Morgunblaðið - 04.01.1981, Page 33

Morgunblaðið - 04.01.1981, Page 33
félk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981 33 Efnileg listakom + Anna Bára Árnadóttir. sem stundar nám í listum við Manitobaháskóla, heíur vakið mikla athygli íyrir námsárangur ok auöugt ímyndunar- aíl, sejíir í Lögbergi IleimskrinKÍu. blaði þeirra Vestur-Íslendiniía- Fyrir nokkru var henni sýndur sá heiður aí próíessorum í listadeild að einu af verkum hennar var fenginn staður fyrir framan aðalbyKKÍnsu listaháskól- ans. Verður það til sýnis fyrir sesti ok gangandi o>í alla þá sem fögrum listum unna. Gamla konan lagði 800 þúsund kr. á borðið + Attatíu og þriggja ára gömul kona, Sigurlaug Stefanía Kristjánsdóttir, kom dag einn í desembermánuði til Unnar S. Agústsdóttur, formanns Bandalags kvenna í Reykjavík og tíndi fram á borðið 800 þúsund krónur, í notuðum seðlum. Hún hafði á fundi í einu kvenfélaganna frétt af söfnun Reykjavíkurkvenna fyrir mikilvægu tæki „taugagreini," sem væri mikilvægur til mats á endurhæfingarmöguleikum þeirra, sem örkuml hafa notið í slysum. Þannig hóf þessi gamla kona svo myndarlega söfnunina á ári fatlaðra. Sigurlaug býr ein í íbúð, sem hún átti með bróður sínum, Vigfúsi í Hátúni 8. Vigfús Kristjánsson, sem er nú látinn, hafði gefið út tvær bækur, fyrst Sagnaþætti og síðar 1973 „í ólgusjó lífsins", og hann hafði ætlað að gefa það sem inn kæmi fyrir hana til líknarstarfsemi. Bókin var gefin út til minningar um foreldra þeirra, Guðrúnu Vigfúsdóttur og Kristján Guðmundsson, sjómann, sem lést þegar Sigurlaug var 8 ára gömul, elst fjögurra systkina, sem móðir hennar kom upp. Einn bróðirinn dó 14 ára að aldri og er Sigurlaug nú ein eftir, og á ekki nána ættingja. — Úr því að Vigfús bróðir minn hafði svona mikinn áhuga á að safna til líknarmála, þá vildi ég gera allt sem ég gæti, sagði Sigurlaug. Ég var að vísu áður búin að gefa annað mikið af bókunum, sem eftir voru. En ég gat þá alveg eins tekið út úr bankabókinni minni og bætt við það sem safnast hafði á löngum tíma og lá hjá mér, svo að það færi upp í þá upphæð, sem mér fannst þurfa að vera. — Nei, ég hefi ekkert annað en ellilaunin. En það er bara þvæla að maður geti ekki lifað af þeim, ef maður lifir einföldu lífi og fer vel með. Ég á að vísu íbúðina okkar, en húsgjöld, fasteignagjöld, að ég ekki tali um símann, höggva vel í, því fullt símagjald verð ég að borga. Og mér finnst hræðilegt að heyra hvernig fólk lætur, kvartar og kveinar, yfir því sem það hefur, sagði þessi rausnarlega gamla kona, sem þverneitaði lengi vel að láta taka af sér mynd eða tala meir um þetta. En féll að lokum fyrir þeim rökum, að það væri í þágu söfnunarinnar. Og Kristinn ljósmyndari okkar skrapp til hennar og tók þessa mynd. Alltafsama augnayndið + Bryndís Schram or yndi allra krakka. som horfa á sjónvarpið. Ilún hofur löngurn vorið auKnayndi. hún Bryndís. I)r. Lárus A. Sigurðsson notar þossa mynd af honni. sym tokin var þojjar hún var „fojíurðardrottninK íslands” árið 1957. moð Kroin som hann skrifar um ísland í Lösbor>; Iloimskriniílu. Tokur hana. ásamt tvoimur öðrum foKurðardrottninjíum. som dæmi um íslonzka fogurð. Undir myndinni stondur „Bryndís Schram — Miss Universo Boauty 1957“. Enn ein listaverka- gjöf úr búi Silla og Helgu + Enn ein listaverkagjöf úr búi Sigurliða Kristjánssonar (Silla) og Helgu Jónsdóttur. Frá henni segir í nýútkomnum Verzlunar- tíðindum. í móttöku Kaup- v mannasamtaka íslands 8. nóv- ember sl., í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna afhenti Sveinn Snorrason, fyrrverandi framkvæmdastjóri K.I. afmælis- barninu að gjöf bronsmynd eftir Gerði Helgadóttur. En það er eitt af síðustu verkum listakon- unnar, gert á árinu 1972 í Hollandi. Með árnaðaróskum á 30 ára afmælinu segir i gjafa- bréfinu að myndin sé gefin í minningu eins aðalhvatamanns að stofnun samtakanna, forustu- manns þeirra og heiðursfélaga, Sigurliða Kristjánssonar, kaup- manns og vilji ættingjar eigin- konu hans, Helgu Jónsdóttur, færa Kaupmannasamtökum ís- lands listaverkið. Sé það ósk gefenda að myndinni verði í framtíðinni valinn staður við hæfi í húsakynnum Kaup- mannasamtaka íslands í Húsi verzlunarinnar, þar sem flestir megi njóta verksins og minnast gifturíkra starfa Sigurliða Kristjánssonar í þágu íslenzkrar verzlunar. Undir gjafabréfið skrifa Þórunn Jónsdóttir, Helga Aberg og Ellen Snorrason. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna, tók við gjöfinni úr hendi Sveins Snorra- sonar og var þessi mynd tekin við það tækifæri. íslenzkt leikrít í norska útm + Einn af þeim löndum, sem skroppið hefur heim til ís- lands um jólin, er Haukur Gunnarsson, leikstjóri, sem við hittum á förnum vegi og spurðum tíðinda. Haukur býr í Osló og hefur haft nóg að gera. Nýlega setti hann upp við sænska leikhúsið í Abo í Finnlandi, leikritið „Stríð á 4. hæð“ eftir tékkneska flótta- manninn Pavel Kohout. Þá er hann í vetur að æfa egypskt leikrit, Sögur Dauðans fyrir norska útvarpið, mjög sér- kennilegt stykki. Og hann er með fleira á prjónunum fyrir norska útvarpið, sem hefur áhuga á að fá íslenzkt leikrit. Er verið að skoða nokkur leikrit, sem Haukur kvaðst hafa bent þeim á, en ekki búið að velja. Japanska leikritið „Kirsuberjablóm á Norður- fjalli," sem Haukur setti upp í Þjóðleikhúsinu hér og margir muna eftir, hefur hann pú sett upp fyrir Norska Theatret. Hafa sýningar hans allar fengið mjög jákvæða dóma. Og hvað tekur nú við? Á næsta ári hefur Hauki verið boðið til Kína. Leikritahöf- undasambandið Kína býður honum í mánaðarferð til að kynna sér kínverska leiklist og má hann koma hvenær sem hann vill á árinu 1981. Haukur var á sínum tíma við leiklist- arnám í Japan í 3 ár og segist vegna japönskukunnáttu sinn- ar geta lesið talsvert mikið af kínversku táknunum, þótt málin töluð séu gerólík. Og hann langar til að haga ferð- inni þannig, að hann geti komið við í Japan, til að rifja upp málið og leiklistina þar. Haukur sagðist síður en svo vera alveg horfinn frá íslenzk- um leikhúsum. Hann kæmi heim næsta vetur til að setja upp leikrit hjá Þjóðleikhúsinu. En hann kvaðst ætla að búa í Osló, sem er mjög miðsvæðis á Norðurlöndum, og langa til að fá tækifæri til að setja upp eina til tvær leiksýningar á ári á íslandi, Finnlandi og e.t.v. víðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.