Morgunblaðið - 04.01.1981, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðar á íslandi eru orðnir þrír: Þingvallaþjóð-
garður á 28 íerkm svæði þeirra elstur, þjóðgarðurinn í
Skaftafelli, sem tekur yfir 200 ferkm svæði og
þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, 150 ferkm að stærð.
Eru tveir þeir síðastnefndu í umsjá Náttúruverndar-
ráðs, en verkefni ráðsins hafa vaxið hratt eftir því sem
friðun og verndun miðar. Jökulsárgljúfragarðurinn er
nýrri. Og þótt innan þjóðgarðsins séu ýmsir nafntogað-
ir staðir á borð við Ásbyrgi, Hólmatungur, Hljóðakletta
og Dettifoss, þá virðast margir ekki hafa gert sér grein
fyrir því að þessir staðir, og landið umhverfis þá, mynda
eina stórkostlega heild, sem gaman er að þekkja og
fræðast um. Því fengum við Árna Reynisson, fram-
kvæmdastjóra Náttúruverndarráðs í spjall um þjóð-
garðinn og áform Náttúruverndarráðs á þessum stað.
Viðtal við
*
Arna
Reynisson,
framkvæmda-
stjóra Náttúru-
verndarráðs
— Þegar núverandi Náttúru-
verndarráð tók til starfa, lágu
fyrir hugmyndir um þjóðgarð í
Jökulsárgljúfrum, hóf Árni skýr-
ingar sínar. Landið, sem áhugi var
á, greindist í 5 svæði. Þar er um að
ræða ríkisjörðina Svínadal, land
sem var í eigu Kelduneshrepps,
Ásbyrgi í eigu Skógræktarinnar,
Ásjörðina og gljúfrin austan ár,
sem tilheyra jörðum í Öxarfjarð-
arhreppi. Hafist var handa 1973
með því að þjóðgarðurinn var
stofnaður á Svínadalsjörðinni.
Kelduneshreppur lét þá líka af
hendi það land, sem þurfti til þess
að Hljóðaklettar og Vesturdalur
yrðu með í þjóðgarðinum. Þetta
gerði hreppurinn endurgjalds-
laust, en samkomulag varð um að
áfram fengi hann þar beitarafnot
að vissu marki. Stuttu seinna var
Ásjörðin keypt og gerður ábúða-
samningur við annan af tveimur
eigendum. Er þar því myndarleg
bújörð innan þjóðgarðsins. 1978
náðist svo samkomulag við Skóg-
rækt ríkisins um að hinn friðaði
hluti Ásbyrgis teldist einnig til
þjóðgarðsins. Þessar stofnanir
hafa samvinnu um umhirðu Ás-
byrgis.
— Og markmiðið var ...?
— Markmið friðlýsingar er
fyrst og fremst að vernda það, sem
við eigum óvenjulegt og sérstakt í
náttúrunni, svarar Árni að bragði.
Sums staðar vill svo til, að margt
slíkt kemur saman á stóru svæði.
Fólk sækist einmitt mest eftir að
skoða sig um og njóta frístund-
anna á svæðum, sem hafa óvenju-
lega fjölbreytni og fegurð til að
bera í lífríki og lahdslagi. Sú ósk,
að allir geti notið slíkra svæða nú
og um ókomna framtíð er undirrót
þjóðgarðshugmyndarinnar. En
menn gera sér líka ljóst að
umgangur manna getur valdið
spjöllum. Tilgangurinn með þjóð-
garðsstofnun er bæði að vernda þá
sérstæðu náttúru sem þar er að
finna, t.d. bægja frá mannvirkja-
gerð og ýmsum umsvifum, sem
gætu rýrt gæði þess og spillt
svipmóti þess, og einnig að búa
þannig um hnútana að fólk geti
komið, notið landsins og skoðað
það án þess að á það sé gengið. í
þessu felst semsagt að friðunin er
í þágH fólksins. Það er verið að
opna landið og vernda það um leið.
Þegar þess er gætt að margir
fjölsóttir ferðamannastaðir hafa
einmitt spillst af ásókn ferða-
manna, liggur í augum uppi að
þetta er vandasamt hlutverk. Það
er að vernda landið og búa um leið
vel að gestum, sem koma til
dvalar.
Skjól, vatn
og náttúrufegurð
— Snúum okkur þá að Jökuls-
árgljúfrum sérstaklega?
— Já, Jökuisárgljúfur eru eink-
um merkileg fyrir það, að þar
hefur orðið mjög óvenjuleg mynd-
unarsaga, sem mótað hefur sér-
stætt og einstaklega hrikalegt og
hrífandi landslag. Og þetta lands-
lag er undirstaöa mikils fjöl-
breytileika í gróðri og dýralífi, sé
tekið mið af umhverfinu. Það er
ekki síst skjólið milli klettaveggj-
anna og vatnið, sem kemur undan
hraunlögunum, sem gerir það að
MÁrni Reynisson
ótunarsagan myndar
þar fjölbreytt og ein-
staklega hrífandi landslag
í Vesturdal er maður sem kominn í bland við tröllin. Hér má sjá Karl og Kerlingu.
Ljósmyndir Ilelgi Hallgrimsson.
í minu húsi eru margar vistarverur, mætti segja i þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur. Þar má m.a. finna
gróðurmikil votlendi. eins og þetta í Svinadalnum.
verkum að þarna verður miklu
fjölbreyttara líf heldur en á hin-
um þingeysku heiðum allt í kring.
Það eru reyndar þessir sömu
eiginleikar, skjólið og vatnið, auk
fegurðarinnar, sem laðar fólk að
gljúfrunum, undir hamraveggjun-
um og í skóginum, sem þarna er,
er gaman að dvelja, tjalda og
njóta frídaga sinna. En einmitt
þessir þættir — gott skjól og nægt
vatn — eru fyrir utan náttúrufeg-
urðina undirstaða þess að land sé
gott til útivistar á Islandi.
— Þegar talað er um að vernda
þjóðgarð, kemur einkum þrennt til
greina, heldur Árni áfram. Það er
ferðamennskan, sem við erum
byrjuð að tala um. Þá er það
búskapurinn og loks mannvirkja-
gerð. í þessu tilfelli fyrst og
fremst nýting orkunnar í fossum
Jökulsár í gljúfrinu.
— Tökum þetta þá lið fyrir lið.
Höldum fyrst áfram með ferða-
mennskuna?
— Hún byggist fyrst og fremst
á því að búið sé vel að ferðamann-
inum, og landið mæti honum í því
ástandi, sem það getur best verið.
Skarti sínu fegursta. Þetta þýðir
þá í raun, að við verðum að halda
þar uppi góðri umgengni með
eftirliti og aðbúnaði fyrir gesti,
sem að garði ber. Og þar sem