Morgunblaðið - 04.01.1981, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
7
Styrkið og
fegrið líkamann
Dömur og herrar!
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 7.
janúar.
Innritun og upplýsingar
alla virka daga frá kl.
13—22 i síma 83295.
Júdódeild
Ármanns
Ármúla 32.
Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI
RIKISSJOÐS: Innlausnarverö
1. janúar 1981 Seölabankana
Kaupgangi m.v. 1 árs Yfir-
pr. kr. 100.- tlmabil tré: gengi
1969 1. flokkur 5.523,28 20/2 '80 3.303,02 67,2%
1970 1. flokkur 5.057,43 15/9 '80 3.878,48 30,4%
1970 2. flokkur 3.673,41 5/2 '80 2.163,32 69,8%
1971 1. flokkur 3.338,28 15/9 '80 2.565,68 30,1%
1972 1. flokkur 2.898,09 25/1 '80 1.758,15 64,8%
1972 2. flokkur 2.480,70 15/9 '80 1.914,22 29,6%
1973 1. flokkur A 1.849,34 15/9'80 1.431,15 29,2%
1973 2. flokkur 1.703,40 25/1 '80 1.042,73 63,4%
1974 1. flokkur 1.176,02 15/9'80 910,11 29,2%
1975 1. flokkur 960,76 10/1 '80 585,35 64,1%
1975 2. flokkur 724,23
1976 1. flokkur 687,10
1976 2. flokkur 558,06
1977 1. flokkur 518,31
1977 2. flokkur 434,16
1978 1. flokkur 353,82
1978 2. flokkur 279,25
1979 1. flokkur 236,13
1979 2. flokkur 183,22
1980 1. flokkur 137,50
1980 2. flokkur 108,43
VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti
BRÉF:* «% 14% 16% 18% 20% 38%
1 ár 65 66 67 69 70 81
2 ár 54 56 57 59 60 75
3 ár 46 48 49 51 53 70
4 ár 40 42 43 45 47 66
5 ár 35 37 39 41 43 63
*) Miöaö ar viö auöaaljanlega laalaign.
mtnraTincMráM úumum hp.
VERÐBREFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
lönaöarbankahúsinu. Sími 28566.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30 -16.
Þórunn Guðmundsdóttir í
Reykjavík sendir mér langt
og efnismikið bréf. Skal nú
vikið að ýmsu því sem hún
vill koma á framfæri.
Fyrst er um að ræða for-
nöfnin hver, hvor annars
vegar og sinn hins vegar. Um
þau segir Þórunn m.a. að þau
hafi verið hálfgerð vand-
ræðabörn í ræðu og riti, oft
sett saman á hinn kynlegasta
hátt. Þetta er rétt og er ekki
langt síðan nokkur dæmi
þessa voru tekin hér í þætt-
inum. Enn má bæta við: Þeir
búa í sitt hvoru húsinu, eða
eftir bréfi Þórunnar: Þeir
búa í sinn hvoru húsi. En
eins og Þórunn segir rétti-
lega, búa menn hvor í sínu
húsi. Hún heldur áfram:
„Fuglar syngja hver með
sínu nefi. Hlutir eru hver
með sínu lagi. Þessi orð eru í
raun og veru auðveld við-
fangs, ef að er gáð. Hvor,
hver merkir þann sem um er
rætt, sinn það sem honum er
eignað, enda eignarfornafn."
I sambandi við vísuna al-
kunnu, Afi minn fór á honum
Rauð, spyr hún hvað þetta
„tag“ sé sem komi fyrir í
niðurlaginu, „sitt af hvoru
tagi“.
Sumir segja að tagi í þessu
dæmi sé þágufall af orðinu
tag sem þýddi tegund og
væri samastofna því orði.
Orðið er þá talið koma fyrir í
samsetningum eins og saum-
tag, sumtag = rótarþræðir og
melgresi. Aðrir telja að orðið
tagi sé nefnifall og beygist
sem kvæði. Enn er að geta
þess, að sumir málfræðingar
rita tæi i dæmum eins og
vísunni um afa á Rauð væri
það orð þá skylt tó í tóskap-
ur.
Þessu næst minnist Þór-
unn á þann ósið sem felst í
óþarfri tvítekningu (tauto-
logiu) og tekur til dæma
orðið ferðareisa og gufu-
dampur. Þó vond dæmi af
þessu tagi (tæi) séu ekki
vandfundin nú, var þó meir
um þetta áður og þótt fínt á
sínum tíma. Svo kenndi mér
Magnús Már Lárussn að tví-
tekningarstíllinn, sem er
hvað mestum blóma hjá
ágætum kirkjuhöfðingjum
eins og Guðbrandi Þorláks-
syni, hafi borist úr hebresku.
Margir stældu að vonum
herra biskupinn í þessu efni.
Prestur nokkur lagði út af
dæmisögunni um sáðmann-
inn sem fór út að sá. Sumt af
sáðkorninu féll í frjóa jörð
og bar margfaldan ávöxt,
sagði prestur, en sumt féll í
grýtta jörð. „Og fuglar lofts-
ins komu og átu það og
spíssuðu.“
Þetta er sagt til skýringar
og gamans, en ekki til eftir-
breytni, og erum við Þórunn
á einu máli um að einn
hvimleiðasti orðaleppur af
tvítekningartagi sé valkost-
urinn. Kostur ætti að duga,
því að orðið er dregið af
sögninni að kjósa og merkir
hið sama og val. Mönnum
hafa löngum verið settir
kostir og átt um einhverja
kosti að velja. Ekki er þetta
orðið svo bágt, töldum við, að
mönnum séu settir afarval-
kostir.
Þórunn er ekki ein um að
hneykslast á ofvexti þeim
sem hlaupið hefur í magnið í
mæltu máli. Hún tilfærir
dæmi þess að borgarstjórinn
í Reykjavík hafi verið spurð-
ur hve miklu magni af lóðum
yrði úthlutað á árinu. „Varð
þá til þessi baga:“
Sá af magni margs kyns gagn
magnar borgarlýði.
Lýði gagnar lóðamagn,
lofum og signum magnað gagn.
Þetta held ég að við nefn-
um stikluvik, og bregður
aðeins fyrir dunhendu formi
á skeytum braglína. Þórunn
heldur áfram:
„Fyrrum veiddist mikill
þorskur. Mikill varningur
var fluttur. Vatnavextir urðu
í ám o.s.frv. Þá þurfti ekkert
magn í slíkar setningar. Orð-
ið sjálft er ágætt, en öll orð
og orðaukar eru hvimleið,
þegar þau eru oftuggin", og
er þetta mála sannast.
Eg lít um sinn upp úr bréfi
Þórunnar, því að Unnur
Konráðs (ísfirðingur) í
Reykjavík rekur skólaminn-
ingar sínar og segir að í
minni sínu loði vísa eftir Jón
á Bægisá, sú sem hann átti
að hafa kveðið við fósturson
sinn, þá er hann var að læra
að draga til stafs. Unnur
segist hvorki hafa heyrt vís-
una fyrr né síðar en ritar
hana svo eftir minni:
Svei og fjandinn! hvaða! hvaða!
hver hefur mokað þennan flór?
Margoft efir mykjuspaða.
Myndarlegra sá ég klór.
Betur rita krummaklær,
klaufir nauts og apatær.
Hví er Kollur látinn lifa,
fyrst læra vill hann ekki að
skrifa?
Ég man að afi minn kenndi
mér vísuna nokkurn veginn
eins, og þá er ekki annað en
að fletta upp í ljóðasafni séra
Jóns. Þar er þessi vísa eins
og Unnur lærði hana, nema
hvað skrifa er fyrir rita í 5.
braglínu og því fyrir hví í 7.
línu.
Jón Þorláksson gerði ekki
upp á milli fósturbarna
sinna. Um Margrétu orti
hann svo:
Því er Kolla látin lifa,
löt og sein við óra stím?
Af henni fæst ekki að skrifa,
ei heldur að læra rím.
Kött að strjúka og kemba lömb,
keyra fulla þeirra vömb,
þess ei hana þarf að biðja,
það er hennar dagleg iðja.
ísfiskur — línufiskur
Höfum möguleika á aö taka til sölumeöferöar og lestunar í kælilest um miöjan
janúar verulegt magn af ísfiski. Til greina kemur aöeins línufiskur og einkum
þorskur, ýsa og lúða, allt slægt meö haus. Allur fiskurinn þarf aö vera vel þveginn,
kældur og ísaöur í kassa sem veröur skilaö aftur til landsins aö sölu lokinni. Lestun
gæti hugsanlega fariö fram á Hornafiröi, Vestmannaeyjum, Austfjaröahöfn og/eða
suövestanlands.
Þeir útgerðarmenn og fisk-
verkendur sem áhuga
hefðu á frekari uppl. eru
beðnir að hafa samband við
okkur sem fyrst.
, ÍSLENSKA 3&
UTFLUTNINGS-
MIÐSTÚÐINHF.
Eiríkagölu 19, Raykjavík,
símar 21296 aöa 16260.