Morgunblaðið - 04.01.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
15
Evrópubúar hafa misst sjónar á
náttúrunni. Þeir eru vanir því að láta
stjórnast af vekjaraklukkunni
HEILLARÁÐ
Listin að
hætta að
drekka o.fl.
Ef þú hefur hug á því að hætta
að reykja, hætta að drekka eða
vilt jafnvel verða svo mikill
brennivínsberserkur að geta inn-
byrt þúsund vínbolla án þess að
verða öfurölvi, þá skaltu bera þig
upp við gamla kínverska bóndann,
sem stendur fyrir utan ónefnt
kvikmyndahús í því stóra landi
Kína.
Fyrir fimm fen, u.þ.b. 24 krónur
ísl., lætur hann þig fá lítið blað
þar sem á eru rituð þrautreynd og
vafalaus vísindi í 60 greinum, sem
segja þér hvernig best er að gerast
mikil fiskikló, fjarlægja freknur
og fiskbein, sem stendur fast í
hálsi, svo ekki sé minnst á kvef-
pest og annað þess háttar.
Þekkinguna hefur bóndinn af
gömlum bókum, þjóðtrú og trú-
lega af vörum gamalla kerlinga.
Hér fara á eftir nokkur heilræða
hans:
Ef þú vilt hætta að reykja
skaltu fara í kínverska lyfjabúð og
„Ef þú vilt hætta að drekka
skaltu taka lifandi fisk ...
kaupa þér betel-hnetu, bora gat á
hnetuna og fylla hana með tób-
akstjöru. Síðan skaltu sjóða hana í
vatni í tvær klukkustundir. Þegar
tóbakslöngunin kemur yfir þig
skaltu bera hnetuna að vitum þér
og „eftir þrjá daga er tóbaksfíknin
horfin eins og dögg fyrir sólu".
Ef þú vilt hætta að drekka
skaltu taka lifandi fisk, drekkja
honum i hreinu alkóhóli og drekka
síðan vínandann í þremur eða
fjórum lotum. „Þig mun aldrei
framar langa í vín.“
Ef þú vilt hafa fisk á hverjum
öngli skaltu verða þér úti um
asasoetida-jurt, mala hana, bæta
örlitlu af hveiti út í og gera litlar
kúlur á stærð við baun úr deiginu.
Nú skaltu setja eina kúlu á hvern
öngul og þá „máttu hafa þig allan
við að draga fiskinn á land“.
Ráðið við höfuðverk eða kvefi er
á þá leið, að þú skalt blanda
saman hálfpotti af ediki, vatni og
tveimur únsum af hráum pipar og
sjóða allt saman. Siðan skaltu
drekka soðið og leggjast fyrir
undir sæng þar til þú ert eins og
hundur af sundi dreginn af svita.
„Þá ertu alheill orðinn og kennir
þér einskis meins."
- VICTORIA GRAHAM
VESÖLD
Flóttafólkið fnr óblíóar viðtökur ef það neyðist til að enúa heim í lögregluríki „Baby-Doc“ Duvaliers sem hér
sést til hægri í hópi nokkurra stuðningsmanna sinna.
Haiti er talin fátækasta ríkið í
hinum vestræna heimshluta og
þaðan hefur árum saman streymt
bátafólk í stórum hópum. Farkost-
irnir, sem fólk þetta leggur af stað
í, eru oft alls ekki sjófærir. Oft
hvolfir þeim á leiðinni, og þeim
sem hafa það til Bandaríkjanna
líst strandgæzlumönnum ekki bet-
ur á en svo að þeir grípa iðulega til
þess ráðs að eyðileggja þá. Aðrir
bátar eru traustbyggðari. Það eru
flatbytnur, sem auðvelt er að
landsetja. Þær hafa lágt mastur
með langri bómu og einu segli,
sem getur hagnýtt hægan and-
vara, þannig að síður þarf að grípa
til áranna.
Þessir bátar eru yfirleitt 21 fet
á lengd og í þá má troða 125
manns, líkt og í strætisvögnum á
helzta annatímanum. Sé farið
beint frá Haiti til Vestur Palm
Beach tekur ferðin um það bil
þrjár vikur og farið kostar frá
300—800 dollurum eða kr.
180.000-480.000.
Margir af þessum flótta-
mönnum koma frá norð-vestur
skaga Haiti, þar sem fátæktin í
landinu er skelfilegust. Þar er
landiö fjöllótt og hrjóstrugt og
nútima munaður á borð við raf-
Hungrið
hrekur
fólkið
f rá Haiti
magn, slétta vegi og síma er
nánast óþekktur.
Lífslíkur manna á þessum
stöðum er 52 ár. Meira en þrír
fjórðu af börnum landsins þjást af
næringarskorti. 87% íbúanna eru
vannærðir og 85% búa við kjör
sem eru langt undir því að kallast
venjuleg fátækt.
Þar sem vinnu er að fá eru
dagvinnulaun um 250 krónur. Fólk
vill leggja hvað sem er í sölurnar
til þess að komast úr landi til
Freeport á Bahama, Nassau eða
Miami á Flórída. Þeir sem eru svo
heppnir að eiga landskika til þess
að stunda nautgripa-, geita- eða
kjúklingarækt láta það fúslega af
hendi, bjóðist þeim far með
ótraustum farkosti yfir hafið. Ef
þeir neyðast til þess að snúa heim
aftur, er ógerningur fyrir þá að fá
land eða launaða vinnu. Lífskjörin
á Haiti voru bág fyrir en eftir að
fellibylurinn Allen fór þar yfir,
hafa þau versnað að mun.
Flóttamenn frá Haiti hafa lagt
leið sína til Bahamaeyja um ald-
arfjórðungsskeið og búizt þar við
gulli og grænum skógum. Ba-
hamabúar hafa veitt þeim viðtöku
en með tregðu þó. Nú telja þeir
hins vegar nóg komið. Á Bahama-
eyjum búa nú um 40 þúsund
manns frá Haiti og flestir hafa
komið til landsins með ólöglegum
hætti. Þetta er hvorki meira né
minna en fjórðungur landsmanna
og samfélag þeirra er mjög ein-
angrað. Bahamabúar hafa lýst
yfir því, að frá og með þessum
áramótum muni þeir senda heim á
ný alla þá sem komi frá Haiti með
ólöglegum hætti.
Ymislegt er á huldu um það,
hver örlög þeir flóttamenn hljóta,
sem sendir eru aftur til Haiti.
Bandarískir dómstólar hafa heyrt
að sumir þeirra, sem sendir séu
aftur heim í harðstjórnarríki
Jean-Claude Duvalier, sem nefnd-
ur er Baby-Doc, eigi yfir höfði sér
fangelsanir og pyndingar.
Brunaútsala
Seljum í dag og meðan birgöir endast eftirtaldar
vörur með miklum afslætti: Kjólar allskonar, mussur,
jerseytrimmgallar, dömu- og barnapeysur og alls-
- konar prjónastykki og prjónaefnisbúta í peysur og
kjóla.
Fatasalan Brautarholti 22,
Inngangur frá Nóatúni (viö hliðina á Hlíöarenda).
Dregið var í hausthappdrætti
Blindrafélagsins
22. desember 1980
Vinningar komu á eftirtalin númer:
Myndsegulband nr. 12002.
Vöruúttekt fyrir 500 þús. g.kr. nr. 11715, 18820, 18039,
13738, 28932.
Reiðhjól fyrir 300 þús. g.kr. nr. 12534, 7041, 7251, 5532,
24461, 8860, 9337, 13451, 23811, 5559.
Blindrafélagið þakkar landsmönnum öllum veittan stuðning
á liönu ári.
Auglýsing frá
ríkisskattstjóra
um skilafresti launaskýrslna o.fl. gagna sam-
kvæmt 92. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt
og eignarskatt með síðari breytingum.
Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur
skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1981
vegna greiðslna á árinu 1980, verið ákveðinn sem hér segir:
I. Til og með 20. janúar:
1. Launaframtöl ásamt launamiðum.
2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði.
3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði.
4. Bifreiöahlunnindamiöar ásamt samtalningsblaöi.
5. Greiðslumiðar, merktir nr. 1, fyrir þær tegundir
greiöslna sem um getur í 1.—4. tl. A-liðar 7. gr. nefndra
laga.
II. Til og meö 20. febrúar:
1. Landbúnaðarafurðamiðar ásamt samtalningsblaöi.
2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði.
III. Til og með síðasta skiladegi skattframtala, sbr. 93.
flr-:
Greiðslumiðar, merktir nr. 2, um greiðslur fyrir hvers
konar greiðslur fyrir leigu eöa afnot af lausafé,
fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl.
C-liðar 7. gr. sömu laga.
Reykjavík, 1. janúar 1981,
Ríkisskattstjóri.
Okkar vinsæla
vetrarútsala
hefst mánudaginn 5. janúar