Morgunblaðið - 25.01.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.01.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 Tjón vegna brotsjóa í „villta vestrinu“ (•rindavik 24. janúar. ÞORSTEINN GK fékk á sík hnút í „villta vestrinu“ aðfaranótt fostudags ok brotnuðu þrjár rúð- ur í hrú; töluverður sjór flæddi inn ok skemmdi tæki. Somu nótt fenKU fleiri bátar á sík slæma sjói á þessum slóðum, en ekki er kunnuKt um annað tjón en að uppstilíinKar brotnuðu á dekki SÍKurðar Þorleifssonar GK. MjöK Kóður afli hefur fenKÍzt í „villta vestrinu„; í kantinum 45 mílur vestnorðvestur af Stafnesi, ok hafa netabátar komið með allt upp i 35 til 40 tonn úr róðri. SeKja sjómenn þorskinn mánuði fyrr á ferðinni en undanfarin ár. Gunnar Gunnlaugsson, skip- stjóri á Þorsteini GK, sagði í samtali við Mbl., að hann hefði verið að fara á milli trossa, þegar allt í einu reis hnútur og reið á bátinn bakborðsmegin. Hann var einn í brúnni og mannskapurinn rétt ókominn á dekk. Lýsti Gunn- ar veðrinu þannig, að ekki hefði verið beint aðgaezluveður. Þor- steinn hefur nú farið í sjö róðra og er aflinn orðinn 135 tonn, en í morgun kom báturinn að með 31 tonn, þar af 18 tonn af vænum þorski. Guðfinnur Attum töluverðar birgðir um áramót - segir Örn Ottesen, skrifstofustjóri Nóa-Síríus „ÞESSI mikla hækkun á vöru- gjaldi á súkkulaði um áramotin er ekki farin að hafa nein áhrif á okkur ennþá, því um áramótin áttum við töluverðar birgðir, sem ekki voru hækkaðar f verði,“ sagði Örn Ottesen skrifstofu- stjóri SælKætisverksmiðjunnar Nói-Siríus. í samtali við Mhl., er hann var inntur eftir stöðunni hjá þeim, í kjölfar fréttar blaðs- ins þess efnis, að SælKætisverk- smiðjan Linda á Akureyri hefur orðið að segja upp þriðjunKÍ starfsfólks sins m.a. vegna þess- arar miklu hækkunar vörugjalds á súkkulaði. „Við höfum ekki þurft að segja upp neinu starfsfólki, enda er stór hluti þess nú bundinn í páska- eggjaframleiðslunni, sem þegar er hafin," sagði Örn, — „en um framhaldið er auðvitað ekkert hægt að segja á þessari stundu," sagði Örn ennfremur. Um páskaeggjaframleiðsluna, sagði Örn, að stefnt væri að því að framleiða heldur meira magn í ár en á því síðasta eða 2,2—2,5 tonn, en nokkur óvissa væri þó um sölu vegna hækkunarinnar, sem kemur vegna hinnar miklu hækkunar á vörugjaldi. Hjálmar Vilhjálmsson fískifræðingur: Engin loðnuviðbót sem skiptir máli „ÉG HEF ekki séð ennþá þá viðbót, sem skiptir neinu veru- legu máli,“ sagði Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðinKur, er Mbl. ræddi við hann á föstudags- kvöld um borð i Bjarna Sæ- mundssyni ok spurði, hvort loðnuieitin hefði borið þann árangur að breyta hurfunum til hins betra, en eftir stofnstærð- armælinKar i október var loðnu- kvótinn minnkaður um 200 þús- und tonn, en hann hafði áður verið ákveðinn 775 þúsund tonn. Hjálmar tók fram, að leitarleið- anKrinum væri enKan veginn lokið, hann myndi standa fram að mánaðamótum. Hjálmar sagði Bjarna Sæ- mundsson staddan norður af Langanesi og væri þar norðaustan bræla. Hann sagði, að loðnuleitin hefði verið mjög erfið vegna veð- urs og ís's og hegðunar loðnunnar. „Það er loðna hér á nokkuð löngu svæði frá austur af Langanesi og yfir í vestur af Kolbeinsey," sagði Hjálmar. „Þetta er ekki almenni- lega samhangandi og svæðið er mjög takmarkað á breiddina. Þetta finnst mér að mörgu leyti svipað og var til dæmis 1978; sama rútan og frekar lítið af loðnu, þannig allt í meira og minna samræmi við það, sem áður var talið.“ Hjálmar sagðist halda næst í suðurmörkin á loðnusvæðinu, þar sem veiðisvæðið væri nú, og síðan yrði haldið norður og vestur um aðra umferð. Mikill ís hefði verið á Vestfjarðamiðunum, þegar leiðin lá þar um og kynni svo að fara, að hann hamlaði leit líka í bakaferð- inni. Ragnar Arnalds: Fyrst og fremst þrýstiaðgerðir gegn stjómvöldum „MÉR finnst nú gengið nokkuð geyst til verks með þessum upp- sögnum og skil vei viðbrögð starfsfólksins. En af hálfu gos- drykkjaframleiðenda er fyrst og fremst um að ræða þrýstiaðgerð- ir gegn stjórnvöldum, því mér skilst að þeir leggi mesta áherzlu á að fá að hækka sjálfir vöruna um 27%. Sú hækkunarbeiðni þeirra brann inni fyrir áramótin, en væntanlega hefði hún ein ekki siður valdið sölusamdrætti en vörugjaldið og svo er nú reynslan sú, að alltaf verður einhver sam- dráttur í sölu vöru eftir verð- hækkun,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann á föstudagskvöldið álits á mótmælum K«sdrykkjaframleið- enda og starfsfólks i gosdrykkja- iðnaði gegn hækkun vörugjalds ok uppsögnum hjá Vifilfelli hf. „Þetta vörugjald, sem hefur verið á gosdrykkjum um tveggja áratuga skeið, hefur á síðustu árum ekki hækkað til jafns við almenna verðlagsþróun í landinu," sagði Ragnar. „Þetta gjald hefur á undanförnum árum verið í fastri krónutölu og hefur því rýrnað feikilega mikið í verðbólgunni. En það hefur stundum á þessum tveimur áratugum verið hlutfalls- lega hærra, en það er nú eftir þessa hækkun, til dæmis 1960; í upphafi viðreisnar. Það er auðvitað gefið mál, að einhver samdráttur verður í neyzlu vöru eftir verðhækkun. Reynslan sýnir að þetta á við um allar vörutegundir, en reynslan sýnir líka, að þegar frá líður, þá færist neyzlan aftur í svipað horf og áður. Það er gert ráð fyrir því, að eins fari nú með gosdrykkina. Það er álitið, að sala í ýmis konar smásöluverzlun hafi heldur dreg- izt saman fyrst eftir áramótin, bæði vegna gjaldmiðilsbreytingar- innar; að fólk velti nýju krónunum eitthvað meira fyrir sér en þeim gömlu, og einnig komi alltaf slíkur afturkippur í verzlun eftir hátíð- irnar. En varðandi gosdrykkina, þá trúi ég ekki öðru en neyzlan færist aftur í fyrra horf að tiltölulega skömmum tíma liðnum. Það er sjálfsagt að láta reynsluna skera úr um þetta."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.