Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANUAR 1981 GIUK-hliðið Allir auka viðbúnað nema Islendingar — VANDI okkar við að halda uppi vörnum á Norður-Atlantshafi mundi margfaldast óendanlega, ef við nytum ekki aðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli, sagði flotaforingi í Northwood skammt utan við London síðastliðið haust, þegar hann svaraði spurningum okkar nokkurra blaðamanna frá Vestur-Evrópulöndum. — Frá Keflavíkurflugvelli er unnt að halda uppi Herstjórnin í Northwood hefur aðsetur í bækistöðvum neðanjarð- ar og þegar inn er komið minna gluggalausir rangalarnir helst á skipsganga, þar sem vatnsrör og rafmagnsleiðsiur þekja alla veggi. I Northwood er aðsetur yfirmanns Ermasundsherstjórnar NATO, sem hefur sömu stöðu í skipulagi bandalagsins og Evrópuherstjórn- in með höfuðstöðvar í Mons í Belgíu og Atlantshafsherstjórnin með bækistöð í Norfolk í Banda- ríkjunum. Flotaforinginn á Kefla- víkurflugvelli starfar á vegum Atlantshafsflotastjórnarinnar en í Northwood er tengiliðurinn í herstjórnarkeðju NATO milli Keflavíkur og Norfolk, því að þar situr yfirmaður Austur-Atlants- hafsflotastjórnar NATO, sem ber ábyrgð á vörnum hafsvæðanna umhverfis ísland. Það var ekki aðeins í North- wood, sem lögð var áhersla á hernaðarlegt mikilvægi íslands á ferð okkar um Bretlandseyjar. Við heimsóttum bækistöð breska flug- hersins nálægt bænum Ipswich og þar hitti ég flugmenn á breskum af sérhæfingu við gerð hafnar- mannvirkja og telja hana geta leitt til vandræða á hættutímum. Á það er þó einnig bent, að með tilkomu gámaskipa verði mun auðveldara að lesta og losa en áður. Tiltölulega auðvelt sé að koma upp ekjubúnaði jafnvel þar sem almenn hafnaraðstaða er takmörkuð. í áætlunum er ráð- gert, að á fyrstu stigum hernaðar- átaka verði allur flugfloti til flutninga, bæði hervélar og aðrar notaðar til að flytja liðssveitir og búnað til meginlands Evrópu. Þrátt fyrir það er talið nauðsyn- legt, að 500 skipsfarma verði að flytja yfir Ermasund frá Bret- landi strax á fyrstu dögum til að NATO-hersveitir í Evrópu hafi nægar birgðir. Yfir Atlantshaf frá Norður-Ameríku þurfi í upphafi að flytja 1000 skipsfarma og síðan 500 á mánuði. Segja flotaforingj- ar, að af þessum sjóflutningum muni ráðast, hvort landherinn í Evrópu neyðist til að leita til fjalla og stunda skæruhernað, berjast með léttum vopnum eða af fullum þunga með öllum vélabún- kafbátaeftirliti úr flugvélum og þar er einnig að finna orrustuvélar af Phantom-gerð, sem gegna mikilvægu varnarhlutverki á flugleiðunum suður Noregshaf. Ekkert bendir til þess, að hernaðarlegt mikilvægi íslands muni minnka, þegar fram líða stundir, bætti foringinn við. Noregi og íslandi. Til þess væri nauðsynlegt að senda fjórar orrustusveitir bandarískra flug- vélamóðurskipa á vettvang. I skýrslu nefndar á vegum þingmannasambands NATO, sem unnið hefur að athugunum á gagnkafbátaaðgerðum, segir, að Atlantshafsflotastjórnin ráði yfir sjö bandarískum sveitum flug- vélamóðurskipa. Hún telji sig þurfa að hafa tvær þeirra í Miðjarðarhafi á átakatímum, tvær séu venjulega í slipp eða skoðun og því ráði flotastjórnin aðeins yfir þremur sveitum til að senda norður í Noregshaf. Af þessu leiðir, að Atlantshafsflota- stjórnin telji sig fremur illa setta að þessu leyti. I skýrslu þingmannanefndar- innar er þessi mynd dregin: Byrji átök í Mið-Evrópu, er nauðsynlegt að tryggja öryggi á siglingaleiðun- um yfir Atlantshaf. Það verður best gert með því að verja norður- væng þeirra, þ.e. koma í veg fyrir árás á þær úr Noregshafi. Þó er enn brýnna að verja Noreg og ísland fyrir ásælni Varsjárbanda- arlega í upphafi átakatímans, svo að Backfire-sprengjuþotur gætu ekki ráðist á þau nema með því að fá eldsneyti á flugi. Þá yrðu fylgdarskip ekki send til móts við skipalestirnar, fyrr en þær væru komnar að Azoreyjum og þau yrðu þeim til varnar þar til við Ermar- sund en þá tækju skip með búnaði gegn tundurduflum við vörninni. Þessi mynd er skýr. Samkvæmt henni er ætlunin að stöðva fram- rás sovéska flotans í Noregshafi á hættutímum og laða þangað þá árásarkafbáta, sem annars yrði beitt gegn skipalestum yfir Atl- antshaf. Sóknarþungi skipa Atl- antshafsbandalagsins yrði að vera svo mikill, að áhugi Sovétmanna beindist að því einu að verja víghreiðrið mikla á Kola-skaga. Atlantshafsherstjórnin telur sig þurfa fjórar sveitir flugvélamóð- urskipa í þessu skyni. Miðað við núverandi skipastól og þær áætl- anir, sem birtar hafa verið, eru bandarísku flugvélamóðurskipin ekki nægilega mörg. Atlantshafs- herstjórnin vill fá fleiri slík skip en sú skoðun nýtur ekki almenns Fastafloti Atlantshaf.sbandalagsins. Þessi flotl lýtur stjórn sameiginlegra herstjórna NATO. Hann komst meðal annars i fréttir fyrir skömmu, þegar frá þvi var skýrt, að jólaleyfi skipverja hefðu verið afturkölluð vegna spennunnar i Póllandi. i n - Phantom-þota frá breska flughernum flýgur i veg fyrir sovéska könnunarvéi yfir Atlantshafi. Phantom-þotum, sem sögðust eiga náið samstarf við starfsbræður sína á Keflavíkurflugvelli. Eru þotur frá þessum flugvelli og öðrum í Skotlandi oft sendar í eftirlitsferðir norður að varnar- línunni, sem dregin er frá Græn- landi um ísland til Bretlandseyja — GIUK-hliðið svonefnda. Var greinilegt, að menn höfðu vaxandi áhyggjur af ferðum sovéskra flugvéla á þessu svæði og suður fyrir það. Helsta verkefni herstjórnarinn- ar í Northwood er að sjá um varnir siglingaleiðanna frá Norður-Ameríku til Evrópu á hættutímum. Þótt dreifa megi skipalestum töluvert á leið þeirra yfir Atlantshafið, verða þær þó flestar að komast að meginlandi Evrópu við Ermasund, ef varning- urinn, sem þær flytja á að koma að bestum notum. Þar eru einnig evrópsku birgðastöðvarnar, sem olíuflutningaskipin frá Persaflóa verða að ná til, svo að svarta gullið nýtist á hagkvæmasta hátt. Hafa flotaforingjar vaxandi áhyggjur aði. Öll varnaráform Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu byggjast á því, að sjóleiðinni yfir Atlantshaf verði haldið opinni. Trúi menn ekki, að það sé unnt, leiðir það sjálfkrafa til vantrausts á Átl- antshafsbandalaginu á friðartím- um og dregur úr samstarfsvilja Bandaríkjanna og Evrópuríkja. ★ í ræðu, sem yfirmaður Atlants- hafsherstjórnar NATO, Harry D. Train aðmíráll, hélt í júní síðast- liðnum fjallaði hann um það, hvernig brugðist skyldi við, ef hætta væri á átökum og nauðsyn krefðist þess, að siglingaleiðirnar yfir Atlantshaf yrðu varðar. Hann sagði, að hættan mundi koma úr norðri frá bækistöðvum Sovét- manna á Kola-skaga. Sótt yrði suður eftir Noregshafi. Til að stöðva framgang sovéska fiotans þar væri sú leið ein fær að koma í veg fyrir, að hann kæmist úr Noregshafi inn á Atlantshaf, og Sovétmenn næðu tangarhaldi á lagsins. Tækist það ekki drægju flugvélar þess langtum sunnar til árása, og kafbátavarnir í GIUK- hliði riðluðust. Landgönguliðar bandaríska flotans hefðu það hlut- verk að verja þessi lönd. Þeir kæmust þangað undir vernd einn- ar flugvélamóðurskipssveitar. Síð- an yrði að halda uppi vörnum á norðursiglingaleiðinni þeim til stuðnings, svo þeim bærust birgð- ir og gætu haldið uppi eðlilegu sambandi sín á milli og við Bandaríkin. Atlantshafsher- stjórnin telur, að þetta takist ekki nema sóknarsveitir flugvélamóð- urskipa verði sendar til orrustu á Noregshafi. Herstjórnin telur því þörf á fylgdarskipum með flug- vélamóðurskipum, sem beita mætti til sóknaraðgerða. Eftir að slík skip hafi verið útveguð kæmi að því að huga að fylgdarskipum fyrir skipalestir, 3vo að þær sé unnt að verja fyrir árásum kaf- báta, en herstjórnin telur heppi- legt að gera þá. óvirka á fyrstu stigum átaka. Við það er miðað, að flutningaskipum yrði siglt sunn- fylgis í Bandaríkjunum og hefur leitt til deilna meðal sérfræðinga í flotamálum. Andstæðingar fleiri flugvélamóðurskipa segja, að í nútímahernaði séu þau alltof auð- tekin bráð. ★ Þungamiðjan í þessum áætlun- um um varnir Atlantshafsins og þar með Evrópu er, að unnt reynist að verja Noreg og ísland. Hættan er meiri, sem að Noregi steðjar. Varnir landanna eru þó svo samtvinnaðar, að þar verður ekki dregin nein skýr markalína. Norðmenn hafa ákveðið að koma fyrir í landi sínu birgðum fyrir bandarísku landgönguliðana, sem þangað yrðu sendir í fyrstu at- rennu, tíu þúsund menn. Styttir þetta þann tíma, sem það tæki liðið að komast í viðbragðsstöðu í Noregi auk þess sem það gefur tækifæri til að nýta skipakost til annars en varnar skipalestum yfir Noregshaf. í skýrslu þingmanna- nefndar NATO segir, að bestu tækin til að koma í veg fyrir, að kafbátar geti ráðist í gegnum GIUK-hliðið, eftir að því hefur verið lokað, séu kafbátaleitarvélar frá flugvöllum á landi. Á Kefla- víkurflugvelli eru það Orion-vél- arnar, sem sinna þessu hlutverki. Norðmenn eiga einnig slíkar vélar og kafbátaeftirliti er haldið uppi með Nimrod-þotum frá Bretlandi. Með þessa mynd í huga þarf engan að undra þótt flotaforing- inn í Northwood hafi tekið sterkt til orða um mikilvægi íslands í samtölum við okkur blaðamenn- ina. Bretar munu leggja sitt af mörkum til varnar GIUK-hliðinu, Noregi og íslandi, ef til átaka kæmi á Atlantshafi. Bandaríkja- menn hafa að vísu tekið við hlutverkinu, sem Bretar gegndu áður fyrr og svo glögglega er lýst í bók dr. Þórs Whiteheads, ófriður í aðsigi. Breski herinn ræður ekki lengur lögum og lofum á heims- höfunum. Bretar hafa þó alls ekki dregið sig í hlé. Þeir eru að taka í notkun nýja tegund af orrustuþot- um, sem munu leysa Phantom- þoturnar af hólmi. Brátt kemur til sögunnar ný eftirlitsþota af Nim- rod-gerð, sem gegna mun sama hlutverki og AWACS-þoturnar á Keflavíkurflugvelli. Tilraunir eru hafnar með Sea Harrier þotur um borð í nýjum breskum flugvéla- móðurskipum af svonefndri In- vincible-gerð, sem ætlunin er, að sinni varnarstörfum í GIUK- hliðinu. Síðast en ekki síst hafa Bretar ákveðið að endurnýja kjarnorkukafbátaflota sinn. Bæði í Bretlandi og Noregi er þannig lögð rík áhersla á að efla varnarviðbúnað, ekki síst með tilliti til hættunnar af átökum á hafinu við ísland. Tvímælalaust þurfum við íslendingar að líta í eigin barm, ekki vegna nágranna okkar heldur vegna okkar sjálfra. Er nóg að gert til varnar Islandi? Þessari spurningu þurfum við ávallt að velta fyrir okkur. Stjórn- völd eiga að hafa við henni skýr svör, sem eru rökstudd á grund- velli þeirra eigin athugana. Ekki er von á sjálfstæðu mati okkar á þessu, þegar menn fjargviðrast út af því árum saman, hvort ráða eigi mann með herfræðilega menntun til starfa á vegum utanríkisráðu- neytisins. Hefur til dæmis verið hugað að því, hvaða áhrif það hefur á öryggi íslands, að byggður verði fullkominn varaflugvöllur við Sauðárkrók? Um þessa hlið þeirrar framkvæmdar þarf að ræða. Verði niðurstaðan sú, að nauðsynlegt sé að hafa þar sér- stakan varnarviðbúnað, þarf að taka afstöðu til þess. Sú niður- staða á alls ekki að fæla menn frá framkvæmdinni, heldur gæti hún auðveldlega orðið tilefni viðræðna við Bandaríkin eða Atlantshafs- bandalagið um að sameiginlega yrði ráðist í flugvallargerðina og hinn nýi völlur yrði til þess að tryRgja enn okkar eigið öryggi og friðsamra nágranna okkar. Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.