Morgunblaðið - 25.01.1981, Page 22

Morgunblaðið - 25.01.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1981 Sé yfir höfuð unnt að tala um kyrrláta stórborg, þá gæti það að nokkru átt við þann blæ, sem er yfir lífinu í París þessa dagana. Það er reyndar áberandi ös í verzlunum, og Parísarbúar eiga í mörg horn að líta því að útsölurnar eru í gangi. Annars virðast París- arbúar taka nýja árinu með heldur blönduðum tilfinningum, því það er ýmislegt sem bjátar á í frönsku þjóðlífi þessa stundina. Verst er verðbólgan. París á seinni hluta jólaföstu er aftur orðin eins frönsk og þessi mikla, þóttafulla heimsborg getur yfirleitt orðið. Kaffihúsin, stór og smá, við Champs-Élysées, Boule- vard Saint Michel, Haussman eða Rue de Rivoli eru þéttskipuð masandi gestum frá morgni til kvölds og langt fram á nótt. Þarna eru persónuleg vandamál rædd mjög opinskátt og af ákafa, fundn- ar eru snjallar prívatlausnir á hinum ýmsu vandamálum franskra stjórnmála eða þá heimsmálunum, ef því er að skipta. Fransmönnum verður sjaídan orðfátt, sérstaklega ekki í góðum félagsskap, það er að segja, þar sem þeir eru sín á meðal, en eins og vitað er, þá er það alltaf langbezti félagsskapurinn. Culinaire I París eins og alls staðar í því landi hefur maturinn í franskri gerð alveg sérstakt aðdráttarafl jafnt á heimamenn sem aðvífandi. Veitingahús af betra taginu í París eru stöðugt að sérhæfa sig meir og meir í fremur fáum en afburða vel tilreiddum réttum. I þeirri matargerð er ekki kastað höndunum til neins, heldur hvert smáatriði þaulhugsað og matur- inn tilreiddur af franskri natni og óbrigðulum smekk til þes að geðj- ast hinum mjög vandlysnu frönsku gestum. Á þessum veit- ingahúsum verður maður hins vegar að vera þess albúinn að greiða eins og sem svarar einu lambsverði fyrir að vísu dægi- legan mat með tilheyrandi víni og í glæsilegu umhverfi. Ofarlega á listanum yfir mestu krásirnar tróna á mörgum matseðlinum „saumon chaudfroid", „saumon escalope Maítre Albert" eða „saumon á la creme" með parmes- an- og gruyere-osti sem ómissandi bragðbæti; þarna er sem sé oft á tíðum kominn laxinn, sem veiddur var í íslenzkum ám síðastliðið sumar — eða þá í Noregi. Chez soi Parísarbúar eru um þetta leyti árs loksins „chez soi“ — sitja einir að borginni sinni heittelskuðu með öllum hennar gögnum og gæðum — lausir í þetta sinn við yfirþyrm- andi túristaplágu, sem þeir verða að sætta sig við á öðrum árstím- um. Ferðamannaflóðið á götum og torgum Parísar hefur sem sagt fyrir nokkru fjarað út þetta árið. Núna í byrjun árs sézt aðeins einn og einn langferðavagn frá Spáni, Hollandi, Þýzkalandi eða austan frá Balkanskaga híma á bökkum Signu. Það er aftur hægt að greina Louvre-höllina, jafnvel í nánd, eftir hið langa umsátur túrist- anna, sem staðið hefur óslitið aila sumar- og haustmánuðina, langt fram í nóvember. Núna sjást aðeins örfáir langferðabílar fyrir framan þetta einstæða listasafn — og flestir eru bílarnir franskir eða belgískir. Aftur er hægt að ganga i rólegheitum um þá miklu sali upphafinnar fegurðar, sem Louvre hefur að geyma, og hægt að njóta hvers listaverks í næði. Hernámsárin Parísarhiminninn er blýgrár og þungbúinn þessa desemberdaga, alveg eins og veturinn 1941, — fyrsta veturinn af fjórum löngum, nöprum vetrum undir þýzku her- námi. Allt frá því í sumar hafa franskir fjölmiðlar verið sneisa- fullir af frásögnum um ófarir Frakklands í seinni heimsstyrj- öldinni, um innrás Þjóðverja á franska grund í júníbyrjun 1940 og hernám Parísar skömmu síðar, eða 14. júní. Það leið ótrúlega stuttur tími, þar til Þjóðverjar höfðu hernumið svo til allt landið, tvístrað franska hernum um flæð- ar og flaustur og sökkt franska flotanum á einu bretti. Til minningar um þessa dapur- legu atburði í franskri sögu hefur rödd hins mikla hershöfðingja og þjóðarleiðtoga de Gaulles aftur hljómað um Frakkland. Hinu fræga ávarpi hans til frönsku þjóðarinnar á hinum drungalega hernámsvetri 1940 var nýlega út- varpað aftur fyrir fjálgum frönsk- um eyrum: „Frakkar, orrusta er töpuð, en við höfum ekki tapað stríðinu!" Nú þegar er de Gaulle, hers- höfðingi, orðinn eins sannheilagur dýrlingur í augum frönsku þjóðar- innar eins og sjálf Mærin frá Orleans, Jeanne d’Arc. í Drouot-gistihúsinu í París fór fram uppboð fyrir fáum dögum, þar sem meðal alls þess forngripa- drasls, sem tínt hafði verið til, voru líka fjörutíu ára gömul um- ferðarskilti og leiðbeiningaskilti sem þýzka herstjórnin hafði látið setja upp í París, skömmu eftir töku borgarinnar. Á einu þessara skilta er á ruddalegan hátt bent á, hvar æðsti stjórnandi Parísar- borgar, þ.e. þýzki hernáms-hers- höfðinginn, hafi aðalstöðvar sínar og veiti Parísarbúum viðtal eftir dúk og disk. Öll þessi skilti seldust upp á augabragði á nefndu upp- boði. I hugum Parísarbúa er þýzka hernámið annars óendanlega langt aftur í grárri forneskju núna á þessum kalda vetri 1980. Óð verðbólga Sá, sem ekki hefur nýlega verið á ferð í frönsku höfuðborginni, verður beinlínis skelkaður yfir verðlaginu á öllum hlutum. í Frakklandi er verðlag mjög hátt og fer síhækkandi ársfjórðungs- lega, en í París virðist verðlag vera þrisvar sinnum hærra en annars staðar í landinu, og er þá mikið sagt. Það er löngu liðin tíð, að veitingahús, vínbarir, minni ’ Halldór Vilhjálmsson tók saman Þjóðardýrlingur á borð við Jeanne d’Arc, de Gaulle, hershöfðingi flytur ávarp til frönsku þjóðarinnar í sjónvarpi og útvarpi frá Élyséehöll í forsetatið sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.