Morgunblaðið - 04.01.1981, Side 23
23
Stórsjgur á Indverjum
kom Islandi í 4.—6. sæti
hann þvingað fram jafntefli. Það
láðist honum og eftir það varð
ekki aftur snúið.
Jóhanni veittist létt verk að
yfirbuga Hassan. Eftir 25. leik
hvíts kom upp þessi staða:
Svart: Jóhann
Ilvítt: Hassan
25. - RÍ4! (Hótar 26. - Hd3) 26.
Re4 - Bd5, 27. De3 - Re2+, 28.
Khl - Bf4. 29. Dxa7 - Hd3, 30.
Da4 — b5, 31. Db4 (hvítur verður
mát eftir 31. Dxb5 — Bxe4, 32.
Bxe4 - Hxh3+) Da8! (Nú er
hótunin 31. — Hxh3+), 32. Í3 —
Bxe4, (Einfaldast) 33. fxe4 —
Rg3+, 34. Kgl - Da7+, 35. Bd4
(Eina von hvíts. Hann dreymir nú
um að máta með drottningu á f8.
Gaffallinn á e2 verður honum
aftur á móti þungur í skauti.)
Dxd4+, 36. Dxd4 - Hxd4.37. Hal
(Ef 37. Hxf4 - Re2+, 38. Kf2 -
Rxf4, 39. Ke3 þá einfaldlega Re6)
b4 og nokkrum leikjum síðar gafst
Hassan upp.
Ungverjar gjörsigruðu Finna,
3— 'k, þannig að þeir juku
Skák
eftir Margeir
Pétursson
forskot sitt geysimikið, því að
Rússar urðu að láta sér nægja
2—2 jafntefli við Tékka. Sökudólg-
urinn í liði þeirra var Polugaj-
evsky. Hann hafði verið í miklu
óstuði á mótinu og ekki tekist að
vinna eina einustu skák og hafði
þó verið inní á móti bæði Venezú-
ela og Grikklandi. í viðureigninni
við Tékka tapaði hann síðan fyrir
Smejkal og þá var þolinmæði
Baturinskys, liðsstjóra sovézku
sveitarinnar, þrotin. Polugajevsky
var settur á varamannabekkinn
það sem eftir var mótsins. Afleik-
ur hans gegn Smejkal var hroða-
lega ljótur af manni sem tefldi
fyrir nokkru í undanúrsiitum í
keppninni um áskorandaréttinn á
Karpov að vera:
Svart: Polugajevsky
Hvitt: Smejkal
31. — RÍ6?? (Hvítur hótaði að
vísu engu í stöðunni, því ef 32.
Bxc8 þá Dxfl mát. Allur var þó
varinn góður og 31. — Hc2 var
ágætur leikur. Svartur ætti þá
vart að hafa mikið að óttast, því
að riddarinn hvíti á a4 er alveg út
ur spilinu).
32. fxe5 (Auðvitað. 32. — Rxe4 má
nú einfaldlega svara með 33.
Hxd4) dxe5, 33. Hxf6 — Ilcl+, 34.
Kg2 - Re2, 35. Kf2 - Rc3, 36.
Rxc3 - bxc3,37. He2 - Hdl, 38.
Hc6 - Db4, 39. De3 - Ilb4, 40.
Dxc3 og svartur gaf.
Við þetta duttu Rússar niður í
þriðja sætið, því að Júgóslavar
unnu Englendinga 2Vi—1!4.
Marjanovic og Nikolic unnu
Speelman og Mestel, en Miles
bjargaði því sem bjargað varð með
því að leggja Ljubojevic að velli á
fyrsta borði. Þar hljóp reyndar á
snærið fyrir unnendur drekaaf-
brigðisins alræmda, sem Miles
teflir oft og með furðulega góðum
árangri:
Hvitt. Ljubojevic
Svart: Miles
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
g6,6. Be3 — g6, 6. Be3 — Bg7, 7.
f3 - 0-0, 8. Dd2 - Rc6, 9. Bc4
(Júgóslavneska árásin, sem stund-
um er nefnd Rauzer árásin, hvass-
asta svarið við „drekanum ógur-
lega“.)
Bd7.10. h4 - Hc8,11. Bb3 - h5,
12. 0-0-0 -. Re5,13. Bg5 - Hc5!
(Leikur Sosonkos, sá bezti í stöð-
unni. Aður var hér leikið 13. —
Rh7,) 14. f4 - Rc4,15.1)d3 - b5,
16. e5 - Rg4!, 17. Re4
(Þessi staða kom einnig upp þegar
þessir sömu menn úáttust við á
millisvæðamótinu í Riga í fyrra.
Þá lék Miles 17. - Hd5!? og'fékk
erfiða stöðu eftir drottningarfórn-
ina 18. Rxd6 — Rgxe5, 19. fxe5 —
Rxe5, 20. Bxd5! — Bxd3+, 21. Hxd3,
þótt hann ynni um síðir. Nú hefur
hann aftur á móti fullvissað sig
um það hver sé bezti leikurinn í
þessari stöðu og verður á undan
Ljubojevic að koma með endur-
bót).
Hc8! 18. exd6 - f6!
(Miles ákveður að vinna mann
jafnvel þó það kosti það að
kóngsstaða hans splundrist) 19.
Hhel - exd6, 20. Rxd6 - Kh7
(En tæplega 20. — Dxd6, 21.
Dxg6), 21. f5 — Rxd6 — fxg6+ —
Kh8, 23. Bf4 - Re5, 24. Bxe5 -
fxe5, 25. Rf3 - e4, 26. Dxd6 -
exf3, 27. He7 (Ef 27. Dxd7 þá Df6.
Nú hótar hvítur 28. De5) Bg4! 28.
Dc5 — Dxdl+, 29. Kxdl — fxg2+,
30. Kd2 - Hfd8+, 31. Bd5 -
Ilxd5+ og Ljuhojevic gafst upp.
Það þýðir ekki að tefla drekann
nema taugarnar séu í lagi.
Höfðust við
í fjallakofa
meðan á
leitinni stóð
Osló. 2. januar
Frá fréttaritara MbL Jan Erik Lauré.
TVEIR Danir og 23 ára
gamall íslcndingur fund-
ust í morRun hcilir á húfi
en þcirra hafði vcrið lcitað
í sólarhring í fjalllcndinu
við Gol í Mið-NorcRÍ. Þcir
höfðu farið á skíðum
sncmma í KærmorKun cn
var saknað þcsar þcir
höfðu ckki skilað scr á
tilscttum tíma.
Fimmtíu menn frá
norska Rauða krossinum
tóku þátt í leitinni í nótt og
auk þess var notuð við hana
þyrla. Mennirnir þrír höfðu
lent í illviðri og þar sem
þeir voru ekki búnir til að
liggja úti tóku þeir þann
kostinn að brjótast inn í
fjallakofa, sem þeir gengu
fram á. Þegar veðrinu slot-
aði í morgun héldu þeir
áfram för sinni og leið þá
ekki á löngu þar til fundum
þeirra og leitarmannanna
bar saman.
AKil.V'SINOASIMIXN KR:
22410
Árni Helgason, Stykkishólmi:
Áramótabréf
Fo í þýðingu Signýjar Pálsdóttur
og jóladansleikur var að venju.
Senn byrjar nýtt ár og gjöfult
og gott ár er á enda. Vertíðin í
fyrravetur var með betra móti og
skelveiðar hafa verið dagvissar og
menn sótt sinn skammt út í flóann
og ekki heyrir maður annað en
ánægjuhljóð í sjómönnum yfir
kaupi sínu. Vorið var eitt hið besta
bæði fyrir fugl og fénað. Heyfeng-
ur og fénaðarhöld með allra besta
móti, nýting heyja ekki oft verið
betri. Heyskapur stendur nú ekki
lengi yfir. Það gerir vélakosturinn.
Hver bær er vélvæddur svo sem
möguleikar leyfa. Snemma var sáð
og uppskera garðávaxta ágæt.
Urmull var hér af berjum sem
hvert heimili nýtti. Það var næg
atvinna um allt árið og mátti helst
tala um skort á vinnuafli. Það
hefðu fleiri komist að bæði í
byggingum og skipasmíði. Tré-
smiðjurnar og Skipavík eiga verk-
efni langt fram á næsta ár. Það er
allsstaðar uppbygging. Sjaldan
hafa fleiri íbúðarhús verið í smíð-
um. 39 lóðum var úthlutað og hafa
þær verið nýttar. Aldrei fleiri
bílar komið í bæinn og þau eru fá
húsin sem ekki er bíll fyrir utan
og allir hafa það ágætt sem heilsu
og hreysti hafa og geta tekið til
hendinni. Sem sagt, aldrei meiri
velmegun en nú.
Því meir verður maður undr-
andi yfir því kveini og kvörtunum,
sem óma nú í eyrum og öllu því
vanþakklæti sem streymir um
þjóðlíf vort. Og þó eigum við besta
land í heimi. Kröfugerðin er lát-
laus, verkfallshótanir og því um
líkt og stöðugir sáttafundir allt
árið og sér ekki út yfir. Allir vilja
meira og eru í stöðugu kapphlaupi
og samanburði við aðra. Það má
aldrei hjálpa þeim lægstlaunuðu
svo ekki sé skriðan komin af stað.
Ekki fylgir það sögunni hvaða
kjör þessir hópar hafa haft né
ofan á hvað sé verið að biðja um
meira. Og svo er eyðslan eftir þvi.
Það sást í bankaverkfallinu þegar
fólk kepptist við að taka peninga
sína út og eins og allir byggjust
við að þeir yrðu ekki opnaðir
aftur.
En í sáttafundi, sem standa
stundum sólarhringum sarnan, er
eytt dýrmætum tíma og fjármun-
um og þrefað um smámuni oft á
tíðum ... bara að komast sem
lengst. Jafnvel gerir ekkert til þótt
kökunni sé skipt sem ekki er farið
að baka enn. Og alltaf vex órétt-
lætið þótt alltaf sé verið að reyna
að bera þar í brestina. Saman-
burðurinn heidur áfram. Það hlýt-
ur því að vera erfitt að stjórna
okkar velmegunar- og eyðsluþjóð-
félagi.
Heilsan er fvrir öllu, það skilja
þeir sem hafa þurft að kynnast
sjúkrahúsum og heilsuleysi.
Okkur vanhagar um fátt meira
en betri meðferð fjármuna og
meiri ráðdeild í hverju horni. Því
hlýtur það að vera ósk allra þeirra
er vilja landi og þjóð vel á
framtíðarbraut að með meiri
velmegun verða vaxandi ánægja,
nægjusemi og minni kröfugerð til
annara og að sú ánægja og sá
friður sem hvorki fæst með fjár-
munum né verkföllum megi vera
kjörorð ársins 1981: Sönn farsæld
og guðsblessun.
Með þá ósk í huga óska ég
þjóðinni blessunar, blaðinu mínu,
Morgunblaðinu, góðs gengis í því
að efla manndáð og visku og
drengskap landsins barna, og
landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Árni Helgason
Tilmæli
til viöskiptamanna
banka og sparisjóða
Vinsamlegast greiðið fyrir gjaldmiðilsskiptum með
því að halda gömlu og nýju krónunum aðskildum
í öllum greiðslum.
Útbúnir hafa verið sérstakir fylgiseðlar til útfyll-
ingar fyrir innborganir eða skipti á gömlum
seðlum og mynt.
Bankar og sparisjóóir