Morgunblaðið - 25.01.1981, Page 1

Morgunblaðið - 25.01.1981, Page 1
64 SIÐUR 20. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skrafað. l.joMn. Mbl. RAX Dómar kveðnir upp í Peking Peking, 24. jan. — AP. HIN opinbera kínverska fréttastofa Xinhua sagði í dag, að á morgun, sunnu- dag, yrðu kveðnir upp dómar yfir ekkju Maós heitins og níu öðrum sak- horningum. Þeir eru sak- aðir um ofsóknir, uppreisn og æsingar á dögum „menningarbyltingarinn- ar“, sem mikilli ringulreið olli í Kína á árunum 1966-76. voru opnar. Samkvæmt athugunum Sam- stöðu sátu tæplega 10 milljónir pólskra verkamanna heima laug- ardaginn 10. janúar, en af hálfu stjórnvalda var á sínum tíma fullyrt, að aðeins um þrjár millj- ónir manna hefðu orðið við áskor- un Samstöðu og setið heima. Talið er að aðgerðir Samstöðu í dag hafi orðið enn árangursríkari en 10. janúar. Samheldni eykst meðal pólskra launþega um kröfur um fimm daga vinnuviku, sem yfirvöld lofuðu eftir verkföllin síðastliðið sumar, en við þau loforð hefur enn ekki verið staðið. Málgagn pólska kommúnista- flokksins, Trybuna Ludu, sakaði í dag ýmsa af leiðtogum óháðra verkalýðsfélaga um að hafa fram- ið „andleg hryðjuverk" að undan- Herlög úr gildi Seoul, 24. janúar. — AP. CHUN Doo-hwan tilkvnnti í dag. að frá og með miðnætti á sunnu- dagskvöld yrðu herlög ekki leng- ur í gildi í landinu. en herlög hafa verið í gildi í Suður-Kóreu frá því að Park Chung-hee forseti var ráðinn af dögum i október 1979. Við sama tækifæri skýrði Chun frá því, að 11. febrúar næstkom- andi færi fram val kjörmanna er kjósa forseta. Kjörmenn kjósa síð- an nýjan forseta S-Kóreu 25. febrú- ar næstkomandi. Þrátt fyrir að herlög verði úr gildi numin á sunnudagskvöld gild- ir áfram útgöngubann frá mið- nætti til klukkan fjögur að morgni, en það bann hefur verið í gildi frá því er Suður-Kórea losnaði undan japönskum yfirráðum 1945. Talsmaður stjórnarinnar í Seoul bar í dag til baka fregnir um að Kim Dae-jung, sem dæmdur var til dauða í september, yrði leyft að fara úr landi til Bandaríkjanna. 100 farast í jarðskjálfta Peking, 24. jan. — AP. MIKILL jarðskjálfti varð i Suð- vestur-Kína í dag og er talið að a.m.k. 100 manns hafi farist, eink- um tibeskir hjarðmenn. Jarð- skjálftinn mæidist 6,9 stig á rich- ter-kvarða. Jarðskjálftinn varð í Daofu í Sicbuan-héraði skammt frá Tíbet þar sem jarðhræringar eru mjög tíðar. Flest hús í Daofu hrundu til grunna og miklar skemmdir urðu á vegum, símalínum og öðrum mann- virkjum. Þegar var hafist handa um hjálparstarf en erfiðleikum veldur, að engir flugvellir eru þar nálægt sem mestu hamfarirnar urðu. Mesti jarðskjálfti í Kína á síðari tímum varð 1976 í Tangshang í Norðvestur-Kína og fórust þá 250.000 manns. Jiang Qing, ekkja Maós Yfir öllum sakborningunum vofir dauðadómur, en samkvæmt kínverskum lögum skal tekið mildilegar á þeim, sem eru aðeins verkfæri í höndum annarra og iðrast gerða sinna. Það á við um þá fiesta að undanskilinni Jiang Qing, ekkju Maós. Haft er eftir heimildum í Kína, að miklar greinar séu með ráða- mönnum og er um það deilt m.a., "hvaða dómur skuli lagður á þátt Maós formanns í „menningarbylt- ingunni". Einnig eru menn ekki á eitt sáttir um hvort dæma skuli Jiang Qing, ekkju Maós, til dauða, og bendir margt til þess, að Deng Xiao-ping mæli gegn því af ótta við að látin verði hún talin píslarvottur í augum fylgismanna sinna. FAGNA FRELSI — Bandarisku gíslarnir fagna frelsi sínu í flugvélinni sem flutti þá til Algeirsborgar frá Teheran. Gíslamálið: Skorar á Reagan að virða samkomulagið Los Angeles, 24. jan. — AP. WARREN Christopher, aðal- samningamaður Handaríkja- manna í gísladcilunni, skoraði í gær á rikisstjórn Ronalds Reag- ans að virða samkomulagið við írani í hvívetna og sagði, að þar Laugardagsverkfall árangursrikt öðru sinni: Milljónir Pólverja mættu ekki til vinnu Varsjá, 24. janúar. — AP. MILLJÓNIR Pólverja urðu í dag við áskorun leiðtoga Samstöðu og sátu heima í stað þess að sækja vinnu á laugardegi öðru sinni í janúarmánuði. Höfðu aðgerðirnar víð- feðm áhrif, þar sem öll meiriháttar iðnstarfsemi í höfuðborginni og víðar lá niðri af þeirra sökum. Allt athafnalíf lá niðri í Gdansk, Varsjá og fleiri borgum. Aðgerðirnar náðu þó ekki til almenn- ingssamgöngutækja og matvælaverzlana, sem förnu og hvatti verkamenn til að snúast gegn þeim. Blaðið Zycie Warszawy, sem kom ekki út í gær vegna skyndi- verkfalls prentara, birtir í dag langt og ýtarlegt viðtal við einn helzta talsmann Samstöðu í fé- lags- og trúmálum, nokkuð sem ekki gæti gerst annars staðar á áhrifasvæði Sovétríkjanna, að sögn AP. í viðtalinu segir tals- maðurinn m.a., að Samstaða og kirkjan hafi viðamiklu hlutverki , að gegna við „þjóðlega endur- reisn". Þeim sé fært að skapa hið rétta andrúmsloft sem þurf i til þess. Talsmaðurinn segir einnig í viðtalinu, að þörf sé nýrrar stjórn- stefnu, nýtt stjórnform, þar sem þegnarnir verði m.a. betur upp- lýstir um efnahags- og félagsmál því viðhorf þeirra breytist ekki að öðrum kosti. við lægi heiður og æra Randa- ríkjamanna sjálfra. Auk þess væri það hin mesta ósvinna í garð þeirra þjóða. sem lagt hefðu Bandaríkjamönnum lið. ef ekki yrði við það staðið. Á blaðamannafundi í Los Ang- eles sagði Warren Christopher, að vitneskja sin um meðferðina á gíslunum hefði gert hann staðráð- inn í að „ljúka þessari martröð sem fyrst“ en hins vegar hefði hann alltaf verið undir það búinn, að allt færi út um þúfur. Warren sagði, að Bandaríkjamenn hefðu undirritað alþjóðlegt samkomulag og að þeir mættu ekki gerast ómerkir orða sinna. Bandarísku gíslarnir fyrrver- andi munu fara til Bandaríkjanna á morgun, sunnudag, og hitta fjölskyldur sínar í háskóla banda- ríska hersins í West Point. Nk. þriðjudag fara gíslarnir til Wash- ington þar sem efnt verður til athafnar á Andrews-herflugvell- inum að viðstöddum Ronald Reag- an Bandaríkjaforseta. Daginn eft- ir munu þeir halda hver til síns heima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.