Morgunblaðið - 04.01.1981, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981
HÖGNI HREKKVlSX
„YÁ'.. kLuKKu^ HAND-A OKKu£ 'ÓUVM 1
Ást er...
i o
.. .aó vera ekki
of lœrður í tali.
TM Rea. U.S Pat. Oft -all rights reserved
e 1980 Los Angeles Tlmes Syndicate
Hva, ertu búinn að gleyma mér,
verkstjórinn sjálfur?
Ég er nú búinn að gleyma
fyrstu konunni minni. Og að
þvi líður að éj? muni gleyma
þeirri er leysti hana af hólmi, á
sínum tíma!!?
COSPER
Nú verður ekki hjá því komist að ég segi þér fyrir
bréf um það hvernig þú sjálf eigir að ná utanaf þér
nokkrum tugum kílóa!
Ekki bara á
sunnudögum
Bj. Sig. skrifar 30. des.:
„Hinn 28. þ.m. rakst ég á tvo
mola í dálkum þínum, Velvakandi,
þar sem kirkja landsins var til
umfjöllunar og stórt var spurt, en
stundum af meira kappi en forsjá,
þótt ýmsar spurninganna ættu
rétt á sér. Mig langar í þessum
fáum línum að velta málinu svolít-
ið fyrir mér og bæta nokkrum
spurningum við, ef ég má.
Fámennið átakanlegt
Ég geri enn nokkuð af því að
fara í kirkju, fór m.a. fjórum
sinnum frá föstubyrjun til ára-
móta. Ég get ekki að því gert, að
mér fannst fámennið við messurn-
ar átakanlegt. Einnig gat ég ekki
varist þeirri hugsun, að verið væri
að hespa þessu af, eins og Sigurð-
ur Sveinbjörnsson orðar það í sínu
tilskrifi. Én það held ég að stafi af
óþarflega mikilli tillitsemi kirkj-
unnar við streituþjóðfélagið. Við
fyrrgreindar messur voru milli 20
og 30 manns að meðaltali, en ég vil
taka það fram, að þetta var ekki
sjálfa jóladagana. Hvað sem því
líður, tel ég að þarna hafi birst í
hnotskurn sá aðskilnaður sem er
að verða með þjóð og kirkju og er
hættulegur að mínum dómi, þar
sem þessir aðilar eiga brýnt erindi
hvor við annan.
Grundvöllinn skortir ekki
Það liggur svo sem ekki í augum
uppi, hvað öðru fremur veldur
þessari þróun, en mér dettur helst
í hug, að það geti m.a. stafað af
því að fólki finnist kirkjan leita
helsti langt yfir skammt eftir
starfsvettvangi og geri lítið af því
að koma til þess. Að líftaugin hafi
gefið sig af því fólki fannst skorta
á að kirkjan ynni verk sín mitt á
meðal þess, t.d. með því að láta til
sín taka í málefnum aldraðs fólks,
fatlaðs fólks og minni máttar hér
og nú — með því að lifa og
hrærast í daglegu lífi þess. Ekki
bara á sunnudögum og á hátíðum
eða á gleði- og sorgarstundum.
Getur verið að fólk álíti sig hafa
skynjað einhvern tvískinnung í
starfi kirkjunnar? Það er e.t.v.
ekki síður erfitt að svara þessum
spurningum en þeim sem ég
nefndi í upphafi. Én ég veit hitt,
að grundvöllinn til að starfa á
vantar kirkjuna ekki.
Fyrirmyndina
skortir ekki
Er yfirleitt mögulegt að færa
starfið út úr kirkjunum til fólks-
ins og fá fólkið þannig inn í
kirkjurnar? Er hægt að láta sam-
an fara orðin og verkin? Vissulega
er það erfitt, en það er mögulegt.
Fyrirmyndina skortir ekki — ekki
einu sinni á „síðustu og verstu
tímurn". Móðir Teresa hefur þar
varðað veginn. Allir sem þekkja
starf hennar elska hana og virða,
finna til nálægðar hennar og eru
fúsir að starfa með henni. Vilji
þjóðkirkja okkar rísa undir nafni
er ekki ósennilegt að starfshættir
Móður Teresu geti verið sá vegvís-
ir sem hún þarfnast."
Mikið er nú göfuglyndið
H. Pálsson þegn skrifar:
„Velvakandi!
Ég má til með að hrósa forráða-
mönnum ÁTVR fyrir að ganga
fram fyrir skjöldu meðan verkfall
bankamanna stóð yfir. Kváðust
þeir nú sjá sér fært að taka við
ávísunum sem greiðslu af þegnum
sínum, sögðu aðeins að þær yrðu
að vera stílaðar á fyrirtækið og
hljóða upp á það sem verslað væri
fyrir. Er þetta nokkuð broslegt
eða kaldhæðið? Eða man ég það
ekki rétt að þetta sama fyrirtæki
væri á sínum tíma einnig á undan
öðrum fyrirtækjum til að neita því
alfarið að veita ávísunum viðtöku
sem greiðslu og gera þennan
gjaldmiðil þar með tortryggilegan
í augum almennings?
Allir vegir færir
En nú voru sem sagt allir vegir
færir, jafnvel þó að verslanir með
nauðsynjavörur sæju fram á ýmsa
vankanta og erfiðleika við að taka
við ávísunum við þessar kringum-
stæður. Og jafnvel þó að vitað
væri að hart væri í ári hjá ýmsum,
líka þeim sem láta vörur ÁTVR
ganga fyrir öðrum vörum í sínum
innkaupum.
Strax og verkfalli bankamanna
lauk auglýsti ÁTVR stíft: Sjáum
okkur ekki lengur fært að taka við
^vísunum sem greiðslu í verslun-
um vorum.
Meiri mannsbragur?
Ekki voru þau orð miklu fleiri.
En mig langar til að spyrja svona
í framhjáhlaupi: Hefði nokkuð
verið meiri mannsbragur á því hjá
forráðamönnum ÁTVR að loka
verslunum sínum á meðan banka-
mannaverkfallið stóð yfir? Nei,
auðvitað ekki.
Slík hugsun er
grunnfærnisleg og heimsk. Þess
vegna er mér alveg óhætt að
ítreka hrós mitt í garð forráða-
mannanna og bæta við: Mikið er
nú göfuglyndið."
Grímssaga
togaraskálds
Ólafur Björnsson útgerðar-
maður skrifar:
„Ásgeir Jakobsson sendir nú
frá sér það sem kallað er fyrsta
skáldsaga hans. Grímur togara-
karl er þó ekki nema að hluta
skáldskapur, og að grunni alls
ekki. Sagan er öllu heldur fyrsta
tilraun, sem gerð hefir verið til
þess að lýsa hvernig hlutirnir
gengu fyrir sig á íslensku togur-
unum á stríðsárunum 1940—45.
Margur kann að halda að
Ásgeir yfirdrífi á stundum í
lýsingum sínum en því fer fjarri,
og ekki fer framhjá kunnugum,
að í mörgum tilfellum er stuðst
við staðreyndir, atvik sem raun-
verulega áttu sér stað. Þetta á
ekki sízt við það, sem ótrúlegast
kann að hljóma fyrir þá, sem
ekki lifðu þessa tíma.
Hér stendur ekki til að leggja
mat á bókmenntalegt gildi þess-
arar bókar Ásgeirs. Ástæðan til
þess að þessar línur eru skrifað-
ar, eru hins vegar þær, að mér
finnst full ástæða til þess að
vekja athygli á bókinni sem
sannsögulegri heimild um þenn-
an sérstæða þátt í sögu íslenskr-
ar sjósóknar.
Það var harðsnúið lið, sem á
þessum árum var að Ijúka löngu
og ströngu dagsverki og þeir,
sem við voru að taka, fengu
eldskírn, sem um munaði.
Ásgeir á þökk skilið fyrir
þessa bók sína og hún er holl
lesning þeim, sem kynnast vilja
þessum sérstæða og hrollkennda
þætti í sögu íslenskra sjó-
manna."
Ásgeir Jakobsson