarlegur til að taka
þátt í leik Brzezinskis.
„Hefði forsetinn tekið skýrt
fram, að trúmennska við boðaða
stefnu yrði að vera algjör bæði í
orði og á borði, þá hefði hann
getað komið í veg fyrir að hinir
ýmsu ráðherrar og ráðgjafar vikju
að réttri braut," skrifaði Hodding
Carter. Hann sagði að einkum
Zbigniew Brzezinski og Andrew
Young hefðu farið sínu fram, en
tók fram að hann virti Young
mikils. Þessar erjur urðu til þess,
að hikandi afstaða Carters komst í
hámæli. Að lokum skrifaði Hodd-
ing Carter: „Stefna Carterstjórn-
arinnar var alls ekki slæm. Hins
vegar var framkvæmd stefnunnar
afleit og olli stöðugum misskiln-
ingi og ruglingi."