Morgunblaðið - 04.01.1981, Side 21

Morgunblaðið - 04.01.1981, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANUAR 1981 Útgefandi nMofeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askriftargjald 70 kr. á mánuöi eintakiö. innanlands. I lausasölu 4 kr. Iviðtali við Morgunblaðið í gær kemst Árni Bene- diktsson þannig að orði: „Forsætisráðherra skoraði á alla að standa fast saman um að ná niður verðbólgunni ... En hins vegar verð ég að játa það, þegar það kom í ljós í hádegisútvarpinu í gær, að forsætisráðherra hafði kosið að þegja um 10% hækkun allrar opinberrar þjónustu í stað þess að skýra fyrir öllum almenningi af hverju slík hækkun væri nauðsynleg þá fannst mér liðsbón for- sætisráðherra farin að líkj- ast allmjög liðsbón Skarp- héðins forðum, og fór þá jafnframt að óttast um ár- angurinn." Þessi orð lýsa vel almenn- um viðbrögðum við efna- hagsráðstöfununum, sem ríkisstjórnin boðaði á gaml- ársdag. Að mönnum setur kvíða og efa. Enginn hefur í raun trú á því, að í gervi- heimi sínum hafi ríkisstjórn- in gripið til réttra úrræða. I því sambandi er athyglisvert að bera saman skrif Tímans og Þjóðviljans í gær. Tíminn leggur á það áherslu eins og Tómas Árnason hér í blaðinu í gær, að hér sé einungis verið að stíga fyrsta skrefið. Loksins sé niðurtalningin að hefjast! Þjóðviljinn lætur hins vegar eins og verið sé að stíga lokaskrefið. Menn verði að fórna dálitlu af kaupi sínu 1. mars til að losna síðan alveg undan hinum hroða- legu Ólafslögum, sem skert hafi kaup um 16,6% á 18 og Þjóðviljans „Trygging kaupmáttar". Lykilorðin hjá Þjóðvilja- mönnum eru ekki lengur „samningana í gildi“ heldur „slétt skipti“. Loforðið, sem í þeim orðum felst, er allsend- is óskýrt en það er hins vegar beitan fyrir verkalýðsforystu Alþýðubandalagsins. Bítur hún á? Pappírsverðbólga rík- isstjórnarinnar í efnahags- áætluninni er sögð munu verða um 40% á árinu 1981. Samhliða þeirri pappírstölu er boðaður öflugri kaupmátt- ur á síðari hluta ársins. Greinilegt er, að sjálf stjórn- arblöðin trúa ekki því, sem í efnahagsáætluninni segir. í Þjóðviljanum segir: „Efna- hagsáætlun ríkisstjórnarinn- ar er við það miðuð að koma verðbólgunni a.m.k. niður fyrir 50% á því ári sem nú er hafið." Tíminn nefnir 40% en segir áramótaráðstafanirnar aðeins fyrsta áfanga að því marki og bætir við: „Sam- Þjóðviljinn hefur rétt fyrir sér með „slétt skipti“? Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur segir hér í blað- inu í gær: „Kjaramál sjó- manna hafa líklega aldrei verið í meiri óvissu, síðan kjarasamningar fóru al- mennt að tíðkast." Allt er einnig í óvissu með fiskverð. Þennan vanda allan skyldi ríkisstjórnin eftir um ára- mótin. Óljósum orðum er sagt, að nota eigi verðjöfnun- arsjóð sjávarútvegsins til að greiða niður gengi krónunn- ar. Ekkert er vitað um fjár- öflun til sjóðsins. Á við- skiptaráðherra er helst að skilja, að veðjað sé á verð- hækkun á erlendum mörkuð- um. Á svo ótryggri forsendu er sem sagt byggt, þegar gengið er sett fast með svo til engu borði fyrir báru. Að sjálfsögðu vilja menn treysta yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar í gengismálum en því við þessa ríkisstjórn, því að við ákvörðun fiskverðs á fyrri hluta síðasta árs, tók hann orð hennar góð og gild sér síðan til vonbrigða, eins og ummæli hans frá þeim tíma staðfesta. Það verður ekki rifjað frekar upp hér en svo virðist sem forseti Is- lands hafi nú með fremur óvirðulegum hætti verið leiddur inn í gerviheim ríkis- stjórnarinnar. Það er nefni- lega dregið í efa, að formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins, Ólafur R. Grímsson, hafi skýrt forsetanum satt og rétt frá. Þingflokksformaðurinn segist hafa skýrt forseta Is- lands frá því á gamlársdag, að í þingflokki kommúnista væri enginn andvígur setn- ingu bráðabirgðalaganna þann dag. Um þetta segir Guðrún Helgadóttir í Morg- unblaðinu í gær: „Það var öllum ljóst, að ég hafði hvorki lofað að styðjá þessi bráðabirgðalög, né önnur lög og ég var formlega hætt stuðningi við ríkisstjórnina.“ Trúnaðarbrestur ríkis- stjórnarinnar er jafn mikill hvort heldur er út á við eða inn á við. Þagað er yfir erfiðu málunum. Stuðningsblöð stjórnarinnar skilja yfirlýs- ingar hennar með ólíkum hætti. Þegar eitt kjörorðið hefur verið margsvikið er annað sett fram. Án hug- myndar um fjárútvegun er taprekstur atvinnufyrir- tækja lögbundinn. Vegið er að virðingu forsetaembættis- ins. Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að slökkva villuljósin og segja af sér. Villuliós mánuðum. Þessi skerðing hefur orðið meðan Alþýðu- bandalagið hefur starfað undir kjörorðinu „samning- ana í gildi“ og kaupmáttur- inn hefur rýrnað jafnt og þétt á meðan flokkurinn sit- ur í ríkisstjórn til að verja hann. Það er dæmigert, að forystugrein Tímans í gær heitir „Niðurtalnjngin hafin“ kvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar ættu þessar ráð- stafanir að duga til þess að koma verðbólgunni niður í 48—50% ...“ Með ráðstöfun- um sínum viðurkennir ríkis- stjórnin, að markmiðum í baráttu við verðbólgu verður ekki náð nema með fórnum launþega. Hvernig á að kom- ast í 40% markið á árinu, ef miður bendir margt til þess, að með henni hafi aðeins verið kveikt villuljós, en við birtu frá þeim una ráðherr- arnir sér best í gerviheimi sínum. Allt, sem hér hefur verið sagt, rennir stoðum undir orð Árna Benediktssonar í upp- hafi. Hann hefur raunar sér- staka reynslu af viðskiptum ! Reykjavíkurbréf V♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 3. janúar> ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦ ♦ i Til styrktar sönnum friöi í ræðu sinni við messu á jóla- dagsmorgun komst séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur svo að orði: „Jólaboðskapurinn talar um frið á jörðu. Og ýmsir spyrja, hvernig á því standi, að á nær tvö þúsund ára göngu skuli kristinni kirkju ekki hafa tekist að skapa frið í heiminum. Því er þar til að svara, að Guð neyðir engan til neins. Hann hefur gefið mönnunum frjálsan vilja. Hann setur hins vegar fram bæn í litlu barni, sem lagt er í jötu, og í píslarvotti á krossi og segir: Semjið frið við Guð. Verið ekki sífellt að berjast við hann, með því að brjóta lögmál hans. Sá, sem semur frið við Guð, semur líka frið við náunga sinn .. . Friður á jörðu byggist á elskunni til Guðs og hlýðni við boð hans. Friðurinn byggist á samfélaginu við hann, sem gekk frá Betlehem til Golgata. Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, Rauðsokkahreyf- ingin, Islenska friðarnefndin og fleiri slík samtök sendu okkur prestum bréf nú rétt fyrir jól, þar sem skorað er á okkur að nota nú jólahátiðina til að styðja alla friðarviðleitni, standa gegn víg- búnaðarkapphlaupi stórveldanna o.s.frv. En er það ekki einmitt þetta, sem kirkjan er sí og æ að prédika um, biðja fyrir, vinna að? Jafnvel sérstakir bænadagar hafa verið haldnir fyrir friði á jörðu, friði meðal einstaklinga, stétta og þjóða. — Að friði verður aldrei unnið með neikvæði og niðurrifi. Fyrst verður að sættast við Guð, semja frið við lögmál hans, þá kemur annar friður í kjölfarið. Og til þess þarf öflugri kirkju, fleiri áhugasama menn, sem vilja leggja sönnum friði lið sitt í bæn og breytni. Þeir, sem bréfið sendu, voru með fund á Lækjartorgi síðdegis á Þorláksmessu. Ég ætla að vona, að þeir, sem þar voru, bæði þeir, sem töluðu og hlustuðu, mæti vel í kirkju um þessi jól til þess að hyggjá að sínum innri málum, til þess að byrja á sjálfum sér. Og gjarnan mættu þeir halda áfram að styðja þannig friðarvið- leitni kristinnar kirkju." Teflt á tæpasta vaö Brambolt ríkisstjórnarinnar milli jóla og nýárs í kringum þær efnahagsaðgerðir, sem beðið hefur verið síðan stjórnin var mynduð 8. febrúar síðastliðinn, þjónaði eink- um þeim tilgangi að skapa eftir- væntingu. Óneitanlega tókst sjón- arspilið vel hjá stjórnarliðum og vafalaust hafa fleiri en ella lagt við hlustirnar, þegar forsætisráð- herra flutti áramótaávarp sitt. Sú spenna, sem þannig var sköpuð, minnti einnahelstá eftirvænting- una, þegarríkisstjórninvar mynd- uð. I þeim ieik tókst að telja þjóðinni trú um, að virðingu Alþingis væri borgið og mótuð hefði verið raunhæf stefna, sem miðaði að því að telja niður verðbólguna. Flaut ríkisstjórnin í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði á þeim byr, sem þá fékkst. Hún notaði hann hins vegar ekki til neinna stórátaka og stefnumótun- in á gamlársdag er skýrasta stað- festingin á því, að allt frá myndun stjórnarinnar hefur ríkt stjórn- leysi í efnahagsmálum. Þeir stjórnarhættir sýnast Gunnari Thoroddsen, forsætisráð- herra, mest að skapi, sem byggjast á skrautlegum umbúðum og svipt- ingum utan um athafnir hans og orð. Með þessum hætti er unnt að ná langt til að hafa áhrif á fólk, en slíkir starfshættir duga ekki til langframa nema þeir skili sjáan- legum árangri. Hætt er við, að margir eigi þess vegna eftir að verða fyrir vonbrigðum, þegar þeir íhuga í ró og næði boðskap forsætisráðherra og það, sem í honum felst. Sú list er vissulega mikils virði fyrir stjórnmálamenn að geta snúið fjölmiðlum um fingur sér á mikilvægum augnablikum og nýtt áhrifamátt þeirra til hins ýtrasta. Það var gert við stjórnarmyndun- ina í febrúar sl. og svipuð tilraun gerð nú um áramótin. Þá vann forsætisráðherra að því með opin- berum yfirlýsingum að ná á bak við sig nægilegu þingfylgi til að geta myndað meirihlutastjórn. Nú teflir hann hins vegar á tæpasta vað, því að engin trygging er fyrir því, að nýútgefin bráðabirgðalög njóti meirihlutastuðnings á þingi. Rikisstjórninni virðist ómögulegt að sameina tvö höfuðmarkmið sín: Virðingu Alþingis og glímuna við efnahagsvandann. Tjaldaö til nokkurra mánaöa Tillögur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og úrræðin, sem boðuð hafa verið, eru ekki varan- leg. Hér er um bráðabirgðaaðgerð- ir að ræða, sem miðast einkum við launaskerðingu 1. mars, svo að eftir þann dag sé unnt að gefa út opinbera fréttatilkynningu um samdrátt verðbólgunnar á fyrsta ársfjórðungi 1981. Kjartan Jó- hannsson, formaður Alþýðu- flokksins, komst svo að orði í útvarpinu að kvöldi nýársdags, að aðgerðirnar dygðu fram yfir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem halda skal í vor. Ekki er ólíklegt, að sá fundur hafi verið stjórnarliðum ofarlega í huga, þegar þeir réðu ráðum sínum. Forsenda stjórnarmyndunarinnar var ekki síst sú að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Upphafs- mennirnir telja sig hafa slegið vindhögg, ef stjórnin situr ekki, þegar landsfundurinn fer fram. Engum blöðum er um það að fletta, að enn ræður viðleitnin til að gera hlut Sjálfstæðisflokksins sem verstan miklu hjá ráðandi öflum í stjórnarliðinu. Neikvæð- um röksemdum um það verður vafalaust einkum beitt til að fá Guðrúnu Helgadóttur ofan af and- stöðu sinni við ríkisstjórnina. Á meðan hún er að jafna sig á brottför Patrick Gervasonis, þarf ekki að leggja bráðabirgðalögin fyrir Alþingi. Samkvæmt stjórn- arskránni halda þau gildi, á með- an Alþingi situr. Miðað við ósvífni stjórnarsinna og valdhroka, svo að notað sé orð Guðrúnar Helgadótt- ur um samherja sína, gætu þeir því sent Alþingi heim í sumarfrí og gefið síðan út ný bráðabirgða- lög, er framlengdu sýndarmennsk- una fram á næsta haust. Allt fyrir völdin Líklega er það einsdæmi, að forystumenn stjórnarandstöðu- flokka gangi á fund forseta ís- lands í þeim eina tilgangi að vara hann við útgáfu bráðabirgðalaga, vegna þess að hæpið sé um meirihlutafylgi á þingi. Forystu- menn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks hafa tvisvar um nýárs- helgina rætt við forseta íslands. í útvarpsviðtaii staðfesti Ólafur R. Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, að hann hefði fullvissað forseta íslands um MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981 2 1 Birgir ísl. Gunnarsson: Óafsakanlegt að senda Alþingi heim Stuttu áður en Alþingi fór í jólaleyfi urðu þar harðar deil- ur um þá tillögu ríkisstjórnar- innar að Alþingi skyldi ekki kallað til starfa fyrr en í lok janúar. Þingmenn stjórnar- andstöðu voru þessari tillögu mjög andvígir. Bentu þeir á, að allar líkur væru á að setja yrði lög á næstu dögum um ákveðna þætti efnahagsmála, svo alvarlegt væri ástandið á þeim vettvangi. Það væri því með öllu óhæft að senda Al- þingi heim til þess eins að ríkisstjórnin hefði frið til að setja bráðabirgðalög án at- beina Alþingis. Það væri óvirðing við Alþingi og and- stætt öllum hugmyndum um lýðræði og þingræði. Aðgerðir í efnahagsmálum, sem krefð- ust breytinga á lögum ætti Alþingi að ræða og taka ákvörðun um. Rök stjórnarsinna voru þau að þetta væri ekkert einsdæmi. Slíkt hefði oft verið gert áður og ættu allir stjórnmálaflokk- ar þar hlut að máli. Því væri ekkert óeðlilegt við það að senda Alþingi heim nú og það jafnvel þótt líklegt væri að gefa þyrfti út bráðabirgðalög. Niðurstaða þessara umræðna var sú, að þingmenn stjórnar- innar samþykktu að senda Alþingi í mánaðar jólafrí. Þessi ríkisstjórn hefur að eigin mati sennilega ríkari ástæður en nokkur önnur rík- isstjórn til þess að senda Alþingi heim svo að hún geti sett bráðabirgðalög. Meirihluti hennar á Alþingi er veikur og reynslan hefúr sýnt að í mik- ilvægum efnahagsmálum er fylgi hennar valt. Guðmundur J. Guðmundsson fór til Stykk- ishólms á sl. vori til að komast hjá því að greiða atkvæði um skattalög ríkisstjórnarinnar. Guðmundur G. Þórarinsson sat hjá í mikilvægu fjár- hagsmáli rétt fyrir jólin og Guðrún Helgadóttir hefur nú lýst því yfir, að hún styðji ekki ríkisstjórnina. Það er allt á huldu um það, hvaða stuðning ríkisstjórnin hefur á Alþingi við þær aðgerðir, sem nú hafa verið ákveðnar. Þessar umræður og þessi ákvörðun vekur til umhugsun- ar um stöðu Alþingis að þessu leyti gagnvart ríkisstjórnum. Sjálfur vil ég láta þá skoðun mína koma fi^am, að þessi ákvörðun er reginhneyksli og skiptir það engu máli í mínum huga þótt allir flokkar hafi á einhverjum tíma staðið að slíkri ákvörðun. Það er mál til komið að Alþingi bregðist hart við þeirri áráttu ríkisstjórna að vilja losna við þingið til að geta „stjórnað í friði“. Vafalaust hefur mátt finna því fullgild rök fyrr á tímum að þingmenn tækju löng jóla- leyfi. Samgöngum var allt öðruvísi háttað og það var því meiriháttar fyrirtæki fyrir þingmenn að komast heim í kjördæmi sín um hávetur. Nú skjótast menn þetta á milli á nokkrum klukkutímum. Að- staða þingsins til starfa er og allt önnur nú. Nú eru þing- menn á launum allt árið og því óhæfa að senda fullfríska menn í svo langt frí sem raun ber vitni. Auðvitað nota a.m.k. sumir þingmenn þennan tíma til að starfa heima í sínum kjördæmum og aðrir vinna að undirbúningi mála þar til þing kemur saman. Enginn vafi er þó á því að þingmenn nýttu tíma sinn mun betur, ef þing sæti og hægt væri að vinna á Alþingi að hinum margvís- legustu málum. Sannleikurinn er sá, að fyrir Alþingi liggur nú mikill fjöldi mikilvægra mála, bæði frá ríkisstjórn og einstökum þing- mönnum. Verkefnin blasa alls staðar við og þótt efnahagsmál séu mikilvæg, eru fleiri mála- flokkar vissulega þess virði að þeim sé sinnt. Sú ákvörðun að senda Alþingi heim um há- annatímann er því með öllu óafsakanleg. Við lifum á tímum mikils hraða á öllum sviðum og flest- ar stofnanir, sem einhvers mega sín, setja stolt sitt í það að vera * viðbragðsfljótar og vakandi og geta gripið inn í skjótt og vel, þegar á þarf að halda. Alþingi er eina stofnun- in á íslandi, sem enga ástæðu sér til þess. Alþingi kýs að lifa í andrúmslofti hestkerrunnar og sleðans. Meirihluti Alþingis tekur þann kost að senda sig sjálfa í frí, þegar mikið liggur við. Alþingismönnum er tamt að tala um virðingu Alþingis. Virðing sem er einhvers virði hlýtur að koma innan frá. Sú stofnun, sem leggst í dvala um háannatímann, þegar þjóðfé- lagið fyrir utan iðar af starfs- þrótti og óþolinmæði — sú stofnun verður að sætta sig við skerta virðingu. Þennan blett á starfsháttum Alþingis verð- ur að má af og þingmenn verða að taka saman höndum um það — hverjir sem sitja í ríkis- stjórn hverju sinni. meirihlutafylgi við bráðabirgða- lögin á Alþingi, þar sem Alþýðu- bandalagið væri einhuga þrátt fyrir stjórnarandstöðuyfirlýs- ingar Guðrúnar Helgadóttur. í útvarpsviðtalinu býsnaðist þing- flokksformaðurinn yfir því, að veður væri út af þessu gert. Hann vissi bara ekki um neinn þing- mann, sem væri á móti bráða- birgðalögunum! Hafi þingmaður- inn beitt jafn vitlausri röksemda- færslu við forseta íslands, þegar honum var fullkunnugt um aðvör- unarorð leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, hefur hann vísvitandi beitt blekkingum. Hljóta menn að geta efast um að staðið hafi verið að lagasetningunni á réttum stjórn- skipulegum forsendum, þegar þannig er í pottinn búið. í rúm tvö ár hefur þjóðin fylgst Ljósm. RAX. með því, hvernig Alþýðubandalag- ið hefur lagt sig í framkróka um að ýta öllum stefnumiðum sínum til hliðar í því eina skyni að halda völdum í ríkisstjórn. I yfirstétt flokksins er virðingarleysið fyrir settum reglum orðið að einu starfsreglunni. Þetta virðingar- leysi nær nú einnig til embættis forseta Islands og sjálfrar stjórn- arskrárinnar. Er þá geðþótta- stjórn skammt undan. Með lögum hefur ríkisstjórnin rofið nýgerða kjarasamninga. Um það er engum blöðum um að fletta, þótt ráðherrar Alþýðubandalags- ins telji sig einmitt sitja við kjötkatla kerfisins vegna baráttu sinnar gegn slikum aðgerðum stjórnvalda. Fjármálaráðherra Ragnar Arnalds svaraði einnig með útúrsnúningi, þegar hann var að því spurður, hvort hann væri ekki að rifta nýgerðum kjara- samningum. Hann sagði, að verð- bætur á laun hefðu verið ákveðnar með lögum og nú væri aðeins verið að breyta lögunum! Menn, sem styðja gerðir sínar með slíkum rökum, svífast einskis til að halda í völd sín. Segja má, að þingmenn eigi það við samvisku sína, hve oft þeir telja sér fært að svíkja kjósendur. Öðru máli gegn- ir um starfsaðferðir, sem beinlínis stangast á við lög eða stjórnskip- unarákvæði. Fyrir brot af því tagi er unnt að kalla menn til ábyrgðar með öðrum hætti. Samkvæmir sjálfum sér? Yfjrstéttin í Alþýðubandalaginu er alls ekki samkvæm sjálfri sér. Afstaða hennar mótast af þeim aðgerðum, sem hún telur nauðsyn- legar til að halda völdum, vald- hrokanum. Forystumenn flokks- ins hafa komist til áhrifa fyrir tilstyrk verkalýðshreyfingarinnar. Menn skyldu því að óreyndu ætla, að oddvitar Alþýðubandalagsins innan verkalýðshreyfingarinnar hefðu umtalsverð áhrif á hina pólitísku stefnumótun. Ummæli Ásmundar Stefánssonar nýkjörins forseta ASÍ um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa verið loð- in, og hann hefur boðað frekara álit eftir þessa helgi. Ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar stóð fyrir efnahagsaðgerð- um í febrúar 1978 og fólust þær meðal annars í skerðingu verðbóta á laun með fyrirheiti um að koma í veg fyrir skerðingu lægstu launa og varðveislu kaupmáttar. Sam- hliða vísitöluskerðingunni nú hef- ur ríkisstjórnin gefið svipaðar yfirlýsingar. 1978 var verkalýðs- hreyfingunni vel kunnugt um áformin í efnahagsmálum, því að haft var við hana ítarlegt samráð í svonefndri verðbólgunefnd. í þeirri nefnd sátu þeir til dæmis Ásmundur Stefánsson fyrir ASÍ og Kristján Thorlacíus fyrir BSRB. Áður en efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson- ar voru kynntar lá eftirfarandi fyrir frá þeim Ásmundi og Krist- jáni: „Það er skoðun okkar, að þann vanda, sem við er að etja, megi leysa án þess að rifta samningum eða skerða almenn launakjör. Þá ber að ítreka, að grundvallarfor- senda þess að sú víðtæka sam- staða, sem nauðsynleg er, ef lausnin á að koma að varanlegu gagni, er fyrirfram rofin með aðgerðum af því tagi, sem nú eru boðaðar. Það er algjört grundvall- aratriði að samningar sem varða kaup og kjör séu haldnir eins og aðrar fjárskuldbindingar í þjóð- félaginu ...“ Nú segist Ásmundur Stefánsson ekki geta sagt neitt ákveðið um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar, af þvi að honum hafi ekki gefist tóm til að kanna þær. Við hann hefur sem sé ekki verið haft samráð, þótt í stjórnarsáttmálan- um segi, að ríkisstjórnin muni ekki „setja lög um almenn laun nema allir aðilar ríkisstjórnarinn- ar séu um það sammála, enda sé haft samráð við samtök launa- fólks". Felst Ásmundur Stefáns- son á þá skýringu fjármálaráð- herra, að verðbætur á laun sé lagasetningaratriði en ekki samn- ingsmál launþega við atvinnurek- endur? Ef svo er, hvers vegna undirritaði hann ofangreint álit, sem dagsett er 8. febrúar 1978? Af ummælum Kristjáns Thorlacíusar um síðustu aðgerðir, má ráða, að hann vildi vera samkvæmur sjálf- um sér að þessu leyti að minnsta kosti. Stada ríkissjóðs I áramótagrein sinni hér í blaðinu minnti Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, á það, að skattheimta ríkis og sveitarfélaga hefði aukist að minnsta kosti um 70 milljarða gamalla króna síðan vinstri stjórnir komust hér til valda haustið 1978. Síðan segir í grein Geirs: „En aukin skattheimta í jafn ríkum mæli og raun ber vitni svalar ekki einu sinni þorsta hins opinbera. Nýjustu fregnir herma, að eina skrautblóm núverandi ríkisstjórnar, afkoma ríkissjóðs, sé fölnað og afkoma ríkissjóðs verði verri en vonir stóðu til á þessu ári.“ Með þessi orð í huga er eftir- tektarvert að minnast þess, að í áramótaræðu sinni minntist for- sætisráðherra ekki með neinum hrifningarorðum á stöðu ríkis- sjóðs. Hann þagði raunar einnig um þá ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar á gamlársdag að hækka alla opinbera þjónustu um 10% og búa þannig um hnútana, að áhrif þeirrar hækkunar yrðu sem minnst á verðbætur á laun. Með þessari aðgerð hefur vafalaust átt að gera úrslitatilraun til að laga bókhald- ið hjá ríkissjóði fyrir árslok. Vonandi þurfa menn ekki lengi að bíða uppgjörsins frá fjármálaráð- herra. Með 10% almennu hækkuninni á opinberri þjónustu gekk ríkis- stjórnin þvert á samkomulag, sem gert var við verkalýðshreyfinguna á sínum tíma um slíkar verðhækk- anir. Sú ákvörðun er því enn eitt dæmið um algjört skeytingarleysi og í því efni er ábyrgð Alþýðu- bandalagsins mikil, því að verið er að bjarga skinni Ragnars Arnalds fjármálaráðherra. Leiftursókn Al- þýðubandalagsins gegn lífskjörun- um nýtur þannig óskoraðs stuðn- ings framsóknarmanna og fylg- ismanna forsætisráðherrans. Nú bíða menn eftir því, hvort þessi leiftursókn standist í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.