Morgunblaðið - 25.01.1981, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981
7
/7
C7 Í7 w n n
l\Al ql
Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________84. þáttur
Hvað er Ijóð og hvers
vegna heitir það svo? Með
miklum lærdómi hafa mál-
fræðingar rakið uppruna
orðsins þannig til rótar, að
ætla má að frummerking eigi
skylt við lof eða ljós. En
hvernig á að skilgreina hug-
takið ljóð? Hvað þarf til að
koma, svo að einhver sam-
setningur orða verðskuldi
þetta viðfelldna heiti? Ég
leyfi mér að tilfæra orðrétt
úr Bókmenntum eftir Hann-
es Pétursson (bls. 67):
„Engin afmörkuð skil-
greining er til, sem greini
ljóð frá kvæði, og eru orðin
notuð jöfnum höndum (t.d.
ástarljóð, ástarkvæði, erfi-
ljóð, erfikvæði), enda þótt
þess gæti í seinni tíð að
tengja ljóð fremur en kvæði
við bundið mál, sem þykir
ljóðrænt (lyrískt); einnig
hefur komizt á að nota ljóð í
samsetningunum óbundið
ljóð og prósaljóð, þ.e. um
ljóðrænt efni, sem hlítir ekki
bragreglum. Þó eru þessi
mörk ekki heldur glögg, því
að bæði er talað um atómljóð
og atómkvæði. í fornu máli
merkti ljóð erindi, og kemur
orðið fyrir í heitum kvæða
um ólík efni og undir ólíkum
háttum, sbr. Hyndluljóð
(undir fornyrðingslagi) og
Sólarljóð (undir ljóðahætti)."
I orðabók Menningarsjóðs
er ljóð m.a. skilgreint á þann
veg, að það sé ljóðrænn texti,
þótt í lausu máli sé.
Ég hef enn úr nýrri bók
Eysteins Þorvaldssonar um
Atómskáldin eftir Grétari
Fells að „andi ljóðsins, ljóð-
úðin, getur mæta vel birst í
órímuðu máli, og meira að
segja notið sín betur en í
hinum þrönga stakki ríms-
ins.“
Tilefni alls þessa er bréf
frá Skeggja Skeggjasyni í
Reykjavík. Meginatriði
bréfsins eru þessi:
1) Hann hefur látið sér
skiljast að ljóð þýddi formun
máls í stuðla og rím, þótt
sumir skjóti sér bak við
annars konar texta, t.d.
Ljóðaljóðin í Biblíunni.
2) Hann spyr hvort þýð-
endum beri ekki að færa
erlenda ljóðtexta til þess
„sem kallast getur ljóð á
okkar tungu.“
3) Hann heldur því fram
að mun auðveldara sé að
læra og muna stuðlað og
rímað mál en óbundið, og því
auðveldara sem betur sé ort.
4) Honum þykir margt
lofsungið sem sé formlaust
og af ásettu ráði gert sem
óskiljanlegast.
5) Hann segir orðrétt:
„Mér er því spurn: Hefur
hver sem er málfræðilegan
rétt til að kalla formlausa
framsögn ljóð? Hörmulegt
finnst mér að sjá þetta frá
mönnum sem ég veit fullvel
að geta leikandi vel haft vald
á góðum rímformum.
6) Skeggi hélt þann tíma
liðinn hjá, er Jóhannes úr
Kötlum, sem hann dáði mjög,
„neyddist til að senda frá sér
Ó-ljóð“ til að styggja ekki
önnur ó-ljóðaskáld.
7) Lokaorð Skeggja: „Svo
má heita að nær allir sem
maður talar við um þetta
órímaða, segist hvorki skilja
það né vilja lesa og alveg
viðburður ef nokkur kann
línu úr því.
Ef þessir menn munu vilja
einhvern boðskap á borð
bera, sem þeir vilja túlka, af
hverju leggja þeir það ekki
fram sem laust mál?“
Hér er sem sagt ekkert
smámál til úrlausnar, og
verður ekki reynt nema að
litlu leyti að leita þeirrar
lausnar í þessum þætti. En
áður en reynt verður að
svara spurningum Skeggja
og fjalla að öðru leyti um
efni bréfs hans, þykir mér
við eiga að rifja upp hvernig
Guðmundur meistari Finn-
bogason skilgreindi hugtakið
ást:
„Ástin er það, sem vér
finnum, að hún er.“ (E.Ben.
Ljóðmæli, I, 41).
Um fyrsta efnisatriði
Skeggja: Érá elstu tíð hefur
verið ort á tungu okkar það
sem við köllum, hvort heldur
sem er, kvæði eða ljóð án
ríms. Völuspá er órímuð,
Hávamál eru órímuð. Þessi
forni kveðskapur var hins
vegar alltaf stuðlaður og með
ákveðinni hrynjandi þar að
auki. Biblíuþýðendur okkar
hafa hvorki stuðla né höfuð-
stafi í þeim ljóðum ljóða sem
þeir hafa snarað á íslensku
og má þó sá maður undar-
legur heita sem ekki vill hafa
þann texta í ljóðatölu.
Spurningu Skeggja um starf
íslenskra ljóðaþýðenda er í
rauninni svarað með þessu.
Meira að segja orkar tvímæl-
is, þegar ágætir þýðendur
eins og Magnús Ásgeirsson,
hafa gert það sem Skeggi
ætlast til að sé ófrávíkjanleg
regla, þ.e. þýtt „óbundinn"
erlendan texta með stuðlum
og rími. A
Um þriðja atriði. Ég held
allir séu sammála um það, að
auðveldara sé að læra bundið
mál en laust. Einar í Eydöl-
um kvað:
Kvæðin hafa þann kost með sér,
þau kennast betur og lærast ger,
en málið laust úr minni fer,
mörgum að þeim skemmtan er.
Rúmsins vegna læt ég bíða
að fjalla frekar um efni
Skeggjabréfs, en vendi mínu
kvæði í kross með því að láta
þess getið að Steindór
Steindórsson á Akureyri
hringdi til mín út af efni
síðasta þáttar og fræddi mig
á því að til væri vestur við
Djúp örnefnið Blævadalsá.
Ljósmyndafyrirsætur
Ungfrú Útsýn
Val á Ijósmyndafyrirsætum í keppnina „Ungfrú ÚTSÝN
1981“ stendur nú yfir. Þátttakendur skulu vera á
aldrinum 17—25 ára. Allir þátttakendur fá feröaverölaun
og ca. 10 stúlkur, sem valdar veröa til úrslita hljóta
ókeypis ÚTSÝNARFERÐ til sólarlanda. Kynning stúlkn-
anna fer fram á Útsýnarkvöldum á Hótel Sögu.
ATH.:
Stúlkur, sem þegar hafa skráö sig í keppnina, eru
beönar aö koma til viötals á Útsýn, sunnudaginn 25.
janúar kl. 4 síödegis. Nýir þátttakendur geta einnig
skráö sig á sama tíma. Sími 20100.
Alf Boe, forstööumaður listasafs Oslóarborgar
heldur fyrirlestur um Edvard Munch og list hans.
„Facetter av Edvard Munchs kunst“ sunnudag 25.
jan. kl. 16:00.
Sýning í anddyri og bókasafni Norraena hússins á
málverkum og grafík eftir Edvard Munch stendur
yfir til 22. febr. Opin á opnunartíma hússins.
Verið velkomin.
Norræna húsið
NORR4NA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
BÓKFÆRSLA I
Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös í Bók-
færslu í fyrirlestrarsal félagsins aó Síðumúla 23.
Námskeiöiö er haldiö dagana 2.—5. febrúar frá kl.
13:30—19:00 alla dagana (4 dagar).
Fjallað verður um sjóðbókafærslur,
dagbókafærslur og færslur í við-
skiptamannabækur. Sýnt verður
uppgjör fyrirtækja og rædd ýmis
ákvæöi bókhaldslaganna.
Námskeiöió er sniðið fyrir ein-
staklinga sem:
— hafa litla eöa enga bókhalds-
menntun.
— vilja geta annast bókhald
smærri fyrirtækja.
— hyggja á eða hafa meö hönd-
um eigin atvinnurekstur.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands í síma
82930.
i . ____________________________________
ASTJÓRNUNARFÉIAG fSIANDS
SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930
Kristjén Aðslstæinsson
vtdskiptsfrssðingur.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RIKISSJOÐS: Innlauanarvarð
25. janúar 1981 Seðlabankans
Kaupgengi m.v. 1 árs Ylir-
p« kr. 100.- tímabil frá: gengi
1969 1. flokkur 5.603,37 20/2 '80 3.303,02 69,6%
1970 1. tlokkur 5.130,76 15/9 '80 3.878,48 32,3%
1970 2. flokkur 3.726,67 5/2 '80 2.163,32 72,3%
1971 1. flokkur 3.386,70 15/9 '80 2.565,68 32,0%
1972 1. flokkur 2.994,92 25/1 ’81 2.907,69 3,0%
1972 2. flokkur 2.516,67 15/9 ‘80 1.914,22 31,5%
1973 1. flokkur A 1.878,16 15/9 '80 1.431.15 31,1%
1973 2. flokkur 1.759,18 25/1 '81 1.707,94 3,0%
1974 1. flokkur 1.193.07 15/9 '80 910,11 31,1%
1975 1. flokkur 990,73 10/1'81 961,87 3.0%
1975 2. 1976 1. flokkur flokkur 734,73 697,06 VERÐTRYGGÐ
1976 2. 1977 1. flokkur flokkur 565,98 525,67 HAPPDRÆTTISLÁN
1977 2. 1978 1. flokkur flokkur 440,33 358,84 RÍKISSJÓÐS:
1978 2. flokkur 283,22 Kaupgengi
1979 1. flokkur 239,48 pr. kr. 100.-
1979 2. flokkur 185.82 m.v. 10% sffOII.
1980 1. flokkur 139,45 A — 1972 1.652.67
1980 2. flokkur 109,97 B — 1973 1.417.86
C — 1973 1.235.61
O — 1974 1.072.17
E — 1974 758.70
F — 1974 758.70
G — 1975 528.48
H — 1976 511.74
1 — 1976 402.30
J — 1977 380.43
Ávöxtun spariskírteina síöustu 12 mán. = 62—71%
VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtunar-
BRÉF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% krafa
1 6r 65 66 67 69 70 81 70— 72%
2 6r 54 56 57 59 60 75 71—74%
3 ár 46 48 49 51 53 70 72—76%
4 ár 40 42 43 45 47 66 73—78%
5 ár 35 37 39 41 43 63 74—80%
*) Miðað er við auðseljanlega fasteign.
NÝTT ÚTBOÐ VEROTRYGGÐRA SPARI-
SKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS:
1. flokkur 1981.
Sala hefst 26. janúar.
MfRKITIfMiARfáM IflMIM HP.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566.
Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16.