Morgunblaðið - 04.01.1981, Síða 38

Morgunblaðið - 04.01.1981, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1981 * Umsjón: Séra Jón Dulbri Hróbjartsson Séra Kurt Siyurbjörnsson Siyurbitr Pdlsson AUDROraNSDEGI Kristniboðsár Áriö 1981 sem nú er gengið í garð verður sér- stakt kristniboðsár í ís- lensku kirkjulífi. Ástæðan er söguleg og byggir á þeirri staðreynd að nú eru 1000 ár frá upphafi kristniboðs á íslandi. Verður þessa afmælis minnst með ýmsu móti í kirkjulegu samhengi. Fyrsta kristni- boðsferðin Fyrsta kristniboðsferðin til ís- lands, sem sögur fara af, var farin á dögum hins aðsópsmikla þeirra hafa fengið einhverjar undirtektir á Norðurlandi, þar sem frændur Þorvaids bjuggu. Þorkell krafla að Hofi í Vatnsdal og Eyjólfur Valgarðsson létu prímsignast, og Þorvarður Spak-Böðvarsson að Ási í Hjaltadal tók trú, en heimildir greina þó á um það, hvort hann hafi þegið skírn af Friðreki biskupi eða í Englandi. Hins vegar er reist kirkja á bæ hans árið 984 samkvæmt því sem annálar og fleiri heimildir herma. Utan Norðurlands virðist þ»'im ekkert hafa orðið ágengt, s\o sem er þeir boðuðu trú á Alþingi. Má vera að litið hafi verið á kristniboð Stefnis sem erindis- rekstur fyrir Ólaf konung og það valdið þeim ýfingum, sem heim- ildir greina, en ekki sú kenning, sem hann kann að hafa flutt. Þriðja trúboðsförin Þriðja trúboðsförin var einnig farin að hvötum Ólafs Tryggva- sonar. Hann sendi út hingað Þangbrand prest sinn, sem kom- ið hafði með konungi frá Eng- landi til Noregs að sögn Þóris munks. í íslendingabók er agt frá þessari ferð Þangbrands á þessa leið: „Ólafur rex Tryggva- kirkjuhöfðingja Aðaldags erki- biskups. Trúboðarnir voru þeir Þorvaldur Koðránsson frá Stóru-Giljá í Þingi, sem bar viðurnefnið hinn víðförli og saxneskur biskup Friðrekur að nafni. Heimildir sem eitthvað greina frá atburðum, eru hins vegar engar eldri en frá 13. öld, þ.e. í Kristnisögu og í kristni þætti í Ólafssögu Tryggvasonar hinni mestu. I þeim segir að Þorvaldur hafi þegið skírn af biskupi í Saxlandi en síðan viljað boða kristni frændum sínum hér á landi. Líklegt má þó telja, að för þessi hafi að einhverju leyti verið farin að undirlagi erkibiskups, þótt hvergi sé þess getið. Ekki er vitað með vissu, hvenær þessir menn voru hér við þessi störf, en eftir því sem næst verður komist, hefur það verið á árunum 981—986. Lítið er vitað, hversu ágengt þeim varð, en helst virðist erindi Þessir fyrstu trúboðar kristn- innar hér á íslandi fóru af landi brott eftir 5 ára starf, en Þor- valdur andaðist löngu síðar austur í Rússlandi. Önnur trúboðsförin Önnur trúboðsförin var farin til íslands að undirlagi Ólafs Tryggvasonar 995. Sendi hann hingað út Stefni Þorgilsson, en hann var afkomandi Helga bjólu, hins kristna landnáms- manns á Kjalarnesi. Heimildir um þessa för eru eingöngu í Ólafssögu helga og í Kristnisögu. Af þessum heimildum má ráða að Stefni hafi verið mjög illa tekið og „menn skipuðust lítt við hans kenningar“. Tók hann þá að „meiða hof og hörga, en brjóta skurðgoð", — en heiðnir menn söfnuðu liði gegn honum, og flýði hann í skjól f-rænda sinna á Kjalarnesi. sonur, Ólafssonar, Haraldssonar hins hárfagra, kom kristni á í Noregi og á íslandi. Hann sendi hingað til lands prest þann, er hét Þangbrandur og hér kenndi mönnum kristni og skírði þá alla, er við trú tóku.“ Samkvæmt öðrum heimildum virðist Þangbrandur ekki hafa haft á sér ýkja klerklegt yfir- bragð. Segir Snorri í heims- kringlu, að hann hafi verið „ofstopamaður mikill og víga- maður, en klerkur góður og maður vaskur." Hvað sem segja má um atferli Þangbrands hér þá vann hann á sitt band hina ágætustu menn, þá Hall á Síðu Þorsteinsson, Hjalta Skeggjason úr Þjórsárdal og Gissur hvíta. En þeir tveir síðastefndu fóru utan til kon- ungs og hétu hónum fulltingi sínu við að íslendingar tækju kristni. — Áður hafði Þang- brandur farið utan og borið Islendingum illa söguna og segir sagan að Ólafur hafi orðið reiður mjög og hótað að láta meiða eða drepa Islendinga er þá voru í Noregi. Mun för þeirra Gissurs og Hjalta hafa sefað reiði kon- ungs, en hún mun hafa verið árið 998 eða 999, rétt áður en kristni- takan á að hafa átt sér stað. (Aðalheimild að því sem nú er sagt er Saga íslands, þjóðhátíð- arútgáfa). Ekki er unnt að rekja þessa merkilegu sögu til nokkurrar hlýtar í stuttri blaðagrein, en væntanlega verður þessum sögu- legu þáttum gerð betri skil á öðrum vettvangi. Kristniboð meðal heiðingja Ekki er hægt að ræða um kristniboð án þess að minnast á þann merkilega þátt í íslenskri kirkjusögu sem kristniboð meðal heiðinna þjóða er. Til er merkileg ritgerð eftir sr. Gunnar Gunnarsson prófast á Halldórsstöðum er birtist í Norðurfara 21. maí 1873. Þar hvetur þessi merki klerkur til þess að á þjóðhátíðinni 1874 verði stofnað Kristniboðsfélag. Ekki varð af slíkri félagsstofnun þá, en á þessum sama tíma eru stofnuð mörg kristniboðsfélög í nágrannalöndunum í þeim til- gangi að senda kristniboða til heiðinna þjóða. — En á þessari öld hafa orðið til nokkur kristni- boðsfélög og hópar á íslandi sem nú mynda Samband ísl. kristni- boðsfélaga. Þessi kristniboðs- hreyfing er starfandi sem sjálf- stæð leikmannahreyfing innan kirkjunnar og hefur unnið að kristniboði bæði í Kína, Eþíópíu og nú einnig í Kenýa. Ólafur Ölafsson og Jóhann Hannesson voru fyrstu kristni- boðarnir sem Kristniboðssam- bandið studdi til starfa í Kína, en eftir að Kína lokaðist fyrir öllu kristniboði hefur starfsak- urinn verið í Eþíópíu, aðallega í Konsohéraði, þar sem reist hefur verið vegleg kristniboðsstöð. Nú er einnig búið að reisa kristni- boðsstöð í Kenýu og starfar þar ein íslensk fjölskylda, Skúli Svavarsson, Kjelrún kona hans ásamt börnum. Nú í byrjun ársins fara ung hjón til starfa á þessum sama stað, en þau eru Kjartan Jónsson og Valdís Magnúsdóttir ásamt tveimur dætrum. í Eþíópíu starfar nú sonur Ólafs Ólafssonar, Jóhannes ásamt fjölskyldu sinni, en hann er læknir. Á undanförnum árum hafa margir íslenskir kristni- boðar verið að störfum i Eþíópíu bæði á vegum Kristniboðssam- bandsins og norskra samstarfs- hreyfinga. Kristniboðsáhugi Vonandi verður þetta kristni- boðsár til þess að vekja meiri kristniboðsáhuga hér á íslandi, bæði hvað snertir aukið kristni- boð á landinu okkar og á meðal heiðinna þjóða. BiblUdestur vikuna 4,—10. janúar Sunnudagur 4. jan. Jóh. 1:14-18 Mánudagur 5. jan. Míka 7:7-9 og 18-20 Þriðjudagur 6. jan. Matt. 21-12 Miðvikudagur 7. jan. Jóh. 8:12-20 Fimmtudagur 8. jan. Post. 11:1—18 Föstudagur 9. jan. Jóh. 9:1-12 Laugardagur 10. jan. Jóh. 9:24-39 Frelsa oss frá illu „Heldur frelsa oss frá illu.“ Merking þessarar lokabænar bænarinnar, sem Drottinn kenndi, virðist liggja í augum uppi. Þó hefur það vafist fyrir mönnum hvernig beri að þýða og túlka þessa einföldu bæn. Biblíuþýðendur eru alls ekki á einu máli um það hvort réttara sé að segja „frelsa oss frá illu,“ eins og við eigum að venjast, eða „frelsa oss frá hinum illa,“ — sem sé óvininum, persónugervingi hins illa, Satan. Munurinn er þó ekki mikill. Illt er það, sem stendur gegn Guöi og vilja hans. Og í tilverunni er afl hins illa að verki sem einbeittur vilji, sem snýst gegn Guði og áform- um hans á öllum sviðum, mengar, eitrar og eyðir. I bæninni biðjum við þess, að við mættum vera á verði gagnvart því öllu og efld á sál og líkama gegn sérhverri mynd þess. „Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.“ Með þessari bæn lýkur bæninni, sem frels- arinn kenndi. Hér horf- umst við í augu við hættur þær, sem eru hlutskipti mannsins í heimi, þar sem hið illa herjar á, og hér viðurkennum við getuleysi okkar til að takast á við þær. Loks leggjum við bæði hætturnar og van- máttinn fram fyrir hinn máttuga Guð og föður. Öll reynsla kirkjunnar staðfestir þá fullvissu kristinnar játningar, að í Kristi hafi þessi bæn fengið uppfylling sína. Ríki Guðs er komið með því að Kristur kom á jörð, fæddur í Betlehem, deyddur á krossi, uppris- inn. Kraftar hinnar kom- andi aldar, hins komandi ríkis eru að verki hér og nú, við erum endurleyst, frelsuð úr greipum hins illa. Guð hefur „hrifið oss frá valdi myrkursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða sonar.“ (Kól. 1, 13).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.