Morgunblaðið - 04.01.1981, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
8
Tefldi Robert Fischer
einvígi við Hiibner?
EINVÍGI skákmeistaranna tveKKja. Korchnois ok Hiibners um
réttinn til að skora á heimsmeistarann Anatoly Karpov, hefur cnn
einu sinni orðið til þess að heina auKum alheims að skákíþróttinni. í
því samhandi hefur meðal annars verið minnst á hið fræga einvíKÍ
þeirra Roberts Fischers o»? Boris Spasskis á íslandi árið 1972. en þar
varð Fischer heimsmeistari eftir söKulegt og eftirminnileiít einvíjfi.
Lítið hefur heyrst frá Bobby
Fischer síðustu ár, og hann tap-
aði titli sínum sem kunnugt er til
Karpovs, án þess að tefla við
hann einvígi. Sögucagnir eru þó
annað veifið á lofti um skák-
meistarann, og benda þær flestar
til þess að hann haldi sér enn við,
og sé jafnvel sterkari skákmaður
nú en nokkru sinni áður.
í því sambandi hefur meðal
annars verið rifjað upp einvígi
sem alþjóðlegi skákmeistarinn,
Levy, átti við tölvu í ágúst 1978.
Hann hafði fimm árum áður
veðjað við tölvuframleiðendur,
um að þeir gætu ekki á fimm
árum framleitt tölvu er ynni sig í
einvígi við skákborðið. Fimm árin
voru liðin hinn 1. ágúst 1978, og
var einvígið þá ákveðið, en í
verðlaun voru Levy heitnar 5
þúsundir breskra punda, en skák-
maðurinn er skoskur að þjóðerni.
Skömmu áður en einvígið skyldi
hefjast, báðu tölvuframleiðendur
um frest, þar sem þeir kváðust
vera að mata nýja tölvu á upplýs-
ingum, er yrði mun sterkari en
þær sem þá væru þegar tilbúnar.
Levy neitaði að fallast á frestinn,
og fór einvígið því fram á tilsett-
um tíma. Því lauk svo, að Skotinn
sigraði tölvuna í fjögurra skáka
einvígi, með 2,5 vinningum gegn
1,5. Tölvan vann eina skák, Levy
tvær, en einni lauk með jafntefli.
Levy lét svo um mælt eftir
einvígið, að tölva tefldi mjög
sterka varnarskák, en minna yrði
úr henni er tefld væri tiltölulega
meinlaus og aðgerðarlítil skák.
Eftir að þessu opinbera einvígi
lauk, fóru tölvuframleiðendurnir
fram á það við Levy, að hann
tefldi annað einvígi, nú við hina
nýhönnuðu tölvu. Lét Skotinn
tilleiðast, en þó með því skilyrði,
að aldrei yrði gert opinskátt,
hvernig því einvígi lyktaði. Það
hefur heldur aldrei verið gert, og
hafa menn talið það vísbendingu
um að Levy hafi beðið lægri hlut
fyrir tölvunni í seinna einvíginu.
En nokkru síðar, segja sögur að
tölvuframleiðendurnir hafi feng-
ið Robert Fischer til að tefla við
tölvuna, og féllst hann á það. Það
skilyrði setti hann þó áður, að
ekkert yrði gert opinskátt um
einvígið, og engar skákir birtar.
Við það var staðið, en ekki fór þó
hjá því að kvisaðist um einvígið,
og segja þær sögur að því hafi
lokið með sigri Bandaríkja-
mannsins, er unnið hafi allar
fjórar skákirnar, allar í færri en
20 til 25 leikjum. Hefur skák-
áhugamönnum þetta þótt benda
til þess að Fischer hafi engu
gleymt af fyrri snilli.
Þá hafa einnig verið í gangi
óstaðfestar sögusagnir um all-
langt skeið, að þeir hafi teflt
æfingaeinvígi fyrir síðustu
heimsmeistarakeppni, Húbner
Fischer
hinn vestur-þýski og Fischer.
Ekkert hefur verið látið uppi um
það einvígi opinberlega, en sagan
segir þó að það hafi verið upp á
Hiibner
átta skákir, hafi Fischer unnið 7
en einni lokið með jafntefli. —
Eðlilegt kann því að vera að
Húbner tali lítið um þetta einvígi,
Robert Fischer kemur til New York eftir sigurinn yfir Boris Spasski í Reykjavík snemma sumars
1972.
jafnvel þó það hafi farið fram! En
allt hefur þetta orðið til þess að
halda sögusögnum um snillinginn
Bobby Fischer gangandi, og á
FIDE-þinginu í Buenos Aires í
fyrra ræddu margir um það að
hann hefði engu gleymt af fyrri
hæfileikum.
En hvers vegna hefur Fischer
þá ekkert teflt opinberlega? —
Við þeirri spurningu eru engin
ljós svör, en þó hafa menn látið
sér detta ýmislegt í hug. A það
hefur til dæmis verið bent, að
eftir að hann varð heimsmeistari
í Reykjavík á sínum tíma, hafi
honum fundist sem hann hefði
ekki lengur að neinu að keppa.
Hann mun þó hafa látið þess
getið, að hann ætlaði að halda
heimsmeistaratitlinum í skák
lengur en sá er það hefur lengst
gert, en það er Þjóðverjinn Em-
anuel Lasker, sem var heims-
meistari í hvorki meira né minna
en 27 ár. Menn kunnugir Fischer
hafa því bent á, að hann kunni að
koma fram á sjónarsviðið á ný,
jafnvei tefla í svæðamótum og
keppa að heimsmeistaratign.
Takist honum það, mun hann
geta sagt með nokkrum rétti, að
hann hafi verið heimsmeistari í
raun, öll þau ár er hann þó ekki
tefldi.
Vitað er að Fischer fylgist
mjög vel með öllum hræringum í
skákheiminum, og menn er hafa
verið í sambandi við hann segja,
að hann hafi fundið upp ótal
nýjungar, er hann muni koma
fram með í fyllingu tímans. Þar
hafi hann mikið forskot á aðra
skákmenn; hann þekki þeirra
styrkleika og geti farið yfir skák-
ir þeirra, en þeir viti aftur á móti
ekkert um hvað hann hefur haft
fyrir stafni.
Robert Fischer hefur undan-
farin ár búið í bænum Pasadena í
Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar
sem hann hefur tilheyrt fremur
fámennum sértrúarsöfnuði Gyð-
inga. Nú segja sögur að hann hafi
sagt skilið við söfnuðinn, og flutt
sig til borgarinnar Palo Alto við
San Fransisco-flóann. Þar hefur
hann hellt sér út í rannsóknir á
einskonar „alheimssamsæri" eða
„heimsyfirráðum" fárra manna,
sem sagt er að í krafti auðs og
valda sfjórni í raun veröldinni
hvað sem líður kosningum og
þjóðþingum.
En hvað um það, það þykir góðs
viti, að Fischer skuli hafa yfirgef-
ið sértrúarsöfnuðinn, en hvort
það verður til að hann komi í
dagsljósið á ný, getur tíminn einn
sagt til um. Þangað tl verða
meira og minna óstaðfestar sögu-
sagnir það eina sem skákunnend-
ur fá að heyra frá Robert Fischer,
undrabarninu í skákheiminum.
- AH.
Pálmi Hlöðversson, sendiíulltrúi Rauða krossins:
„Hundruð þúsunda reiða sig alger-
lega á hjálp Rauða krossins“
PÁLMI Illöðversson. sendi-
fulltrúi Rauða kross Islands í
Austur-Afríku. kom nýlega aftur
til íslands eftir um það hil
þriggja mánaða dvöl í Uganda.
Þar hafði Pálmi einkum með
höndum stjórn matvæladreif-
ingar 1 Karamoja-héraðinu og
annaðist þá skipulagningu á
úthlutun matar í skólum í hérað-
inu og raunar víðar. Nýlega hélt
Rauði kross Islands hlaðamanna-
fund og sagði Pálmi frá dvöl
sinni í Uganda.
Hann sagði að helsta ástæðan
fyrir hungursneyðinni í Kara-
moja-héraði væri sú, að kúastofni
íbúanna þar hefði verið rænt.
Þjóðflokkarnir í þessum hluta
álfunnar hafa í aldaraðir jifað á
kúarækt og að jafnaði stolið
miklum fjölda kúa hver frá öðr-
um, en vegna þess að hvert þorp
bætti sér upp kúamissi með því að
ræna kúm frá nágrönnum hefði
jafnvægi haldist og aldrei skapast
vandamál \im lífsafkomu. Nú
hefðu valdahlutföllin hins vegar
raskast, því mikið magn fullkom-
inna skotvopna væri komið í
hendur vissra hópa og þess vegna
hefðu þeir, sem enn styðjast við
örvar og spjót, misst lífsviðurværi
sitt.
Miklir þurrkar hafa einnig gert
íbúunum erfitt fyrir og ekki bætir
úr skák að eftir óstjórn Idi Amins
eru flestir þættir þjóðlífsins lam-
aðir. Níutíu prósent alls vatns-
dælubúnaðar í landinu er ónot-
hæfur, vegakerfið er í ólestri og
framkvæmdir á vegum yfirvalda
eru lítilfjörlegar.
Pálmi sagði að í athugun hefði
verið að kaupa nýja bústofna
handa íbúunum en fljótlega hefði
verið hórfið frá því, vegna þess að
Pálmi Hlöðversson, sendi-
fulltrúi, á blaðamannafundi eft-
ir komuna frá IJganda.
vopnaðir kúaræningjar hefðu haft
kýrnar á brott með sér jafnóðum.
Nú væru helstu vonir bundnar við
það, að mögulegt yrði að koma á
jarðrækt og akuryrkju á þessum
svæðum. Hann sagði að íbúarnir
hefðu áhuga á að reyna þetta því
að kúaræktin hefur nú ekki leng-
ur framtíð fyrir sér. Áætlað er að
dreifa til íbúanna frækornum og
útsæði í byrjun næsta árs og gera
þeim kleift að verða sjálfbjarga á
ný með landbúnaði.
íbúar Karamoja-héraðs hafa nú
ekkert við að vera og reiða sig
algerlega á matvæladreifingu
Rauða krossins. Fólkið býr í um
2—300 þorpum og eru sum þeirra
mjög afskekkt. Pálmi sagði að nú
væru farnar reglubundnar ferðir
til stærri þorpanna og sagði hann
að Rauða krossinum tækist nú að
verða við matarþörfinni á svæð-
inu að mestu leyti. Hann sagði að
nú væri í auknum mæli farið að
skylda íbúana til þess að vinna í
þágu samfélagsins til þess að fá
mat. Þá vinnur fólkið við vega-
gerð, byggingu skóla, stíflugerð og
fleira. Nauðsyn er á mikilli upp-
byggingu í landinu en Pálmi
sagðist bjartsýnn á að úr vanda-
málum héraðsins myndi rætast í
framtíðinni því Uganda býr yfir
góðum landkostum.
Pálmi var spurður að því hvort
hann hefði orðið var við bruðl eða
svindl í tengslum við hjálpar-
starfsemina eins og títt hefur
verið haldið fram í fjölmiðlum.
Hann sagði að því færi fjarri.
Aðeinseinu sinni hefði hann vitað
til þess að reynt hefði verið að
stela hveitipoka í myrkri, en við
því megi búast hvar sem er. Hann
sagðist hafa látið íbúa hvers
þorps kjósa sér fulltrúa, sem
kæmu kvörtunum á framfæri, og
hefði það gefist vel. Hann sagðist
ekki hafa orðið var við neitt, sem
benti til þess að hjálpargögnum
væri stungið undan áður en þau
berast til héraðanna og að þeir,
sem lagt hafa fé i söfnunarsjóði
þyrftu ekki að óttast að ekki væri
unnið að hjálparstarfinu á heiðar-
legan hátt.
Pálmi sagði að hjálparstarfið á
svæðinu væri nú komið í fastar
skorður að mestu leyti og eins og
áður segir, hefur Pálmi haft veg
og vanda af skipulagningu starfs-
ins. Þess skal getið að Pálmi hefur
fengið sérstaklega góðan vitnis-
burð fyrir störf sín í Karamoja-
héraði og einn af yfirmönnum
Alþjóða Rauða krossins, Mr.
Naucler, sagði, að Pálmi væri
besti sendifulltrúi Rauða kross-
ins, sem hann hefði séð í starfi.