Morgunblaðið - 04.01.1981, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
Þótt náttúran breyti um form. foss hætt að falla, eins o«
VígaberBsfoss hefur gert. þá býr hún sér nýjar náttúrusmíðar. Nú
brýst áin þarna um í kötlum. sem ekki eru síður fallexir en fossinn.
hefði þá þann kost að á ensku
mætti kalla það „Lake Shake".
Þessi orð féllu sem brandari, en
það skemmtilega hefur gerst að
nafnið virðist vera að festast við
vatnið.
— Og hvernig ætlið þið að
hjálpa fólki til að skilja landið?
— A ýmsan hátt. Kjarninn í
þeirri fræðslu verður sérstök sýn-
ingarstofa í ferðamannamiðstöð-
inni í Ásbyrgi. Þar á fólk að geta
gengið að ýmiskonar fróðleik um
þjóðgarðinn í myndum og máli, á
líkönum og náttúrugripum. Þar
verður ekki aðeins kynnt náttúru-
sagan, dýrin og plönturnar, heldur
líka saga mannlífs á svæðinu. Að
vísu er hugmyndin með þessu ekki
bein náttúruvernd, en fengin er
góð reynsla fyrir því víða um
heim, að skilji menn og skynji, þá
vex sjálfkrafa virðing fyrir land:
inu og löngun til að vernda það. I
þessu felst einnig sú hugsun, að
það sé náttúruvernd í hag að sem
flestir landsmenn kynnist þjóð-
görðum okkar. Viti hvað þar er um
að ræða, þegar aðrir hagsmunir,
sem í fljótu bragði virðast arðbær-
ari, sækja á. Ef til vill má telja í
aurum það, sem fengist fyrir að
láta Dettifoss troða gangrimahjól-
ið, en aðeins sá sem hefur séð
fossinn, veit hvað tapast, ef hann
hyrfi.
— Þetta er kannski dæmi um
það, að þótt búið sé að stofna
þjóðgarð, þá eru friðunarmálin
þar alltaf á dagskrá. Stöðugt eru
að koma upp matsatriði vegna
sífelldra breytinga í þjóðlífinu.
Fyrir nú utan það að mörg ár geta
liðið frá stofnun þjóðgarðs þar til
upphaflegum markmiðum er náð.
í þjóðgarði er því endalaus vinna
og langt frá því að allt sé komið í
höfn með friðlýsingunni. Þá fyrst
hefst starfið.
— Þótt oft sé í þjóðgörðum
glímt við stórkostlega hagsmuni í
sambandi við orkuöflun og gróð-
urnýtingu, sagði Árni Reynisson
að lokum, þá vilja erfiðustu
mestu snúningarnir oft verða við
tiltölulega smávægileg mál, þegar
ferðamaðurinn þarf að breyta
útfrá sínum hefðbundnu ferða-
venjum, hvað snertir umferð og
dvöl. Það hefur sýnt sig, að
sérstaklega er viðkvæmt ef færa
þarf vegarslóða eða tjaldstað um
set. Að vísu taka flestir slíkum
breytingum vel og skilja nauðsyn
þeirra, en aðrir bera fram kvart-
anir og sumir hreinlega brjóta
þær reglur, sem settar eru. Fyrir
því er þó fengin góð reynsla, að
hér er venjulega um að ræða
skammtímaástand, sem líður
fljótt hjá.
í hinum unga þjóðgarði í Jök-
ulsárgljúfrum eigum við íslend-
ingar svo sannarlega einstakan
dýrgrip, sem þjóðin á eftir að
njóta um ókomna framtíð — og
þar bíða Náttúruverndarráðs mik-
il verkefni við að gera hann sem
flestum aðgengilegan. jafnframt
því að tryggt sé sem best með
verndunaraðgerðum að engu sé
spillt.
E.Pá.
Þannig litu Hljóðaklettar út, áður en Jökulsá breytti þeim i núverandi
mynd.
Jóhanna Kristjónsdóttir:
Loks virðist
Indira að hressast
Nú er að verða liðið ár, síðan þingkosningarnar voru á Indlandi og
sópuðu Indiru Gandhi aftur til valda í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims.
Endurkoma hennar var nefnd mesta pólitíska upprisa samtíðar og það blandast
engum hugur um, að miklar vonir voru bundnar við stjórn hennar eftir þá
ringulreið, stjórnleysi og almennt skipulagsleysi sem hafði einkennt
stjórn öldungsins Moraji Desai.
Því beizkari hafa vonbrigði
landa hennar verið. Þeir hafa
þar til nýlega haldið að hún væri
algerlega breytt manneskja og
buguð, hún hefur ekki sýnt þá
hörku og þann hvatskeytta bar-
áttuvilja sem hún virtist eiga í
svo ríkum og umdeildum mæli
áður. Ekki dugir að leita ein-
vörðungu skýringar í fráfalli
sonar hennar, Sanjay síðla júní-
mánaðar, löngu fyrir lát hans
voru bæði sérfræðingar og aðrir
farnir að velta fyrir sér hvað
hefði eiginlega komið fyrir Ind-
iru Gandhi.
I leynilegri skýrslu sem Upton
sendiherra Ástralíu í Nýju Delhi
gaf utanríkisráðuneyti sínu nú
fyrir skömmu, var farið mjög
hörðum orðum um stjórnunar-
leysi Indiru Gandhi stjórnarinn-
ar og íað að því umbúðalítið að
svo virtist sem úr forsætisráð-
herranum væri allur pólitískur
móður. Ekki hafði Indira að-
hafst neitt til að finna lausnir á
margslungnum innanlands
vanda og hún sýndi ákveðin
einkenni ofsóknaræðis, og leitað-
ist ennfremur við að skella
skuldinni á afskiptasemi og
íhlutun erlendis frá. Sagði í
skýrslunni, að niðurstaðan væri
í stuttu máli sú að þessi tíu
mánaða stjórn hefði einkennzt
af mistökum, yfirborðslegu
fálmi og almennum vanmætti.
Víst ' voru þetta hörð orð,
einkum þegar haft er í huga að
þau koma frá diplómata, en þeir
eru gjarnan öðrum varfærnari í
umsögnum sínum. Atriði úr
skýrslu Uptons bárust eftir ein-
hverjum leiðum í blaðamann, og
voru birt í helzta dagblaði Mel-
bourne. Ástralska stjórnin taldi
sig nú komin í hina verstu klípu,
og hlyti þetta að vekja reiði
Indiru og hætt væri við að
sambúð ríkjanna snarkólnaði.
En það segir út af fyrir sig sína
sögu, að Indira Gandhi hefur
látið þetta mál eins og vind um
eyru þjóta og hefur að því er
virðist hreint ekki kippt sér upp
við það.
Því verður áreiðanlega ekki
neitað að drjúgur sannleiki felst
í orðum Uptons. Vandamál sem
hafa hrjáð Indland og höfðu
beðið lausnar undir Moraji
Desai-stjórn eru enn óleyst. Og
hun hefur látið reka á reiðanum
í öðrum. Til dæmis beið hún
lengi með að skipa í embætti
trúmálaráðherra landsins, sem
er kannski ekki valdamest
starfa, en ákaflega þýðingarmik-
ið, þar sem löngum hefur verið
grunnt á átökum milli Hindúa
og Múhameðstrúarmanna. Hef-
ur og enda margsinnis á árinu
komið til blóðugra átaka og þeir
skipta hundruðum, sem hafa
beðið bana.
Ekki má heldur gleyma að
Indira lét hjá líða svo mánuðum
skipti að setja nokkurn í starf
fjármálaráðherra og atvinnu-
málaráðherra.
I norðvesturhéraðinu Assam
hefur verið ófriðsamt. Stúdentar
hafa staðið fyrir skipulögðum
ofsóknum á hendur „útlending-
um“ þar eiga þeir einkum og sér
í lagi við Vestur Bengali og
einnig fólk frá Bangladesh.
Verkfall hefur lamað olíuiðnað-
inn í fylkinu, sem hefur fram-
leitt um tólf prósent af þeirri
olíu sem Indverjar þarfnast.
Stúdentamótmælin í Assam
hafa þó verið hátíð hjá því
ofsahatri sem braust út gegn
Bengölum í nágrannaríkinu
Tripura, þar sem innfæddir
myrtu um eitt þúsund innflytj-
endur frá Bengal fyrr á árinu.
En olíuvandann skyldu menn
ekki leiða hjá sér, því að Indverj-
ar hafa flutt inn 60 prósent olíu
sinnar frá írak og Iran og því
þarf ekki að fjölyrða um, hversu
geigvænleg áhrif stríðið hefur
haft. Að vísu er einn ljós púnkt-
ur í málinu þrátt fyrir allt:
verðbólgan er komin úr 22 pró-
sentum í ársbyrjun niður í
fimmtán prósent. Samt sem áð-
ur býr næstum helmingur þjóð-
arinnar fyrir neðan fátæktarlín-
una — þ.e. hefur minna en sem
svarar 8 dollara á mánuði sér til
lífsframfæris.
Svo virðist sem allra síðustu
vikur hafi Indverjar séð þess
merki að rofað geti til með nýju
ári. Forsætisráðherrann verði að
vakna úr þessum sérstæða og
nær óútskýranlega dvala sínum.
Fyrstu fimm mánuðina var hún
önnum kafinn við að styrkja
innviði flokks síns. Fimm af 22
fylkjum lúta stjórn Congress-
flokks (I) og Assam er stjórnað
beint frá Nýju Delhi þar sem
ekki tókst að mynda þar starf-
hæfa fylkisstjórn.
Svo kom júnímánuður og
Sanjay fórst og lungann úr
sumrinu virtist Indira yfirkomin
af sorg þótt hún reyndi að harka
af sér á almannafæri og þrætti
fyrir að persónuleg áföll hefðu
áhrif á hana. Hún varð tvímæla-
laust fyrir vonbrigðum með það
að Raijv sonur hennar skyldi
ekki fást til að taka við hlut
Sanjay og dýrkun hennar og
dekur við kornungan son Sanjay
þótti mörgum fara út í öfgar.
Sögur komust á kreik um að hún
væri með ólæknandi sjúkdóm.
En í þeim mánuði sem nýlið-
inn er virðist Indira Gandhi
hafa loks safnað saman ein-
hverju af gömlu kröftunum sín-
um. Hún hefur hafið upp raust
sína, lagt fyrir þingið mjög
strengilegt frumvarp sem miðar
að því að bæla niður óeirðir og
hvers kyns trúarlegar deilur og
pólitískar óeirðir. Hún hefur
hafið ferðalög um Indland, í
ræðum hennar er loks farið að
kveða við gamla hörkutóninn —
og landar hennar varpa öndinni
léttar. Hún hefur hvatt ráðherra
sína óspart til að hraða drögum
um uppbyggingu í atvinnumál-
um landsins, hafið samninga um
plíukaup frá öðrum löndum en
íran og írak, húsnæðismálaráð-
herra hennar vinnur nótt sem
nýtan dag að því að gera áætlan-
ir um stórátak í húsnæðismálum
og landbúnaðarráðherrann í ak-
uryrkjumálum. Allt þetta gefur
til kynna að kannski sé Indira að
hressast og þeir eru margir sem
telja að það megi heldur ekki
seinna vera. Indira er farin að
sýna klærnar aftur, segja Ind-
verjar í feginstón: hin Indiran,
fálmandi, syrgjandi, reikul og í
athafnalegri lægð er ekki sá
leiðtogi sem þetta land getur
sætt sig við til lengdar.